Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 15
Eyjafjörður - undraland Þótt blómlega héraðið Eyjafjörður minni nútímafólk fremur á iðnað, tæknivæddan búskap og afburðasjávarútveg, heldur en dulrænu og áifasögur, þá leynast í sögu og staðháttum Eyjafjarðar undarfegir þættir. Hér er aðeins bent á fáein dæmi. Til eru hins vegar afar forvitnileg drög að heildaryfirliti um svonefnda „þjóðtrúarstaði” við Eyjafjörð og reyndar um Norðurland allt og víðar, sem Helgi Hallgrímsson líffræðingur, fyrrverandi forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Akureyri, nú búsettur á Egilsstöðum, hefur tekið saman. Helgi skrásetti eftir rituðum og munnlegum heimildum frásagnir um meinta bústaði álfa og huldufólks, sæbúa-birtingar, Ijósagang, álagabletti, dysir og fleira af þessu tagi. Og með nákvæmni og skipulagstækni vísindamannsins flokkaði hann efnið niður og komst að fróðlegum niðurstöðum um misjafna dreifingu sagna og fyrirbæra eftir svæðum, svo dæmi sé nefnt. Helgi hefur birt sumt af þessu efni í mánaðarritinu Heima er bezt og gert grein fyrir því á ýmsum vettvangi, og vonandi er að sjónvörp nýti sér þennan heimildabanka og þekkingu Helga fynr en síðar. EKKI EINLEIKIÐ: Orkomumælirinn á Möðruvöllum f Hörgárdal svolgrar trúlega minna vatn en flestir aðrir kollegar hans á landinu, — hér í sveit er þurrviðrasamt allajafna. Og þó hefur hvergi á byggðu bóli á (slandi verið meiri þörf á vatni til að slökkva eldsvoða en einmitt þarna á Möðruvöllum. Svo rammt hefur kveðið að þessum fyrirbærum, að vísindamaðurinn Steindór Steindórsson frá Hlöðum (sem raunar er fæddur á Möðruvöllum) kveður upp þennan úrskurð í bókinni Landið þitt Island: „Má það naumast einleikið heita” — Frægustu brunarnir eru þessir, auk fjölda smábruna: Klaustrið 1316, allurbærinn 1712, amtmannsstofan 1826 og aftur 1874, kirkjan 1865, skólahúsið 1902, íbúðarhús 1937. HULDUBYGGÐASTEFNAN: Milli skipanna í Akureyrartiöfn griilir í Halllandsklettana austan Eyjafjarðar, gegnt Akureyri. Við þessa áberandi hamra var mesta höfn huldufólks á Islandi, samkvæmt þjóðtrúnni. Skyggnt fólk sá vorskipin koma þangað fyrr en fley mennskra manna, og hurfu þau beint inn í björgin. Sumir telja að á svæðinu kringum Hallandsbjörgin, og eink- um suður af þeim, sé enn mikiö þéttbýli huldufólks, nánast lítil spegilmynd af Akureyri handan við Pollinn, með gatnakerfi, fyrirtækjum og miklu stærri lystigarð, sem sé allan Vaðlareitinn. Ófreskir stóriðjusinnar halda því fram að í því bæjarfélagi sé þegar risið álver. Hallland er fæðingarstaður Bólu-Hjálmars, eins og hann minnist í vísunni um atburð þann er Margrét vinnukona bar hann þaðan strax sólarhrings gamlan: Lét mig hanga Halllands- Manga / herðadrangann viöur sinn, / fold réö banga flegðan langa / fram á stranga húsgang- inn. ÁLFAKIRKJA: Kirkjan við Skjól- dalsá. Ábúendur á þessum slóðum efuðust ekki um hlutverk slíkra klettadranga á sinni tið. Samt fór litlum sögum af bergbúatónlist ein- mitt þama, hún opinberaðist ofar með ánni, nærri Ranghalaklettum. ÖXNAFELL er kannski það eyfirska ömefnið sem á sfðari tfmum helst vekur hugrenningar fólks um dulargáfur og óskýrð atvik, ekki síst læknisdóma. Héðan var sem sé hún Margrét frá Öxnafelli, — horft er yfir fæðingarstað hennar vestur um Eyjafjarðardal, í baksýn tróna Möðmfell til vinstri og Kerting til hægri. Sumum þótti Margrét J. Thoriacius sameina dulskyggni, óræðar gáfur og gagnleg tengsl við aðrar tilvistarvfddir á sterkari hátt en annaö fólk. ÓFRIÐUR? Akureyri er sjálfur miðpunkturinn. Á Hamarkotsklöppum norðan við íþróttaleikvanginn, á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis, er frægur huldufólksþústaður. Ekki hefur myndastyttunni Landnemum, eftir Jónas Jakobsson, (af Helga magra og Þórunni hymu) orðið vel vært þar ofan á þakinu, — nýlega var sundursprungin höggmyndin fjarlægð, til viðgerðar. Einhvern tíma hefði trúlega verið ályktað sem svo að huldufólkið væri viðriðið skemmdimar. Aðrir kenna um votviðrum og lélegri stein-steypu. Frægustu samskipti manna og huldufólks á Islandi á síðari tímum urðu hins vegar hér á Akureyri, þegar sprengt var fýrir vegarstæði nærri Krossa- nesverksmiðjunni, en miðill stóð I stöðugu sambandi við íbúa klettanna á meðan. Var framkvæmdum hætt meðan (búamir fengu ráðrúm til að flytja, til að forðast hefndaraðgerðir þein-a. Fjölmiðlar fylgdust grannt með þessu máli. HULDUHLJÓMAR: Á álfatónlistarslóðum I ágúst 1986, — Sigtryggur Símonarson á Akureyri ólst upp hér I grennd við Ranghalaklettana, sem eru þarna handan Skjóldalsár I Eyjafirði. Faðir Símonar lagði sig oft hér I brekkunni á fým' tíð, þegar tóm gafst I kymj veðri, og svo fór um síðir að hann leiddi soninn ungan með sér og kenndi honum að hlusta. Hljómar huldufólksins eru Sigtryggi I fersku bamsminni, þótt ekki tækist okkur að nema nokkra tóna við það tækifæri sem myndin var tekin. Ljósmyndir og texti: Ólafur H. Torfason Föstudagur 11. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.