Þjóðviljinn - 14.09.1990, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 14.09.1990, Qupperneq 21
ivnvonv Hvað skriflimar varðar þá á ég engra kosta völ. Ég var alltaf að hripa eitthvaö niður þótt ég þyrfti þess ekki, en ég spilaði af því að ég var hvött til þess og mér settar fyrir æfingar. Þegar ég gerði mér grein fyrir þessu var ákvörðunin um að hætta að spila auðveldari. Hrafnhildur Hagalin Guðmundsdóttir f viðtali við Nýtt Helgarblað. Mynd: Jim Smart. Leiklist Tón- listin tók allan minn tíma Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir fylgist nú með æfingum á fyrsta leikriti sínu, Ég er Meistarinn, á litla sviði Borg- arleikhússins. Nýtt Helgarblað ræddi við Hrafnhildi um verkið og ástæðu þess að hún lagði frá sér gítarinn eftir margra ára nám Hafðirðu fengist yið skriftir áður en þú skrifaðir Eg er meist- arinn? - Ég byijaði snemma sem stelpa að hripa niður hugmyndir á blað án þess að gera mér grein fyrir hvers vegna. Reynslusaga úr frystihúsi í Bolungarvík var síðan fyrsta sagan sem ég skrifaði, þá var ég 13-14 ára. Við erum bara svona - okkur verður ekki breytt kallaði ég söguna, og hún var fjölrituð fyrir vini og vandamenn. Eg hélt áfram að pára þetta, og skrifaði ljóð í menntaskóla. En ég þorði aldrei að birta neitt. Einu sinni komu að máli við mig krakkar sem ætluðu að gefa út Ijóðablað MR, því að þeir höfðu hafl pata af þessum skrifum mín- um, og buðu mér að birta eftir mig ljóð. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að slá til, en aldrei varð úr að blaðið kæmi út. Ég spilaði mikið og hafði sjaldan tíma til að skrifa. Mig langaði að hætta að spila á hveiju vori, en var ávallt hvött til að halda áfram. Eftir að ég tók burt- fararpróf í gítarleik ákvað ég að láta reyna á þetta í ár til viðbótar, og fór til Spánar til mikils meist- ara. Ég spilaði í hálft ár en hætti því um jólin 1986. Þrátt fyrir það ákvað ég að fara aftur til Spánar og vera á meðal gítarleikaranna, en í stað þess að spila með þeim skrifaði ég um þá leikrit. I fyrstu ætlaði ég að skrifa einþáttung með tveimur persón- um, en endaði á að skrifa leikrit í fimm atriðum um þijár persónur. Leikritið fjallar um þrjá gítarleik- ara, tvo unga sem eru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennskunni og ætla sér mikið. Þriðja persónan er kennarinn þeirra - Meistarinn - sem kemur til þeirra og sest að hjá þeim. Þetta er kannski einhverskon- ar eftirmáli við minn feril sem gítaristi, en verkið fjallar alls ekki um mig sjálfa. Var ákvörðunin að hætta að spila erfið? - Já, hún var það. En hún kom til mín fremur en að ég ætti í mik- illi baráttu. Þegar ég fór út í fram- haldsnám í gítarleik var ég mjög dugleg að æfa mig í hálfan vetur, spilaði mikið og tók framförum. Eg kom heim um jólin, lagði frá mér gítarinn og spilaði ekkert í tvær vikur. Mérþótti ekki eðlilegt hversu lítið ég saknaði þess að spila. Ég setti á sinfóníu eftir Brahms og ákvað í einu vetfangi að hætta. Til þess að verða góður tónlistarmaður verður spila- mennskan að vera það eina sem er einhvers virði. Það átti ekki við um mig. Ég hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun. Hræddust var ég um að kenn- arinn minn reyndi að tæla mig fil að taka upp gítarinn aftur. Ég þorði ekki að segja honum að ég ætlaði að fara að skrifa, svo að ég sagðist ætla í bókmenntir. Hann sagði þá: Þegar þú verður komin jafnlangt í bókmenntunum og þú varst komin á gítarinn þá hættirðu í þeim líka. Hvemig er að fylgjast með uppsetningu og œfingum á leik- riti eftir sjálfa þig? -Ég hef fylgst með ffá byijun og það er mjög áhugavert að sjá manns eigin persónur lifha á svið- inu. Þær verða aldrei alveg eins og maður ætlaði í upphafi. Stund- um koma betri hlutir í staðinn, aðra hluti verður maður að sætta sig við. Er ekki erfitt að sœtta sig við það að texta sé breytt og sleppt í verkinu? - Auðvitað er það erfitt þegar eitthvað er strikað út sem ég hef kannski eytt dögum og jafnvel vikum í að hnoða saman. En sjái maður að það raskar ekki heildar- myndinni og er sýningunni til góðs þá gerir maður það. Hafðirðu einhverja reynslu af leikhúsi áður en Meistarinn varð til? - Foreldrar mínir voru báðir leikarar, og móðir mín leikur enn. Það má segja að ég sé alin upp í leikhúsi. Ég sá allar sýningar sem þau léku í, og yfirleitt allar sýn- ingar sem settar voru upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Aukþess fylgdist ég með æfingum, og stundum hlýddi ég þeim yfir texta. Þegar ég var krakki lék ég sjálf töluvert. Frumraun mín var í Ferðinni til tunglsins í Þjóðleik- húsinu. En eftir að ég stálpaðist fór sífellt meiri tími í tónlistina. Ég ætlaði mér aldrei að verða leikkona þrátt fyrir kynni mín af leikhúsi, tónlistin tók allan minn tíma. Mér þótti samt leikhúsið alltaf vera meira minn heimur en heimur tónlistarinnar. Ég las oft upp ljóð í skóla, og á fleiri stöð- um, og það skrítna er að ég var aldrei taugaóstyrk þegar ég þurfti að lesa upp eða leika, en ég gat aldrei spiiað kviðalaust fyrir fólk. Hvað tekur nú við? — Mig langar að halda áfram að skrifa, og ég er á leið til París- ar í leikhúsfræði. Vonandi verður námið spennandi, þótt ég sé hrædd um að ég sé lítill akadem- íker. Má vera að seinna leggi ég fyrir mig nám í leikstjóm, þótt það verði ekki endilega i Frakk- landi. Frakkland varð fyrir valinu af því að það er næsti bær við Spán. Ég reyndi fyrst fyrir mér á Spáni þvi að ég hafði heillast af landi og þjóð, auk þess sem ég kann málið. En kerfið þar er þungt í vöfum og ég gafst upp við að sækja þar um. Þá varð Frakk- land fyrir valinu af því að mig langar að vera í S- Evrópu. Kviðirðu viðtökum verksins? - Ég reyni að leiða þá hugsun hjá mér. Minni vinnu við uppsetn- inguna er að allverulegu leyti lok- ið. Verkið er nú í höndum leik- stjóra og leikara. Það er á margan hátt meiri áhætta sem fylgir því að skrifa leikrit en ljóð. Alltaf má reyna að fá eitt lítið Ijóð birt í blöðum og tímaritum, en leikrita- höfundar eiga allt sitt undir leik- húsunum. Það er ekki skemmtileg tilhugsun að leggja margra ára vinnu í að skrifa leikrit fyrir skúffuna. Mér heyrist það vera al- gengt hér að menn fúllvinni ekki verk áður en þeir fara að sýna það leikhúsfólki og athuga hveijir möguleikar þeirra eru. Menn era hræddir um að þeim verði hafnað eftir 2-3 ára vinnu. Ég er Meistarinn er nú í æf- ingum í Borgarleikhúsinu, það verður ffumsýnt innan skamms. Eins og áður sagði era persónum- ar þijár: Þór, Hildur og Meistar- inn. Verkið fjallar um samband þessara persóna hver við aðra, og baráttu þeirra við tónlistargyðj- una. - Þótt verkið fjalli um gítar- leikara er þess aldrei krafist að leikaramir spili, enda þyrfti fyrst að senda þá í tiu ára gitamám til Spánar. Leikur þeirra heyrist hins vegar af bandi og af plötu. Við fengum Pétur Jónasson gítarleik- ara til að spila það sem heyrist, og hann þurfti að sjálfsögðu að túlka mismunandi leik persónanna. Pétur reyndist ffábær leikari. Hann aðstoðaði einnig leikarana við að meðhöndla hljóðfærin rétt. En er þetta þá leikrit fyrir hljóðfæraleikara ? — Eitthvað af því sem firam kemur í verkinu munu tónlistar- menn skynja betur en aðrir. Kann- ski er þetta fyrst og ffemst leikrit um listamenn, ekki sérstaklega tónlistarmenn. En samskipti per- sónanna og hugsanir varða allar lifandi verur. Kveikjan að verkinu má segja að hafi verið saga sem ég heyrði þegar ég var stelpa. Hún var um japanskan gítarleik- ara sem vann fyrstu verðlaun í ffægri keppni. Hann fór síðan heim og hjó af sér fingur. Frásögn þessi hafði blundað í mér alla tíð, og skaust svo upp á yfirborðið þegar ég var að glíma við skrift- imar og ég ákvað að nota hana i verkinu. Ég hugsaði mikið um það hvað hefði fengið þennan gít- arsnilling til þess að fremja þetta voðaverk. Ef við útilokum stund- arbijálæði og geggjun þá er kann- ski hægt að skýra það með því grandvallarvali sem allir menn standa ffammi fyrir í sambandi við lífið og tilverana: Hvort þeir eigi að sætta við sig að vera til í heimi þar sem spumingum er gelt að manni á hveiju homi en engin svör veitt. Afneiti maður þessum heimi er rökrétt að höggva af sér fingur eða ffemja sjálfsmorð. Ég er Meistarinn verður fram- sýnt í Borgarleikhúsinu í lok sepl- ember. Kjartan Ragnarsson leik- stýrir verkinu, en með hlutverk Meistarans fer Þorsteinn Gunn- arsson, Ingvar Sigurðsson leikur Þór, en Elva Ósk Olafsdóttir túlk- ar Hildi. Hlín Gunnarsdóttir hannar leikmyndina. BE Föstudagur 14. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.