Þjóðviljinn - 11.05.1990, Síða 21

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Síða 21
HELGARMENNINGIN Sjómennskan var mín akademía Ætli ég sé ekki búinn að mála allt of mikið, segir Sveinn Björnsson listmálari, þar sem hann stendur meðal ótal mál- verka af öllum stærðum og gerðum suður í Hafharfirði. En ég get bara ekki látið það vera, bætir hann við kankvís. Þegar blaðamann Nýs Helg- arblaðs ber að garði er Sveinn hvergi nærri en góðvinur hans Hinrik Vagn Jensen er í óða önn að hengja upp málverk. Hinrik er hingað kominn frá Danmörku til að aðstoða vin sinn við uppsetn- ingu sýningarinnar. Málaö á sjó Listamaðurinn kemur askvaðandi skömmu síðar og býður blaðamanni upp á rjóma- vöfflur og kaffi. Þetta kom yfir mig eins og hland úr fotu, segir Sveinn, þegar hann er inntur eftir því hvers vegna hann fór að mála. Sveinn fór ungur á sjóinn og tvítugur að aldri settist hann í Sjómannaskólann. Þaðan útskrif- aðist hann með skipstjórapróf og sótti sjóinn um árabil. Ég byrjaði að mála úti á sjó þegar frístundir gáfust. Sjó- mennskan er hörkupúl og oft voru unnar átján stundir en ekki hvílt nema í fimm. Sjómenn eru allra manna sannsöglastir, þeir eru ekki sí og æ með þennan nú- tímahálfkæring, segir Sveinn. Menn hafa gott af því að vinna og vera þreyttir bæði á sál og lík- ama. Nú til dags er ekki hugsað um neitt nema peninga. Auðvitað er ekki hægt að lifa á listinni, þeir sem selja mikið og gera fátt annað en að mála eru eflaust ekki góðir málarar, segir hann og glottir. Ég kvíði því að ungir menn fari að taka sig svo alvarlega að þeir haldi sig geta lifað af listinni einni saman. Sjálfur segist hann ekki kæra sig um að kaupa myndir af iðjuleysingjum. Sveinn málar suður í Krísu- vík, þar er gott að vera, segir hann. Allir hafa gott af því að komast burt úr peningavafstrinu Moliére móður Fantasíuleikhópurinn sýnir á næstunni ímyndunarveikina með pompi og pragt Áhugaleikhópurinn Fantasía leggur nú nótt við dag í undir- búningi að leikritinu ímyndunar- veikinni eftir Moliére. Fantasíu- menn hafa fengið til iiðs við sig skraddaranema úr Iðnskólanum og listnema úr Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskólans. Hárkollugerðarmennirnir, þau Sigurbjörg, Jóhann, Elsa, Ásta og Guðrún segjast hafa lagt út í þessa vinnu af einskærri for- vitni. Úti í hinum stóra heimi eru kollugerðarmenn sprenglærðir en listnemarnir létu það ekki aftra sér. Eftir tilsögn niðri í Þjóðleik- húsi var fjárfest í hampi og hár- kollugerðin hafin. Búningasaumur er í höndum stúlkna sem ýmist eru að taka sveinspróf í klæðskeraiðn eða kjólasaumi frá Iðnskólanum í vor. Saumakonurnar eru íjórar, Ólöf, Oddný, Jóna María og Sól- veig. Þær segja að allar frístundir þeirra undanfarið hafi farið í búningasauminn. En vinnan er þess virði, þetta hefur verið bæði skemmtilegt og lærdómsríkt. Við notuðumst við gömul snið og myndir úr búningasögu- bókum. Útkoman er bræðingur úr öllu saman. Mikil vinna fór í að granisa og leita að ódýrum efnum. Við notum allt mögulegt, gamlar blúndur og gardínuefni svo eitthvað sé nefnt. Við vorum í búningasögu í vetur hjá Karli Aspelund og án hans hjálpar hefðum við aldrei treyst okkur til að hanna og sauma búningana, segja sauma- konumar. Fantasíuhópurinn hefur verið önnum kafinn síðan æfingar Vagnadansins hófust I nóvember síðastliðnum. Sú sýning hefur verið valin af Bandalagi ís- lenskra leikfélaga til að vera full- trúi íslands á norrænni áhuga- leikhópahátíð í Svíþjóð í sumar. Fantasía er átta manna á- hugaleikhópur og hefur hópurinn sett upp tvö verk, Vagnadans og Ég býð þér von sem lifir. Þau verk eru bæði framúrstefnuleg og frumsamin af hópnum og þólti Fantasíu mál til komið að takast á við klassíkina. Þetta mun vera í íyrsta skipti sem lítill áhugaleikhópur ræðst í að hanna bæði búninga og hár- kollur fyrir eina sýningu. Slíkt er þeim Hestum ofviða sökum kostnaðar. En öll vinnan við upp- setningu Moliére er gefin. Stærsti kostnaðarliður hópsins, segja þau, er leiga á húsnæði en verkið verður sýnt í Skeifunni 3c. Imyndunarveikin verður væntanlega frumsýnd 27. maí næstkomandi. BE og vera einir með sjálfum sér. Krísuvíkin er góður staður, þar er eilíf þoka og rigning. Ekki eru jarðskjálftamir verri, í hrinunum fer pensillinn eitthvað annað en maður ætlaði. Blaðamaður hefur orð á lit- unum í myndum Sveins. Málar- inn segir konur hafa betri litasmekk en karla. Karlmenn em óttalega púkalegir, segir hann, allt að tólf fermetra stórar. Nú er þetta orðin lenska hjá listamönn- um. Ég málaði stórar myndir á ámm áður af því að menn verða að vera ungir og sterkir til að ráðast í slíkt. Vatnslitamyndimar voru meira að segja stórar hjá mér, segir Sveinn. En þær þóttu ekki merkilegar á sínum líma, nú eru menn aftur á móti mjög hrifnir af þeim. Sveinn Bjömsson listmálari opnar yfirlitssýn- ingu á verkum sínum í Hafnarborg á morgun Fantasíufólk, skraddarar og parrukpúðrarar. Á myndina vantar Versali. Myndir. Jim Smart sérstaklega í litavali á fötum. Auk þess em konur áhugasamari um listir en karlar, segist Sveinn hafa tekið eftir. Það er ánægjuleg þróun að konur em fjölmcnnari á sýningum hjá mér en karlar, þrátt fýrir að þær hafi ekki meiri tíma aflögu en karlmenn. Lífið er ævintýri Talið berst að verkum Sveins, þau em orðin óteljandi og þótti listamanninum erfitt að velja þau úr sem sýnd em í Hafnarborg nú. Sveinn vinnur myndir í olíu, vatnsliti, akryl og jafnvel í stein og tré. Hér áður fyrr var ég einn fárra sem máluðu stórar myndir, Á meðan ég var hetja hafsins málaði ég myndir frá sjónum en síðan hætti ég því. Ég mála mest ævintýri. Ævintýrin em alls stað- ar ef menn kæra sig um og nenna að gefa þeim gaum, segir hinn sí- ungi listamaður. Þegar engin æv- intýri gerast bý ég þau bara til, segir hann, og bendir á myndir sem eru fullar af uppdiktuðum fantasíum. Á sýningunni í Hafnarborg em myndir sem Sveinn málaði á ámnum 1975 til 1985. Þar sýnir hann auk þess nokkrar klippi- myndir í fyrsta skipti. Kannski mig hafi brostið kjark til að sýna Ég er aldrei ánægður með myndimar, þeir sem enj ánægðir með verk sín em staðnaöir. Stöðnun er sama og dauöi, segir hinn síungi Sveinn Bjöms- son. Mynd: Kristinn. þær fyrr, kannski gleymdi ég þeim einfaldlega en hér hanga þær nú. Sýningin er haldin í tilefni af 65 ára afmæli Sveins en hann fæddist árið 1925 á Skálum á Langanesi. Auk þess á málarinn Sveinn 40 ára starfsafmæli. Segja má að þetta sé 105 ára afmæli, sem ég fagna hér í Hafnarborg, segir Sveinn. Listasafnið sem GaHarar hafa eignast er stórskostlegt. Hér er mun betra að sýna en á Kjarvalsstöðum, þar er loftið ómögulegt og til lýta. Þau hjónin Sverrir Magnússon og lngibjörg Siguijónsdóttir eiga svo sannarlega þakkir skildar fyrir þetta framtak sitt. Menn geta ekki alltaf gert að því þótt þeir auðgist og mættu fieiri auð- menn taka sér þau hjónin til fyr- irmyndar, segir Sveinn að lokum. Sýningin í Hafnarborg opnar á morgun og stendur til 27. þessa mánaðar. Salurinn er opinn alla daga frá kl. 14-16. BE Kolla kailluð (Sólkonungsstíl. Píanóleikarar útskrifasf Kolbrún Jónsdóttir heldur tónleika í sal Tónlistarskólans í Reykjavík að Skipholti 33 á morgun kl. 17. Tónleikar þessir eru burtfararpróf Kolbrúnar sem píanóleikara frá Tónlistarskólan- um. Á efnisskránni verða verk eftir J.S.Bach, Schubert, Sjosta- kovitsj o.fi. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Halldóra Aradóttir píanóleik- ari þreytir burtfarartónleika sína frá Tónskóla Sigursveins í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar á morgun kl. 14.30. Halldóra mun fiytja verk eftir Bach, Beethoven, Schumann, Rachmaninov og Rorem. Allir eru velkomnir á tónleikana.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.