Þjóðviljinn - 11.05.1990, Síða 16
Þegar Bretarnir komu...
Samantekt með tilvísun til skálda um undrun íslendinga og siðferðilegar
og pólitískar þrautir þeirra við upphaf hernáms
„Aldrei höfðum við séð jafn undarlegar fígúrur.
Hvernig brá íslandsbúum kær-
um við þegar þeir vöknuðu upp
við það að morgni hins tíunda
maí 1940 að herskip voru komin
hér inn á sundin blá til að hertaka
landið? Öllum ber saman um eitt í
minningunni: menn spurðu fyrst
að því, hvort skipin væru þýsk
eða bresk, enda ekki nema eðli-
legt að þeir hefðu hugann mjög
við örlög Dana og Norðmanna
sem Þjóðverjar höfðu hertekið
skömmu áður. Sigurður A.
Magnússon segir í minninga-
skáldsögu sinni, „Möskvar morg-
undagsins" frá því að ungur
drengur er kominn niður í fjöru að
horfa á herskipin með öðru fólki
og þau eru enn of langt í burtu til
að þjóðerni þeirra verði greint:
„Mér þótti skrýtið hve æðru-
laust fullorðna fólkið var og með
hve miklu jafnaðargeði það
skeggræddi spurninguna hvort
herskipin væru bresk eða þýsk,
einsog það skipti í sjálf u sér engu
meginmáli."
Undarlegar
fígúrur
Fleiri segja þó að þeim hafi létt
mjög þegar þeir komust að því að
Bretar væru komnir en ekki
Þjóðverjar. Jón Óskar skáld rifj-
ar það upp í „Fundnir snillingar"
að þegar honum hafa verið sögð
hernámstíðindin, þá gerist þetta:
„Mér varð fyrst fyrir að spyrja
hvort það væru Þjóðverjar eða
Bretar sem komnir væru. Mér
léttiþegar ég vissi það voru Bret-
ar. Eg flýtti mér út og gekk niður
að sjó. Þá sá ég fyrstu hermenn-
ina á ævi minni. Þeir stóðu tveir á
verði með byssur um öxl og
hjálma á höfði í hliðinu að olíu-
porti BP við Skúlagötu. Ég hef
sjaldan séð neitt sem mér hefur
þótt jafn hjákátlegt. Það var
greiniíega eitthvað óraunveru-
legt við stríð og hermennsku."
Hér er komið að næstu við-
brögðum sem mikið ber á í minn-
ingum manna: þeim fannst her-
námsliðið ekki skelfilegt, heldur
eitthvað fáránlegt og annarlegt
við allt saman. Skáldbróðir Jóns,
Hannes Sigfússon, er á sömu
buxum í „Flökkulíf" þegar hann
minnist þess að hann gengur hinn
sögulega morgun niður á bryggju
og sér að verið er að skipa upp
hergögnum og ríkir þar mikið
öngþveiti: „Hópur óbreyttra
hermanna bjástraði við að setja
upp vélbyssu á miðjum hafnar-
bakkanum án nokkurs skynsam-
legs tilefnis, enda var þeim ekki
sýndur minnsti vottur fjandsemi
af hálfu hinna innfæddu sem
stóðu í hæfilegri fjærlægð og
góndu á þá. Aldrei höfðum við
séð jafn undarlegar fígúrur. Það
var greinilegt að hermennirnir
lutu ströngum aga og voru vanir
að hlýða öskrum yfirmanna sinna
umsvifalaust og án tilhugsunar.
Stundum minntu þeir nánast á
leikbrúður eða lifandi tindáta.“
Ekkert verður
sem var
Og má víðar fletta til að fá svip-
aða mynd: landar „góna“ á her-
inn og vita eiginlega ekki sitt
rjúkandi ráð. Kannski höfðu þeir
verið svo langt frá heimsins gný,
að þeir kunna ekki að taka mark
á byssum og hermennsku? Eða
þá að hér sannast það eina ferð-
ina enn, að þegar mikil tíðindi
gerast, þá vita menn ekki af því
fyrr en eftir á. Þegar Ólafur Jó-
hann Sigurðsson er að lýsa hern-
ámsdeginum í skáldsögunni
„Gangvirkið“ (fyrsta bindi í
stærsta skáldsagnabálki um styrj-
aldartímann, aðdraganda hans
og eftirmála, sem hefur verið
skrifaður á íslensku), þá er meiri
geðshræring komin í spilið. Sögu-
maður, Páll blaðamaður, hann
fagnar því eins og aðrir menn, að
gestirnir óboðnu gætu verið
verri: „Þeir eru þá ekki þýskir,
þeir eru ekki nasistar“ sagði ég
við sjálfan mig og lofaði það í
hljóði, en samt var mér ekki
rórra“. Skáldsagnapersónunni
Páli er ekki efst í huga hjákátleiki
hermennskunnar, honum finnst
hann „hafa elst um mörg ár á
nokkrum klukkustundum" með-
an hann virti hernámið fyrir sér,
honum finnst að sjálft gangvirkið
í tilveru hans hafi stansað. En
þetta gerist vitanlega vegna þess
að sögupersónan og höfundur
hennar eru orðnir vitrir eftir á,
þeir vita að ekkert yrði sem áður,
þeir hafa úr öðru að spila en þeir
Reykvíkingar sem sjá herskip
stefna að landi einn vormorgun
árið 1940.
Að vera með
eða ekki
Næstu kaflar í endurminning-
um manna um hernámsárin eru
einnig hver öðrum líkir. Því er
lýst hvernig breskir hermenn
dreifðu sér um höfuðborgina og
aðrar byggðir, hvernig þeir
smöluðu saman Þjóðverjum,
slógu upp tjöldum, reistu sand-
pokavirki, lögðu undir sig hús.
Þessu næst segir frá forvitnum
krökkum og konum í fallhættu og
upphafi allskonar speglasjóna
sem ekki síst komu fram í því að
út um allt spruttu upp búllur alls-
konar með drykkjuskap,
slagsmálum og grófu kvennafari.
Því næst koma svo frásagnir úr
Bretavinnunni, sem batt enda á
langvarandi auraleysi kreppuár-
anna og braut niður um leið vinn-
umóral íslendinga: þessir harð-
duglegu menn fengu að vita að
stríð er fyrst og síðast sóun og
vinna fyrir her full með vitleysur.
Allt er þetta þó smátt miðað
við vandann mikla: hvernig átti
einstaklingurinn að bregðast við,
þjóðin öll? Allir voru sammála
um það frá upphafi að hernámið
setti íslendinga í mikinn pólitísk-
an og siðferðilegan vanda. Og
síðan voru menn hver um sig að
reyna að svara því, hvar þeir ætl-
uðu sér stað á langri línu milli
tveggja póla: annarsvegar var sá
kostur að laga sig sem skjótast að
hernáminu og nota það og græða
á því - hinn var sá að halda sínu
striki sem rækilegast þar til
óboðnir gestir væru farnir. Eins
og að líkum lætur voru þeir ófáir
sem reyndu að gera tvennt í senn.
Hlutleysið,
afskiptaleysið
Hin opinbera afstaða var sú -
að minnsta kosti fýrst í stað - að
íslendingar ættu að halda fast í
hlutleysi sitt hvað sem tautaði og
raulaði. Það kann að hljóma
undarlega nú, en Morgunblaðið
sagði t.d. í Reykjavíkurbréíi sínu
þann 19. maí, að það eina sem
geti verndað sjálfstæði okkar í
framtíðinni sé að endurheimta
hlutleysið og til þess verði lands-
menn „að sameinast um að varð-
veita hlutleysi okkar innri
manns“. Stjórnvöld, kirkjuhöfð-
ingjar, kennarar, kvenfélög og
kommúnistar eru furðu samstiga
í að brýna fyrir landsmönnum að
þeir ánetjist ekki ástandinu, týni
ekki sjálfum sér í hafróti stríðs-
ins. Og helsta hvatningin var þá
sú, að landsmenn - ekki síst kon-
ur og börn - hefðu sem minnst
afskipti af hernámsliðinu.
Raunin varð önnur, eins og all-
ir vita.
Svo hlaut að fara
Þegar menn hugsa um siðferð-
iskreppu þá sem þjóðin komst í á
hernámsárunum, þá verður víst
flestum fyrst hugsað til kvenna-
mála setuliðsins, sem áður var
lítillega minnst á. Um þetta mál
kom út allmikil bók í fyrra, „Á-
standið“, þar sem margt
skemmtilegt og dapurlegt kemur
fram um vændi og lausung, trúl-
ofanir og giftingar, barneignir og
afbrýði íslenskra karla, sem þótt-
ust oft illa sviknir í samkepp-
ninni. Það er þetta „ástand", sem
tekur stærra pláss í huganum en
margt annað. Sem er ósköp eðli-
legt: hér hafði erlendur her kom-
ist inn í viðkvæmustu einkamál
manna. Eftir á að hyggja verða
harðir dómar um óvænt lauslæti
íslenskra kvenna eða um að ís-
lenskir karlar hafi ekki átt betra
skilið eins og út í hött. Þegar hálf
miljón útlendra hermanna á vet-
ursetu í timburborg eins og Mos-
kvu, segir Tolstoj í skáldsögu
sinni um stríð Rússa vð Napóleón
1812, þá gerist eitt: það kviknar í
borginni. Þegar ungum körlum á
eftir
Árna Bergmann
eyjunni hérna fjölgaði um meira
en helming á skammri stund, þá
hlutu að koma upp vændi og ást-
arskot og trúlofanir og það hlaut
líka að vera erfitt að vera strákur
af þessari kynslóð. Frá því segir
reyndar í mörgum skáldsögum og
smásögum íslenskra höfunda. Til
dæmis í bálki Ólafs Jóhanns sem
fyrr var nefndur: Páll blaðamað-
ur lendir einmitt í því að kærastan
segir honum upp og svífur inn á
Hótel Borg með breskum offís-
era. í hlálegum kafla sögunnar
(annað bindi, „Seiður og hélog“ )
segir frá því, þegar Páll finnur sér
þjáningarbróður í gömlum leik-
félaga og drekka þeir sig fulla og
ætla að stúta nokkrum Bretum í
hefndarskyni fyrir glataðar kær-
ustur.
En í þeirri skáldsögu Ólafs Jó-
hanns (gleymum því ekki að
skáldsögur eru miklar heimildir,
ef ekki um atburði þá um við-
brögð við atburðum, um aldar-
andann) kemur það líka mjög
rækilega fram, að kvennamálin
voru aðeins partur af „ástand-
inu“. Þar úir og grúir af smærri og
stærri sögum um það, hvernig ól-
íklegustu íslendingar hverfa -
leynt eða ljóst - frá þeirri hegðun
sem þeir höfðu gert að uppistöðu
í sínum persónuleika og hlaupa á
eftir stríðsgróða í einhverri
mynd, ánetjast möguleikum til
að stytta sér leið í einhverskonar
neyslusælu. Og gefa þá dauðann
og djöfulinn í margt sem þeim
áður var heilagt.
Þetta efni hefur verið mjög
hugstætt mönnum bæði þegar
þeir setja minningar á blað og í
skáldskap. Jón Oskar talar um
það, í „Týndir snillingar" að þjóð
sem áður hafði verið nægjusöm á
veraldarvísu „var nú orðin hams-
laus í veraldlegri græðgi... Hvern
gat órað fyrir þvf, þegar þjóðin
sameinaðist um lýðveldisstofn-
unina 1944 meðan stríðið geisaði
enn af fullum krafti, að hún væri
þegar spillt orðin í innstu hugarf-
ylgsnum sínum af veraldlegri
græðgi sem erlend herseta í
landinu hafði magnað fram?“
Þessi spurning: að laga sig að
hernáminu eða hundsa það,
halda sínu striki, er sett mjög
skemmtilega fram í smásögu eftir
Halldór Stefánsson, sem hann
nefnir „Draumur til kaups“. Þar
segir frá hjónum í litlu timburhúsi
í Reykjavík. Auðunn er stofu-
heimspekingur, veltir fyrir sér
eilífðargátum og kemst að þeirri
niðurstöðu að „allt líf sé óslitin
tilraun til hugsunar“. Hann hefur
rýrar tekjur við þá iðju að
skrautrita sitt af nverju fyrir
menn, en kona hans, Þorbjörg,
sættir sig við að það kemur
reyndar mest í hennar hlut að sjá
16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. maí 1990