Þjóðviljinn - 11.05.1990, Side 5

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Side 5
Geislamœlingar Hreinn sjór við Island Geislun íþangi viö Islandsstrendur er meðþvíminnsta sem mœlist í höfunum PLO-heimssókn Samkvæmt niðurstöðum mæl- inga Geislavarna ríkisins, sem kynntar voru í gær, er geislun í þangi við strendur landsins með því minnsta sem þekkist. Þetta eru fyrstu niðurstöður mælinga á mengunarefnum í sjó og sjávarfangi samkvæmt áætlun sem byrj að var að vinna að í júní í fyrra og áætlað er að ljúki árið 1992. Aætlunin er að hluta liður í alþljóðlegri úttekt aðildarríkja Oslóar- og Parísarsamninganna svokölluðu um varnir gegn meng- un sjávar í Norðaustur- Atlantshafi. Auk Geislavarna ríkisins vinna Hafrannsóknastofnun, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Raunvísindastofnun Háskólans að þessu verkefni. Mældir verða Kvennalistinn Guðrún hættir í haust Guðrún Agnarsdóttir þing- kona Kvennalistans mun hætta á Alþingi í haust og Guðrún Hall- dórsdóttir forstöðukona Náms- flokkanna taka sæti hennar. Það var því rangt hermt í Þjóðviljan- um á miðvikudag að Guðrún Agnarsdóttir væri hætt á þingi og er hún beðin velvirðingar á því. -Sáf þungmálmar eins og kvikasilfur og blý, geislavirk efni einkum cesín og strontín, lífræn þrávirk efni eins og PCB og DDT og að lokum næringarsölt eins og köfnunarefni og fosfór. Fyrstu mælingarnar samkvæmt þessari áætlun voru gerðar í des- ember á því hve mikið af geisla- virka efninu cesíni væri í þangi. Pað mældist 0,8 Bequerel í kílói af þurru þangi frá Vestfjörðum, Grímsey og Austfjörðum en 0,5 Bequerel í þangi frá Snæfellsnesi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Til samanburðar má nefna að búast má við að um 10 Bequerel mælist í hverju kflói mannslíkam- ans. Þetta eru mun minni geislavir- kni en mælist við strendur ná- lægra landa. Árið 1988 mældust 140 Bequerel við kjarnorkuver Breta í Sellafield og 15 til 30 Beq- uerel við strendur Danmerkur 1987. Jafnvel við strendur Fær- eyja og Grænlands mældust 4 til 8 Bequerel árið 1986. Geislunin sem nú mælist er fyrst og fremst leifar af geisla- mengun í andrúmsloft frá þeim tímum þegar kjarnorkutilraunir voru gerðar í andrúmsloftinu á sjötta áratugnum. Meiri geislamengun við strend- ur meginlands Evrópu stafar lík- lega af úrgangi frá kjarnorkuver- Steingrímur hittir Arafat Forsœtisráðherra lœtur ekki mótmœli ísraelskra stjórnvalda hindra heimsókn sína til Arafats Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra mun ekki brcyta áætlun sinni um að heimsækja Yasser Arafat leiðtoga Frelsiss- amtaka Palestínu, PLO, í Túnis á morgun. Yehiel Yativ sendiherra ísra- elsmanna á íslandi með aðsetur í Stokkhólmi hringdi í Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra á þriðjudag og lýsti mótmælum stjórnar sinnar vegna fyrirhugaðs fundar forsætisráðherra með Yasser Arafat í Túnis. Sendi- herra lýsti yfir undrun vegna fundarins sem hann sagði að væri fyrsti fundur vestræns þjóðarleið- toga með Arafat frá því að hann lýsti sig forseta sjálfstæðis ríkis Palestínumanna. Arafat hefur sjálfur heimsótt fjölda þjóðarleiðtoga og hitti meðal annars páfann nýlega, en enginn vestrænn þjóðarleiðtogi mun áður hafa farið sérstaklega til að hitta hann í Túnis. Utanríkisráðuneytið kom mót- mælum ísraelsstjórnar á framfæri við forsætisráðherra. Jón Sveinsson aðstoðarmaður hans segir að mótmælin hafi eng- in áhrif á heimsókn ráðherrans. Þetta sé persónuleg heimsókn sem byggi á ályktun Alþingis frá því fyrir ári um að viðurkenna beri tilverurétt bæði ísraels- manna og palestínsku þjóðarinn- ar. Þar segir m.a. „Alþingi telur að íslendingar eigi að hafa vin- samleg samskipti við Frelsis- samtök Palestínu, PLO.“ -rb Átak um Landgræðsluskóga 1990. Garðbæingar riðu á vaðið í átakinu með gróðursetningu þrjú þúsund trjáplantna í Smalaholti í gærdag. Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari átaksins, gróðusetti fyrstu trjáplöntuna í skjóli við gamburmosa og óskaði þess með viðstöddum að tréð mætti lif a vel og lengi til prýðis fyrir íslenska náttúru. Skógræktarfélag Garðabæjar stóð að gróðursetningunni og að sögn Kristjáns Jóhannessonar þótti þeim nauðsynlegt að byrja áður en skólabörnin færu í frí í vor. Garðbæingar ætla að virkja skólabörnin í gróðursetninguna og kenna þeim mikilvægi þess að græða upp landið. Á myndinni sjást einbeittar landgræðslukonur uppi (Smalaholti í gær, þar sem gróðurlaus melurinn verður ræktaður upp. - Mynd:Jim Smart. Byggðaröskun Borgin skattleggur landslýð Fjármálaráðherra segir Reykjavíkurborg vaða ípeningum vegna þess að borgarstjórinn sé orðinn skattheimtumaður yfir rösklega helmingi allra sveitarfélaga á landinu Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir að megin- skýringin á góðri fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar sé samgöngu- bylting sem hafi gert íbúa flestra sveitarfélaga á landinu að tekjust- ofni fyrir Reykjavík. Þjóðviljinn hafði samband við ráðherrann vegna þessarar yfir- lýsingar sem hann viðhafði á fundi á ísafirði á þriðjudags- kvöld. Ólafur segir að samgöngu- byltingin síðustu 10 - 15 ár hafi gjörbreytt eðli staðbundinna tekjustofna sveitarfélaganna. Aðstöðugjöld og fasteignagjöld hafi verið miðuð við að sveitarfé- lögin fengju skatttekjur af við- skiptum íbúanna við fyrirtæki í sveitarfélaginu. Þetta kerfi hafi verið miðað við samfélag þar sem hvert bæjarfélag hafði sínar sér- stöku verslanir og þjónustufyrir- tæki. Ólafur segir að samgöngubylt- ingin hafi umturnað þessu gamla kerfi. Það taki ekki nema þrjá tíma að aka frá Norðurlandi til Reykjavíkur, um eða yfir klukkutíma frá Suðurlandi og lítið lengur frá Vesturlandi. Stór hluti verslunar, viðskipta og þjónustu í þessum landshlut- um sé kominn til Reykjavíkur. Þorri fyrirtækjanna, sem íbúar þessara byggðarlaga hafa við- skipti við, hafi heimilisfang í Reykjavík, og greiði þar að- stöðugjald og fasteignagjöld. „Staðreyndin er sú að sam- göngubyltingin hefur gert íbúa flestra sveitarfélaga að skatt- greiðendum í Reykjavík. Borgar- sjóður mjólkar íbúa annarra sveitarfélaga sem er ein af skýr- ingum þess hvað Davíð Oddsson hefur mikla fjármuni til ráðstöf- unar.“ Ólafur segir að orkutaxtar hitaveitunnar og rafmagns- veitunnar séu líka hafðir svo háir að á síðustu þremur árum hafi þessi fyrirtæki skiiað rúmum miljarði í hagnað í borgarsjóð. Hann leggur samt áherslu á að hann líti ekki á það sem verkefni ríkisvaldsins að blanda sér í þessi mál heldur hljóti sveitarstjórnar- menn á næstu árum að verða að gera upp við sig hvort þeir vilji búa fram á næstu öld við þessa stórkostlegu ójöfnun í tekjum sem samgöngubyltingin hefur skapað. Davíð Oddsson borgarstjóri segir í Morgunblaðinu í gær að með þessum hugmyndum sé fjár- málaráðherra að reyna að kippa stoðunum undan starfsemi í Reykjavík. Borgin njóti einungis sömu gjaldstofna og aðrir. Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi sagði í viðtali við Þjóðviljann að skipting landsins í þjónustu- svæði og framleiðslusvæði geti verið landinu öllu hagstæð og vafasamt að annar aðilinn hagnist á hinum. Reykjavík sé þjónustu- miðstöð alls landsins. Styrkur hennar sé að þeir fjár- munir sem verða til í landinu öllu renni með einum eða öðrum hætti til Reykjavíkur. Það sé hins vegar veikleiki að því leyti að ekki hafi verið lögð nægjanleg áhersla á undirstöðuatvinnu- greinar þannig að samdráttur hvar sem er á landinu bitni á Reykjavík. Sigurjón segir fráleitt að íbúar nágrannasveitarfélaga Reykja- víkur hafi tapað á þjónustu borg- arinnar. Hann efist um að íbúar þeirra hafi nokkurn tíma fengið stærri kjarabót í einu en þegar borgin ákvað að leggja til þeirra hitaveitu á kostnað Hitaveitu Reykjavíkur. „Kjalnesingar, sem síðastir fengu Hitaveitu Reykja- víkur, staðfesta þetta örugg- lega.“ Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi og formað- ur Sambands íslenskra sveitarfé- laga segir að í sjálfu sér lýsi fjár- málaráðherra rétt hvernig breytingar á samgöngum hafa stækkað verslunarsvæði Reykja- víkur allt norður til Húnavatns- sýslu. Sigurgeir segir að ný tekju- stofnalög, sem tóku gildi um ára- mót, séu hins vegar stórt skref í réttlætisátt sem ekki sé rétt að hrófla við. Samkvæmt þeim renni rúmur miljarður króna í jöfnun- arsjóði sveitarfélaga, allur til smærri sveitarfélaga. Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hins vegar að mörgu leyti sammála fjármálaráðherra. Á undanförnum árum hafi æ meira misræmi skapast milli tekju- möguleika sveitarfélaga úti á landi annars vegar og á höfuð- borgarsvæðinu hins vegar. Þetta komi fram í slæmri stöðu fjöl- margra sveitarfélaga. Þórður segir að nýju tekju-' stofnalögin lagi þetta nokkuð með tekjufærslu frá ríkisvaldi til sveitarfélaga en þau bæti engan veginn misræmið á tekjuöflunar- möguleikum sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu og úti á landi. Það hafi ýtt undir búferlaflutn- inga undanfarinna ára frá lands- byggðinni til Reykjavíkur sem geti veitt íbúum sínum betri þjón- ustu vegna hærri tekna. Þórður segir nauðsynlegt að taka á þessum málum sem allra fyrst áður en landið sporðreisist. Þorvarður Hjaltason sveitar- stjórnarmaður á Selfossi tekur mjög í sama streng. Hann segir ljóst að Reykjavíkurborg búi við tekjuforréttindi. Hún hafi miklu meiri tekjur á hvern íbúa en flest önnur sveitarfélög. Nauðsynlegt sé að jafna því út svo að sveitarfé- lög úti á landi geti veitt þá þjón- ustu sem þeim er ætlað. Raunar sé furðulegt að félagsleg þjónusta í Reykjavík skuli ekki vera betri þegar tekið sé tillit til þeirra gífur- legu tekna sem borgin hafi. -rb Föstudagur 11. maf 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.