Þjóðviljinn - 05.10.1990, Page 14
Evrópukeppni taflfélaga:
Heilladísimar á bandi Solingen
ÉSl fllí IIF
a b c d e f g h
Jóhann Hjartarson - Nigel Short
Klukkan er langt gengin í eitt
eftir miðnætti og staðan 6:5
Taflfélagi Reykjavíkur í hag.
Jafntefli í þessari skák tryggir
sveit TR þátttökurétt í úrslitum.
Jóhann leikur 76. Bf6?? og eftir
76. .. Re4 kemst svarti riddarinn
til c3 og þaðan til b5. Hvítur
lendir óhjákvæmulega í
leikþröng og tapar því skákinni
og sveit Solingen kemst áfram á
jöfnu vegna betri útkomu á efstu
borðunum.
Hvernig getur reyndur stór-
meistari hertur í keppni við bestu
skákmenn heims gert slík mis-
tök? spyrja vonsviknir áhorfend-
ur. Fyrst skal bent á að Jóhann
hafði varið geysilega erfiða stöðu
af aðdáunarverðri seiglu í tæpar 8
klst. Undir flestum kringumstæð-
um hefði skákin átt að fara í bið
eftir 6 klst. en að kröfu Þjóðverj-
anna var síðasta umferðin tefld í
botn. Þetta atriði var rætt á liðs-
fundi með sveitarmeðlimum TR
og þar kom fram andstaða gegn
því að knýja fram úrslit á þennan
hátt. Þjóðverjarnir vildu taka
flugið heim í býtið á
fimmtudagsmorguninn og var
gengið að óskum þeirra um til-
högun síðustu umferðarinnar.
Enn á ný sannaðist að undanláts-
semi við Þjóðverja borgar sig
ekki. Við Margeir Pétursson
höfðum uppi mótmæli við þessa
áætlun. Eftir 6 klst. taflmennsku
blasti ósigur við liði Solingen og
ekki ósennilegt að samið hefði
verið á báðar stöðurnar í skákum
Karls og Lau og Jóhanns og Short
ef skákirnar hefðu farið í bið. En
lítum á einstök úrslit:
Fyrri umferð:
Jóhann - Short 0:1
Jón L. - Spasskí Vr. Vi
Margeir - Hiibner Vv.Vi
Helgi - Lobron 1:0
Hannes - Lau 0:1
Karl - Dueball 1:0
Jóhann var nýkominn úr erfið-
um prófum en Short úr öðru
prófi, hinu ægisterka móti í Til-
burg. Jóhanni varð á meinleg
ónákvæmni eftir frumlega byrjun
Shorts og sat uppi með vonlausa
stöðu. Skák Jóns L. og Spasskís
var einskonar framhald af æfing-
um Spasskís með íslenska
olympíuliðinu fyrir Olympíu-
mótið í Saloniki 1988. Spasskí
tefldi afbrigði sem hann tók þá til
meðferðar og loksins sýndi hann
liðsmönnum hvernig á að tefla
það! Margeir varði lakari stöðu af
sannfærandi öryggi gegn Húbner
og ég vann Lobron nokkuð ör-
ugglega þrátt fyrir flensu. Hann-
es Hlífar komst aldrei út úr byrj-
uninni gegn Lau og hlaut að tapa.
Karl Þorsteins sýndi að góður ár-
angur hans á þessu ári er engin
tilviljun. Hann vann leikandi létt-
an sigur á Dueball.
Staðan fyrir seinni umferðina
var jöfn og mátti sveit TR nokk-
uð vel við una því Solingen komst
í 2:0. Ágætur liðsfundur seinna
um kvöldið stappaði svo enn
frekar stálinu í sveitarmeðlimum.
Seinni umferð:
Jóhann - Short 0:1
Jón - Spasskí Vr.Vi
Margeir - Hubner Vr.Vi
Hannes - Lobron 1:0
Karl - Lau Vi:Vi
Þröstur - Dueball Vi:Vi
Ég treysti mér ekki til að tefla
aftur og Þröstur Þórhallsson kom
inn í liðið. Lið TR sýndi mikið
baráttuþrek og keppnishörku.
Eftir 4 klst. taflmennsku þegar
flestum skákum er venjulega lok-
ið hafði Jón gert jafntefli við
Spasskí og Þörstur við Dueball.
Hannes átti örlítið betra gegn Lo-
bron, Karl var peði undiríhróks-
endatafli, Jóhann var í miklum
þrengingum en staða Húbners og
Margeirs varí jafnvægi. Réttfyrir
ellefu lauk skák Margeirs og Hu-
bners með jafntefli og Hannes
kom sveit TR yfir með
sannfærandi sigri yfir Lobron.
Karl barðist á hæl og hnakka og
tókst að töfra fram
jafnteflisstöðu og Jóhann var
(Með aðgerðum eftir hinni opnu
g-línu gerir Karl út um taflið.)
26. .. d5
27. Hgl d4
(Skárra var 27. .. Rh8 þó ekki sé
leikurinn fagur.)
28. Hxg6 dxc3
29. Hxc3 Rxe4
30. Rxe4 Hxe4
21. .. Kg7
22. g4 Dd4!
(Hvítur hótaði 23.
legum þrýstingi.)
23. Bc2 Hae8
24. Khl Dc3
25. Kh2 h6
26. Dg3 De5
27. Kg2 Dxg3
28. Kxg3 He5
29. Hf3 Hf7
g5 með óbæri-
30. Ha3 Bc8
31. Hf2 Hfe7
32. Haf3 HI7
33. a4 Bd7
34. Hfl Be8
35. Hal h5!
Helgi
Ólafsson
Boris Spasskí þungt hugsi í skák
sinni við Jón L. Árnason sl. þriðj-
udagskvöld.
kominn yfir það erfiðasta. Að
endingu voru þeir einir eftir Jó-
hann og Short og þá gerðist slysið
sem að framan greinir.
Þetta er í annað sinn sem sveit
TR fellur úr keppninni á jöfnum
úrslitum en sigrar yfir Ander-
lecht, Bayern Munchen og MTK
Budapest og jafntefli við So-
lingen staðfestir svo ekki verður
um villst að TR hefur á að skipa
einhverri sterkustu skáksveit sem
um getur. Þó virðist ekki hafa
verið eining innan stjórnar TR
um þátttöku sveitarinnar í
keppninni. Án framtaks nokk-
urra einstaklinga meðJónG.Bri-
em formann og Gylfa Gaut Pét-
ursson í broddi fylkingar hefði
þátttaka TR ekki orðið að veru-
leika.
6. borð:
Karl Þorsteins - Dueball
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 6. Bg5 Rbd7
2- c4 g6 7. Dd2 c5
3. Rc3 Bg7 8. d5 a6
4. e4 d6 9. ro
5. Be2 0-0
(Karl kærir sig kollóttan þó Due-
ball geti nú fórnað peði og gefið
stöðunni yfirbragð Benkö-
bragðs.)
10. cxb5 axb5 15. b3 Hb4
11. Bxb5 Ba6 16. Hfel Df8
12. Bxa6 Hxa6 17. De2 Ha7
13. 0-0 Da8 18. Rd2!
14. Hacl Hb8
(Karl hefur með nokkrum hnit-
miðuðum leikjum útilokað allt
mótspil og getur hafist handa við
aðgerðir kóngsmegin.)
18. .. h6 23. f4 gxf4
19. Be3 Re5 24. hxg4 Rg6
20. h3 g5 25. dxe6 fxe6
21. a4 Ha8 26. Khl!
22. h3 e6
t g h
31. Dg2!
(Nú strandar 31. .. Hb4 á 32.
Bxc5.)
31. .. Kh8
32. Dxe4 Bxc3
33. Bxc5!
- og Dueball gafst upp í því 33. ..
Dxc5 strandar á 34. Dxa8plús og
mátar. Hann getur huggað sig við
að a-peð Karls varð þó altént
ekki að drottningu sem er u.þ.b.
það neyðarlegasta sem fylgis-
menn Benkö-bragðs lenda í.
4. borð:
Eric Lobron - Hannes Hlífar Stef-
ánsson
Grúnfelds vörn
1. d4 Rf6
2. c4 g6
3. Rc3 d5
4. cxd5 Rxd5
5. e4 Rxc3
6. bxc3 Bg7
7. Rf3 c5
8. Hbl 0-0
9. Be2 Rc6
10. d5 Re5
(Hannes hefur varist atlögum Lo-
bron af sannfærandi öryggi og
lætur nú til skarar skríða. Með
þessum leik hrifsar hann til sín
frumkvæði.)
36. gxh5 Hxh5
37. Hb3 f5
38. exf5
(Vitaskuld ekki 38. e5 f4plús og
e-peðið fellur.)
38. .. gxf5
39. Hf3 Kf6
40. Hf4 Bd7
41. Hel Hh8
42. Kf2 Hg8
43. Bdl Hfg7
44. Bf3 Hg3
(Hvítur stendur frammi fyrir
hartnær óyfirstíganlegum erfið-
leikum því hrókurinn á f4 er í
sjálfheldu. Næsti leikur Lobrons
bætir ekki úr skák.)
45. d6? H8g7!
46. h5 Hh3
47. Hal
(Gefur kost á þvingaðri vinnings-
leið en staðan var töpuð því hvít-
ur var nánast leiklaus.)
11. Rxe5 Bxe5
12. Dd2 b6
13. f4 Bg7
14. c4 e5
15. Bb2 exf4
16. Dxf4 De7
17. 0-0 Bd7
18. Bd3 Bxb2
19. Hxb2 f6
20. Hbf2
(Sovétmaðurinn Khalifman bauð
mér jafntefli að þessum leik lokn-
um í 8. umferð opna New York-
mótsins sl. vor. Við Hannes
höfðum farið yfir helstu leiðir í
Grúnfelds-vörninni fyrir þessa
skák og þar kom þessi staða upp.
Hvítur hefur meira rými en peð-
astaða hans er frekar óheilbrigð.)
20. .. De5 21. h4!?
(Hvítur getur vitaskuld þvingað
fram jafntefli með 22. Dxe5 fxe5
23. Hf6 Hxf6 24. Hxf6 Kg7 24.
Hd6 Hd8 25. Be2 Kf7 26. Bg4
Ke7. 27. Hxd7plús Hxd7 28.
Bxd7 og peðsendataflið er jafn-
tefli. Það er ekki stíll Lobrons að
tefla svo litlaust.)
a b c d e f g h
47. .. Ke5!
48. Ke3 Bc6
49. Hdl Hg2!
50. Hd5plús
(50. Hfl var skárra en breytir
ekki niðurstöðunni. Hins vegar
strandaði 50. d7 á 50. .. Bxö 51.
Hxf3 f4 53. Kd3 Hxf3 mát!)
50. .. Bxd5
51. cxd5 Hg7
52. Hc4 Kxd6
- og Lobron gafst upp.
Bikarúrslit á sunnudag
Það verða sveitir S. Ármanns
Magnússonar Reykjavík og
Landsbréfa (áður Forskots) sem
spila til úrslita í Bikarkeppni
Bridgesambands íslands 1990.
Sveit S. Ármanns sigraði sveit
Ásgríms Sigurbjörnssonar frá
Siglufirði í 3. umferð keppninnar
á laugardeginum, með miklum
mun. Daginn eftir voru spilaðar
undanrásir og mættu þá liðsmenn
sveitarinnar Samvinnuferð-
um/Landsýn. Sá leikur var jafn,
eftir sviptingar í upphafi leiks.
Eftir 10 spil áttu þeir ferðafélags-
menn 24 stig (17-41) en eftir 20
spil stóðu leikar 63-56 fyrir Ár-
mann. Eftir 30 spil var staðan
orðin 88-78 og allt gat gerst. Síð-
ustu lotuna unnu svo Samvinnu-
ferðir með 21-30 en töpuðu
leiknum 108-109. Nokkuð jafnt.
í hinum undanrásaleiknum
áttu Landsbréfin við Sigurð
Sigurjónsson úr Kópavogi, sem
hafði er hér var komið sögu, lagt
að velli stigaháar sveitir. Sá
leikur þróaðist þannig: Eftir 10
spil átti Sigurður 9 stig til góða
(29-20). Eftir 20 spil var Sigurður
enn með forystu (44-39) og útlit
fyrir spennandi leik. Næsta lota
breytti í engu því útliti, því þá var
staðan 69-74 Landsbréfum í vil.
Gengi bréfanna hækkaði lítillega
í síðustu 10 spilunum og lokastað-
an varð 88-119, Landsbréfum í
vil. Sterk andstaða hjá Sigurði,
en í leikinn vantaði einn liðs-
manna hans og varð því varamað-
ur að hlaupa í skarðið.
Liðsskipan sveitanna sem spila
til úrslita er: S. Ármann Magnús-
son, Ólafur Lárusson, Sigmar
Jónsson, Hermann Lárusson,
Jakob Kristinsson, Friðjón Þór-
hallsson og Óli Már Guð-
mundsson.
Landsbréf: Magnús Ólafsson,
Jón Þorvarðarson, Aðalsteinn
Jörgensen, Jón Baldursson, Val-
ur Sigurðsson og Sigurður Vil-
hjálmsson.
Þeir Ólafur, Hermann, Jakob
og Magnús í sveit Landsbréfa,
spiluðu einnig til úrslita í Bikar-
keppni BSÍ á síðasta ári, en töp-
uðu þá fyrir Tryggingamiðstöð-
inni.
Úrslitaleikurinn hefst kl. 10
árdegis á Hótel Loftleiðum næsta
sunnudag (7. október). Spiluð
verða 64 spil. Tímasetning
leiksins er: Spil 1-16: 10-12.15.
Spil 17-32: 12.30-14.45. Spil 33-
48: 15.30-17.45 og spil 49-64: 18-
20.15.
Leikurinn verður sýndur á sýn-
ingartöflu en keppendur munu
notast við skerma í leiknum.
Hvaða atriði í bridgeleiknum
er mest vanmetið? Smáspilin?
Lítum á dæmi um hið gagn-
stæða:
S: Á1087
H: - - -
T: Á763
L: Á10985
S: 6 S: D5
H: ÁG63 H: KD1094
T: K104 T: D92
L: K7432 L: DG6
S: KG9432
H: 8752
T: G85
L: - - -
Lokasamningurinn er 5 spaðar
í Suður. Útspil Vesturs er Iaufa-
þrír, tekið á ás og tígli hent í
heima. Þá meira lauf og trompað
með tvist. Hjarta trompað í
blindum, lauf trompað heim og
meira hjarta, trompað í borði.
Lauf úr borði, Austur trompaði
með spaðadrottningu og Suður
yfirtekur með spaðakóng. Þriðja
hjartað trompað í borði og ás í
tígli lagður niður. Vestur lét
kónginn undir ásinn. Nú kom
fimmta laufið úr borði og Austur
trompaði með spaðafimmu og
Suður yfirtók með spaðaníu. Síð-
asta hjarta sagnhafa var trompað
með ásnum í blindum. Nú var
ekkert eftir nema tígull í borði,
sem var spilað og Austur stakk
upp drottningu. I tveggja spila
endastöðu átti sagnhafi G-4 í
trompi, en Austur átti út og
skyndilega var spaðasexan í Vest-
ur stórveldi (promotion-staða
eða upplyfting).
Athyglisvert er í þessu spili, að
í 7 slögum af 13 voru slagirnir
unnir með tíu eða smærri spilum.
Það þarf ekki að fara mörgum
orðum um árangur parsins í N/S
fyrir þetta spil, sem kom fyrir í
meistarakeppni USA í tví-
menningskeppni 1949. Hreinn
botn þar á ferðinni, því allir sagn-
hafnar unnu 12 slagi nema
aumingja Suður í þessu spili.
Ekki vanmeta spilin sem ykkur
eru gefin. Síst smáspilin.
Og Akureyringar gangast fyrir
Opnu stórmóti helgina 26.-27.
október (hefst á föstudegi og lýk-
ur á laugardegi). Mjög góð verð-
laun eru í boði.
Olafur
Lárusson
14 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. október 1990