Þjóðviljinn - 11.05.1990, Blaðsíða 18
\
Brezki herinn
blasir viö...
Eftir Elías Mar
Mér verður að láta hugann
reika hálfa öld aftur, til vordag-
anna 1940. Ég var þá á sextánda
ári, átti heima hjá henni ömmu
minni innarlega á Hverfisgötu,
og var kominn að fyrstabekkjar-
prófi í gagnfræðaskólanum við
Lindargötu sem í daglegu tali var
kenndur við séra Ingimar. Og
það er auðvelt að styðjast við
dagsetningar frá þessum tíma,
því að þær eru geymdar á spjöld-
um sögunnar.
Innrás í Noreg
og Danmörku
Þá er fyrst til að taka þriðju-
daginn 9. apríl. Það er laust fyrir
hádegi að ég legg leið mína upp í
Sundhöll til að mæta í skyldugum
sundtíma. í anddyrinu er hópur
skólabræðra minna, og einhverjir
þeirra hnappast utan um ný-
útkomið dagblað; mig minnir það
hafi verið Alþýðublaðið fremur
en Mogginn. Og það var aldeilis
rosafrétt í blaðinu: Þjóðverjar
voru búnir að hertaka Danmörku
eins og hún Iagði sig og höfðu að
auki sett lið á land í Noregi; yrðu
jafnvel búnir að hirða það land
fyrir kvöldið. Það var semsagt að
færast líf í þetta viðburðasnauða
stríð sem staðið hafði vetrarlangt
án þess að nokkuð gerðist. Eftir
þessa hálfu öld sem liðin er spyr
ég sjálfan mig: Hvaða áhrif hafði
þessi frétt á mig? Varð ég
eitthvað óttasleginn? Onei. Mér
fannst þetta virkilega spennandi.
Ekki svo að skilja að ég fagnaði
því, fremur en aðrir, að styrj-
aldarátök færðust nær eyjunni
okkar; hitt er líklegra að ég hafi
þarna verið kominn á þroskastig
venjulegs blaðamanns, sem
finnst heimurinn þeim mun
skemmtilegri sem skelfilegri tíð-
indi gerast. Þó orti ég ekki einu-
sinni ljóð í tilefni af þessu, og var
þó alltaf að yrkja um þessar
mundir út af ómerkilegustu til-
efnum, og engum tilefnum,
nokkur ljóð á dag stundum, og að
sjálfsögðu þrælrímuð. Svo fórum
við í laugina, og einhver sem ég
man ekki lengur hver var reyndi
að kenna okkur að synda, þótt
við kynnum allir að synda.
Orð séra
Ingimars
Fullt eins minnisstæður er mér
reyndar næsti dagur, miðviku-
dagurinn 10. apríl, sem var síðasti
kennsludagur fyrir próf. Það er
þó aðeins vegna eins atviks sem
ég man frá þeim degi: úr mann-
kynssögutímanum hjá séra Ing-
imar. Hann kenndi okkur mann-
kynssögu eftir bók Þorleifs H., og
það var allt um Egypta, Grikki,
Persa og Rómverja, en aldrei
minnzt á nútímann. f þetta skipti
brá hann þó út af venjunni strax í
upphafi kennslustundar, settist
við púltið ívið þreytulegur og
sagði lágt, eins og við sjálfan sig,
eitthvað á þessa leið:
„Ef Adolf Hitler tekst að
leggja undir sig Norðurlönd og
halda þeim; ef honum tekst að
leggja jafnvel undir sig fleiri
lönd, halda þeim og vinna þetta
stríð, þá er ekkert efamál að hann
verður álitinn mesti sigurvegari
mannkynssögunnar... Ef hann
tapar; ef hann að lokum missir
allt sem honum hefur tekizt að
ná, þá verður hann um allar aldir
álitinn mesti glæpamaður sem
uppi hefur verið.“
Þeir sem eitthvað þekktu til
séra Ingimars vissu að á bak við
þessi orð hans lá sízt af öllu ósk-
hyggja. Hann var gamalgróinn
sósíaldemókrat og yfirlýstur and-
stæðingur nazisma. En það var
þó ekki fyrr en frá leið sem ég
þóttist sjá, að í þessum um-
mælum hans birtist nokkuð raun-
sönn niðurstaða um þá sem móta
söguskoðunina og „sannleikann“
um hetjur hvers tíma.
Það tók Þjóðverja að vísu
meira en dagsstund að leggja
undir sig Noreg, því að Norsarar
sýndu mótspyrnu dögum saman,
jafnvel í nokkrar vikur, þótt
valdsmenn sumir sæju sér þann
kost vænstan að flýja land. En
það endaði auðvitað með því að
Þjóðverjar komust að sovézku
landamærunum - norðan-
verðum. Þeim virtist ekkert
ómáttugt. Og þá fórum við hér á
eyjunni að hugsa sem svo, að það
væri e.t.v. aðeins tímaspursmál
hvenær þeir sendu flugvélar og
skip til að hirða okkur hér úti í
hafinu. Þeir höfðu árum saman
reynt að fá hér aðstöðu „fyrir far-
þegaflug“ og „til landfræðilegra
rannsókna“, en án árangurs.
Óneitanlega voru þeir menn til
hérlendis sem beinlínis óskuðu
þess að Þjóðverjarnir kæmu; að
þeir bæru sigur úr býtum í stríð-
inu. En þeir voru örugglega í
miklum minnihluta og höfðu sig
aldrei mjög mikið í frammi.
Margir af þeim sem aðhylltust
nazisma á þessum tíma voru hálf
rómantískir draumóramenn sem
hugsuðu á gamaldags heims-
veldisvísu eitthvað sem svo: Hví
skyldu Þjóðverjar ekki mega rísa
upp á ný og „eignast“ aftur ný-
lendur rétt eins og Bretar og Fra-
kkar? Og svo voru þeir sem hrif-
ust af þeirri ásjónu nazista er birt-
ist í glæsilegum marséringum og
öðru í ætt við hjálpræðisher og
beat. En allur íslenzkur al-
menningur var ótrúaður bæði á
kenningar og yfirgang Hitlers-
þýzkalands. Það lifði enn vel á
kolunni sem reyndi að hálda okk-
ur við trúna á ævarandi hlutleysi
landsins; í týrunni frá henni bið-
um við þess sem verða vildi, við
gátum lítið annað.
Fullveldis-
mánuður
Þannig leið nákvæmlega einn
mánuður. Það var óneitanlega
merkur mánuður í sögu landsins,
því að vel má segja að þetta hafi
verið eina tímabilið frá því árið
1262 sem við höfum verið full-
komlega sjálfstæðir. Konungs-
sambandinu við Dani hafði verið
slitið de facto. í einn mánuð vor-
um við ráðamenn yfir utanríkis-
málum okkar sem og innanríkis-
málum - og ekki hersetnir. Svo
rann upp dagurinn 10. maí.
Ég man vel eftir kvöldinu á
undan. Bezti vinur minn, Ásgeir
Magnússon, var lengi heima hjá
mér þetta kvöld, og við vorum
m.a. að fjalla um ungskálda-
félagið okkar; líka um gútempl-
arastúkuna Verðandi, en þar vor-
um við virkir félagar þótt ungir
værum. Við höfðum kynnzt upp-
rennandi skáldum sem við hittum
nánast reglulega: Hannesi Sigfús-
syni, Jóni Óskari og fleirum.
Þetta var einkar friðsælt og kyrrt
vorkvöld; kálgarðurinn fyrir utan
beið þess að verða stunginn upp,
svo að hægt væri að hola niður
kartöflum. í endurminningunni
var þetta í ætt við lognið á undan
storminum. Þetta var síðasta
kvöldið sem gamli tíminn ríkti á
íslandi. En það vissum við ekki
þá; hvað morgundagurinn bar í
skauti sínu.
Þá kom Bretinn
Eftir því sem ég man bezt vakti
amma mín mig nokkuð snemma
og sagðist heyra í flugvél. Á þess-
um tíma átti þjóðin eina flugvél,
litla rellu sem flaug stundum milli
Reykjavíkur og Akureyrar og hét
TF Örn, líklega í höfuðið á flug-
manninum sem hét Örn. En hún
var í lamasessi um þessar mundir,
svo að ólíklega var þetta hún.
Ég fór á lappir og var glað-
vaknaður, þótt ég gerði fullt eins
ráð fyrir að gömlu konunni hefði
misheyrzt. Eða hafði þetta kann-
ski verið flugvélin eina? Nei; því
að nú heyrði ég hljóðið, og það
var miklu dimmara og allt öðru-
vísi en í þjóðarvélinni; mér fannst
ég jafnvel heyra í tveimur vélum.
Hvað ætli klukkan hafi verið
: þegar ég var kominn niður á
Skúlagötu? Líklega um átta eða
hálfníu. En það sem við blasti var
harla óvenjulegt: Stór og skugga-
leg skip úti á legunni, eitthvað sjö
talsins, máluð ókræsilegum
litum, eins og þau væru ryðguð;
kannski voru þau ryðguð. Ég
man ekki hvort nokkurt þeirra
var herskip, fljótt á litið, því þetta
virtust vera aflóga skemmtiferða-
skip og komin allmjög til ára
sinna.
Það var slangur af fólki þama
niðri við fjöruna til að glápa á
þetta, enginn virtist vita með
vissu hverrar þjóðar skipin voru,
og flestir lögðu að lokum leið sína
vestur á bóginn: niður að höfn.
Ekkert hafði heyrst í útvarpinu
; um morguninn, og menn hugs-
j uðu sjálfsagt allir eitt og hið
1 sama: Hverjir eru þetta? Gat
hugsazt að þetta væru Bretar -
sem ekkert, bókstaflega ekkert,
höfðu gert í þessum heims-
átökum fram að þeim tíma?
Svo gerðist eitt, sem verður
mér ógleymanlegt í öllum ein-
faldleika sínum: Það kom labb-
andi riðvaxinn maður, ber-
höfðaður, frakkalaus, og gekk
við staf. Hann kom innan að, úr
austurátt, nam öðru hverju stað-
ar ofur rólegur og leit í átt til skip-
anna; hélt svo áfram í átt til
bæjarins eins og aðrir. Hann tal-
aði ekki við neinn, og enginn yrti
á hann.
Þennan náunga kannaðist ég
við í sjón, þótt ég vissi ekki hvað
hann hét. Ég hafði oft tekið eftir
honum þar sem hann gekk um
Hverfisgötuna, og einhvern-
veginn hafði það borizt til eyrna
mér að hann starfaði hjá brezka
sendiráðinu sem þá var til húsa í
Höfða við Rauðarárvík. Hann
var Breti. Og nú var auðvelt að
leggja saman tvo og tvo: Úr því
að þessi brezki maður spókaði sig
svona sallarólegur á Skúla-
götunni, þá var næsta öruggt að
það voru Bretar en ekki Þjóð-
verjar sem voru á skipunum.
Viðbrögðin
Ég verð að játa að ég var ekki
einn um það að finna til nokkurs
léttis þegar sú staðreynd varð ljós
að það voru Bretar en ekki Þjóð-
verjar sem hertóku okkur. Að
vísu höfðum við íslendingar ekki
mikið álit á Bretum sem
' hernaðarþjóð um þessar mundir.
Þeir voru í varnaraðstöðu, voru
sagðir illa undir styrjöld búnir og
höfðu lítið aðhafzt fram til þessa.
Við treystum þeim ekki meira en
svo til að geta varið okkur, ef
Þjóðverjum skyldi hugkvæmast
að gera hér innrás. Samt höfðum
við eitthvert óljóst hugboð um
það, að betra væri að lynda við þá
heldur en nazista. Og nú þýddi
ekkert að treysta á neina hlut-
leysisyfirlýsingu lengur.
Að öðru leyti man ég furðulítið
eftir einstökum atburðum frá
þessum degi. Ég fór að sjálfsögðu
niður í bæ eins og aðrir og sá, að
búið var að smala Þjóðverjum
búsettum í Reykjavík út á norð-
austurhorn uppfyllingarinnar við
höfnina, og þar voru þeir látnir
dúsa standandi mikinn part úr
degi, þangað til þeir voru teknir
Greinarhöfundur haustið 1940.
Ljósm. Kolfinna G. Pálsdóttir.
út í skip og fluttir í fangabúðir á
eyjunni Mön. Dátar með byssur
höfðu komið sér fyrir við hafnar-
húsið, landssímahúsið, lögreglu-
stöðina, pósthúsið og fleiri hús,
en voru þó flestir við höfnina að
flytja á land hverskyns útbúnað
og hergögn. Þeir höfðu m.a.
skipað upp ferköntuðum smá-
bílum sem fyrst í stað voru kallað-
ir „jeeps“ uppá ensku, en fengu
brátt íslenska heitið „jeppi“, sem
þótti prýðisgott, því það rímaði
við „seppi“. Og brezkt hernám
var hafið.
Hafði nú allt þetta einhver sér-
stök áhrif á mig persónulega?
Ekki minnist ég þess. Ég orti ekki
einusinni ljóð út af þessu stór-
kostlega tilefni. A.m.k. ekki
strax; loksins þegar af því varð,
var það grínkvæði. Ég var kom-
inn á það þroskastig að finnast
flestir hlutir meira og minna
skoplegir. En það breyttist bók-
staflega ekki neitt í Iífi mínu. Ég
hélt áfram að hanga á Lands-
bókasafninu hvenær sem ég fékk
því við komið, og hef örugglega
18 SlÐA - NÝTT HELGARBLAf) Föstudagur 11. maí 1990