Þjóðviljinn - 24.08.1990, Side 12
GuðmundurS.
Jónasson höfundur
bókanna um
Nostradamus: „Fólk
hringir heim til mín og
spyr h vað gerist næst. “
Mynd: Kristinn.
„Loks reiða hin blóðugu
Bandaríki (Alus) til höggs. Hon-
um reynist ókleift að verja sig á
sjó. Milli tveggja fljóta óttast hann
hernaðaraðgerðir. Hinn dimm-
leiti og reiði mun iðrast gjörða
sinna. “
Svo mælti konungur spámann-
anna, Michel de Nostredame.
Milli tveggja fljóta, Efrat og Tíg-
ris,erborginBagdadíírak. Vest-
urlönd senda herskip til Persa-
flóa. Mun Sadam Hussein iðrast
gjörða sinna?
Nú síðustu vikur hafa margir
hugsað til orða þessa fræga sjá-
anda sem spáði af ótrúlegri ná-
kvæmni fyrir fjölda atburða í
mannkynssögunni, m.a. upp-
gangi og falli Napóleóns og at-
burðarás seinni heimstyrjaldar-
innar. Guðmundur S. Jónasson
hefur þýtt á íslensku spádóma
Nostradamusar og gefið út í
tveimur bókum. Hann sagði í
samtali við Nýtt helgarblað að
fólk væri farið að hringja heim til
sín og spyrja hann um spádóma
sem gætu átt við viðsjárverða at-
burði síðustu vikna fyrir botni
Persaflóa. „Hvað gerist næst?
spyr fólk mig, en ég segi öllum
það sama, það á enginn að taka
þessa spádóma of bókstaflega,
enda hafa allir menn frjálsan vilja
og enginn getur lifað eftir spá-
sögnum,“ sagði Guðmundur.
Samt sem áður féllst Guð-
mundur á að fletta bókum sínum
með blaðamanni og benda á þau
spádómsvers sem hugsanlega
væri hægt að heimfæra upp á
heimsmálin í dag.
Guölegur
innblástur
En fyrst, nokkrir molar um
Nostradamus sóttir í bók Guð-
mundar „Framtíðarsýnir sjá-
enda; sýnir Nostradamusar og
aðrir spádómar":
Spámaðurinn fæddist á
franskri grund 23. desember 1503
í sanntrúaða kaþólska fjölskyldu
af gyðingaættum. Strax á
bemskuárunum uppgötvuðust
framúrskarandi námshæfileikar
piltsins og hann var sendur í læri
hjá afa sínum. Þar nam hann m.a.
stjörnuspeki og dulspeki. Hann
lærði síðan læknisfræði og fann
upp mjög árangursríka sótth-
reinsunaraðferð. Hann varð eins
konar þjóðhetja vegna árang-
ursríkra lækningaaðferða og var
ráðinn til starfa til að vinna bug á
plágunni sem þá geisaði víða í
Frakklandi. Fyrirmönnum í
læknastéttinni var þó í nöp við
hann og móðguðust herfilega
þegar hann neitaði að nota blóð-
sugur til að taka sjúklingum sín-
um blóð.
Varðhundar kirkjunnar höfðu
á honum gætur og oftar en einu
sinni var hann kallaður fyrir ka-
þólska rannsóknarréttinn, en
tókst þó að smeygja sér undan
grunsemdum um notkun á töfr-
auppskriftum norna og seið-
manna. Milli þrítugs og fertugs
fóru forspárhæfileikar hans að
koma í ljós. Hann áleit upp-
sprettu sýna sinna „guðlegan
innblástur“ og talaði um að
„mjög fíngerður eldur ylli sýnum
spámanna“.
Feluorö og
túlkunar-
hindranir
Fjöldi manns hefur fengist við
að túlka spádóma Nostradamus-
ar sem hann setti fram í ljóða-
formi. Sá galli er hins vegar á gjöf
Njarðar að sjaldnast er hægt að
sjá fyrir um atburði þá er hann
talar um, m.a. vegna þess að oft
notar hann feluorð sem má túlka
á ýmsa vegu og sárasjaldan nefnir
hann ártöl. Sem dæmi um feluorð
þessi má nefna orðið Alus sem
kemur víða fyrir. Samkvæmt
hefðum um slík feluorð má finna
merkingu þess með því að fjar-
lægja fyrsta bókstaf, miðstaf eða
síðasta og snúa þeim sem eftir
standa á ýmsan hátt. Með því að
fella út L og snúa hinum við má
túlka orðið sem USA, þ.e.
Bandaríki Norður-Ameríku.
Eða eitthvað allt annað. Auk
þess að nota slík feluorð kvaðst
Nostradamus hafa ruglað röðinni
á spádómunum í þeim tilgangi að
villa um fyrir þeim sem grunuðu
hann um galdra og eins til þess að
hver sem væri gæti ekki lesið
framtíðina eins og opna bók;
menn áttu að hafa fyrir því.
Athygli hefur vakið að í mörg-
um versanna er bætt inn smáat-
riðum sem ekki hafa sögulegt
mikilvægi en valda því að þegar
litið er á spádóma sem hafa ræst
er ekki um að villast hvaða at-
burð er átt.
í bók Guðmundar er löng
upptalning á spádómum sem þeg-
ar hafa komið fram og verða þeir
ekki raktir nánar hér. Guðmund-
ur túlkar sjálfur innihald spá-
dómanna sem enn hafa ekki ræst
og þýðir úr frummálinu.
Flestir spádómar Nostradam-
usar fjalla um ógn og skelfingar,
styrjaídir og blóðsúthellingar, og
nóg er af þeim í sögu
mannkynsins. Mörg versanna
snúast um Þriðja heimsstríðið
sem á að hefjast eftir að „ríki
norðurbaugsins," sem gætu sem
best verið Bandaríkin og Sovét-
ríkin, hafa sameinast og lagt nið-
ur deilur sínar. Hve löngu eftir
það kemur ekki fram, en í eftir-
farandi tveimur versum er þó get-
ið um ártöl, en slíkt gerði Nostra-
damus sárasjaldan:
„Árið 1995, annan september.
Ó Guð, hvílíkar breytingar! Þá
munu hörmungartímar renna
upp eftir langvinna öld. Fárlegt
öngþveiti verður í Frakklandi og
á ltalíu.“ Og það seinna: „í sjö-
unda mánuði ársins 1999 stígur
konungur óttans niður af himn-
um til að endurlífga hinn mikla
konung Angolmois. Áður og síð-
ar ríkir stríð, sem betur fer.“
Undarlega til orða tekið, svo
ekki sé meira sagt, en þess skal
einnig getið að þýðingin „kon-
ungur óttans“ gæti einnig verið
„konungur frelsisins". Feluorðið
Ángolmois hefur verið talið
tákna mongóla.
Annars staðar talar Nostra-
damus um að stríðið nálgist þegar
„skeið heillar aldar endurnýj-
ast,“ þ.e. um aldamót.
Heimsstríðið mun verða að
undirlagi antikrists hins þriðja,
og eiga hinir tveir þá að hafa ver-
ið Napóleón og Hitler. Stríðið á
að standa í 27 ár og lýsingamar á
vopnunum sem þar verða notuð
eiga alltof vel við kjarnorku- og
eiturefnavopn. Guðmundur
kveðst túlka versin svo að anti-
kristur þessi komi frá Bandaríkj-
unum, en bandarískir túlkendur
hafa talið hann eiga að koma frá
Kína. En ef felldir eru út stafirnir
a og g í orðinu Angolmois má
snúa því sem eftir stendur í „mos-
lino“ og svona má lengi halda
áfram.
Fall Berlínar-
múrsins
Eftirfarandi vers segir þó, að
mati Guðmundar, frá því að
„maður blóðsins“ komi frá
Bandaríkjunum, þ.e. nýja
landinu. Samvinna Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna er einnig
boðuð: „Dag einn verða tveir
voldugir leiðtogar vinir. Styrkur
þeirra mun vaxa. Nýja landið
verður á hátindi máttar síns fyrir
mann blóðsins. Tala hans hefur
verið tilkynnt.“ Hér er vísað í
spádómsvers um að tala anti-
krists sé 666.
Nostradamus virðist hafa spáð
fyrir um fall Berlínarmúrsins, eða
hvað haldið þið að átt sé við hér:
„Áður en styrjöldin hefst mun
múrinn mikli hrynja. Hinn
mikilsmetni fellur frá. Dauði
hans verður óvæntur og þrunginn
harmi. (Starf hans verður) ófull-
gert. Stærsti hluti þess lifir af. í
námunda við fljótið flekkast
jörðin blóði.“
Svigarnir hér tákna að hægt er
að þýða setninguna á annnan
hátt, þ.e. að sá mikilsmetni sé
fæddur ófullkominn, með ein-
hvern fæðingargalla að sögn
Guðmundar. Hann kveðst túlka
þetta erindi á þann veg að hér sé
sagt fyrir um þann tíma þegar
Berlínarmúrinn hrundi, Sakar-
hov féll óvænt frá og á sama tíma
áttu Armenar og Azerar í blóð-
ugum deilum. Skammt frá átaka-
svæðunum í Azerbadjan rennur
fljótið Arak.
Hinir öldnu
verða fjarlægöir
Hruns kommúnismans er einn-
ig getið í spáversunum að mati
Guðmundar. „... verður hug-
myndafræði sameignarinnar and-
mælt. Hinir öldnu munu spyrna
við fótum en verða síðan fjar-
lægðir.“ Og „lögum More tekur
að hnigna. “ Thomas More er höf-
undur verksins Útópía sem kom
út árið 1516 sem er ásamt öðrum
ritverkum talið nokkurs konar
fyrirrennari kommúnískrar hug-
myndafræði segir Guðmundur í
skýringum sínum.
Nostradamus talar mikið um
hættu úr austri og hafa flestir
túlkað það sem Kína. Múslimar
koma einnig víða fyrir og þeir
munu láta greipar sópa um fjöl-
mörg lönd. í tilefni síðustu at-
burða við Persaflóa tínum við hér
til þau vers sem gætu átt við þá
eða það sem koma skal, N.B.
með öllum fyrirvörum um túlk-
anir. Þess skal getið að þau eru í
annarri röð en í bókinni:
„Mikill hópur og andkristin
hreyfing (múslima) mun rísa upp
í Mesapótamíu (írak). í grennd
við fljótið (Efrat) verða þeir létt
(vopnaðir) og telja (kristin) lög
vera fjandmann sinn.“
Það sem er innan sviga hér eru
innskot frá Guðmundi.
í kaflanum „Múslimar á helj-
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. ágúat 1990