Þjóðviljinn - 05.10.1990, Page 4

Þjóðviljinn - 05.10.1990, Page 4
Grímur Valdimarsson er á beininu Agaleysið er okkur hættulegt Nefnd Júlíusar Sólness um mótun atvirmustefnu skilaði skýrslu í vikurmi, þar sem gagnrýni er beint að ýmsum aðilum. Grímur Þ. Valdimars- son, fovmaður nefndarinnar og fórstjóri Rarm- sóknastofnunar fiskiðnaðaríRS, er á beirmu í dag Mynd: Jim Smart Það er eftirtektarvert að að- eins ein kona átti sæti í nefnd- inni og kom reyndar inn í hana vegna forfalia karls. Hefði ekki verið eðlilegt að fleiri konur hefðu átt sæti í þessari nefnd? Mér finnst það hefði verið eðlilegt, en umhverfismálaráð- herra skipaði nefndina. Við hefð- um að sjálfsögðu ekki haft á móti því að hafa fleiri konur. Þið sakið þjóðina um aga- leysi og ýmisiegt annað verra. Getið þið fært rök fyrir því að þetta sé einkenni á Islendingum umfram aðrar þjóðir? Við ætluðum ekki að vera sér- fræðinganefnd og við leggjum ekki fram tölur og töflur um þetta. Hins vegar höldum við að þetta sé mjög algengt og almennt ein- kenni á Islendingum og það met- um við út frá okkar reynsluheimi. Flest okkar hafa starfað í útlönd- um og við teljum að það sé ein- kenni á Islendingum að þeir sætti sig illa við aga og kerfí. Við vilj- um hafa fijálsar hendur og gera hluti á síðustu stundu. Við viljum spila af fingrum fram. Við sjáum það bara þegar við tökum okkur eitthvað fyrir hendur, hvort sem það er að undirbúa heimsókn þjóðhöfðingja eða fara í fiskeldi, að við gerum allt með trompi. Þetta hefur komið niður á íslensku atvinnulífi? Tvímælalaust. Til dæmis má nefna að þegar við fórum út í að kaupa togara þá dugði ekki minna en að togaravæða allt þjóðfélagið á mjög skömmum tíma. Það þýð- ir að öll þessi skip ganga úr sér á sama tíma. Við vitum hvemig gengur í skipasmíðaiðnaðinum, annað hvort er ekki hægt að sinna verkefnum eða það er verkefna- leysi. Það má einnig nefna fisk- eldi og loðdýraeldi. Þetta er ákaf- lega hættulegt. Hlutimir fá ekki að þróast með eðlilegum hætti. Þið beinið sjónum ykkar mjög að skólakerfinu. Það eru engir skólamenn í nefndinni, en höfðuð þið samráð við skóla- menn? Já, við leituðum til skóla- manna. Við lásum skýrslur, meðal annars skýrslu menntamálanefnd- ar Efnahags- og framfarastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna sem kom út 1987 og fékk góða umfjöllun, enda vel skrifuð og kurteis skýrsla. Hún gefur íslensku skóla- kerfi almennt ágæta einkunn, en þar eru nokkrir punktar sem okk- ur finnst renna stoðum undir það sem við segjum í okkar skýrslu. Þama em náttúrlega ýmsar ábendingar, til dæmis varðandi ráðningar skólastjóra. Ef menn ætla að hafa lifandi skólastarf þá á ekki að æviráða skólastjóra. Það er almennt viðurkennt. Ert þú æviráðinn? Já. Fyndist þér ekki eðlilegt að þú yrðir ráðinn til fimm ára í senn? Jú, og ég hef alltaf haldið því fram. Hins vegar var þetta gert svona af tæknilegum ástæðum á sínum tíma með mig. Ég skil skýrslu ykkar þann- ig að þið viljið að skólakerfið taki meira mið af atvinnulífinu en nú er. Sérðu engar hættur fólgnar í þessu? Að sjálfsögðu er hægt að ganga allt of langt í þessum efn- um. Það sem við vomm að leggja áherslu á varðandi atvinnulífið er að við höfúm ýmsa sérskóla, t.d. Hótel- og veitingaskólann og Fiskvinnsluskólann, og okkur finnst að atvinnulífið geti sýnt þessum skólum miklu meiri rækt- arsemi. Það er ekki óalgengt að þessir skólar gangi svolítið sjálf- krafa án þess að atvinnulífið reyni að hafa áhrif á hvað er verið að kenna, með hvaða hætti og hvem- ig þessir skólar eiga að breytast. Ef menn fylgjast með því sem hefúr verið að gerast erlendis sjá þeir að stór fyrirtæki, jafnvel ein- stök fyrirtæki, telja bráðnauðsyn- legt að setja upp eigin skóla fyrir sína starfsmenn. Ekki bara til að kenna þeim sérhæfð málefni sem varða fyrirtækið, heldur landa- fræði og sögu. Þið teljið þjóðina þjást af of- trú á brjóstvitið. Mér dettur í hug að spyrja hvort þú verðir var við þetta í stofnun eins og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Það er góð spuming. Já, ég verð mjög var við þetta. Það veld- ur mér áhyggjum að í sumum greinum virðist það sem ég kalla iðnmenningu eiga mjög erfitt uppdráttar. Til dæmis í lagmetis- iðnaði, sem á sér langa sögu á Is- landi. Það hefur ekki komið upp iðnmenning á sama hátt og við þekkjum hana meðal annarra þjóða. Það hefur enginn sérstakur skóli verið stofnaður um þetta. I mesta lagi hafa verið sett upp námskeið og það er eins og menn telji nóg að leysa hlutina með stuttum námskeiðum. Þeirri þróun varið þið mjög við í skýrslunni. Já, námskeið duga einfaldlega ekki. Það er alveg sama hversu góð námskeið eru, þau eru mjög takmörkuð. En jafnframt vara ég við ofmenntunarbijálæðinu sem maður finnur líka víða. Sumum finnst eins og maður þurfi að hafa háskólapróf til nánast hvers sem er. Það er jafn vitlaust. Þið sjáið færi á mikilli sókn í sjávarútvegi og talið jafnvel um miljarða. Hvar eru þessir mil- jarðar og hvernig eigum við að ná þeim? Það er verið að leita þeirra núna með skipulegum hætti á vegum sjávarútvegsráðuneytsins. Þar er í gangi verkefni sem heitir „Gæðaátak“. Menn ætla að kom- ast að raun um það hvað er hægt að auka framleiðni og verðmæti mikið með skipulegum, nýtísku gæðastjómunaraðferðum innan fyrirtækja. Þessu starfi á að ljúka árið 1992. Það er alveg sama hvemig málin æxlast á Islandi, sjávarút- vegurinn verður undirstaða efna- hagslífsins um langa framtíð. Við verðum að ákveða að standa eins vel að sjávarútvegi og við getum og hreinlega að taka forystu á því sviði, þannig að þegar menn hugsi um gæðafisk detti þeim í hug ísland. Menn hafa lengi talað um þessi mildu sóknarfæri í sjávar- útvegi. Hvers vegna erum við ekki búin að ná í þessa miljarða fyrir löngu? Ef þú miðar við önnur þjóðfé- lög sem stunda fiskveiðar höfum við í raun gert það. Við höfúm náð góðum árangri miðað við aðra. Þetta fer eftir því við hvað þú miðar. Fiskiðnaður er ein af mjög fáum greinum matvælaiðn- aðar í heiminum sem byggir á villtu hráefni. Fiskiðnaðurinn er sem matvælagrein um margt á eftir öðrum greinum. Það er mikil þróun eftir og þess vegna höfum við ákveðið svigrúm til þess að taka þama forystu ef við gerum það með skipulegum hætti. Til þess verðum við fyrst og fremst að marka slíka stefnu, lýsa yfir því að við viljum taka forystu. Það gemm við með því að hafa besta gæðaeftirlitið. Leyfa t.d. ekki að skemmdur fiskur verði fluttur út. Við verðum að hafa besta menntunarkerfið í fiskiðn- aði. Við þurfúm að koma upp raunverulegri iðnmenningu í fisk- iðnaði með sama hætti og við vit- um hvemig iðnmenning í kjötiðn- aði Dana er. En jafnframt þarf væntan- lega að leggja mikið fé i kynn- ingar erlendis? Einmitt. Við höfum nú þegar ákaflega margt í þetta. Mjög margir telja að Islendingar séu „bestir“ í fiskiðnaði og um þetta er skrifað í blöð og rætt á ráð- stefnum. Auðvitað er þetta mjög góður heimanmundur. En við vör- um fólk við því að ofmetnast. Langstærstur hluti fisksins okkar er borðaður af fólki sem veit ekki að það er að borða íslenskan fisk. Þessu þarf að breytav Þú meinar að ísland verði gert að vörumerki? Já. Er útflutningur á óunnu hráefni í stórum stfl í anda skýrslunnar? Við tókum ekki á því, enda held ég að við þurfúm að setjast almennilega niður, kalla til okkar helstu hagfiræðinga og reikni- meistara og reyna að gera það dæmi ærlega upp. Það er ekki bú- ið að gera það upp hvort eða að hve miklu leyti við eigum að selja fisk óunninn. Mér finnst það ekki alveg samrýmast skrifum ykkar og tali um iðnmenningu, handverk og þekkingu í landinu. Það er alveg rétt hjá þér. Ef við höfúm ekki fiskiðnað í land- inu höfum við enga iðnmenningu og enga tækniþekkingu að selja. En við tókum ekki afstöðu til út- flutnings á óunnum fiski, enda eru í raun ekki nægilega tærar for- sendur til að gera það. Þið fjallið ekki sérstaklega um álver í skýrslunni. Þið fjall- ið aðeins að óverulegu leyti um stóriðju almennt. Hins vegar bendið þið á að víða erlendis sé mestur vaxtarbroddur í smáum fyrirtækjum. Þið leggið einnig mikla áherslu á mikilvægi þess fyrir ferðaþjónustu að útlend- ingar trúi því að landið sé hreint og ómengað. Var álverið feimnismál í nefndinni? Álverið var ekkert feimnis- mál. Við lítum þannig á að álver sé eins og búhnykkur, viðbót. En við vörum við því að menn hugsi í svona stórum pakkalausnum, hversu góðar sem þær annars eru. Það þarf bara að vera í gangi ákveðin þróun í þá átt að bæta innri starfsemi fyrirtækja. Það hefur ekki verið tækifæri til þess hér, vegna þess að menn eru alltaf að bjarga launagreiðslum næsta fostudag. En er ekki einmitt rætt um álver sem allsherjarlausn á at- vinnuvanda okkar? Eg get svo sannarlega tekið undir það. Það er eins og álverið eigi að bjarga öllum atvinnumál- um jslendinga næstu hundrað ár- in. Eg er ekki með þessu að gera lítið úr þeim vanda sem er víða úti á landi og ég skil ósköp vel að menn vilji fá álver, en það er þessi ofúráhersla á stóru lausnimar sem ég held að sé hættuleg. Telurðu álver til þess fallið að styrkja ímynd hins hreina og ómengaða ferðamannalands? Við ræddum þetta mjög mikið og ég held ég tali fyrir munn allra nefndarmanna þegar ég segi að möguleikar okkar í ferðaþjónustu era mjög miklir. Þessir möguleik- ar byggjast á því að okkur takist að skapa þá ímynd að við séum vel menntuð, menningarlega sinnuð þjóð sem býr í hreinu, ómenguðu landi og að við viljum halda því þannig. En það sem við segjum í skýrslunni er að þessi mynd verð- ur að vera trúverðug. Það er ekki nóg að tala svona og hafa svo tut- tugu og fimm skolpræsi sem bulla í kringum höfúðborgina. Er það trúverðugt gagnvart erlendum ferðamönnum sem koma flugleiðis til landins og aka svo framhjá 300 þúsund tonna álframleiðslu á leiðinni til Reykjavíkur? Ég treysti mér ekki til að svara þeirri spurningu nákvæm- lega. En ég vil benda þér á að hugmyndir stjómenda í stórfyrir- tækjum hafa breyst stórkostlega á síðustu 10 árum. Mönnum er mikið í mun að skapa sér þá ímynd að þeir skemmi ekki um- hverfið og gera ímyndina trúverð- uga. Komumst við nokkuð hjá þeirri ímynd sem áliðnaður hef- ur í augum fólks, sem sé að hann sé mengandi? Ég held að við getum það. En til þess þurfúm við að gera mjög strangar kröfúr um mengunar- vamir. Hefurðu trú á að nú verði loks farið að framfylgja at- vinnustefnu í ætt við þá sem þið setjið fram? Eða verður þessi skýrsla bara geymd í skúffum þessarar ríkisstjórnar og þeirra næstu? Ég get fúllvissað þig um að nefndin starfaði þannig að við trú- um því að það sé vilji til að móta betri og skýrari atvinnustefnu en hingað til. Og við skrifuðum þessa skýrslu eins vel og við gát- um með það fyrir augum að hún yrði Iesin og að um hana yrði um- ræða. Ég held að það sé ansi margt í henni sem menn geta not- að til stefnumótunar í atvinnu- málum. Og þú trúir því að það verði gert? Ég er bjartsýnismaður. -gg 4 SfÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.