Þjóðviljinn - 14.09.1990, Page 15

Þjóðviljinn - 14.09.1990, Page 15
Allt I kringum okkur eru áreiti sem krefjast þess að við höfum náð sæmilegum tökum á lestri. I nú- tlmasamfélagi eru okkur flestar bjargir bannaðar án lestrarkunnátt- unnar. Hallar undan fyrir bókinni Athuganir á bóklestri bama og ungmenna sýna svo vart verð- ur um villst að lestur fari minnk- andi. Samkvæmt athugunum Þor- bjamar Broddasonar og fleiri á tómstundaiðju unglinga á aldrin- um 10 til 15 ára kemur í ljós að lestur bóka fyrir utan skólabækur hefur dregist saman frá 1968 til 1988. Árið 1968 kváðust nem- endur fjórða til níunda bekkjar í Reykjavíkurskólum hafa lesið að meðaltali 4,1 bók síðustu 30 dag- ana áður en könnunin fór fram. Arið 1988 sögðust þeir nemendur sem í könnuninni lentu hafa að meðaltali lesið 2,7 bækur. Þá má geta þess að hlutfall þeirra nem- enda sem kváðust enga bók hafa lesið hefur tvöfaldast. Árið 1968 reyndust 11% nemendanna enga bók hafa lesið en 1988 var þetta hlutfall komið í 21%. Blómleg bókaútgáfa hér á landi gefur tilefni til að ætla að bókaneysla sé vemlega almenn. Árið 1987 vom hér á landi gefnir út 4,6 titlar á hverja 1000 íbúa sem var rúmlega helmingi meira að tiltölu en í því Norðurlanda sem komst næst okkur, þ.e. Fær- eyjum, þar sem gefnir vom út um 2,3 titlar á hveija 1000 íbúa. í fyrra vom gefhir út 4,9 titlar á 1000 íbúa hér á landi miðað við bráðabirgðatölur Landsbókasafns um bókaútgáfúna, þannig að ætla mætti að bókaútgáfan standi í miklum blóma. En það er ekki allt sem sýnist í þessum efnum. Að sögn þeirra bókaútgefenda sem Nýtt Helgar- blað ræddi við hefúr meðalupplag bóka minnkað á undanfómum ámm. Þannig að aukin bókaút- gáfa þýðir ekki endilega að land- inn kaupi fleiri bækur til aflestrar. í þessu sambandi er athyglis- vert að rýna aðeins í tölur um heildarútlán Borgarbókasafns Reykjavíkur undanfarin ár. Árið 1982 vom lánaðar út frá safninu 893.542 bækur sem gerir um 10,4 bækur á hvem Reykvíking á því ári. í fyrra lánaði safnið út 685.907 bækur eða 7 bækur á hvem íbúa. Af þessu má vera ljóst að bókin stendur höllum fæti í samkeppni við aðra afþreyingar- miðla um frítíma almennings. Þetta segir vitanlega ekkert til um það hvort fleiri eða færri eigi við lestrarerfiðleika að striða. Hins vegar gefúr þetta til kynna að vegur ritaðs máls fari minnk- andi í íslensku samfélagi. Hvort þeir sem eiga undir högg að sækja á lestrarsviðinu hafi dregið öðmm fremur úr bókalestri verður ekkert fúllyrt um, þótt slík ályktun kunni að eiga fúllan rétt á sér. Að búa með sorgum sínum Allir þeir sem Nýtt Helgar- blað ræddi við um þessi mál vom á einu máli um það að hér á landi væri vart hægt að tala um að hóp- ur manna væri ólæs með öllu. Hins vegar mætti af ýmsu ráða að nokkur hluti fólks ætti við veru- lega lestrarerfiðleika að etja. Ó- mögulegt væri þó að slá einhvetju fostu um það hve stóran hóp manna væri um að ræða sem þannig væri ástatt fyrir, þar sem engar rannsóknir væm til sem hægt væri að byggja á hve víð- tækt vandamál væri um að ræða. Guðmundur B. Kristmundsson, Þóra Kristinsdóttir og Sigriður Þ. Valgeirsdóttir. Meðan það hafa ekki verið gerðar neinar rannsóknir á lesskilningi hér á landi veröur ekkert fúllyrt um treglæsi hér á landi. Það þýðir þó ekki að vandamálið kunni ekki að vera til staðar. Mynd: Jim Smart Guðrún Halldórsdóttir, skóla- stjóri Námsflokka Reykjavíkur, segir að á hveijum vetri leiti þetta tveir til þrír fúllorðnir einstak- lingar til Námsflokkannna og biðji um aðstoð í lestri. Sömu sögu er að segja frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. - Það er nokkuð um það að fúllorð- ið fólk hringi í okkur til að leita sér aðstoðar i lestri og skrift, seg- ir Arthúr Morthens. Að hans sögn er aðallega um að ræða fólk sem er við nám í framhaldsskólum og jafnvel í háskóla. - Þetta er fólk sem á í vemlegum erfiðleikum með skrift og stafsetningu svo dæmi sé tekið. - Eg álít að ólæsi sé til staðar hér á landi. í fyrsta lagi er til margt fólk sem þjáist af lesblindu. En þar að auki er einhver hópur fólks sem af félagslegum ástæð- um, s.s. erfiðum fjölskylduað- stæðum, hefur ekki náð þeim tök- um á lestri í æsku, að verði þvi til mikils gagns og yndis, s.s. að geta lesið sér til skilnings einfoldustu leiðbeiningar. Og þá er ég ekki að tala um að þetta fólk sé eitthvað miður greint en við hin sem kunn- um að lesa, segir Guðrún. Arthúr segir að ætla megi að þeir sem em félagslega eða stétt- arlega lægra settir i þjóðfélaginu leiti ekki eftir aðstoð. - Það þýðir ekki það sama og að vandamálið sé ekki til staðar. Það fólk býr ein- faldlega með sorgum sínum. Undir þetta tekur Snorri Kon- ráðsson, hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. - Til okkar koma ekki þeir sem eiga erfiðast með lestur og skrift, en það fólk er þó til sem á í veruleg- um vandræðum af þessum sök- um. Ég verð til dæmis var við það að það fólk er til sem getur ekki notfært sér réttindi sín vegna þess að getur ekki lesið í gegnum upp- lýsingamar. Mér virðist almennt að það fólk sem verður harðast úti þegar það þarf að sækja rétt sinn til þess opinbera, svo dæmi sé tekið, sé það fólk sem hefur hlotið tak- markaða þjálfún í lestri, skrifl og reikningi, segir Snorri. Snorri nefúdi sem dæmi að á tilteknu starfsréttindanámskeiði sem hann þekkti til þyrfli iðulega að veita tveimur til þremur af tutt- ugu manna hópi aðstoð við að lesa út úr spumingum á krossa- prófi sem lagt væri fyrir þátttak- endur. - Þetta er vandamál sem við hvorki getum né megum horfa framhjá, segir Snorri. - Það er hörmulegt til þess að vita að í ís- lensku þjóðfélagi í dag sé hópur fólks sem geti ekki lesið sér til skilnings þegar komið er út fyrir allra einfoldustu texta. Þetta fólk lendir í vítahring sem erfitt er að rjúfa. Takmörkuð lestrargeta leið- ir til þess að þetta fólk tileinkar sér minni orðaforða og á erfitt með að koma fyrir sig orði og tjá sig. Afleiðingin er iðulega sú að þetta fólk verður félagslega óvirkt og einangrast. - Menn hafa sýnt ótrúlega lít- inn skilning á þessum málum, segir Arthúr. - Það er eins og nefúa mannsmorð í eyru margra þegar á þetta er minnst. Að sögn Snorra Konráðssonar er fúll ástæða fyrir verkalýðs- hreyfinguna að efla fræðslustarf meðal félagsmanna sinna og leggja áherslu á að kenna fólki það sem það átti að læra í skóla, lestur, skrifl og reikning. - Fræðslusamtök verkalýðshreyf- ingarinnar annarsstaðar á Norður- löndum hafa lagt aukna áherslu á þessa ffæðslu meðal sinna félags- manna á síðustu árum og það þurfúm við einnig að fara að gera hér. Úrbóta er þörf Viðmælendum Nýs Helgar- blaðs bar saman um það að full þörf sé á því að tekið verði á þess- um málum af fúllri einurð. - Það er sama þótt við vitum ekki ná- kvæmlega hver vandinn er eða hve hann er mikill, það bendir margt til þess að hann sé til staðar og við því verður að bregðast, sagði Guðrún Halldórsdóttir. Þrátt fyrir að margt sé á huldu um hve margir eigi við að glíma lestrarörðugleika, er ljóst að skólakerfið er farið að taka við sér og viðurkenna vandann. Sem dæmi má taka að í fyrra- vetur var nemendum sem eiga í námsörðugleikum við Mennta- skólann í Kópavogi veitt sérað- stoð. Þar var áætlað að 17 nem- endur þyrftu á sérstakri aðstoð að halda varðandi skrift, stafsetn- ingu og lestur. I haust var auglýst ein staða sérkennara við skólann, en eftir því sem næst verður kom- ist er þetta í fyrsta sinn að sér- kennari er ráðinn við ffamhalds- skóla hér á landi. Þá er einnig í undirbúningi starffæksla lestrarmiðstöðvar við Æfinga- og tilraunaskóla Kenn- araháskóla Islands þar sem ætlað er að þjóna mið- og vesturhluta borgarinnar. Ætlunin er að til lestrarmiðstöðvarinnar geti ffam- haldsskólanemendur sem og fúll- orðnir sótt sem eiga í erfiðleikum með ritað mál og lestur. Enn er þó allt á huldu hvort nægjanlegt fé fáist ffá yfirvöldum menntamála til að festa húsnæði undir starfsemina og til starf- rækslu hennar. Takist það er ráð- gert að lestrarmiðstöðin taki til starfa eftir tvo til þijá mánuði. Föstudagur 14. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.