Þjóðviljinn - 24.08.1990, Síða 7
y Álver
Ottast um afdrif
umhverfisins
Álverið í Straumsvík starfaði í tuttugu ár án nokkurs búnaðar til mengunarvarna. Hvemig verður hagsmuna
umhverfisins gætt í ákvörðunum um nýtt álver? Mynd Einar Karlsson.
Ungfrú Saigon
í ógöngum
Framleiðandi söngleiksins
Ungfrú Saigon sem á að fara að
setja upp á Broadway sagði á
þriðjudag að ekkert yrði úr sýn-
ingum nema verkalýðsfélag
leikara í Bandaríkjunum létu
hann einráðan um leikaraval.
Verkalýðsfélagið vildi ekki leyfa
Jonathan Pryce að leika hórum-
angara af Asíukyni þar sem Pryce
er hvítur.
Félagið skipti þó um skoðun á
fimmtudaginn fyrir viku og má nú
Pryce leika hórumangarann, en
framleiðandanum, Cameron
Mackintosh, voru ekki gefnar
frjálsar hendur um annað leikar-
aval. Hann telur að það gæti orð-
ið erfitt að finna 27 hæfa Asíubúa
úr hópi 400 sem honum stendur
til boða. Hann heimtar því
fullkomið frelsi áður en lengra
verði haldið með uppsetningu
söngleiksins.
Niki Lauda
flýgur nú um allt
Rugfélagið Lauda Air fékk
leyfi til að fljúga um allan heim á
miðvikudag. Það voru flugyfir-
völd í Austurríki sem gáfu leyfið.
Kappakstursmaðurinn fyrrver-
andi Niki Lauda stofnaði flugfé-
lagið um miðjan síðasta áratug.
Árið 1987 fékk Lauda Air að
fljúga á þá staði í Afríku og Asíu
sem hið ríkisrekna Austrian Air-
lines flaug ekki til. Nú standa
flugfélögin hinsvegar samsíða en
samgöngumálaráðherra Austurr-
íkis vonaðist þó til þess að flugfé-
lögin ynnu frekar saman en að
berast á banaspjótum.
Nikkei niður
Hlutabréf í Tókýó héldu áfram
að falla í verði í gær. Skráin um
hlutabréf er kölluð Nikkei í Jap-
an og fór hún niður fyrir 24.000
stig í fyrsta skipti síðan snemma
árs 1988. í gær lækkaði skráin um
5,84 prósent sem er fjórða mesta
fallið á einum degi frá upphafi.
Ástæðan er að sjálfsögðu
Persaflóadeilan. Og enginn veit
hvar þetta endar, sagði einn
hlutabréfasalinn. Við lokun f gær
stóð Nikkei í 23.737 stigum eða
1.473 stigum lægri en daginn
áður. Skráin hefur tapað 39 prós-
entum af stigum sínum síðan í
byrjun ársins.
Egg og beikon
Hinn hefðbundni breski morg-
unverður, egg og beikon, hefur
eitthvað sér til ágætis. t*ó læknar
telji hann tryggingu fyrir hjartaá-
falli, þá hafa sálfræðingar nú
fundið út að morgunverðurinn
eykur viðbragðsflýti manna og
bætir hugsanlega greind þeirra er
snæða hann reglulega.
Spurður hvort hann væri farinn
að borða meira feitmeti, svaraði
sálfræðingurinn David Benton
því til að hann vildi frekar lifa
lengur þó að því fylgdi rakin
heimska.
0g svitinn líka
Breskir vísindamenn hafa
komist að því að hægt er að
hjálpa þeim sem eiga við tauga-
veiklun, streitu og svefnleysi að
stríða. Slíkt fólk má róa með því
að fá það til að þefa af seyði unnu
úr svita manna.
Vísindamennirnir eru svo
sannfærðir um ágæti þessa að þeir
hyggjast markaðssetja svitann
bráðlega. í mannlegum svita
finnst steríóðið Osmone 1 og get-
ur það breytt skapi manna á svip-
aðan hátt og róandi taugalyf
gera.
Það ríkir óvissa um margt í
sambandi við fyrirhugað áiver á
íslandi, ekki síst um umhverfis-
þáttinn. Margir telja þá hlið
málsins mikilvægari en aðrar, en
óttast að hagsmunir umhverfisins
verði látnir vikja fyrir öðrum
hagsmunum, fjárhagslegum. Þó
keppist hver við annan um að
halda fram mikilvægi þess að
gaumgæfilega verði hugað að
áhrifum 200-400 þúsund tonna ál-
vers á umhverfið.
En getur álver verið annað en
mengandi? Er ekki spurningin
fyrst og fremst sú hve mikla
mengun við viljum sætta okkur
við? Og hvað eru hinir erlendu
álmenn reiðubúnir að greiða fyrir
verndun íslensks umhverfis? Því
þótt mengunarvarnir verði aldrei
fullkomnar, eru þær gífurlega
kostnaðarsamar og geta numið
stórum hluta stofnkostnaðar fyr-
irtækis á borð við álver, jafnvel
tugum prósenta.
Mengun og orkusóun
Einar Valur Ingimundarson,
umhverfisverkfræðingur, fer
ekki í grafgötur með álit sitt á
áliðnaði. Hann segir þennan iðn-
að vera mengandi og orkusóandi
og þar af leiðandi óheppilegan
fyrir ímynd íslands sem hreins og
ómengaðs lands.
í bréfi sem Einar Valur hefur
ritað bæjarstjórn Akureyrar, var-
ar hann við álveri á ýmsum for-
sendum.
„Ég ætla ekki að fella neinn
dóm um fyrirhugað álver. Ljóst
er þó að þessi tegund iðnaðar er
alröng fyrir ímynd íslands sem
hreins og ómengaðs lands, hvað
þá eins blómlegasta landbúnað-
arhéraðs þess, Eyjafjarðar. í
augum þeirra erlendu manna sem
komið hafa auga á hina miklu
auðlind sem við eigum í þessari
ímynd, er verið að gera hér stór-
kostleg mistök. Nú hillir brátt
undir stóriðjumöguleika sem
gætu styrkt þessa ímynd, en ekki
veikt. Þar á ég við framleiðslu
vetnis sem eldsneytis framtíðar-
innar. Það bæri óneitanlega vott
um meiri framsýni og skýrari
hugsun fyrir hönd komandi kyn-
slóða ef Eyfirðingar bæru gæfu til
að beina þessu fyrirhugaða álveri
frá sér og sækjast frekar eftir
vetnisframleiðslu," segir Einar
Valur í bréfi sínu til bæjarstjórnar
Akureyrar.
Áhersla á umhverfið
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
einmitt lagt meiri áherslu en aðrir
á hugsanleg áhrif álvers á um-
hverfið. Rík áhersla er lögð á um-
hverfisþáttinn í málefnasamningi
meirihluta Sjálfstæðisflokks og
Alþýðubandalags, og auk þess
lögðu bæjarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins fram bókun þar sem
áherslan á umhverfið er sérstak-
lega undirstrikuð. Svo rammt
hefur kveðið að umhverfisáhuga
þeirra Akureyringa að menn eru
farnir að „óttast“ að hann verði
til þess að álver verði reist á
Keilisnesi. Það er að segja ef af
verður.
Einar Valur Ingimundarson
fullyrðir að áliðnaður eigi ekki
framtíð fyrir sér í heiminum. Til
þess sé hann of orkufrekur, en
orkusparnaður er eitt af lykilorð-
unum í umhverfisvernd erlendis.
Auk þess veldur vinnsla áls og
notkun þess talsverðri mengun.
Vinnsla súráls úr jörðu veldur
spjöllum á umhverfinu. Millistig
vinnslunnar, sem fer fram hér á
landi, veldur umtalsverðri
loftmengun og annarri mengun.
Til að mynda hefur förgun ker-
brota verið vandamál í áliðnaði
hér á landi. Úr álinu eru svo unn-
ar vörur sem oftar en ekki valda
spjöllum á umhverfinu.
Ál og alzheimer
í grein sem Einar Valur skrif-
aði í tímaritið Þjóðlíf í vor segir
frá því að með miklu áróðursá-
taki hafi Bandaríkjamönnum
tekist að ná þeim árangri að
endurnýta um helming tómra
í BRENNIDEPLI
íályktun Náttúruvernd-
arráðsfrá í vor er bent á
að nýtt álver muni auka
heildarútstreymi brenni-
steinsdíoxíðsfrá mann-
legum umsvifum á ís-
landi um 50-100prósent,
eftir því hvort álverið
verður200þúsund eða
400þúsund tonna. Nátt-
úruverndarráð segir þetta
vera í andstöðu við stefnu
í norrœnum og alþjóð-
legum samningum um
umhverfisvernd
áldósa sem þar falla til. En hinn
helmingurinn fer í jörðu og veld-
ur þar talsverðum spjöllum.
„Þetta magn er svo gríðarlegt,
að úr þriggja mánaða urðun gætu
Bandaríkjamenn endurbyggt all-
an flugflota sinn,“ fullyrðir Einar
Valur í Þjóðlífsgreininni.
Hann segir jafnframt líkur á að
gler og plast muni leysa ál af
hólmi sem umbúðir um drykki
hvers konar. Auðveldara er að
endurnýta plast og gler en ál.
Auk þess nefnir Einar Valur
áhyggjur manna af sambandi áls
við sjúkdóminn alzheimer og
aðra hrörnunarsjúkdóma. Einar
Valur vitnar hér til greina sem
birst hafa í breska læknatímarit-
inu Lancet (14. janúar 1989 og
31. mars 1990) og fjalla um sam-
band áls í drykkjarvatni við
hrörnunarsjúkdóma. í greinun-
um er gerð grein fyrir niðurstöð-
um rannsókna, sem sýna að tals-
verð fylgni er milli áls í drykkjar-
vatni og alzheimersjúkdómsins.
Alice J. Sigurðsson frá Akur-
eyri setur álver í svipað samhengi
í grein í Dagblaðinu 21. ágúst.
Þar greinir hún frá meintu sam-
bandi álvers í Kanada við lífs-
hættulega sjúkdóma manna og
dýra. Alice vitnar til greinar í nýj-
asta hefti tímaritsins Internatio-
nal Wildlife í þessu sambandi og
klykkir út með þessum orðum:
„Stóriðja getur verið dýru
verði keypt og stundum (er)
hreinlega um líf eða dauða að
tefla.“
Álver er áhætta
Ólafur Pétursson, forstöðu-
maður mengunarsviðs Hollustu-
verndar ríkisins, sagði í samtali
við Þjóðviljann í vikunni að ál-
veri muni ávallt fylgja áhætta. Þá
verður að spyrja: Eru menn
reiðubúnir að taka áhættuna? Ef
svo er: Hversu langt vilja menn
ganga til þess að halda áhættunni
í lágmarki?
í umræðunni um fyrirhugað ál-
ver hefur ávallt verið gengið út
frá því sem vísu að mengunar-
varnabúnaður verði hinn
fullkomnasti sem völ er á, án þess
að það hafi fylgt sögunni hversu
fullkominn hann er í raun. Það er
ljóst að mengunarvarnabúnaður
kemur aldrei í veg fyrir mengun.
í ályktun Náttúruverndarráðs
frá í vor er bent á að nýtt álver
muni auka heildarútstreymi
brennisteinsdíoxíðs frá mann-
legum umsvifum á íslandi um 50-
100 prósent, eftir því hvort álver-
ið verður 200 þúsund eða 400
þúsund tonna.
Náttúruvemdarráð segir þetta
vera í andstöðu við stefnu í nor-
rænum og alþjóðlegum samning-
um um umhverfisvemd. Til þess
að koma í veg fyrir þessa miklu
aukningu leggur Náttúmvemd-
arráð áherslu á að komið verði
upp vothreinsibúnaði auk þurr-
hreinsibúnaðar við nýtt álver.
Það hefur hins vegar enn ekki
verið tekin nein ákvörðun um að
krefjast slíks búnaðar, enda er
aðeins verið að vinna að drögum
að starfsleyfi fyrir væntanlegt ál-
ver, að sögn Ólafs Péturssonar
hjá Hollustuvemd.
Álverið í Straumsvík
Náttúruverndarráð bendir
einnig á að ýmsar tegundir
plantna hér á landi séu viðkvæm-
ari fyrir mengun en í nágranna-
löndunum vegna erfiðra lífsskil-
yrða.
Það kann að vera ósanngjarnt
að rifja upp feril álversins í
Straumsvík og setja hann í sam-
hengi við umræðu um nýtt álver,
enda hefur umræða um umhverf-
ismál gjörbreyst frá því álverið í
Straumsvík tók til starfa.
Engu að síður er ástæða til að
benda á að álverið í Straumsvík
starfaði í um tuttugu ár án þess að
komið væri upp nokkrum meng-
unarvamabúnaði. Búnaður fyrir-
tækisins nú er jafnvel ekki sagður
virka sem skyldi, svo flúor og
brennisteinsdíoxíð fara út í and-
rúmsloftið í meira magni en eðli-
legt getur talist.
Auk þess má nefna til marks
um umhverfisáhuga yfirvalda
varðandi álver, að rannsóknir á
áhrifum álversins í Straumsvík á
umhverfið hafa verið í lágmarki.
Upplýsingar vantar
Hins vegar má benda á að
mengunarvarnabúnaður Jám-
blendiverksmiðjunnar á Grund-
artanga er almennt talinn
fullkominn, enda fór fram mikil
umhverfisumræða áður en sú
verksmiðja var byggð.
Það er að mörgu að hyggja þeg-
ar rætt er um álver og umhverfis-
mál og margt er óljóst. Upplýs-
ingar eru af skomum skammti
enn sem komið er og það er langt
í frá að allar upplýsingar muni
liggja fyrir þegar ákvörðun verð-
ur tekin um hvort byggja á álver
og þá hvar. Það hefur enn ekkert
komið fram sem tryggir að um-
hverfishagsmunir verði látnir
ráða umfram fjárhagslega
hagsmuni, hvað sem líður álykt-
unum flokka og annarra um
mikilvægi umhverfisins í þessari
umræðu.
-gg
Föstudagur 24. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAiD - SÍÐA 7