Þjóðviljinn - 14.09.1990, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 14.09.1990, Qupperneq 22
PHi fElísabet __________ Þorgeirsdóttir Söngur hreinsar Fræaka mín var nýlega í Portúgal og hreifst þar af söng innfæddra sem nefndur er Fado söngur. Hann er yfírleitt sunginn af konu og klæðist hún svörtu, með svart sjal. Spilað er undir á gítar og til- finning söngsins tjáð á leik- rænan hátt. Textinn er alþýðu- kveðskapur, fjallar um lífs- reynslu, vonbrigði og þrár, svik í ástum eða söknuð efiir manninum sem hafið tók. Ég get ímyndað mér að hér sé um lika hefð að ræða og Garcia Lorca hóf til vegs og virðingar á sínum tíma á Spáni. Hann skildi hvílíkt tjón það yrði ef alþýðan týndi niður söngvum sínum. Það er alkunn staðreynd að þjóðir á suðlægum slóðum eiga auðveldar með að tjá lið- an sína en við sem búum norð- ar. Sumum finnst heiður að því að tilheyra þeim hluta mann- kyns sem kann sig að þessu leyti. Lætur ekki allt uppi og ber ekki líðan sína á torg. Okk- ar hetjur tóku örlögum sínum með reisn, létu ekki bugast þótt á móti blési, í mesta lagi hraut þeim tár af hvarmi eins og haglél í ffosti. En hvað býr _ undir því harða yfirborði? Ég hef séð hörðustu menn mildast upp og blíðkast í söng sem snertir hjartarætur. I Vestmannaeyj- um, sem er frekar hart samfé- lag, er almennur söngur einna mest stundaður hér á landi. Hvers vegna skyldi það vera? Eða sá siður að karimenn standi saman í réttunum og syngi hjartnæma söngva? Þar sem harka ríkir virðist skapast þörf til að sameinast í söng og syngja um tilfinningar sem ekki eru látnar uppi, nema að vel sé gengið á flöskuna. Það er erfitt að nefna í fljótu bragði þá söngva sem túlka best íslenska þjóðarsál (þá á ég við merkingu orðsins áður en samnefndur þáttur hóf göngu sína á Rás 2). Við eig- um fúllt af söngvum sem lýsa samskiptum okícar við landið og dularvætti þess. Þar er fjall- að um huldufólk, og um land- ið, harðneskju þess og fegurð, og þá erum við að koma í orð einhveiju sem við skynjum en eigum erfitt með að festa hendur á. Aðrir söngvar hafa það markmið að sameina okk- ur sem þjóð, líkt og þjóðsöng- urinn sem fáir geta því miður sungið. Er það ekki einmitt dæmi um muninn á alþýðu- söngvum og hinum lærða söng? Við hlustum á kóra syngja fögur tónverk sem við treystum okkur ekki sjálf til að raula. Hvaða lög eru það þá sem enn lifa og túlka amstur dag- anna, vonir og vonbrigði hins venjulega manns? I íslenskum dægurlögum hefúr oft verið fjallað um slíkt og þau hafa verið sungin í eldhúsum og virkað eins og söngur á að virka, gefandi og sefjandi. Þó finnst mér nýrri textar inni- haldslausari og kaldari, enda í takt við tímann. Af gömlum kveðskap detta mér í hug vís- umar hennar Vatnsenda-Rósu sem margar konur hafa lifað sig inn í. Söngur getur hreins- að og losað um orku, einnig byggt upp orku. Ég upplifði það oft þegar ég bjó fyrir vestan að skip fór- ust í næsta nágrenni þ.e. vítt og breitt um Isafjarðardjúp. Og enn eru menn að hverfa í sjó- inn. Það er lamandi tilfinning sem leggst yfir byggðarlög á slíkum stundum en á yfirborð- inu ber mest á æðruleysi. „Hafið gefúr og hafið tekur, við það verður ekki ráðið.“ Undir niðri kraumar samt miklu meiri sársauki. Allir finna til, bæði með þeim sem hurfú og ekkjum og bömum sem eftir standa og minna stöðugt á þessa sameiginlegu sorg. Svipað á sér stað þegar umferðarslys verða, þótt þar gildi önnur lögmál, þ.e. bílar og vegir em áþreifanlegri hlut- ir en veðurhamur og ógnir sjávarins. Það er skrýtið að við skuí- um ekki eiga söngva sem fjalla um návígið við hafið og fómir sem því eru færðar. Lagið sem Kristín Olafs söng á sínum tíma, „Komu engin skip í dag?“, eftir Magnús Eiríksson, er þó dæmi um slíkt. Þetta lag varð mjög vinsælt, en er þó ólíkt öðmm lögum um hafið og hafsins hetjur, sem flest gera sjómennskuna að ævin- týri drabbarans. Lagið hans Bubba, „Stál og hnífúr“, er líka gott dæmi um það að fólk vill að sungið sé um lífið eins og það er. Fá lög hef ég fúndið hafa meiri áhrif á fólk, enda oftast efst á vinsældalista þegar lagið er tekið. „Við bryggjuna bátur vaggar hljótt, í nótt mun ég deyja,“ segir þar. Hver og einn á sínar hugsanir um dauðann, því ekki að syngja um þær? En einu lagi má þó ekki gleyma þegar talað er um vin- sældir í Qöldasöng. Það er Maístjaman, sem líklega verð- ur bráðum gerð að þjóðsöng. Hvað kemur ffam í þeim texta? Jú, vonin um að slæm staða vinnandi fólks geti orðið betri, þegar við þomm að bera „fána ffamtíðarlandsins“ hvert fyrir annað. Margt fór öðmvísi en ætlað var á tvennum tónleikum White- snake og Quireboys í Reiðhöll- inni um síðustu helgi. Eitt brást þó ekki; áheyrendur skemmtu sér konunglega undir kröftugum leik beggja hljómsveita. Nýtt Helgarblað var á fyrri tónleikunum á fostudag. Quire- boys byijuðu að spila rétt upp úr kfukkan níu og var Reiðhöllin þá þegar orðin pökkuð. íslenskir tónleikagestir, sem yfirleitt mæta seint á tónleika, ætluðu Hér er Cover- dale (annarfrá vinstri) enn með röddina ( lagi. Áheyrendur losuðu um margra vikna spennu sem fýlgdi því að bíða komu Whitesnake og Quireboys. greinilega ekki að missa af neinu í þetta skipti. The Quireboys vom ekkert að tvínóna við hlutina og byij- uðu strax á fúilu gasi. Hljóm- sveitin hefúr átt töluvert erfitt uppdráttar á ferlinum en fyrsta og eina breiðskífa þeirra „A Bit Of What You Fancy“ hefúr á undanfömu ári aukið hróður Qu- ireboys. Á tónleikunum tóku Quireboys að ég held flest lögin af plötunni og nokkur önnur til viðbótar. Pökkuð Reiðhöllin brást vel við Kórdrengjunum og greinilegt var að stór hluti tón- leikagesta kannaðist við mörg laganna. Þegar Quireboys hafði hald- ið uppi fjörinu í rúman klukku- tíma hvarf hljómsveitin af svið- inu. Það kom hljómsveitarmeð- limum hins vegar greinilega á óvart að vera klappaðir upp, því í útlöndum em upphitunar- hljómsveitir ekki vanar slíku. Yfirleitt sýna erlendir tónleika- gestir upphitunarhljómsveitum 22 S(ÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. september 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.