Þjóðviljinn - 14.09.1990, Qupperneq 7
Köttur til
morgunverðar
Fólk á gangi í kirkjugarði í
Auckland á Nýja-Sjálandi kom í
gær að Víetnama einum, sem
flegið hafði og gert til kött og var
í þann veginn að steikja hann á
teini yfir eldi, sem hann hafði
kveikt þar í kirkjugarðinum. Ætl-
aði hann sér köttinn til morgun-
verðar. Þeir sem að komu slökktu
eldinn, tóku köttinn af Víetna-
manum og buðu honum annan
mat. Víetnaminn kvaðst hafa ver-
ið sársvangur og köttinn hefði
hann fundið dauðan, en afþakkaði
þó matinn sem honum var boð-
inn.
Kunnugt er að Austur-Asíu-
menn neyta kjöts af ýmsum dýr-
um sem Vesturlandamenn borða
að jaínaði ekki. En Manh Buivan,
talsmaður Víetnama í Auckland,
segir Víetnama alls ekki neyta
kattakjöts og hljóti maðurinn í
kirkjugarðinum að vera undan-
tekning.
Brunnu í
Olympíueldi
Sá siður að sleppa dúfum
lausum er ólympíuleikar eru
settir verður ef til vill lagður
niður. Þegar ólympíuleikarnir í
Seúl 1988 voru settir vildi svo
illa til að ólympíueldinum, sem
einnig er fastur liður við setn-
ingu leikanna, sló í nokkrar
dúfnanna, sem brunnu til bana.
Hafa dýravinir því kraiist þess
að dúfum verði ekki sleppt við
setningu leikanna framvegis.
93 fórust
93 menn fórust í versta rign-
ingarveðri, sem komið hefur í
Kóreu í 70 ár, og 44 er saknað.
Tjónið varð mest í Seúl, höfuð-
borg Suður-Kóreu, og þar í
grennd. Yfir 100.000 eru heimil-
islausir. Mörg þorp hurfu að
miklu leyti undir flóð og skriður.
Borgaði sig varla
Málverk sem stolið var í Can-
nes í Frakklandi íyrr í mánuðin-
um og eigandinn sagði vera eftir
meistara eins og Picasso, Van
Gogh, Renoir, Modigliani, Manet
og Degas og í samræmi við það í
hæsta verðflokki, reyndust við
nánari athugun vera falsanir.
Mozart var
ekki myrtur
Mary Wheater, bresk kona
sem stundar rannsóknir í lækna-
vísindum, segir að engin hæfa sé
fyrir því að tónskáldið Wolfgang
Amadeus Mozart hafi verið myrt-
ur á eitri, heldur séu allar líkur á
því að nýmasjúkdómur hafi orðið
honum að bana. Mozart dó þján-
ingadauða 1791, 35 ára að aldri.
Wheater, sem sjálf hefur
rannsakað heilsufarssögu Moz-
arts, tekur ekki mark á játningu
Antonios Salieri, þess efhis að
hann hefði myrt Mozart, enda
hafi Salieri þá verið kominn með
ellióra. Salieri, sem einnig var
tónskáld, öfundaði Mozart og um
það hefur m.a. verið gerð fræg
kvikmynd, Amadeus.
Daglegur páfa-
boðskapur
Global Telecom Ltd í Lund-
únum tilkynnir að með því að
hringja i viss símanúmer geti
menn heyrt páfaboðskap daglega
héðan í frá. Þegar svarað er, heyr-
ist fyrst orgeltónlist skamma hríð
og síðan talar páfi í 45 sekúndur.
Að líkindum er það Globai, sem
komið hefur þjónustu þessari í
kring, og að sögn þess er hún til
reiðu fólki í öllum löndum heims.
„Þeir sem nota sér þjónustu þessa
eiga þess kost að efla einstak-
lingslegan styrk sinn og öðlast
dýpri andlegan skilning með því
að ígrunda daglegar hugleiðingar
páfa,“ segir Global Telecom.
NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7
Forystumenn Alþýðusam-
bandsins, Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja, ásamt for-
ystumönnum Vinnuveitenda-
sambandsins og ríkisstjórn,
fagna því um þessar mundir að
verðlag fór aðeins 0,3% fram
yfir rauð strik „þjóðarsáttar-
samninganna“ um þessi mán-
aðamót. Fyrir nokkrum dögum
þóttust menn vissir um að verð-
lag hefði farið lengra fram yfir
rauða strikið eða á bilinu 0,5 -
0,7%. En það er tU marks um
hversu viðkvæm verðlagsmæli-
stikan er, að verðlækkun á
grænmeti og kartöflum og af-
nám virðisaukaskatts af bók-
um, héldu verðlagi í heild
nokkrum prósentubrotum nær
rauða strikinu en ella hefði orð-
ið.
Við gerð kjarasamninganna í
febrúar var komið upp launa-
nefndum sem fylgjast eiga með
framgangi mála og komast að
samkomulagi um leiðréttingar
fari verðlagsþróun út fyrir áætlun
samninganna. Launanefnd ASI
og VSÍ kemur saman til fundar á
fostudag vegna 0,3% hækkunar
framfærsluvísitölunnar umffarn
rautt strik. Ekki er búist við að
nefndin komist að niðurstöðu á
fyrsta fundi sínum um hvemig
skuli bæta launafólki þessa hækk-
un, enda hefur nefndin svigrúm til
20. september til að möndla mál-
in.
höfuð markmiðum samningsins
um að halda launaþróuninni þann-
ig að þeir lægst launuðu fari ekki
ver út úr henni en aðrir.
Otti aðila vinnumarkaðarins
við launaskrið þeirra sem taka
laun í hærri kantinum, byggir á
reynslu liðinna ára. „Þeir sem ör-
ugglega fengju bara 0,27% hækk-
un em opinberir starfsmenn, fisk-
vinnslufólk, afgreiðslufólk og
verksmiðjufólk,“ sagði Ari. Það
væri vitað mál að aðrir hópar
kæmu til með að fá meira vegna
þess að afkoma fyrirtækjanna
væri orðin töluvert góð og tæki-
færið yrði því notað til að gera vel
við einstaka starfsmenn. Innan
ASÍ vildu menn að tækifærið
verði notað til að hækka alla og
helst að laun þeirra lægst launuðu
verði hækkuð meira en annarra.
Buddan
jafn götótt
Þegar fjölmiðlar fara á stjá og
spyxja fólk á götunni um afkom-
una, svarar það gjaman að það
finni ekki fyrir lægra vömverði og
framfærsluvísitalan hljóti að
mæla eitthvað annað en þær vörur
sem það kaupir. Ari sagði ffarn-
færsluvisitöluna góðan mæli-
kvarða á verðlag og þann besta
sem völ væri á. Verðhækkanir
væm miklu minni nú en um lang-
an tíma. Fólk sem væri að greiða
niður lán finndi fyrir því í fyrsta
Buddan og
rauöu strikin
Rauðstrikuð
markmið
Þegar svona lítil hækkun
verður á verðlagi umfram rautt
strik, er eðlilegt að flestir telji það
einfalt mál að launafólk fái leið-
réttingu á launum sínum strax um
næstu mánaðamót. Leiðréttingin
sé svo lítil að hún geti varla kom-
ið öllu í bál og brand með víxl-
verkunum, eins og launafólk hef-
ur svo ofl fengið að heyra úr her-
búðum atvinnurekenda þegar
launahækkanir em nefndar í
þeirra eym. En það er öðm nær,
þó atvinnurekendur segist að vísu
ekki ætla að færast undan leiðrétt-
ingu.
Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, sagði í
samtali við Þjóðviljann, að rauðu
strikin væm viðmiðanir og mark-
mið sem sett hefðu verið í samn-
ingunum. Launanefndin væri síð-
an tæki samningsaðila til að ná
þessum markmiðum. Fram-
kvæmdastjórinn segist mjög
ánægður með árangurinn í verð-
lagsmálum. „Þetta liggur í ein-
hveijum sígarettupakka hvom
megin vísitalan er miðað við
mánuðinn,“ sagði Þórarinn. Nú
væri það verkefni launanefndar-
innar að sjá til þess að árangurinn
verði varanlegur, þannig að mark-
miðum samningsins verði náð í
heild. Þórarinn bætir síðan við:
„Það er ekki sjálfgefið að það ger-
ist með vélrænum útreikningi að
laun eigi að hækka um 0,27% 1.
október."
Það er ekki spumingin hvort
launafólk fái verðhækkanir um-
fram rauð strik bætt í launaum-
slaginu strax um næstu mánað-
mót, þó VSÍ ætli ekki að bera sig
undan því að standa við markmið
kjarasamningsins um kaupmáttar-
þróun, að sögn Þórarins. Þetta sé
spuming um heildaráhrif. „Ég hef
heyrt hafl eftir forystumönnum
launafólks, að það geti verið
skynsamlegt að draga þetta saman
með hækkun sem verði á launum
1. desember, eða gera þetta með
einhverjum öðmm hætti,“ sagði
Þórarinn.
Oddvitar ASÍ og BSRB, þeir
Ásmundur Stefánsson og Óg-
mundur Jónasson, hafa báðir sagt
að ekki komi annað til greina en
launafólk fái hækkun verðlags
bætta. Ögmundur hefur verið
heldur einarðari í yfirlýsingum og
vill fá launin bætt strax en Ás-
mundur hefur haldið því meira
opnu hvemig bæta beri launafólki
hækkunina.
Hræösla viö
launaskrið
En hvað er það sem gerir það
svona flókið að bæta 0,3% hækk-
un verðlags umfram rauðu strik-
in? Það er enginn vafi að þar ræð-
ur mestu óttinn við launaskrið.
Aðspurður um þetta sagði Þórar-
inn, að það gæti verið óskynsam-
legt og óheppilegt að efna til al-
mennrar launaendurskoðunar upp
á 0,27% fyrir allan vinnumarkað-
inn. „Við vitum að fyrir tiltekinn
hluta vinnumarkaðarins yrði þetta
0,27% en það kynni að verða ann-
að og meira fyrir annan hluta. Það
er þróun sem okkur fyndist af-
leit,“ sagði Þórarinn.
Ari Skúlason hagfræðingur
ASI tekur í svipaðan streng.
„Okkar afstaða er sú að það eigi
að bæta það sem er umfram rauða
strikið en við emm ekki endilega
á því að þetta eigi að fara í launa-
umslögin 1. október," sagði Ari.
Það væri ekki mjög sniðugt að
velta 0,27% launahækkun í gegn-
í BRENNIDEPLI
um allt kerfið. ASÍ hefði því jafn-
vel hugsað sér að leita annarra
leiða, þó engar ákvarðanir lægju
fyrir í þeim efnum.
„Við emm nokkuð vissir um
að ef við úrskurðum launahækkun
fyrir alla upp á 0,27%, muni
margir hópar fá miklu hærri tölu
út úr því en 0,27%,“ sagði Ari.
Með því væri verið að ráðast gegn
skipti í háa herrans tíð að höfuð-
stóll lána lækkaði með afborgun-
um.
Framfærsluvísitalan byggir á
neyslukönnun sem gerð var árið
1985. Vilhjálmur Ólafsson skrif-
stofustjóri Hagstofunnar sagði
matvælaþátt vísitölunnar byggja á
verðlagi 250 tegunda matvæla og
drykkjarfanga í verslunum og
stórmörkuðum á höfuðborgar-
svæðinu. En þessi þáttur vegur
20% í vísitölunni, tóbak og áfengi
vega 3,2%, fatnaður og skór 8%,
húsnæði, rafmagn og hiti vega
15%, húsgögn og heimilisbúnað-
ur 8%, heilsuvemd 2%, tómstund-
ir og menntun 11%, aðrar vörur
og þjónusta 11%, önnur útgjöld
2% og ferðir og flutningar, þar
með talinn rekstur á eigin bíl,
vega 19%.
Þetta hefur hafl áhrif á allar
vísitölur. Húsaleiguvísitalan hef-
ur td. hækkað minna en í fyira eða
um 3,3% frá áramótum. Launa-
vísitalan hefur hækkað um 3,8%.
Lækkandi verðbólga hefur líka
haft áhrif á vcxti. Vextir almennra
óverðtryggðra skuldabréfa hafa
lækkað úr 31,8% frá áramótum í
14,2%, eða um 17,6% og vixil-
vextir hafa lækkað úr 27,5% í
13,8%, samkvæmt upplýsingum
Seðlabankans. Raunvextir em aft-
ur á móti svipaðir og þeir vom um
áramótin, í kring um 8%. Miðað
við verðbólgu síðustu þriggja
mánaða, sem mælist 3,9%, em
raunvextir því rétt rúmum 4%
hærri en verðbólgan.
Lækkandi verðbólga skilar sér
enn sem komið er ekki í fleiri
krónum í launaumslaginu, en hef-
ur fyrst og fremst áhrif á greiðslu-
getu þeirra sem skulda. En ef
verðbólgan tollir í lágri eins stafs
tölu í náinni framtíð, gæti svo far-
ið að launahækkanir „þjóðarsátt-
arinnar" nái að bæta eitthvað
kaupmáttinn.
-hmp
Vilhiálmur Ólafsson segir verð-
lag hafa hækkað um 12% frá ára-
mótum og um 1% síðustu þrjá
mánuðina. Það sem hins vegar
hefði gerst væri að verðlag
hækkaði nú mun
hægar en áður