Þjóðviljinn - 24.08.1990, Page 5
FÖSTT TnAfíSFRFTTTR
Launakjör fóstra
Reykjavík borgar minnst
Fóstra í Kópavogifœr 6.000 krónum hœrri laun enfóstra íReykjavík.
Fóstra sem hefur störf hjá
Reykjavíkurborg fær 55.550
krónur í mánaðarlaun og sú upp-
hæð breytist ekki fyrr en hún
hækkar í stöðu eða fær starfsald-
urshækkun eftir þrjú ár. Fóstra í
Kópavogi byrjar í 70. launa-
flokki, eða á 60.039 króna mán-
aðarlaunum, og eftir þrjá mánuði
fær hún launaflokkshækkun og
61.811 krónur í laun.
Fóstrur gengu frá samningum í
febrúar sl. annars vegar við ríki
og borg og hins vegar við launa-
nefnd sveitarfélaga í fyrsta sinn.
Síðarnefndi samningurinn er
augljóslega mun hagstæðari,
enda þótt hækkun eftir þrjá mán-
uði eigi aðeins við í Kópavogi.
Flestar fóstrur í bæjarfélögum á
landsbyggðinni fá byrjunarlaun
samkvæmt 70. launaflokki, þ.e.
rúmar 60.000 krónur. í bæjarfé-
lögunum sem næst eru Reykjavík
hefur þeim tekist að koma ár
sinni betur fyrir borð og náð
samningum við sveitarfélagið um
71. flokk, t.d. í Hafnarfirði og í
Mosfellsbæ.
í minni bæjarfélögum á lands-
byggðinni tíðkast einnig að halda
í fóstrur með því að bjóða
launaflokkshækkanir í gegnum
stöðuhækkanir. Húsnæði í eigu
bæjarfélagsins er tíðum leigt
Það er ekki að undra að illa gangi að manna dagvistarstofnanir Reykjavíkurborgar þegar þess er gætt að
laun faglærðs sem og ófaglærðs starfsfólks borgarinnar eru snöggtum lægri heldur en flest nágranna-
sveitarfélögin bjóða.
fóstrum og er þá leigan eitthvað aði. heimilum er lítil og fóstrur fá
lægri en gerist á almennum mark- Yfirvinna starfsfólks á dag- helst greidda nokkra yfirvinnu-
tíma á mánuði fyrir starfsmanna-
fundi og foreldrafundi.
Aðstoðarfólk á dagheimilum
býr við enn lakari kjör og sem
dæmi má nefna að byrjunarlaun
25 ára manneskju eru 46.382
krónur. í Reykjavík fær ófaglært
starfsfólk greitt samkvæmt Sókn-
artöxtum en annars staðar eru
þessir starfsmenn í starfs-
mannafélögum viðkomandi
bæjarfélags. Þau félög eru þá að-
ilar að samningum félaga opin-
berra starfsmanna. Aðstoðarfólk
í Reykjavík getur hækkað laun
sín um einn til fimm launaflokka
með því að sækja námskeið sem
Sókn býður upp á hjá Náms-
flokkum Reykjavíkur. 36 ára
manneskja sem tekið hefur öll
þrjú námskeiðin sem boðið er
upp á fær þó í mesta lagi 59.069
kr. á mánuði.
Á minni stöðunum á lands-
byggðinni eru námskeiðin ekki
fyrir hendi. Þar er þó grunn-
kaupið ívið hærra en Sóknartaxt-
arnir. Fósturskóli íslands er að
hefja undirbúning að fjamámi og
má búast við að það nýtist starfs-
fólki dagheimila úti á landi.
A.m.k. tveir fjölbrautaskólar
eru einnig að undirbúa svokallað
fóstruliðanám.
-vd.
Kópasel
Pólítísk ákvörðun fyrir hendi
Foreldrar barna í leikskólanum
Kópaseli í Lækjarbotnum
funduöu ásamt félagsmálastjóra,
starfsfólki Kópasels og forsvars-
mönnum Waldorf-hópsins á mið-
vikudagskvöld vegna áætlana
meirihluta bæjarstjórnar um að
hætta rekstri leikskólans og fela
öðrum hann í vetur.
Fram kom á fundinum að eng-
ar formlegar ákvarðarnir verða
teknar um framhaldið fyrr en 27.
ágúst en Bragi Guðbrandsson fé-
lagsmálastjóri staðfesti þann
gran foreldra að „pólitísk
ákvörðun" væri fyrir hendi, þrátt
fyrir andstöðu þeirra við
breytingar á rekstrin-um.
Félagsmálastjóri svaraði
spumingum foreldra og leiðrétti
fullyrðingar Sigurðar Geirdals í
DV þann 17. ágúst sl. um gífur-
legan kostnað við leikskólann. í
viðtali við DV hélt bæjarstjóri því
m.a. fram að „sama fólkið" og nú
hreyfði andmælum hefði haft sig
mjög í frammi þegar ný uppeldis-
stefna var tekin upp við Mar-
bakkaleikskólann og voru for-
eldrar ekki sáttir við þau orð. Sig-
urður Geirdal er nú erlendis.
Waldorf-hópurinn kynnti for-
eldrum uppeldisstefnu sína en að
Um helgina var stofnað
útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækið Dvergasteinn hf. á Seyðis-
firði. Á stofnfundi félagsins gáfu
Qórir aðilar í bænum hlutafjár-
loforð að upphæð 40 miljónir
króna. Þau skipast þannig að
bæjarsjóður leggur fram 15 mifj-
ónir króna og sömuleiðis útgerð-
arfélagið Gullberg hf. Hafnar-
sjóður SeyðisQarðar 5 miljónir
króna og einnig verkalýðsfélagið
sögn heimildarmanns blaðsins
virtust forsvarsmenn hans ekki
hafa tekið neinar ákvarðanir um
áform sín í Kópaseli, hvorki um
fjárhagslegan grundvöll né dag-
legan rekstur. t.d. akstur bama á
Með stofnun félagsins vonast
bæjarbúar að bjartari sé fram-
undan í atvinnumálum bæjarins
sem hafa verið heldur bágborin
frá því stærsta atvinnufyrirtækið,
Fiskvinnslan hf. varð gjaldþrota
síðastliðið haust. Hið nýja félag á
ekkert fiskiskip en samningar
hafa tekist á milli þess og Gull-
bergs hf. að togarinn Gullver
leggi upp hluta af afla sínum þar
til vinnslu. Það dugar þó engan
veginn og verður því lagt allt
staðinn.
Þrír fulltrúar foreldra og einn
frá starfsmönnum í Kópaseli hafa
nú verið boðaðir á næsta fund
bæjarráðs en eftir því var leitað af
þeirrra hálfu í síðustu viku.
kapp á að útvega skip og kvóta til
byggðarlagsins eftir efnum og að-
stæðum.
Þorvaldur Jóhannesson bæjar-
stjóri segir að stefnt sé að auka
hlutafé Dvergasteins, sem er al-
menningshlutafélag, fljótlega
uppí 80 miljónir og að það verði
seinna meir allt að 120 miljónir
króna.
Þegar mest var unnu allt að 200
manns hjá Fiskvinnslunni eða um
þriðjungur alls vinnuafls í bæn-
um. Þegar ástandið var hvað
verst í atvinnumálum Seyðis-
fjarðar vom 70-80 konur án at-
vinnu en frá júníbyrjun og fram
til 18. ágúst stóð bæjarfélagið
fyrir atvinnuátaki sem þurrkaði
atvinnuleysið að mestu upp. Næg
atvinna hefur verið hjá iðnaðar-
mönnum á Seyðisfirði við bygg-
ingu 12 íbúða á vegum bæjarins
auk þess sem stórfelldar endur-
bætur hafa staðið yfir hjá Sfldar-
verksmiðjum ríkisins.
„Atvinnuátakið í sumar var
notað til að gróðursetja allt að 12
þúsund plöntur jafnframt þvf sem
unnið var að allsherjar hreinsun
og fegmn bæjarins. Það má því
segj*/áð Seyðisfjarðarbær sé
kominn í sparifötin og við séum á
uppleið úr þeim öldudal sem við
höfum verið í,“ sagði Þorvaldur
Jóhannsson bæjarstjóri. _grh
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5
Akureyri
Rífleg
launahækkun
Heimalöndunarálag
sjómanna hjá
Utgerðarfélagi
Akureyringa hcekkar um
átján prósent
Stjórn Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. á Akureyri hefur
hækkað heimalöndunarálag til
sjómanna á togurum félagsins um
átján prósent, eða úr tólf prósent-
um f þrjátfu. Það þýðir allt að
sextán prósent launahækkun til
sjómanna.
Vilhelm Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri félagsins vildi ekki
tjá sig um það hversu mikill út-
gjaldaauki þessi hækkun væri
fyrir Útgerðarfélagið en sagði að
báðir aðilar græddu á þessari
ákvörðun. Engu að síður er talið
að útgjaldaauki fyrirtækisins
vegna þessarar hækkunar nemi
allt að 25-27 miljónum króna á
ársgmndvelli.
Svo virðist sem fjárhagur fyrir-
tækisins sé alltraustur því aðeins
eru örfáir dagar síðan það keypti
frystitogarann Aðalvík KE og
hátt í tvö þúsund tonna kvóta á
450 miljónir króna. Auk þess
keypti félagið hlutafé í Hraðfryst-
ihúsi Keflavíkur fyrir 75 miljónir
króna.
Sjómenn á togurum ÚA hafa
til þessa verið óánægðir yfir því
hvað fiskverð nyrðra hefur verið
lágt í samanburði við það gerist
og gengur á fiskmörkuðum lands-
ins. Til marks um óánægju þeirra
vom stjóm ÚA afhentir fyrir
skömmu undirskriftarlistar
áhafnarmeðlima þar sem þeir
kröfuðust hækkunar á fiskverði.
-Krh
Fram.
SVR
Samrýmist ekki venjum
Neytendasamtökin: Almenn viðskiptaregla að gefa til baka
Svo virðist sem engin lög séu tíj
um það hvort þeim sem selur
þjónustu eða vörur er skylt að
gefa viðskiptavini sfnum til baka.
Hinsvegar halda vel flestir í heiðri
þá almennu viðskiptareglu að
gefa kúnnanum til baka, nema
Strætisvagnar Reykjavíkur.
Jóhannes Gunnarsson formað-
ur Neytendasamtakanna segist
oft velta því fyrir sér hversvegna
hlutir eins og fá til baka í strætó
em framkvæmanlegir í nágranna-
löndum okkar en allir agnúar að
taka upp sambærilega þjónustu
hér á landi. „Mér vitanlega em
almenningssamgöngur ekki lak-
ari í Kaupmannahöfn en í
Reykjavík nema síður sé og þó
gefa danskir strætisvagnabfl-
stjórar til baka,“ segir formaður
Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson segist
jafnframt líta á það sem sjálf-
sagða þjónustu fyrir farþega SVR
og þeim til upplýsingar, að vagn-
stjórar tilkynni þeim hverju sinni
hvar vagninn muni næst nema
staðar. Formaður Neytenda-
samtakanna sagðist engan veginn
geta fallist á þá skýringu skrif-
stofustjóra SVR að þessi siður
hafi verið lagður niður vegna þess
að vagnstjómm líkaði hann ekki.
„Að þessu leyti finnst mér að
þjónusta Strætisvagna Reykja-
víkur hafa farið niður á við,“
sagði formaður Neytendasam-
takanna. -grh
Seyðisfjörður
Viðspyma í atvinnumálum