Þjóðviljinn - 11.05.1990, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Qupperneq 17
fyrir heimilinu með saumaskap og þvottum. Friðsælt líf, kyrr kjör. Svo kemur stríðið, þessi mikla deigla sem öllum er kastað í. Og húsfreyjan Þorbjörg, hún hristir af sér í fyrstu allskonar uppgang hjá nágrönnunum, en þegar vinkonur hennar fara að klæðast kjólum og kápum sem áður sáust aðeins á dætrum betri borgara, þá brestur hennar sið- ferðisþrek: „það eru takmörk fyrir því hvað má bjóða mann- legu eðli“. Hún gerir sína lífs- kjarauppreisn, heimtar af manni sínum að hann dansi með, reyni að komast að sem túlkur og redd- ari hjá Bretum, eða kenna ensku, eða selja handrit sem geymir hans spekimál til útgáfu. Auðunn er hinsvegar annað- hvort ófær um að taka þátt í gróðadansi eða þá hann neitar því: „helgidóm hjarta síns“ hand- ritið vill hann ekki selja, hann tel- ur það ósæmilegt að lifa á hval- rekum: „Hver maður, segir hann, á sér æfistarf sem hann á ekki einungis að lifa af heldur og fyrir“. Það geisar heimsstríð í litlu húsi - og Auðunn verður að láta undan síga. Hann afhendir gróðadraumi konu sinnar framh- luta hússins, stofuna, þar sem hún setur upp hermannasjoppu. En yfirgefur í staðinn svefnher- bergi þeirra hjóna og sest að í litlu bakherbergi með sinn draum sem er ekki „til kaups“ - og vill ekki stíga niður fæti þar í húsinu sem ósóminn hefur sigrað heldur not- ar glugga bakherbergisins sem dyr, gengur þar út og inn. Sér- viskan eða trúnaðurinn við það sem maður er - hann hefur beðið ósigur, en samt hefur hann ekki látið allt sitt af hendi, enn lifir hann á sinni skák. Og af því að erlendur her hefur í rauninni ekki farið héðan síðan Bretar komu þá er vandi þeirra hjóna í sögu Halldórs Stefáns- sonar enn óleystur, enn eru menn að raða sér á línuna sem liggur milli fyrirvaralausrar aðlögunar að „ástandi“ og þeirrar þrjósku sem segir Nei takk. Heimsveldið og dauðastríðið Áðan var á það minnt, að ís- lendingar og blöð þeirra voru mjög hlutleysissinnuð, að minnsta kosti framan af. Að vísu þóttu bæði Tíminn og Alþýðu- blaðið vinsamlegri Bretum en t.d. Morgunblaðið og Vísir, en ekki rifust menn um þau mál að ráði. Þó kemur það t.d. fyrir að Alþýðublaðið sakar Morgun- blaðið við upphaf hernáms hér um að draga í rauninni taum Þjóðverja - blaðið reyni að gefa almenningi „sem hæstar hug- myndir um afrek Þjóðverja" og meira að segja stingi það undir stól fréttum sem „gætu orðið á- litshnekkur fyrir þýska nasism- ann“. Morgunblaðið tekur þetta óstinnt upp og segir það óvinaf- ögnuð ef „hernumið þjóðarkríli“ ætlar að steypa sér í heiftúðugar innbyrðis deilur um „samúð eða andúð gegn ófriðaraðilum". Þjóðviljinn hafði þá sérstöðu að túlka atburði á þá leið, að styrjöldin væri einkamál kapítal- ískra heimsvelda, „blóðug átök breska og þýska auðvaldsins um markaði heimsins og hráefna- lindir“. Blaðið tók upp línu hinna róttækustu jafnaðarmanna frá því í fyrri heimsstyrjöld: það sem skipti máli var að alþýðan sneri vopnum sínum gegn auðvaldinu, hvar sem væri. Hér gerðust menn sekir um þá blindni að loka augum fyrir þeim mun sem var á þýskum nasisma og öðru hervaldi (og á þann mun höfðu Þjóðvilja- menn lagt mikla áherslu nokkru fyrr þegar boðuð var samfylking gegn fasisma og stríðið gegn Franco á Spáni var mál mála í vinstriheimi). Máttu Þjóðvilja- menn heyra lengi síðan ásakanir um að hér hefðu þeir brugðist í stríðinu við fasismann, vegna þess að þeir hefðu verið ráðvilltir eftir svokallaðan griðasamning Stalín, og Hitlers haustið 1939. Eðlileg ásökun reyndar. En fleiri voru fyrst og síðast með hugann við Breta sem ofbeldismenn sem hefu rofið grið á smáþjóð - miklu frekar en þeir veltu fyrir sér nauðsyn þeirri að slást við Hitler. Einn þeirra var Steinn Steinarr skáld sem orti á fyrsta hernáms- árinu frægt kvæði, Imperium' Britannicum, Breska heimsveld- ið. Þar er þessi magnaða feigðar- spá um það mikla veldi: Ó lát þér hœgt þótt lánist stundarbið. Að lokum borgast allt í sömu mynt. Og jafnvel þótt á heimsins nyrstu nöf þú nœðir þrælataki á heimskum lýð það var til einskis, veldur stuttri töf það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð. Þrælatak á heimskum lýð er vitaskuld hernám íslands. Gam- an væri að athuga hvort margir áttuðu sig á því að Steinn Steinarr, sem nú er orðinn þjóð- ardýrlingur og fermingargjafa- skáld, er hér í rauninni að leggja út af heimsveldafjandskap Þjóð- viljans á því méli! (Það kyndug- asta við allt saman er reyndar það, að Steinn Steinarr reyndist að sönnu spámaður: þótt Breska heimsveldið yrði meðal sigurveg- ara í heimsstyrjöldinni - sem bet- ur fer - þá reyndist þetta stríð í rauninni upphaf að dauðastríði þess, það losaði um ýmsa krafta í nýlenduheiminum sem áttu eftir að brjótast fram síðar.) Óboðinn gestur Breska heimsveldið - menn höfðu vitanlega margar ástæður til að tortryggja það, íslensk skáld höfðu reyndar lengi haft á því illan bifur, svo sem fram kem- ur í kveðskap bæði Guðmundar frá Sandi og Stephans G. Step- hanssonar. En hvað um her- mennina sem hingað voru komn- ir? Voru þeir barasta illa séðir keppinautar um hylli kvenna? Bara útsendarar mikils valds? Ekki gott að vita hvað menn hugsuðu um það. Nema hvað ungur bóndi og skáld fyrir norðan, Kristján frá Djúpalæk, hann orti snemma á hernámsár- um fróðlegt kvæði um breska hermanninn sem hingað er kom- inn og hefur breytt landslaginu. í upphafi kvæðis líst skáldinu held- ur illa á þennan gest: Studdur við vopn þú stendur hér þinn vörð starir í freðna, sinugráa jörð valfráum augum undan hjálmsins rönd. Óboðinn gestur, íslands stœrsta sorg, ókunnur sveinn úr vélaharksins borg Smáþjóðar fjöregg hreifstu í þína hönd... Skáldið dregur enga dul á ástæður þess að honum líst illa á hermanninn: „Harðstjóra tákn og ógna ertu mér, einkennisfötin vitna móti þér“ segir þar, landið er nú „að hálfu vígahreiður þitt“. Áfram er haldið með ásakanir: „Þú hefur djúpt vorn þjóðar- metnaðsært, þegna af landi burtu dæmda fært“ - og er þar vísað til þess að blaðamenn Þjóðviljans voru handteknir og fluttir til Eng- lands og blaðið bannað snemma árs 1941. Framtíðarsýnin En skáldið norðlenska yrkir sig síðan í sátt við þennan „heimsveldis son“. Ljóðið firrir hermanninn ámæli og finnur sér leið til samstöðu með honum: Skyggnist ég dýpra inn í eðli þitt einstœði maður, það er sama og mitt. Sök þín er aðeins sú að vera til. Rifinn þú varst með rót úr heimabyggð, rekinn í stríð gegn lífsins viðurstyggð gereyðing alls, sem helst ég vernda vil. Þarna heyrast tónar lífsnauð- synlegrar samstöðu gegn Hitler - og síðan er áfram haldið í von um betri heim í nafni róttækrar al- þjóðahyggju: Pví, ungi sveinn, ég býð þér bróðurhönd. Bindum nú vinartengslum okkar lönd. Samstilltum skrefum sœkjum fram á við. Byggjum upp heim - ég sé hann rísa senn - samvirkan heim, hvar glaðir, frjálsir menn auðæfa lífsins njóta hlið við hlið.... Hér er leikið á þá strengi sem hljómuðu æ sterkar bæði á ís- landi og víðar um álfur eftir því sem á leið stríðið: menn vonuðu að styrjöldin táknaði mikil um- skipti með réttlæti og frelsi og sósíalisma og samvirkri fram- vindu þjóðreisnar. En hrepptu í staðinn kalt stríð og aðra óáran. En það er önnur saga... „Heimsveldis son sem hernamst fátækt land" SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léftara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., AÖalstræti 9. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: Torgið hf., Aöalgötu 32. • Akureyri: Sfr hf., Reynishúsinu Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. • Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Ásvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðabraut 2a. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c co 13 ?r O* O* t (Q |8 3 O* i9 3 2: oS Q Q' 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.