Þjóðviljinn - 14.09.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 14.09.1990, Side 6
Arabahöfðingjar á hálum ís Með stuðningi við Saddam fyrirgerði Arafat samúð margra vesturlanda- manna með PLO og af sömu ástæðu er Hússein Jórdaníukonungur í meiri háska en líklega nokkru sinni fyrr Arafat hefur ekki flelri fætur að skjóta sig í og Hússein Jórdaníukonungur hangir á bláþræði, kannski fremur en nokkru sinni fyrr og er hann þó ýmsu vanur. Eitthvað á þessa leið er margra mat á stöðu þess- ara höfðingja tveggja, sem mjög hafa komið við sögu í deil- um Israels og araba, í Ijósi yfir- standandi Persaflóadeilu. Líkur eru á að margt breytist í Austurlöndum nær af völdum þeirrar deilu og er enn ekki séð fyrir endann á því flestu. En ljóst er að Frelsissamtök Palestinu (PLO) og Jórdanía hafa þegar orðið illa úti af völdum deilunnar. Efnahagslegt reiðarslag fyrir PLO Með því að styðja Saddam Hussein eindregnar en flestir aðr- ir stuðningsaðilar hans utan Iraks hefur Yasser Arafat PLO-leiðtogi að margra dómi fyrirgert að miklu leyti þeirri samúð, sem PLO hefúr undanfama áratugi notið á Vest- urlöndum og ísraelar þeir, sem vildu samninga við PLO, treysta sér nú síður en áður til að taka svari Palestínumanna. Fyrir inn- Jórdanía Býst við 600.000 flótta- mönnum í viðbót Jórdaníustjórn telur að flótta- mannastraumurinn frá írak og Kúvæt sé að aukast á ný og seg- ist búast við að um 300.000 Eg- yptar og heldur fleiri Suður-As- íumenn muni koma þaðan til Jórdaníu á næstunni. Jórdanir sögðust í fyrradag hafa mælst til þess af írökum að þeir slepptu ekki fleiri yfir landa- mæri sín að Jórdaníu en 14.000 á dag. Um 370.000, samkvæmt öðr- um fréttum yfir 400.000 arabískir og suðurasískir flóttamenn frá Kúvæt og írak hafa komið til Jórdaníu frá því að innrásin í Kú- væt var gerð 2. ágúst. Jórdanía hefur þegar fengið aðstoð upp á a.m.k. 85 miljónir dollara að verðmæti, sumt í reiðu- fé en annað í vörum og hjálpar- gögnum, til hjálpar flóttamönnun- um meðan þeir dvelja þarlendis. Hafa ýmis ríki, hjálparstofnanir, stofnanir Sameinuðu þjóðanna og einkaaöilar Iagt þetta fram. Jórd- aníustjóm segir það gott svo langt sem það nái, en landið þurfi að- stoð til langframa til að geta séð ráð fyrir flóttafólkinu svo viðhlít- andi sé. Sadruddin Aga Khan fursti, sérlegur sendimaður aðalritara S.þ. til að greiða fyrir aðstoð við flóttafólk frá írak og Kúvæt, sagði nýverið að enn mætti búast við um tveimur miljónum flótta- rásina í írak voru það arabísku ol- íuríkin, þar á meðal Kúvæt, sem öðmm fremur héldu PLO uppi með fjárframlögum. Nú er skrúf- að fyrir þann peningastraum og Iitlar líkur eru á að ríkin á Arabíu- skaga, sem nú hugsa til PLO sem kálfs er illa hafi launað ofeldi, muni taka upp fjárstuðning við samtökin aftur, nema þá ef þau skiptu um ráðamenn og afstöðu í Persaflóadeilunni. Fyrir Palestínumenn i Gaza og á Vesturbakka varð innrásin í Kúvæt reiðarslag. í Kúvæt voru Palestínumenn svo hundruðum þúsunda skipti, margir í sæmilega eða vel launuðum störfum. Pen- ingamir sem þeir sendu heim vom mikil búbút, notaðir til að kosta rekstur skóla og sjúkrahúsa m.m. Nú er atvinnulífið í Kúvæt í rúst og þaðan kemur enginn pen- ingur. Irak var að vísu eitt þeirra ríkja, sem studdu PLO fjárhags- lega, en Saddam hefúr líklega nóg að gera við sína peninga í bráð og hefur trauðlega efni á að launa Arafat liðveisluna. Arafat í ráöum meö Saddam? Peningamir frá Irak vom ein af ástæðunum til stuðnings Ara- fats við Saddam, önnur sú að með herskáu skrafi í garð Israels og Vesturlanda varð íraski einræðis- herrann í augum Palestínumanna öðmm líklegri til að knýja ísrael til eftirgjafar. Samanvið þetta blandaðist gremja Palestinu- manna út af tvíbentum stuðningi annarra arabaríkja lengst af og misrétti sem þau láta Palestínu- menn sæta. PLO hefúr í nokkur ár haft aðalstöðvar sínar í Túnis, en þarlend stjómvöld hafa undanfar- ið látið á sér skiljast að þeim sé ekkert um vem þeirra þar. Upp á síðkastið hefúr Arafat meira verið í Bagdað en Túnis - þegar hann er ekki á þeytingi um heiminn í einkaþotu sinni, sem sumir kalla hcimili hans - og Palestínumenn hafa farið að líta á Irak sem sitt helsta athvarf. í grein í New York Times ný- lega heldur Jim Hoagland því fram að Arafat hafi verið með Saddam í ráðum um innrásina í Kúvæt. Frá Palestínumönnum egar samkomulag tókst um að Suður-Afríka skyldi láta af stuðningi við angólsku upp- reisnarsamtökin UNITA og Kúbanir við Angólustjórn stóðu vonir til þess að angólska borgarastríðinu, sem staðið hefur í 15 ár, lyki innan skamms. En það fór á aðra leið. Bandaríkin, sem allan þenn- an tíma höfðu ásamt Suður-Afr- iku stutt UNITA héldu því áffam eins og ekkert hefði í skorist. Þau juku meira að segja hjálp sína við uppreisnarmenn. Bandarískur þingmaður segir aðstoðina við UNITA i ár verða upp á 95 miljónir dollara að verðmæti og sé það allmikil aukn- ing frá því í fyrra. Bandariskar flugvél- ar fiytja uppreisnar- mönnum stöðugt Dagur Þorleifsson háttsettum í bönkum emírsdæm- isins hafi PLO fengið ítarlegar upplýsingar um greiðslugetu og ríkidæmi Kúvæts og látið þær ganga til Saddams. Sé þetta rétt, má reikna með að PLO hafi átt að fá einhvem hluta herfangsins fyr- ir hjálpina. En fyrirætlun þeirra beggja, Arafats og Saddams, um að auðgast á Kúvætinnrásinni hafi að miklu leyti farið út um þúfur vegna þess hve vestur- landariki og Japan voru fijót að frysta kúvætskar innstæður hjá sér. ísrael - fælingar- vöm Jórdaníu Niðurstaðan fyrir PLO er að samtökin standa uppi vinum svipt, a.m.k. þeim sem bera vilja kostnaðinn af því að halda sam- tökum þessum gangandi. Mat fféttaskýrenda er á þá leið að PLO hafi litla von um bót á því ástandi ef samtökin losi sig ekki við Ara- fat. Hússein Jórdaníukonungur hefur einnig dregið taum Sadd- ams í Persaflóadeilu, þó ekki eins eindregið og Arafat. Konungur mun hafa séð sig tilneyddan vegna mikilla viðskipta við Irak og þeirrar almennu samúðar sem Saddam nýtur meðal almennings í Jórdaníu. Hússein var einnig gramur vesturlandaríkjum út af því að honum þykir þau hafa rek- ið slælega á eftir ísraelum til samninga við PLO. En hvað sem líður einskonar vináttu Jórdaníukonungs og ír- aksforseta fer því víðsfjarri að konungur hafi nokkru sinni treyst Saddam, þvert á móti er hann engu síður hræddur við íraska einræðisherrann og her hans en konungar og fúrstar Arabíuskaga. Þótt undarlegt kunni að virðast hefúr konungur einkum treyst á Israel sem fælingarvöm gegn írösku hættunni. Það hefúr legið nokkuð í augum uppi að ísraelar myndu ekki sitja hjá ef Irakar reyndu að gleypa Jórdaníu eða koma þar til valda stjóm sér hlynntari en Hasjemítaætt er. Lífin á þrotum? Um Hússein konung hefur verið sagt að hann hafi „níu líf eins og kötturinn“ en nú er það vopn og millilenda í þeim flutn- ingum í Zaire, en Mobutu valds- maður þess lands er hlynntur Bandaríkjunum og UNITA. Aðstoð þessi gerir að verkum að UNITA heldur kröffum og efl- ist jafnvel heldur. Staða stjómar- liða hefur hinsvegar veikst und- anfarið vegna þess að nú beijast Kúbanir ekki lengur með þeim. Talið er að heimflutningi kúb- anska hersins í Angólu verði lok- ið innan skamms. Sókn sem Angóluher hóf í vor gegn UNITA-liðinu í suður- hluta landsins fór út um þúfur, UNITA hefúr síðan lagt undir sig svæði í landinu miðju og norðan- verðu og með skemmdarverkum stundum tekið fyrir rafmagn og vatn til höfuðborgarinnar Lu- anda. Angólustjóm hefúr þrásinnis lagt áherslu á að hún vilji vingast við Bandaríkin og skorað á Bandaríkjastjóm að hætta að spuming að sumra mati hvort hann sé ekki búinn með þau flest. Saddam eins og villidýr í gildm leitar allra mögulegra og ómögu- legra úrræða. Konungur með sitt auðlindasnauða ríki er eins og Arafat kominn upp á peninga frá olíufurstum Arabíu en nú em þeir móðgaðir við hann, af sömu ástæðu og við Arafat, og segja að hann fái ekki eyri frá þeim meir. Flóttamannaflóðið frá Kúvæt og írak hefúr valdið Jórdaníu mikl- um útlátum, verð hækkar og nauðsynjavömr em skammtaðar. Konungur kvað nú hafa í huga að bakka frá stuðningnum við Irak, með þvi t.d. að ffamfylgja við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna gegn því í alvöru, í von um að Vesturlönd láni honum þá eða gefi til að bæta upp missi arabísku olíudollaranna. En þá má búast við að Saddam geysist með her sinn inn í Jórdaníu, steypi Ha- sjemítaætt eins og Sabah í Kúvæt áður og ráðist jafnframt á ísrael, í von um að fá almenning í araba- löndum almennt til liðs við sig í „heilögu stríði“ gegn þeim óvini sem arabar hata mest. Talið er að heimsóknir Jórd- aníukonungs til nokkurra Evr- ópuhöfúðborga nýverið hafi öðr- um þræði verið örvæntingarfúll tilraun hans til að fá loforð um stuðning gegn írak, ef Saddam réðist á hann. senda UNITA vopn. En til þessa hafa undirtektimar verið kulda- legar. Sovétrikin hafa mjög dreg- ið saman afskipti sín af Angólu en Bandaríkin virðast engu síður staðráðin í því en áður að koma fyrir kattamef vinstrisinnaðri stjóm landsins. Sumir kenna þetta öðm fremur kaldastriðs- hugsunarhætti sem enn sitji í mörgum bandarískum þingmönn- um, en meðal þeirra virðist UN- ITA enn hafa verulegt fylgi. Samningaumleitanir um farið hafa undanfarið farið fram milli stjómarinnar og uppreisnar- manna, yfirleitt í Portúgal og fyr- ir milligöngu stjómarinnar þar. Enn hafa þær ekki teljandi árang- ur borið. UNITA vill fá viður- kenningu sem stjómmálaflokkur og þar með leyfi til þátttöku í ftjálsum kosningum, sem hreyf- ingin segist vilja að fram fari í landinu. MPLA, samtök þau er fara með völd í einsflokksríkinu Palestína austan Jórdanar? Hasjemítar, Hússein konung- ur og þeir ffændur, hafa aldrei verið mjög vel liðnir af miklum þorra þegna sinna. Þeir em ættað- ir sunnan úr Arabíu, hálfgerðir bedúínar í augum borgarbúa og bænda. Fólk fætt á Vesturbakka og í Gaza eða ættað þaðan er í meirihluta í Jórdaníu, auk þess sem vart er hægt að tala um neinn þjóðemismun á fólki eftir því hvort það er upprunnið á austur- eða vesturbakka Jórdanar. Jórd- anía var hluti af því svæði, sem Bretar kölluðu Palestínu, og bæði meðal ísraela og Palestinumanna er enn algeng sú skoðun, að Pal- estína og Jórdanía séu í raun sama þjóðlandið. ísraelskir haukar, eins og Ariel Sharon, hafa með þetta í huga stungið upp á því að Palest- ínuvandamálið verði leyst ein- faldlega með því að lýsa því yfir að Jórdanía sé palestínskt ríki (og væntanlega þá að skipta um nafn á landinu). Þá hafi Palestínumenn fengið sitt langþráða ríki og þurfi ekki að kvarta. Einhvetjir PLO-menn kynnu að vilja líta á þetta, væntanlega þá með því skilyrði að það yrðu þeir en ekki Hasjemítaætt, sem réðu ríkjum þar sem nú heitir Jórdanía. Aldrei er að vita nema þetta yrði eitt af því, sem Persaflóadeilan leiddi af sér. Angólu og hafa gefið í skyn að þau hyggist innleiða fjölflokka- kerfi innan skamms, vilja ekki samþykkja þetta nema því aðeins að UNITA-herinn verði leystur upp og sameinaður stjómarhem- um, en það tekur UNITA ekki í máí. Leiðtogar stríðsaðila em einnig deiluefni. Stjómin vill að Jonas Savimbi, leiðtogi UNITA, segi af sér formennsku og fari í útlegð. Það má Savimbi ekki heyra nefnt. Forseti Angólu, José Eduardo dos Santos, er sagður standa nokkuð höllum fæti af völdum einskonar angólskrar þjóðemishyggju. í umræðum um nýja stjómarskrá hefúr komið ffam andstaða við það að lands- menn af útlendum uppmna fái kosningarétt og kjörgengi til embætta. Og foreldrar forsetans vom frá eynni Sao Tome, sem eins og Angóla heyrði áður undir Portúgal. Enn er stríð í Angólu Kúbanir fara heim og stuðningur Sovétríkjanna við MPLA-stjómina minnkar 6 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. september 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.