Þjóðviljinn - 14.09.1990, Page 9

Þjóðviljinn - 14.09.1990, Page 9
Ef viö íslendingar ætlum að bæta lífskjör okkar á komandi árum þá veröum viö aö hætta þeim gæluverkefnaskrípaleik sem við höfum leikið alltoflengi, og sem hefur leitt af sér bæði staðbundin fyrirtæki og heilu starfsgreinarnar um landið sem settar hafa verið af stað fyrir pólitískar ákvarðanir án þess að neinar raunhæfar arðsemisáætlanir lægju fyrir. Bygging ATLANTAL ál- versins hefur verið efst á baugi í þjóðmálaumræðunni nú um nokkurt skeið. Slíkt er eðlilegt því lyktir þessa máls munu ráða því hvort á íslandi verður lífskjarabati næstu ár, eða hvort stöðnun mun ríkja með enn frek- ari samdrætti ráðstöfunartekna almennings. Aðstæður og landkostir Ég vil í grein þessari leitast við að færa fyrir því rök að þessi nýja álbræðsla eigi að rísa á Suður- nesjum. Mig langar til að byrja á að vitna í skýrslu sem staðarvals- nefnd um iðnrekstur skilaði iðnaðarráðherra í júlí 1986. Þar er meðal annars fjallað um efna- hagsleg og félagsleg áhrif álvers. Kaflanum um Suðurnes lýkur á eftirfarandi setningu: „Almennt má segja að fá svæði á íslandi hafi jafn mikla möguleika til atvinnu- þróunar frá náttúrunnar hendi og Suðurnes." Þessa ályktun staðarvals- nefndar má styðja ýmsum rök- um. Suðurnesin hafa upp á að bjóða mikið landrými þar sem Hvers vegna á að byggja Atlantsálverið á Keilisnesi? engin búseta er og engin starf- semi fer fram í dag, og þar sem hefja mætti iðnrekstur, t.d. stór- iðju án þess að slíkt færi í bága við þá starfsemi sem fyrir væri. Mannfjöldi á svæðinu og afstaða þess til annarrar byggðar, með al- þjóðaflugvöllinn við bæjardyrnar og Reykjavíkursvæðið í liðlega fjörutíu kílómetra fjarlægð, gera það einnig mjög fýsilegt. Sam- vinna sveitarfélaganna á Suður- nesjum hefur um langan tíma verið mjög mikil og fer sífellt vax- andi. Suðurnesin er eina svæðið á Iandinu þar sem tekist hefur að gefa út staðfest sameiginlegt skipulag hvað varðar land- nýtingaráform allra sveitarfé- laganna. Náttúruauðlindir eru miklar, gnægð er af heitu og köldu vatni og ferskvatnsauð- lindin er hvergi á landinu betur rannsökuð. Svæðið gæti verið sjálfu sér nægt um raforku til al- menningsnota og til hefðbund- innar atvinnustarfsemi. Hafnar- gerð er víða auðveld og hagkvæm og veðurfar og ríkjandi vindáttir eru þannig að sáralítil hætta er á loftmengun, auk þess sem sam- göngur eru eins og best gerist á landinu og samgöngutruflanir á landi yfir vetrartíma mælast í klukkustundum. Þegar alls þessa er gætt er engin furða þótt þeir erlendir aðilar sem hyggjast fjárfesta á íslandi staldri við Suðurnesin. Þau hafa í þessu tilliti yfirburði yfir aðra landshluta, og þeirra yfirburða eiga þau að fá að njóta því annað getur aldrei orðið þjóðhagslega hagkvæmt. Samvinna sveit- arfélaganna um málið Það tiltekna mál sem er um- ræðuefni þessarar greinar kom fyrst til athugunar eftir áramótin síðustu þegar slitnaði upp úr við- ræðum þáverandi ATLANTAL fyrirtækjahóps með því að ALU- SUISSE dró sig út úr viðræðum um nýja álbræðslu eða stækkaða álbræðslu í Straumsvík. Sveitarstjórnirnar hér á Suður- nesjum brugðu við hart og mynd- uðu starfshóp þann sem síðan hefur stafað að málinu. Með því vildu þau sýna væntanlegum við- semjanda sínum að þau ætluðu vegna stærðar verkefnisins að standa saman að því að stuðla að því að þessu fyrirtæki yrði valinn staður á Suðurnesjum án tillits til þess hvar á Suðurnesjum það yrði, því þá voru til skoðunar þrjár lóðir. Fljótlega kom í ljós að ein af þessum lóðum bar af hvað hag- kvæmni varðaði m.a. vegna þess hve um er að ræða feiknarlega stórt fyrirtæki. Þá var þegar sam- þykkt að geyma hinar lóðirnar til hentugri fyrirtækja og sveitarfé- lögin sameinuðust um að láta fara fram nauðsynlegar rannsóknir og gagnaöflun til að geta boðið lóð- ina á Keilisnesi undir álverið. Að þessu hefur verið unnið síðan og hafa öll rannsóknargögn verið af- hent ATLANTAL fyrirtækj- unum jafnóðum og niðurstöður hafa fengist. Það er bjargföst skoðun mín að þau gögn sem þegar liggja fyrir séu nægjanleg til að reisa á þeim ákvörðun um byggingu álvers á Keilisnesi. Jarðlög á verksmiðju- svæðinu, samsetning þeirra og burðarþol eru þekkt, magn og hegðan grunnvatns er þekkt, hegðan vinds og dreifing meng- unar er þekkt og öldu- og straum- mælingar hafa farið fram í ná- grenni væntanlegrar hafnar. Það er því að mínu mati ekkert að vanbúnaði að ákveða staðarval álversins, að minnsta kosti ekki hvað varðar Keilisnes. Samið beint við ATLANTAL Samningaviðræður milli við- semjenda hafa farið þannig fram að fulltrúar ríkisins, hin svo- kallaða ráðgjafarnefnd áliðju hefur haft með samningsgerðina að gera fyrir hönd ríkisins, þegar kom að því að ræða staðarval óskuðu fyrirtækin eftir því að rík- ið hefði ekki milligöngu heldur fengju þau að ræða beint við heimaaðila á hverjum stað sem til greina var talinn koma. Þetta samþykkti iðnaðarráð- herra, sem fjallar um þetta mál af hálfu ríkisstjórnarinnar, og ríkis- stjórnin sem slík hefur aldrei haft í frammi neinar athugasemdir við þennan framgang málsins. Frá því þetta var ákveðið hafa fulltúar ATLANTAL fyrirtækj- anna og fulltrúar sveitarfélaga- hópanna þriggja skipst á upp- lýsingum bréflega, og setið sam- eiginlega samningafundi án af- skipta ríkisins, þótt þeir hafi ver- ið viðstaddir. Með þessum hætti hefur verið gert eins konar bráðabirgðasam- komulag milli þessara aðila um samningsatriði, byggt á við- ræðum þeirra í milli. í þessu sam- komulagi er tekið á atriðum s.s. staðsetningu lóðar, stærð hennar og stærð og lögun verndarsvæðis vegna mengunar, staðsetningu hafnar og kostnaði við að byggja höfn og gera lóð hæfa til bygging- ar álvers á henni ásamt kaupum á lóðinni og nauðsynlegu verndar- svæði. Niðurstaðan af öllu þessu virð- ist í dag eftir fréttum að dæma vera sú að Keilisnes sé hagkvæm- asti staðurinn, og þar vilji fyrir- tækin byggja álverið. Allur hefur þessi framgangsmáti átt sér stað án afskipta fulltrúa ríkisvaldsins, og þess er að vænta að á grund- velli þessa muni fulltrúar sveitar- félaganna á Suðurnesjum setjast niður með fulltrúum ATLANT- AL fyrirtækjanna og gera samn- ing við þau um öll samningsatriði eftir að fyrirtækin hafa kunngjört sveitarfélögum á hinum stöðu- num að þau hafi valið Keilisnes og hafi því ekki áhuga á frekari viðræðum við þau. Þessi fram- gangsmáti er að mínu mati hinn eini eðlilegi og í fullu samræmi við þá stefnu sem iðnaðarráðu- neytið hefur haft í málinu og án athugasemda ríkisstjórnarinnar. Hagnaður allrar þjóðarinnar Það hafa margir orðið til þess að gagnrýna þann farveg sem staðarákvörðunarmálið var sett í þegar iðnaðarráðherra ákvað að verða við þeirri ósk ATLANT- AL að fyrirtækin fengju að ræða við fulltrúa sveitarfélaganna beint og án milligöngu ríkisins. Menn hafa rætt um að sveitarfé- lögin séu með þessu sett á upp- boðsmarkað og afleiðingin væri sú að þau mundu niðurbjóða hvert annað í því skyni að hafa áhrif á staðarvalsákvörðun. Ég er þessu algerlega ósam- mála. í fyrsta lagi eru þær stærðir sem sveitarfélögin geta sjálf ráðið svo smáar að útilokað er með öllu að þær geti haft nein áhrif á staðarvalið. í öðru lagi verður þetta til þess að þeir hagsmunir sem ræddir eru við samninga- borðið eru hagsmunir viðsemj- endanna tveggja, en aðrir hags- munir blandast ekkert inn í mál- ið, og að mínu áliti er þetta það sem koma skal. Ef við íslendingar ætlum að bæta lífskjör okkar á komandi árum þá verðum við að hætta þeim gæluverkefnaskrípaleik sem við höfum leikið alltof lengi, og sem hefur leitt af sér bæði staðbundin fyrirtæki og heilu starfsgreinarnar um landið sem settar hafa verið af stað fyrir póli- tískar ákvarðanir án þess að neinar raunhæfar arðsemisáætl- anir lægju fyrir og sem við skatt- greiðendur þurfum síðan að dæla miljörðum og aftur miljörðum króna í á hverju ári til að fjár- magna endalaust tap. Það verður að tryggja að ákvarðanir um stór- ar framkvæmdir, að ég tali nú ekki um risavaxnar framkvæmdir eins og ATLANTAL álverið er, séu teknar með það eitt fyrir augum að þjóðin sem heild hagn- ist sem mest á henni, því ef sér- hagsmunir einstakra byggðarlaga sem fara í bága við þjóðarhag eru hafðir í fyrirrúmi er það trygging fyrir því einu að ákvarðanir verða vitlausar og til þess eins fallnar að halda áfram að draga niður og skerða lífskjörin í landinu. Þetta mál er í eðli sínu afskap- lega einfalt þótt það sé stórt í sniðum. Það snýst um það, og það eitt að auka þjóðartekjur til að bæta lífskjör okkar. Það snýst um að selja eitt af því fáa sem við íslendingar höfum til að selja öðrum þjóðum, íslenska raforku. Hana getum við boðið á því verði að útlendingar vi’ja semja við okkur, og því aðeins að við höf- um vit á að gera samninga sem fela í sér að einhver arður verði eftir í þjóðarbúinu, því aðeins leiðir þessi samningur til þess að lífskjör þjóðarinnar batni. Arðsemi verður að vera nr. 1 Þess vegna er ég hlynntur því að samningamenn okkar fái fullt umboð til að semja með aðeins eitt grundvallaratriði að leiðar- ljósi, að gætt sé hámarkshag- kvæmni við samningagerðina, þ.e.a.s. að samningurinn búi til eins mikla peninga fyrir íslenska þjóðarbúið og kostur er. Hvað síðan er gert við þessa peninga er allt annað mál og það má alls ekki blanda þessu tvennu saman. Þá kemur til kasta þeirra að nota þá til að hafa áhrif á þró- un búsetu í Iandinu þá stendur ekki á mér að taka undir nauðsyn þess, en ef nota á fé úr sameigin- legum sjóði landsmanna til að stýra búsetuþróun, þá þurfa að vera til peningar í þessum sama sjóði. Þeir verða hins vegar aldrei til þar ef við ætlum alltaf að semja af okkur og varpa frá okkur allri hagnaðarvon. Með slíku athæfi er líka víst að erlendir lánardrottnar okkar hljóta að spyrja sig hvort virki- lega sé óhætt að halda áfram að lána okkur fé nema við sýnum þeim að við kunnum að fara með það. Við skulum ekki gleyma því að erlendar skuldir okkar eru í dag orðnar svo miklar að ráð- herrar hafa um árabil varað við því að mikið lengra sé ekki hægt að ganga. Jafnvel hefur verið rætt um að sjálfstæði okkar sé í hættu. Þess vegna er ekki um það að ræða lengur, og það er algerlega ábyrgðarlaust tal þegar einstakir stjórnmálamenn og aðrir ein- staklingar segja að ríkissjóð muni ekkert um að greiða einhverja miljarða króna til að fyrirtækið verði staðsett úti á landi því þessir miljarðar eru ekki til, þeir eru fengnir að láni erlendis og hinir erlendu bankar munu einungis spyrja um eitt, þeir munu spyrja um arðsemi. Niðurstaða staðarvalsmálsins getur því að mínum dómi aðeins orðið ein: Ef álverið verður á annað borð byggt á íslandi þá verður það byggt á Keilisnesi. Oddur Einarsson skrifar Föstudagur 14. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.