Þjóðviljinn - 11.05.1990, Síða 19

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Síða 19
Þjóðverjum búsettum í Reykjavík skipað um borð í HMS. Sheffield við hafnarbakkann í Reykjavík. Mynd: Ljósmyndasafnið - Skafti Guðjónsson. farið þangað þennan dag eins og aðra daga til að lesa þar eitthvað allt annað en kennslubækurnar. Um þetta leyti man ég að ég var að kynna mér íslenzk leikrit og gekk með einskonar leikritadellu sem ég óx svo upp úr, guðisélof. Hins má geta, að úti í hinum stóra heimi gerðust ekki síður miklir atburðir en hér norðurfrá: Þjóðverjar létu sig ekki muna um að ráðast inn í Holland og Belgíu einmitt þennan sama dag og Bretar tóku ísland. Fyrr en varði voru þeir búnir að sigrast á Maginot-línunni - aftanfrá - og knésetja Frakkland. Og Chur- chill karlinn tók við forystu brezka heimsveldisins þennan söguríka dag. Hér í bænum lögðu nú Bret- arnir fljótt undir sig ýmsar bygg- ingar, sumar til bráðabirgða á meðan þeir höfðu ekki komið sér upp bröggunum sem þeir reistu í heilum hverfum síðar meir. Þeir slógu fyrst upp tjöldum hér og hvar á óbyggðum svæðum og reistu sandpokavirki, en hvers- konar birgðum og vopnum komu þeir sem fyrst undir þak, einkum í skólabyggingum sem nú voru lausar eftir afstaðna skólatíð. Að kvöldi þess 10. varð mér gengið um Lindargötuna og sá þá, að í stóru austurstofunni gagnfræða- skólans höfðu þeir fyilt allt með hafurtaski sínu: nákvæmlega mánuði eftir að séra Ingimar hafði setið í þessari sömu stofu og úttalað sig um Hitler. Hemám Breta á þeim skóla stóð þó ekki lengi. Hann var leystur úr her- kvínni eftir nokkrar vikur og starfaði þar öll stríðsárin og lengur. Sama var því miður ekki hægt að segja um þá sögufrægu byggingu gamla Menntaskólann. Hann var hersetinn til fram- búðar. Og að sjálfsögðu hið ófull- gerða Þjóðleikhús, sem allt í einu hætti að vera draugakastali og fékk nytsamlegt hlutverk sem birgðastöð setuliðsins allt til stríðsloka. Æörulaust fólk Fyrsta hernámsdaginn var allt fjarskiptasamband rofið og bann- að að útvarpa fyrr en liðið var að kvöldi. Sömuleiðis var mjög tak- markað hvað ferðast mátti út fyrir bæjarmörkin, og settur her- vörður við Elliðaárnar. En þetta stóð ekki lengi. Yfirleitt má segja, að engin paník ríkti meðal bæjarbúa almennt; eftir allt sam- an hafði alltaf mátt búast við því að þetta kæmi yfir okkur. Og svo ótrúlegt sem það er, þá voru dæmi þess að sumum þætti þetta ekki ýkjamikill viðburður. Af því er sagan af snæfellska bóndanum (og hún er sönn): Snæfellskur bóndi, sannkall- aður taóisti þótt hann vissi ekki af því sjálfur, hafði verið í nauðsyn- legum erindagjörðum í Reykja- vík. Nú vildi hann samkvæmt þetta var hið dularfulla bilirí út- varpsins á bænum úr sögunni og flutt sú fregn að Bretar hefðu hernumið landið; sjálfur forsætis- ráðherrann kom í tækið og sagði hvað hefði gerzt. Þá leit fólkið á bóndann í orðlausri spurn eins og það vildi sagt hafa: Og svo seg- irðu að ekkert sé að frétta úr Reykjavík? „Æjá, það,“ tautaði bóndinn. „Það var smá stopp þarna við Elliðaárnar, já. Einhverjir út- lenzkir strákar með byssur. En þeir voru ósköp kurteisir. Það held ég.“ Það mætti æra óstöðugan með því að tína allt það til sem segja má um hernámið sem áhrifavald á íslenzkt þjóðlíf. Áhrifanna tók að gæta strax samdægurs. At- ingu, einkum í sambandi við kvenþjóðina og kynni hennar við setuliðsmenn. Stúlkur sem um- gengust Bretana voru sagðar vera „í ástandinu". Mikið var skrifað í blöðin um það allt, og flest á einn veg: menn voru hneykslaðir og þótti þjóðhollusta í lakara lagi og þjóðarsómanum á glæ kastað. Þá urðu og til vísur og jafnvel heilir bragir, sem sumt komst aldrei á prent. Mér barst til eyrna vísa ein, sem mér hefur jafnan fundizt taka öðru fram um „ástandið" á þessum tíma í allri merkingu þess orðs. Hún var eignuð lítt þekkt- um kveðskaparmanni vestur á Ströndum, sem ekki fór alltaf troðnar slóðir í ljóðaformi eða tjáningarmáta og myndi líklega vera kallaður framúrstefnuskáld nú, þótt menn litu niður á hann þá í íslenzkri forpokun. Af næsta spámannlegri andagift orti hann: Brezki herinn blasir við, brezka auðvaldsklíkan engri sálu gefur grið - gefst upp þjóðernispíkan. Á grænni grein Að vera „í bransanum" var líka orðtak sem notað var um hvers- kyns viðskipti við herliðið. Það gat ýmist þýtt náin kynni kven- fólks við setuliðsmenn, eða bara vel borguð störf fyrir herinn al- mennt. En orðið sjálft, „bransi", er ekki annað en einskonar ís- lenzkun á enska orðinu „branch" (grein); sá þótti hafa komizt á „græna grein“ sem komst í „bransann". Sama þótti ekki síður um þær píur, sem komust í eitthvað feitt á sínu sviði stríðs- viðskiptanna. Og svo voru það gervismið- irnir. Af þeim fóru fljótt ævintýralegar sögur, og ég held ég verði að segja eina í lokin. Ungur og ófaglærður verka- maður hafði í langan tíma gengið atvinnulaus og auk þess átt við heilsuleysi að stríða. Eitthvað hafði hann þó gripið í einhvers- konar föndur sér til dægra- styttingar, því svo mikið er víst, að hann hafði um skeið haft tommustokk að láni frá bróður sínum. Daginn eftir hernámið fannst honum mál til komið að skila stokknum, stakk honum í skyrtuvasann og lagði svo leið sína vestur í bæ. Hálfvegis kom- inn á leiðarenda datt honum í hug að líta inn á kontór þann þar sem brezki herinn var að ráða fólk í vinnu. Er ekki að orðlengja það, að þar var honum tekið tveim höndum, ekki hvað sízt þar sem uppúr skyrtuvasa hans stóð tommustokkur. Nú var piltur þessi alls ekki mæltur á enska tungu, en sem betur fer var þarna einhver samlandi hans sem gat túlkað það nauðsynlegasta. Taka verður fram, að ungi maðurinn var frekar stirðmæltur, átti það jafnvel til að stama og kinkaði þá stundum kolli þegar allt stóð fast sem hann ætlaði að segja. Sá brezki við borðið benti á stokk- inn og spurði hvort hann væri tré- smiður. Ungi maðurinn skildi ekki spurninguna, en kinkaði ósjálfrátt kolli og leit á túlkinn í orðlausri beiðni um hjálp. „Þú ert ráðinn sem trésmiður,“ sagði Bretinn, og bætti við: „En það væri gott ef þú gætir líka lagt til hamar og sög.“ Hann byrjaði strax sama dag við að slá upp mótatimbri, og þá voru komnir fleiri honum til að- stoðar, sem flestir voru vanari slíkri vinnuenhann. Ogþeirvoru allir mjög lukkulegir, því að sem trésmiðir voru þeir á tvöföldu dagsbrúnarkaupi. Leið nú tæp vika. Þá var ungi maðurinn kallaður fyrir einhvern háttsettan Breta og honum tilkynnt, að þar sem hann hefði verið ráðinn fyrstur í þenn- an vaska flokk uppsláttarmanna á steypumótum, væri hann hér- með gerður að yfirmanni og verk- stjóra hópsins - á þreföldum dagsbrúnartaxta - og þyrfti ekki að puða við móta-uppsláttinn sjálfur frekar en honum sýndist, því hann væri fyrst og fremst eftirlitsmaður með hinum smið- unum, þeim óbreyttu og ófag- lærðu. Þar með var vinur okkar svo sannarlega kominn á græna grein og innundir í bransanum. Ætli nú sé ekki nóg komið að sinni. Annars sprengi ég blaðið. Breskir hermenn loka Pósthúsinu í Pósthússtræti 10. maí 1940. Mynd: Ljósmyndasafnið - Skafti Guðjónsson., ferðaplani sínu komast heim þann tíunda. Hann leggur af stað ásamt fleiri farþegum í litlum rútubíl, sem var þegar stöðvaður við Elliðaárnar, ef ske kynni að Þjóðverjar leyndust meðal farþeganna. En af því að Bretar eru Bretar en ekki Þjóðverjar, tók þetta ekki nema stutta stund og bílnum var hleypt yfir brúna og út í sveit. Nú kemur bóndi heim til sín á Snæfellsnesið rétt fyrir kvöldmat og er spurður tíðinda úr bænum. Jú. Hann kvað veðrið hafa verið ágætt og mannfólkinu liði takk bærilega; annars allt fremur tíðindalítið. En rétt í því sem hann hafði lokið við að segja vinnuleysi kreppuáranna varð úr sögunni eins og hendi væri veifað. Öll sú þróun hefur þegar fengið þá umfjöllun, aðégheffáu við hana að bæta af minni litlu þekkingu á því sem gerðist. Að sjálfsögðu höfðu allir þessir at- burðir sín áhrif á menningarlífið, t.d. umfjöllunarefni bókmennt- anna, þó að revíuleikirnir í Iðnó yrðu líklega fyrstir til að taka við sér og gera sér mat úr „ástand- inu“. Stjórnmálamenn þessa tíma notuðu oft í alvarlegri um- ræðu skírskotun til þess óvenju- lega „ástands" sem ríkti í landinu. Af þeirri orðanotkun fékk hugtakið og orðið „ástand" nokkuð nýja og þrengda merk- B5RB Afgreiðslutími Á tímabilinu 14. maí til 30. september er skrif- stofa BSRB opin frá kl. 8 til 16. Vegna jarðarfarar Guðjóns F. Teitssonar fyrrverandi forstjóra Skipaútgeröar ríkisins veröa skrifstofur vorar og vöruafgreiösla lokaö- ar í dag, föstudaginn 11. maí frá kl. 14.00. Skipaútgerð ríkisins SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Lausar stöður Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Austurlandi auglýsir tvær stööur deildarþroskaþjálfa við Þjónustumiöstööina Vonarland, Egilsstööum, lausar til umsóknar frá 1. júní eöa eftir sam- komulagi. Aöstoö við útvegun húsnæöis. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaöur í síma 97-11577 eöa framkvæmdastjóri svæðis- stjórnar í síma 97-11833.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.