Þjóðviljinn - 05.10.1990, Side 6
Fasistar
Rússlands
Pamjathreyfíngin segir „heimssamsæri síonista og frímúrara“ stjóma
Sovétríkjunum og öllum heimi og telur lýræði engu betra en
sovétkommúnisma
Athygli hafa vakið f]ölda-
flutningar sovéskra gyðinga
til ísraels, sem ekki hefur einu
sinni dregið úr við stríðshætt-
una við Persaflóa og eiturgas-
hótanir Saddams. Ljóst virðist
að ein helsta ástæðan á bakvið
þessa flóttakenndu flutninga sé
ótti við vaxandi gyðingahatur í
Verðum góðir
grannar
Fyrsti fúndur þings sameinaðs
Þýskalands fór fram í ríkisþing-
húsinu gamla í Berlín í gær. Þing-
menn risu úr sætum og minntust
fómarlamba harðstjóma fyrri tíða
með stuttri þögn. í ræðu sem
Helmut Kohl, nú sambandskansl-
ari alls Þýskalands, flutti við þetta
tækifæri sagði hann að héðan af
myndu Þjóðveijar ekki ógna nein-
um og verða öðmm Evrópuþjóð-
um góðir grannar. „Þýskaland er
foðurland okkar, Evrópa okkar
framtíð," sagði kanslarinn.
Mazowiecki í
forsetaframboð
Tadeusz Mazowiecki, forsætis-
ráðherra Póllands, gaf til kynna í
gær að hann ætlaði að bjóða sig
fram í kosningum til embættis for-
seta landsins, sem ákveðið hefur
verið að fram fari 25. nóv. Verður
Mazowiecki þá í kosningabarátt-
unni keppinautur Lech Walesa,
sem áður hafði kunngert framboð
sitt.
Samkomulag
um niðurskurð
vígbúnaðar
Bandarikin og Sovétríkin náðu
í fyrradag samkomulagi í meginat-
riðum um mikinn niðurskurð hefð-
bundins vopnabúnaðar í Evrópu.
Hafa samningaviðræður þar að lút-
andi milli Nató og Varsjárbanda-
lags staðið yfir i undanfama 18
mánuði. Búist er við að samningur
um vígbúnaðamiðurskurð þennan
verði tilbúinn til undirritunar í nóv-
ember.
Hermanna
uppreisn gegn
Corason
Ein uppreisnin enn gegn
Corazon Aquino, Filippseyjafor-
seta, var gerð í gær og em upp-
reisnarseggimir sem fyrr úr hem-
um, yfirmaður þeirra fyrrverandi
foringi í lífverði Corazon. Náðu
uppreisnarmenn mótspymulítið á
vald sitt þremur borgum á eynni
Mindanao norðanverðri, en hmkku
fljótlega úr einni þeirra fyrir flug-
her stjómarinnar. Corazon segir að
einskis skuli látið ófreistað til að
þessi uppreisn verði niður bæld
sem hinar fyrri.
Sovétríkjunum. Og sá ótti er án
vafa á talsverðum rökum
byggður.
Pamjat (orðið útleggst minni
eða minning) er hreyfing nefnd,
sem vemlega hefur látið á sér
kræla undanfarið í rússneska
sambandslýðveldinu. Fomstu-
menn hennar bera að vísu flestir
harðlega á móti því í fréttaviðtöl-
um að þeir fjandskapist við gyð-
inga sem slíka, en leggja þeim
mun meiri áherslu á að þeir beijist
gegn „síonistum". Önnur ummæli
sumra þessara forkólfa, sem og
stuðningsmanna þeirra, benda á
hinn bóginn til að þegar þeir tala
um „síonista“, þá eigi þeir við
gyðinga i heild, og em þeir ekki
einir um það.
jywHi u iru mmm jp
nýstalínistar,
,4ieiðingjar“
Margt er óljóst um Pamjat,
þótt mikið beri á hreyfmgunni
sem svo nefnist, og virðist ekki
liggja í augum uppi hvort hér sé
um að ræða meira eða minna
skipulögð samtök eða lauslega
hreyfingu kringum nokkra for-
ingja, sem duglegir em við að
ganga í augu og eyru fjöldans.
Víst er þó að gmndvöllurinn er
rússnesk þjóðemishyggja. Svo er
að heyra að hreyfingin skiptist i
að minnsta kosti þijár greinar eft-
ir viðhorfum. Sú sem mest fylgi
hefúr vill gmndvalla rússneskt
þjóðfélag á endumýjaðri rétttrún-
aðarkristni og gera Rússland að
keisaradæmi á ný. I annarri grein
kváðu vera nýstalínistar, sem
vilja fá „sterkan mann“ til að
stjóma og í þriðja lagi em „heið-
ingjar“ sem fordæma allt, sem
rekja má til gyðinga, þar á meðal
kristni.
I sovéska tímaritinu Soviet
Weekly, sem gefið er út á ensku,
var nýlega leitast við að gera
grein fyrir Pamjat. Þar var m.a.
viðtal við mann að nafni Dmítrí
Vasílíev, sem er forkólfur þeirrar
greinar hreyfingarinnar, er vill
endumýjaða rétttrúnaðarkristni
og keisaradóm. Hann segir fulla
þörf vera á endumýjun kristninn-
ar, þar eð rússneska rétttrúnaðar-
kirkjan sé of undirgefin kommún-
istaflokknum og blandi pólitík
stjómvalda inn i boðskap sinn.
Hreyfingin vill snúa fólkinu til
trúnaðar við fomar hefðir Rússa,
segir Vasílíev, og meginatriði í
því sambandi sé að keisaradóm-
urinn verði endurreistur, því að
aðeins keisarastjóm sé rússnesku
þjóðinni eiginleg og geti tryggt
einingu hennar. Annar Pamjatfor-
ingi segir að nógu bölvaður hafi
kommúnisminn verið, en lýðræði
sé enn verra.
„Síonisminn“
höfúöóvinur
Sameiginleg skoðun flestra
Pamjatmanna, þar á meðal Vasil-
íevs, er að „síonism-
inn“ sé höfúðóvinur
rússnesku þjóðarinn-
ar og stefni jafnvel
beinlínis að því að út-
Dagur
Þorlelfsson
rýma rússnesku þjóðemi. Frímúr-
arar eru einnig fyrirferðarmiklir í
hugmyndaheimi þessara manna
og að þeirra mati óaðskiljanlegir
ffá „síonistum". Vasílíev gefur í
skyn að hann telji að rússneski
kommúnistaflokkurinn sé ekkert
annað en verkfæri síonista og fri-
múrara. Svo er að sjá að hann
haldi að ffímúrarastúka, sem
hann segir heita „Austrið mikla“,
stjómi kommúnistaflokknum í
raun. Það segir hann sanna stjöm-
una rauðu, eitt tákna flokksins.
Hún er, segir Vasílíev, gyðingleg
að uppruna og tákn „Austursins
mikla“!
Vasílíev og hans menn álíta
að „síonistar“ og ffimúrarar séu
ekki einungis það afl á bakvið
tjöldin sem stjómi Sovétríkjun-
um, heldur ráði það heiminum
eins og hann leggur sig að mestu
og ryðji jafnharðan úr vegi þeim,
sem reyni að hnekkja veldi þess.
Vasílíev nefnir sem dæmi örlög
þeirra Kennedys og Nixons
Bandaríkjaforseta, sem hann telur
að hafi verið óþægilegir menn í
augum forsprakka þessa „heims-
samsæris". Annan þeirra hafi þeir
látið myrða, en sparka hinum af
forsetastóli.
Gamalkunn viðhorf
Um það er ekki blöðum að
fletta að Pamjat svipar um margt
til fasistaflokka vestar í álfú á ár-
unum milli heimsstyijalda, enda
hika þeir sem skrifa um hreyfing-
una í Soviet Weekly ekki við að
skilgreina forustulið hennar sem
nasista eða fasista. Vasílíev segir
það helber ósannandi hvað við-
viki sér og sínum fylgismönnum;
þeir séu sannkristnir umffam allt
annað en nasistar hafi verið fjand-
samlegir kristni. Hann segir enn-
fremur að nasisminn sé sprottinn
af hugmynd gyðinga um guðs út-
valda þjóð og hafi frímúrarar
komið þessu inn í hugarfar Þjóð-
veija, enda hafi nasisminn í raun
verið „heimssamsærinu" í hag.
Viðhorf af þessu tagi eru gam-
alkunn, t.d. úr PrótókoIIi síons-
öldunga, falsriti um meint heims-
samsæri gyðinga sem rússneska
keisaralögreglan kom á kreik á
sínum tíma (og margir arabar hafa
enn i hávegum). Benda má á í
þessu sambandi að fyrir tíð nas-
ista var andúð á gyðingum líklega
magnaðri í Rússaveldi en nokkru
öðru Evrópuríki.
Umdeilt er hversu mikið fylgi
Pamjat hafi. Skoðanakannana-
stofnun sovéska ríkisins telur að
tveir af hundraði íbúa Rússlands
fylgi Pamjötum að málum, en í
sumum stærri borga séu sex af
hundraði á bandi þeirra. Þeir náðu
Mynd af Nikulási öðrum, síðasta
Rússakeisaranum, borin í kröfu-
göngu (Moskvu - Pamjatar beita
sérfyrirendurreisn keisaradóms.
ekki teljandi árangri í kosningum
sem fram fóru í mars, en sumir
telja að þeir hafi eflst talsvert að
fylgi síðan. Samtök í virkri and-
stöðu við Pamjat á þeim grund-
velli að hreyfingin sé ógnun við
lýðræði og mannréttindi telja að
hún reyni nú allt hvað hún geti til
að koma sér í bráðabirgðabanda-
lög við íhaldsmenn í kommún-
istaflokki, stjómsýslukerfi, her og
lögreglu (sem eiga það sameigin-
legt með Pamjat að vera fjand-
samlegir lýðræðinu nýja), ný
verkalýðssamtök, sem beita sér
gegn markaðskerfi af ótta við at-
vinnuleysi og aðila innan hins ný-
stofnaða Kommúnistaflokks
Rússlands, þar sem rússneskrar
þjóðemishyggju gætirþó nokkuð.
Pamjat sækir fylgi sitt einkum
til verkamanna og ungs fólks.
Hinsvegar hefúr hreyfingunni að
mestu mistekist að koma sér inn-
undir hjá menntamönnum.
Þeir sem best með henni
fylgjast óttast að möguleikar
hennar á fylgisöflun kunni að
aukast með versnandi kreppu í
efnahagsmálum, sem og áfram-
haldandi átökum milli þjóða og
félagslegri upplausn. Við slíkar
kringumstæðum geti þeim farið
fjölgandi, sem ljái eyra áróðurs-
mönnum, er kenna einhverjum
sem þeir til þess velja um allt illt,
dæma jafnt sovétkommúnisma og
lýðræði úr leik sem þjóðfélags-
sjúkdóma og fullyrða að sterk
stjóm með „sannrússneskar"
hefðir að leiðarljósi muni tryggja
alþjóð afkomuöryggi. Þesskonar
hefur áður skeð.
Belgar og Frakkar
til Rúanda
Stjómir Belgíu og Frakklands
tilkynntu í gær að þær væru í
þann veginn að senda herlið til
Rúanda til hjálpar stjóminni þar
gegn innrásarmönnum, sem réð-
ust inn í landið frá Úganda á
sunnudag. Innrásarmenn em
Tútsar, flóttamenn frá Rúanda og
stríðsreyndir úr þjónustu í Úg-
andaher. Belgar og Frakkar segj-
ast sjá sig tilneydda að blanda sér
í átök þessi til að tryggja öryggi
landa sinna í Rúanda, sem þar eru
allmargir.
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. október 1990
Áströlskum bændum hefúr
verið ráðlagt að farga 36 miljónum
sauðkinda af um 180 miljónum alls
þar í landi. Aðalástæðan er að Sov-
étmenn og Kínveijar, sem til
skamms tíma keyptu um fimmtung
útfluttrar ástralslo-ar ullar, létu af
þeim innflutningi fyrr á árinu
vegna eigin efnahagsörðugleika.
Við það bætist að ullareftirspum
hefúr undanfarið minnkað í
Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu og
Japan, ekki síst af því að ull er um
þessar mundir ekki í miklu uppá-
haldi hjá þeim aðilum er mestu
ráða um þróun tískunnar.
Sovéskt innflytf
Luc Van den Brande, atvinnu-
málaráðherra Belgíu, spáði því fyr-
ir skömmu í viðtali við þarlent
blað, De Standaard, að á næstu ár-
um muni miljónir Sovétmanna
koma til Vestur-Evrópu í atvinnu-
leit. Ráðherrann sagði að af völd-
um innleiðslu markaðskerfis í Sov-
étríkjunum myndu miljónir manna
missa atvinnuna, og þar að auki
myndu innan skamms ganga að
fúllu í gildi ný lög, sem heimiluðu
sovéskum ríkisborgurum að ferð-
ast úr landi að vild. Van den Bran-
de lét að því liggja að Þjóðverjum
myndi lítast vel á að taka sovéska
verkamenn í vinnu í stað tyrk-
neskra, sem fjölmennir eru þar-
lendis, með þeim afleiðingum að
Tyrkimir myndu streyma til Niður-
landa, Frakklands og Ítalíu í at-
vinnuleit.
Vilja ekki evrópska
iraiftytjendur
Cunningham Ngcukana, fram-
kvæmdastjóri Þjóðarráðs verka-
lýðsfélaga, sem er eitt öflugasta
verkalýðssamband suðurafrískra
blökkumanna, tilkynnti fyrr í vik-
unni að sambandið hefði ákveðið
að beita sér af alefli gegn innflutn-
ingi faglærðra verkamanna frá
Evrópu. Hét Ngcukana á apart-
heidandstæðinga um allan heim til
stuðnings verkalýðssambandinu í
þeirri baráttu. Þúsundir Evrópu-
manna, einkum í Austur- Evrópu-
löndum, hafa undanfarið spurst
fyrir um vinnu í Suður- Afríku.