Þjóðviljinn - 14.09.1990, Qupperneq 11
Átti ég að taka áhættuna og reyna eitthvað annað? Unn tók áhættuna og býr núna
með Aðalsteini Aðalsteinssyni.
sem upp er sett. Hann er til sölu
fyrir eina miljón.
íslenskir knapar
þurfa aö breyta
hugarfarinu
- Hvað með íslenska knapa,
eru þeirgóðir?
- Já, þeir eru það. En íslensk
hestamennska er ekki komin
mjög langt miðað við hvemig hún
er erlendis. Það em margir góðir
knapar héma, en þeir gætu verið
fleiri ef þeir settu sig ekki á eins
háan hest og þeir gera. Þeir halda
margir að þeir séu bestir í heimin-
um, en þurfa að koma niður á
jörðina og geta tekið leiðsögn ffá
fólki sem kann miklu meira en
þeir. Ég veit að ég á eftir að læra
mjög mikið og mig langar að læra
meira. Ég er ekkert mjög góður
knapi. En það em svo margir
héma sem hafa keppt í mörg ár og
gengið vel, þeir em staðnaðir.
Þeir halda að þeir séu bestir og
þurfl ekki meiri kennslu. Málið er
bara að maður er aldrei útlærður í
hestamennsku, maður getur alltaf
lært meira. Það hugarfar finnst
mér vanta hér á Islandi.
Með hund
sem smalar
köttum og
hest sem er
erfiður í
samningum.
Unn Krog-
hen heimsótt
r
í Arbæjar-
hjáleigu
veg að gefast upp á honum, því ég
er ekki mjög sterk. Ef hann vildi
fara, þá tók hann bara tauminn og
fór og ég réð ekkert við hann. Ef
aðrir hestar láta svona er hægt að
„tala þá til“, en Kraki varð bara
ennþá verri við það.
Hestur og knapi
veröa aö vera vinir
En þar sem hann er greindur
hestur og mjög góður í hesthúsi,
reyndi ég að verða vinur hans þar.
Og þegar ég komst inn á hann og
við urðum vinir, þá kynntist ég
nýjum hesti. Málið er nefnilega
að hestur gerir ekkert fyrir knapa
ef þeir em ekki vinir. Það verður
að byggja hestamennsku þannig
upp að hestinum finnist það
skemmtilegt sem hann er að gera.
Honum á að finnast skemmtilegt
að keppa. Knapinn á að láta álag-
ið sem fylgir keppni koma þannig
út fyrir hestinn að honum fmnist
hannyera að gera góða hluti.
Ég tók Kraka í þjálfún í des-
ember í fyrra og var i stöðugum
samningaviðræðum við hann. Og
ég hef aldrei náð eins góðu sam-
bandi við hann eins og á Islands-
mótinu í sumar. En hann flflaðist
með mig á mótinu og mér tókst
ekki alltaf að semja við hann. En
það er ekki hægt að vera reiður
við Kraka, því hann er svo sér-
stakur persónuleiki. Hann gerir
stundum bara það sem hann vill
sjálfúr. Stundum vill hann ekki
gera það sem hann á að gera, en
stundum gerir hann allt. Þá er eins
og hann vilji sýna hvað hann get-
ur og hvað hann er duglegur.
Hann er ekki eins og aðrir hestar
sem gera allt sem maður biður þá
um. Þess vegna þykir mér svona
vænt um hann.
- Langar þig ekki til að eign-
ast Kraka?
- Jú, auðvitað langar mig til
þess. En ég hef ekki efni á að
kaupa hann. Að vísu hef ég gert
hann að því sem hann er í dag, en
ég get ekki borgað það fyrir hann
Santo smalar
köttunum
- Hvað œtlarðu að gera með
Santo? Ætlarðu að sýna hann
áfram?
- Já, ég ætla að gera það.
Hann er smalahundur í eðli sínu,
en hann er orðinn svo hlýðinn
núna að hann kann ekki að hugsa
sjálfstætt. Hann kemur alltaf aftur
til að spyrja hvað hann eigi að
gera næst. En smalaeðlið kemur
upp í honum þegar hann sér ketti
eða einhver smádýr, t.d. kanínur.
Þá fer hann að smala og getur
smalað allan daginn. Við erum
með tvo ketti héma og hann smal-
arþeim stundum heilu dagana. En
hann er orðinn 10 ára og það er
nokkuð gamalt. Hann kann allt
ennþá sem ég hef kennt honum,
en hann er orðinn svolítið frekur.
Ég er líka með tík af sama
kyni og ætla að reyna að þjálfa
hana eins og Santo. Hún er eins
árs núna, en það tekur bara svo
ofboðslega mikinn tíma að þjálfa
hunda. Ég hef reynt að gera það á
milli þess sem ég þjálfa hestana.
Tíkin er mjög skynsöm og ég er
viss um að það er hægt að gera
hana jafn hlýðna og Santo, en hún
er bara of mikill hvolpur ennþá.
— Nú ertu búin að vera hér i
tvö ár, er jafn ömurlegt að búa
hér og þú hélst?
- Nei, mér finnst gott að vera
héma. Að vísu þoli ég ekki rign-
inguna og rokið og snjóinn og
kuldann, en það er gott að búa
héma og ég ætla að vera áfram.
Það er gott að vera með hesta á Is-
landi og hestar em mitt líf og
yndi. Þess vegna verð ég hér
áfram.
ns.
Þióðleikhúsið
Stefán Baldursson ráöinn
Menntamálaráðherra hef-
ur að fenginni einróma
tillögu Þjóðleikhúsráðs ráðið
Stefán Baldursson ieikstjóra
Þjóðleikhússtjóra til fjögurra
ára. Lögum samkvæmt mun
hann starfa ásamt fráfarandi
þjóðleikhússtjóra, Gísla Al-
freðssyni, frá 1. janúar til 1.
september 1991, en þá tekur
hann við starfinu að fullu.
Stefán Baldursson nam leik-
hús- og kvikmyndafræði í há-
skólanum í Stokkhólmi. Hann
gegndi starfi leikhússtjóra Leik-
félags Reykjavíkur í sjö ár til
ársins 1987. Síðan þá hefúr hann
sett upp leiksýningar bæði hér
heima og erlendis, í Bandaríkj-
unum og á Norðurlöndunum.
Ekki náðist í Stefán í gær vegna
þess að hann er nú staddur í
Osló, þar sem hann leikstýrir
Sölku Völku á nýnorsku í Det
Norske Teater. Leikhús þetta er
nýtt og þykir eitt fúllkomnasta
Stefán Baldursson leikstjóri hefur
verið ráðinn Þjóðleikhússtjóri.
leikhús í Evrópu. Nýráðinn leik-
hússtjóri Det Norske Teater sá
uppfærslu Stefáns á Sölku Völku
fyrir tveimur ámm í Örebro og
réð hann strax til að sjá um
fýrstu uppsetninguna í Norska
leikhúsinu þegar hann tæki við
stöðu leikhússtjóra þar. Með
Stefáni í for er leikmyndateikn-
arinn Þórunn Sigríður Þorgríms-
dóttir. Stefán kemur heim að sjö
vikum Iiðnum, en mun hafa
stutta viðdvöl því að hann hefúr
verið ráðinn til að setja upp Dag
vonar eftir Birgi Sigurðsson í
Borgarleikhúsinu í Alaborg.
Þangað fer einnig Messíana
Tómasdóttir til að hanna leik-
myndina.
Stefán hefúr sett upp fjölda
sýninga í Þjóðleikhúsinu, auk
þess sem hann starfaði sem leik-
húsritari þar um tíma.
Afráðið hafði verið að hann
leikstýrði Ketti á heitu blikkþaki
hjá Leikfélagi Reykjavikur í vet-
ur, og honum hafði verið boðið
að setja upp Dag vonar í leikhúsi
í Los Angeles, en af hvomgu
verður þar sem hann tekur við
starfi Þjóðleikhússtjóra 1. janúar
á næsta ári, eins og áður sagði.
BE
Mvndlist
Ekki eru öll kurl
komin til grafar
Haraldur Ingi myndlistarmaður opnar á
morgun sýningu
IJ araldur Ingi myndlistar-
■* maður opnar á morgun,
laugardaginn 15. september,
sýningu í efri sölum Nýlista-
safnsins við Vatnsstíg. A sýn-
ingunni verða um fimmtíu
vatnslitamyndir sem eru hluti
verks sem tekið hefur á sig ým-
is form síðan 1984. Auk vatns-
litamyndanna eru á sýning-
unni nokkrar grafíkmyndir
unnar á árinu. Haraldur Ingi
kýs að láta kafla úr Stikils-
berja-Finni fylgja frétt þessari
í stað þess að tíunda afreks-
verk sín.
„Ja-há, það em ekki öll kurl
komin til grafar enn. Við urðum
líka að fylla kofann með rottum
í Nýlistasafninu
og snákum, svo að fanginn dræp-
ist ekki úr leiðindum. En þú
gerðir okkur illan grikk, þegar þú
tafðir Tuma með smjörið. Það lá
við sjálft að allt færi út um þúfúr,
því að karlana bar fyrir bragðið
of brátt að. Já, við urðum svei
mér að vera viðbragðssnöggir,
svo að þeir gómuðu okkur ekki
og í þeim eltingaleik fékk ég
skotið í kálfann. En við sáum við
öllu, sluppum í bátinn og veittum
fanganum frelsi. Þessu komum
við öllu í kring án annarra hjálp-
ar. Var kannski ekki sniðuglega
að farið, frænka mín góð!“
Sökum anna gafst lista-
manninum ekki tími til að senda
út boðskort, en það em allir
Helgarveðriö
Laugardagurinn 15. sept.
Horfur á laugardag: SV kaldi eöa stinningskaldi. Skúrir um vestanvert landið
en annars þurrt. Hiti 5-13 stig.
Horfur á sunnudag: Vestlæg átt, gola eöa kaldi. Skúrír vestanlands, en annars
þurrt aö mestu. Hiti 3-10 stig.
Föstudagur 14. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — S(ÐA 11
Haraldur Ingi myndlistarmaður.
hjartanlega velkomnir á opnun-
ina. Sýningin er opin virka daga
frá kl. 16-20, og milli kl. 14 og
20 um helgar, hún stendur til 30.
september.
Hámarl
Eríga undirbúnin
þarf.
öllum tekst sem viljt
Engin aldu
Flest er fertugum f
áttræðum.
Veljið 1 vikudag og
Stundaskrá:
ENSKA: BYRJUM FRÁ
BYRJUN
DAGAR: Mánud., þriðjud.,
miðvd., fimmtud.
Tími: 18-19:30 eða 20-21:30.
ENSKA: BYRJUM FRÁ
BYRJUN II:
Laugard. kl. 15-16:30.
Sunnud. kl. 15-16.30.
ENSKA. ÁFRAM I.
Sunnud. kl. 17-18.30.
SÆNSKA. GRUNN-
NÁMSKEIÐ:
Föstud. 17:45-19:15.
Laugard. 17-18:30.
Einstaklii _
• Einka- eða stuðni
• Helstu efni grunn- og
framhaldsskóla.
• Tími: Mánud. - fimmtud.
kl. 9-18.
Föstud. - sunnud.
Kl. 9.-17.
Innritun í fullum gangi:
s. 71155 alla daga kl. 9-21
.
FULLORÐINSFRÆÐSLANj
Hábergi 7, s. 71155