Þjóðviljinn - 24.08.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Side 6
Stríð eða ekki stríð Pað erspurningin. Helst eruþað tveir menn hér íheimi sem þurfa að veltaþessari spurningufyrirsér. Saddam Hussein og George Bush heita þeir Beðið átekta. Bandarískur hermaður bíður þess sem koma skal í eyðimörkinni í Saúdi-Arabíu. Margir telja líkt og útlaga- stjórn Kúvæts að stríð sé óhjákvæmilegt við Persaflóa. Aðrir vilja láta reyna til þrautar sáttaleiðir. Sovétmenn hvetja mjög til þess. En gífurleg upp- bygging vígbúnaðar á svæðinu og sú staðreynd að fjölda vestrænna ríkisborgara er í raun haldið í gíslingu eykur hættuna á stríði, það þarf ekki nema eitt slys og þá fer allt í loft upp. Það er ekki nema von að Huss- ein Jórdaníukonungur hafí í gær lýst því yfir að heimurinn væri orðinn brjálaður. Hann er dygg- ur stuðningsmaður íraksforseta en styður þó viðskiptabann Sam- einuðu þjóðanna - að einhverju leyti. Hann lagði af stað í gær í aðra friðarferð sína. Ekki búast menn við miklum árangri af heimsóknum hans. Hann leikur um of tveimur skjöldum. Hættan á stríðsátökum fer því stigmagnandi. En afhverju er ekki hægt að leysa þessa deilu friðsamlega? Og afhverju hafa ríki heims brugðist svo hart við innrás stærra ríkis inn í smærra? Það er nefnilega svo að innrás íraks í Kúvæt er ekkert eins- dæmi, það er hinsvegar mjög óvenjulegt að smáríki hafi beinlínis verið innlimað í stærra ríki. Það er ekki langt síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Pa- nama og þar áður Grenada. Og átti ekki innrás Sovétmanna í Af- ganistan 10 ára afmæli fyrir nokkrum mánuðum? Ekki brást heimsbyggðin við í þessi skipti líkt og nú. Kjarni málsins, einsog mönnum er ljóst, er sá að Vestur- lönd þurfa olíu á skikkanlegu verði og verða að tryggja stöðug- an flaum hennar. Olíufram- leiðsluríki önnur mega síðan ekki við kreppu á Vesturlöndum sem gæti þýtt tap fyrir þau þrátt fyrir hækkað olíuverð. Sem sagt við - og við megum ekki gleyma því fslendingar að við getum ekki undanskilið okk- ur frá Vesturlöndum í þetta sinn - við erum að tryggja hagsmuni okkar. Hin þróuðu ríki vilja tryggja áframhaldandi trausta hráefnisöflun. Það sem hefur breyst í heiminum er að nú fer austur-blokkin með Sovétríkin í farabroddi að tilheyra okkur. Austur og vestur ekki til, heldur einungis norður-suður; ríkar þjóðir gegn fátækum. Vandamálið nú er að Banda- ríkjamenn hafa tekið of mikið forystuhlutverk í hernaðarupp- byggingunni á Persaflóa. Banda- ríkin hafa iðulega litið á sig sem lögreglu heimsins. í þetta sinn eiga þeir samúð allra nema fraka en sú samúð ristir ekki djúpt. Ar- abaþjóðir eru ekki yfir sig hrifnar af þjóð sem heldur ísrael uppi með gífurlegri fjarhagsaðstoð og notkun á neitunarvaldi í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Venjulegir arabar, í Iöndum sem styðja viðskiptabann S.Þ. á írak og Kúvæt, mótmæla veru Bandaríkjamanna kröftuglega margir hverjir. Sovétríkin hafa gefið í skyn að þau myndu senda landher til Saúdi-Arabíu ef liðið yrði undir stjórn S.Þ. Slíkt lið myndi eiga mun meira upp á pall- borðið hjá arabaþjóðum auk þess sem hin áberandi staða Banda- ríkjamanna hernaðarlega hlýtur að vera þyrnir í augum Saddams og eykur líkurnar á hann geri árás. Þrátt fyrir samhljóma ályktanir S.Þ. sem eiga sér enga hliðstæðu, þrátt fyrir að takist hafi að fá fjöl- margar þjóðir til að senda herlið og herskip til Persaflóa, þrátt fyrir þennan greinilega einhug heimsins í fordæmingu sinni á innrásinni og innlimuninni, þrátt fyrir allt þá eru það helst forset- arnir Hussein og Bush sem standa andspænis hvor öðrum og eiga í taugastríði og orðaskaki. Það má þó alls ekki vanmeta framlag annarra ríkja. Og virðist sem íraksforseti sé að reyna að tvístra breiðfylkingu vestrænna þjóða með miklu hringli með vegabréfsaritanir hjá ríkisborg- urum Vesturlanda. Jafnvel Svíar sem gefa sig út fyrir hlutleysi sitt í heiminum lenda í hringlanda- hættinum. Það er erfitt að segja um hvort þetta sé allt nákvæm- lega skipulagt úr herbúðum Saddam Husseins eða hvort skipulagsleysi ríki í Bagdhad. En ljóst er að vestrænum borgurum er beitt sem peðum í valdaskaki íraka. Hinum vestrænu gíslum í Austurlöndum fjölgaði því skyndilega úr 13 í 13.000. Bandaríkjamenn eru við- kvæmir fyrir gíslamálum. Jimmy Carter ætlaði á sínum tíma ekki í sumarfrí fyrr en gíslarnir í Banda- ríska sendiráðinu í Teheran í íran væru lausir. Þeir losnuðu ekki fyrr en hann hafði tapað næstu kosningum og eftir að hann hafði á hrapalegan hátt reynt að bjarga gíslunum með aðstoð hersins. Það er ekki ólíklegt að Bush væri löngu búin að byrja stríð ef hann hefði ekki það víti sér til varnað- ar. A.m.k. ætlaði hann ekki að sitja fastur mánuðum saman í Hvíta húsinu án þess að fá sitt sumarfrí með tilheyrandi golfi og bílasímasímtölum. Burtséð frá því afhverju Vest- urlönd þustu til Persaflóa þá verður ekki aftur snúið. Spurn- ingin sem Bush veltur aftur á móti fyrir sér nú er hvort eigi að leggja út í stríð eða ekki. Það er náttúrlega ámæhsvert að það skuli vera forseti eins ríkis, af svo mörgum sem taka þátt, sem einn virðist hafa ákvörðunarvaldið í sínum höndum. Hernaðarsérfræðingar hafa sagt að það sé nú eða aldrei að ráðast á írak. Bráðlega verður það nú að þá. ísraelskir leyni- þjónustumenn hafa sagt að stríð skelli fljótlega á. Margir hvetja til þess að gert verði út um málið núna strax. Það er Ijóst að afdrif 13.000 Vesturlandabúa og líka tveggja til þriggja milljóna íbúa annarra ríkja sem eru í írak og Kúvæt hefur letjandi áhrif á þá sem vilja gera út um málið með hervaldi. Eðli deilunnar er því að breytast. Málið hættir að snúast um olíu og fer að snúast um þá erlendu ríkisborgara sem nú er farið að kalla gísla. Við það verð- ur öll málaleitan um að afstýra ófriði viðkvæmari. Það þarf ekki nema að einhver íraskur hermað- ur gangi berserksgang og skjóti niður nokkra Vesturlandabúa, þá springur púðurtunnan í loft upp. I gær virtist viðskiptaheimur- inn gera sér fulla grein fyrir alvar- legu eðli málsins. Hlutabréfa- markaðir um allan heim skýrðu frá lægsta gengi hlutabréfa á þessu ári í flestum tilvikum. Það er enginn sem vill kaupa, segja verðbréfasalarnir. Olíutunnan fór yfir 31 dollar og lýstu sérfræð- ingar því að hún myndi hækka um 20 dollara í viðbót ef stríð brytist út. í dag föstudag er líklegt að dragi til tíðinda. I dag rennur út fresturinn sem erlend ríki höfðu til að loka sendiráðum sínum í Kúvæt, einsog stjórnin í Baghdad hafði skipað að ætti að gera. Flest ríki, hvort sem um er að ræða frá Vesturlöndum eða arabaríkjum, ætla ekki að loka sendiráðunum. Bandarísk sjónvarpsstöð taldi sig í gær hafa heimildir fyrir því að írakar ætluðu að umkringja öll sendiráðin og varna fólki bæði inn- og útgöngu. Margar þjóðir hafa flutt þegna sína frá Kúvæt til Baghdad í von um að færa fólkið fjær hugsanlegu átakasvæði. Og enn halda írakar um 200 Bretum, Bandaríkjamönnum og Frökkum á hótelum í Kúvæt. Hin leiðin til að neyða ír- aksforseta til að fara með lið sit úr Kúvæt er að framfylgja viðskipta- banni S.Þ. En það gæti dregist mjög á langinn. Vitað er að þó írak flytji inn um 75 prósent af þeim mat sem þjóðin þarfnast þá eru til nauðþurftir í sennilega sex mánuði. Dragist deilan á langinn án þess að til stríðs komi þá má líka búast við því að aröbum fari að líða illa með Bandaríkjamenn á sínu landsvæði. Eins má búast við því að viðskiptaþvinganirnar bresti þegar frá líður. Stjórnvöld í Jemen hafa t.d. sagt að þau myndu ekki láta íraka svelta. Svo hefur Saddam Hussein hótað að láta hungrið sverfa að útlending- um í írak og Kúvæt. Hvorug leiðin, stríð eða lang- dregið viðskiptabann, getur leitt til góðs. í gær birtist Saddam Husein skyndilega í írakska sjón- varpinu með bresku fólki sem var greinilega gíslar þó Hussein segði við fólkið að það væri ekki gíslar. Hann ræddi við fólkið en leiddi hjá sér spurningu einnar konunn- ar hvort ekki væri hægt að senda börn heim svo þau kæmust í skóla. Hann sagði að írak væri tilbúið til að ræða við Vestur- lönd. Það er kominn tími til að finna þriðju leiðina. Suður-Afríka Lögregla stöðvar ofbeldismenn Um3.000 reiðir blökkumenn hugðust hefna harma sinna en velvopnuð lögregla stöðvaði Einföld röð 40 bláklæddra lög- reglumanna sem voru vopn- aðir haglabyssum og táragassp- rengjum stöðvaði um 3.000 reiða blökkumenn sem hugðust ráðast á hótel farandverkamanna og eyðileggja það í gær. Það voru íbúar borgarhverfisins Kagiso sem hugðust ráðast á farand- verkamenn af Zulu-ættbálkinum. Flestir voru þetta ungir menn vopnaðir hnífum, spjótum og öxum. Þeir sökuðu verkamenn- ina um að vera hliðholla Inkatha samtökunum í ættbálkastríðinu sem hefur geisað í úthverfum Jó- hannesarborgar síðustu daga. „Feður okkar eru dánir, börn okkar eru dáin, nú ætlum við að ljúka verkinu," hrópaði reið ung kona um leið og hún sveiflaði exi. „Núna, núna,“ hrópaði fólkið þegar það gekk í átt að hótelinu. En það stoppaði þegar það kom að röð lögreglumannanna. Flest- ir í hópnum fylgja Afríska þjóð- arráðinu, flokki Nelsons Mand- ela, að málum. Seinna reyndu nokkrir ungir menn að komast að hótelinu í gegnum öngstræti en lögreglan var allstaðar fyrir. Annarstaðar í nágrenni Jóhannesarborgar óðu menn um og kveiktu í húsum Zulu-manna sem eru auðþekktir á því að þeir ganga með rautt band um höfuðið. En átökin dóu smám saman út í gær. Sólarhringurinn þar á undan var sá blóðugasti í langan tíma en þá létust um 100 manns. Um 500 manns hafa látið lífið síðustu 11 daga í átökum Zulu-manna hlið- hollra Inkatha og manna hlið- hollra Afríska þjóðarráðinu. 6 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.