Þjóðviljinn - 05.10.1990, Side 11
„Ólympíuleikarnir
hafa drukknaö
í kókakóla“
Ólympfutengd kókauglýsing: Grikkir reiddust heiftarlega.
Ekki alls fýrir löngu sat Alþjóða-
lega ólympíunefndin, IOC, á
fundi í Tókíó til að ákvarða
hvaða borg fengi að halda Ól-
ympíuleikana árið 1996. Þegar
úrslit fengust féllust sendimenn
bandarísku borgarinnar Atl-
anta í faðma, grátandi af hrifn-
ingu, en Aþenumenn, helstu
keppinautamir urðu þeim mun
reiðari. Melína Merkúrí leik-
kona, sem nú býður sig fram til
borgarstjóra í Aþenu, komst
svo að orði að nú sé búið að
drekkja Ólympíuleikunum í
kókakóla.
En i Atlanta eru höfiiðstöðvar
hringsins mikla sem kókið býr til.
Kókiö er
allsstaðar
Kókakóla, sem hér hefur oftar
en ekki verið nefnt til sögu, er
mjög stór „sponsor" Olympíu-
leikanna. Fyrirtækið leggur 30
miljónir dollara í Barcelónuleik-
ana og mun þar vera um að ræða
hæstu upphæð í íþróttasögunni.
Kókakóla smýgur reyndar alls-
staðar inn þar sem meiriháttar
íþróttamót eru haldin til þess vit-
anlega að efla þá ímynd sína að
vera heilsudrykkurinn sanni, elix-
ír æsku og hreysti. Telja sérfróðir
menn að þessi umsvif kosti fyrir-
tækið allt að hálfum miljarði doll-
ara á ári. Þetta þýðir líka að merki
kókakóla sé allsstaðar sjáanlegt:
Þegar menn sjá í sjónvarpi að
íþróttakappi gripur rauðan kók-
bikar sér til hressingar þá getur
vel verið að hann sé að fá sér öl-
kelduvatn, en heimurinn á að trúa
því að hann sé að kóka sig, hetjan.
Að visu mun Kókakóla hafa
svarið fyrir að það reyndi að
draga Olympíuleikana til höfuð-
stöðva sinna í Atlanta, en aðrir
þykjast vita betur, og þá Melína
Merkúri sem áður var vitnað til.
Gjafir eru þeim
gefnar
Reyndar vita það allir sem
vilja að aðferðir þær sem beitt er
til að freista 86 meðlima Alþjóð-
legu ólympíunefndarinnar til að
velja þessa borg en ekki hina eru
ekki beinlinis til að státa af. Flog-
ið hefur verið með 75 ólympíu-
nefndarmenn til Atlanta til að
sýna þeim möguleikana og vinna
„kardínála eftir kardínála á sitt
band“ svo að tekin sé hliðstæða af
páfakjöri í Róm. Jákvæð áhrif af
Atlanta eru svo „styrkt „ með alls-
konar dýrum gjöfum, merkileg-
um vídeógræjum og Iistmunum
og jafnvel reiðufé (svo segir orð-
rómur).
Það hefur reyndar verið tekið
saman, að hver meðlimur ólymp-
íunefndarinnar hafi fengið 55
verðmætar gjafir ffá borgunum
sem vildu hreppa hnossið 1996:
Þar eru kostuleg úr og gullarm-
bönd og leðurvörur stórmerkar og
sjónvörp í sérflokki og margt
fleira.
Sagt er að Grikkir hafi mis-
reiknað sig í þessum hlutum: Þeir
voru svo gamaldags að þeir sendu
laglegar stúlkur til Tókíó í stórum
stíl til að ná ljúfum áhrifum á ól-
ympíunefndarmenn.
En slík brögð duga ekki leng-
ur - í stað roskinna karla sem áð-
ur sátu í nefndinni eru nú komnir
harðir uppar sem ekki skilja ann-
an losta en þann sem peningum
fylgir.
áb byggði á Spiegel og Time
Aþena tapaði
Aðrar borgir, Toronto, Melbo-
ume, Manchester og Belgrad, áttu
litla möguleika. Grikkir gerðu sér
hinsvegar nokkrar vonir með að
Ólympíunefndin tæki tillit til þess
að sögulegur uppruni leikanna er
grískur og það var einmitt árið
1896 sem Ólympíuleikar vom
endurreistir í Aþenu. Ekki óeðli-
Iegt að halda upp á aldarafmæli
þeirra þar.
En nú fór sem í flestum grein-
um öðmm á seinni tíð: það er
Mammon sem ræður. Þýska viku-
ritið Spiegel segir í samantekt um
málið, að draumóramenn einir
geti orðið hissa á því að hin ríka
höfuðborg kóksins, Atlanta, varð
fyrir valinu en ekki Aþena.
Harður
sölumaður
Spánveijinn Juan Samarancj,
sem tók við forystu í Ólympíu-
nefndinni fyrir áratug, hefur verið
sjálfum sér samkvæmur í því að
„selja“ leikana hæstbjóðendum,
útrýma síðustu leifurn hugsjóna-
mennsku úr stórstjömuíþróttum
og gera þá að arðbæm fyrirtæki.
Honum hefur tekist að skrúfa
upp jafnt og þétt þær tekjur sem
hafa má af réttindum til að sjón-
varpa ffá leikunum og af stórfyr-
irtækjum sem „sponsora" leikana
með því að borga fyrir að fá að
nota merki þeirra í auglýsingum
sínum. Unj 400 miljónir dollara
fást fyrir sjónvarpsréttindin frá
Barcelonaleikunum 1992, en
vegna þess að í Atlanta munu
margir atburðir gerast á heppileg-
asta tíma fyrir hin ríku bandarisku
sjónvarpslýrirtæki getur verið að
sjónvarpsréttindin 1996 gefi 40%
meira af sér.
Mönnum til ffóðleiks skal
vitnað í það, að fjárhagsáætlun
leikanna í Barcelona 1992 er að
sögn markaðsstjóra IOC á þessa
leið: Sjónvarpið skilar um helm-
ingi tekna, innheimta af „spon-
sorum“ 38% en aðgöngumiðasala
aðeins 5,4%
Samaranch hefur haft úti allar
klær til að gera Ólympíleikana
sem allra mesta ffeistingu fyrir
stórfyrirtæki í auglýsingaham.
Hann hefur fjölgað ólympíu-
greinum - til dæmis að taka verð-
ur þjóðaríþrótt Bandaríkjamanna,
homaboltinn, í fyrsta sinn keppn-
isgrein í Barcelona eftir tvö ár.
Nú er líka búið að rífa niður allar
hindranir á vegi atvinnumanna til
þátttöku í Ólympíuleikum og það
gerir auðveldara að selja fýrir
dijúgan skilding keppnisgreinar
eins og t.d. hnefaleika og hjól-
reiðar.
(. I 1)1 ()l \K Öl.l.l
ÞÚ ÁTT SKILIÐ ÞAÐ BESTA!
ARCHE tölvueigendur hafa eitt sem engir aðrir
tölvueigendur hafa - tveggja ára gæðaábyrgð.
í dag er ARCHE eini framleiðandinn í Bandaríkjun-
um sem býður tveggja ára ábyrgð á öllu sem ber
merki ARCHE Technologies.
ARCHE eigendur geta státað sig af fyrsta flokks
„Made in the USA“ gæðastimpli. Og stimpil þennan
fá aðeins þeir framleiðendur sem mæta ströngustu
kröfum um gæði og endingu.
ARGHE TRIUMPH 286 PLUS
wm
.» ><*■£ >» - x* -------i
• m '
□ 1Mb minni (0 bið)
□ 1,2Mb disklinga drif
□ 2 parallel og 2 serial port
□ Stýrikort fyrir harðan disk
□ MS-Dos 3.3, GW Basic
□ lOls lykils lyklaborð
VERÐ KRÓNUR: 97.975.
GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR
ARCHE RIVAL 386-SX
□ 1Mb minni (0 bið) □ Stýrikort fyrir harðan disk
□ 1,2Mb disklinga drif □ MS-Dos 3.3, GW Basic
□ 2 parallel og 2 serial port □ 101 s lykils lyklaborð
VERÐ KRÓNUR: 109.565.-
HRINGIÐ OG SPYRJIÐ UM
TILBOÐSPAKKANN OKKAR!
íik TH. VILHELMSSON
'kÉwpiB**' x
^ vr1'; :í:.
TÖLVUDEILD
Rcykjavíkurvegi 62, 220 Hf., Símar 91-650141 og 91-653241
ÞJÓÐVILJINN —SÍÐA11