Þjóðviljinn - 05.10.1990, Qupperneq 22
ríki án landamæra
Þann 9. október fyrir fimmtíu
árum fæddist drengur sem síðar
var John Winston Lennon. Eftir
tvo mánuði eru tíu ár síðan sami
maður var skotinn til bana, þá
undir nafninu John Ono Lennon. I
millitíðinni ruggaði maðurinn
heimsbyggðinni. Sumir urðu and-
vaka af rugginu, en aðrir sváfu þó
þeir létust vaka og urðu sællegir
og allt að því sýrukenndir í andlit-
inu á köflum.
John Ono Lennon var skotinn
við nýtt upphaf á lífsferli sínum.
Aðstæðumar höfðu neitað honum
um venjulegt hcimilislíf. í mörg
ár var Lennon ekki hann sjálfur,
heldur einn af bítlunum, sem var
eins og strangasta hjónaband,
umlukið milljónum af brjáluðum
tengdamæðmm.
Þetta upphaf átti sér rætur allt
til þess tíma þegar hjónaskilnað-
urinn átti sér stað, eins og Lennon
kallaði sjálfur endalok The Beat-
les. Arið 1965 vildi Lennon slíta
Bítlunum, en hafði ekki kjark til
þess, að eigin sögn. Það var hon-
um því ákveðin frelsun að Yoko
varð á vegi hans. Þar sagðist hann
loksins hafa hitt konu sem var að
minnsta kosti jafnoki hans á öll-
um sviðum, ef ekki betri hliðin á
honum sjálfum.
Framhaldið þekkja flestir
sem eitthvað hafa fylgst með lífs-
hlaupi Lennons. Fimm árum eftir
skilnaðinn var Lennon Ioksins
laus frá samningum við útgáfu-
fyrirtæki. Hann ákvað að taka sér
frí frá öllu heila klabbinu og snúa
sér að heimilislífinu og uppeldinu
á langþráðum syni, þá nýfæddum.
Árið 1978 sagði hann það ekki
skipta sig nokkru máli hvort hann
ætti eftir að taka aftur upp plötu.
Hann ætlaði sér ekki að gera
sömu mistökin tvisvar. Ef hann
tæki aftur upp plötu væri það
vegna persónulegra þarfa. „Ef ég
á aldrei eftir að semja aftur fyrir
almenning annað en þögn, þá
það. Amen,“ segir Lennon í grein
sinni „The Mysterious Smell Of
Roses“, og er birt í bók hans
„Skywriting By Word Of
Mouth“. En Yoko gaf út þá bók
smásagna, mynda og greina
Lennons eftir hans dag.
I þeirri bók er reyndar einu
sinni minnst á Island. Það er í
sögunni „Puma Eats Coast Gu-
ard“ eða „Vitavörður étinn af
Qallaljóni“. Framarlega í sögunni
segir af söguhetjunni Max: „Hann
gat ekki greint á milli vagínu-
spreys og svitaspreys. „Vandinn
er sá,“ var hann vanur að muldra,
„að ég veit ekki hveiju á að
spreya fyrst.“ Hlutir sem þessir
lágu þungt á sinni hans. (Hvað
átti hann líka að gera, þar sem
hann gerði annars ekkert annað
en að mæna út á hafið?) Það
hjálpaði ekki að hann var bæði
nærsýnn og auðteymdur. Hann
gat ekki einu sinni greint efann,
fegurð dýrsins sem lúrði yfir ís-
landi.“
Svona birtist Island í ritum
Lennons, en hafa verður í huga að
undirritaður er langt í ffá snilling-
ur í enskum þýðingum, hvað þá á
þessum skrifum Lennons, sem
eru á mjög snúinni ensku.
Tíminn sem leið frá skilnað-
inum til haustsins 1980 var á viss-
an hátt aðlögunartími að upphaf-
inu sem þá leit dagsins ljós með
„Double Fantasy". Lennon fór til
Bermuda einn síns liðs í einhvers-
konar mæðraorlof, burt ffá eigin-
konu og syni. Sjálfúr segist hann
hafa verið endumærður eftir
fimm ára hlé frá rokkheiminum
og við endurkynni af því að lifa
nokkum veginn eins og fólk gerir
flest. Á Bermuda heyrði Lennon
lag á diskóteki með B’52 og það
var eitthvað í tónlistinni sem
minnti hann á það sem Yoko
hafði verið að gera á ámm áður.
Sprellfjörugur hringdi hann í
lfúna og sagði: „Nú em þau tilbú-
in fyrir okkur," og í ágústmánuði
hófust upptökur „Double Fant-
asy“.
Lennon og Yoko vom ákveð-
in í að fara í tónleikatúr um
heimsbyggðina upp úr áramótun-
um 1981. Það hefði getað orðið
glæsilegt kommbakk og upphaf
nýrrar og afslappaðrar sköpunar
hjá Lennon. Ekkert varð af því, en
engu að slður er Lennon enn vel
lifandi á fimmtugsafmælinu og
tíu ámm eftir andlátið.
Það er táknrænt að Samein-
uðu þjóðimar skuli gangast fyrir
minningarathöfn um Lennon
þann 9. október. Lennon og Yoko
lýstu nefnilega yfir stofnun ríkis-
ins Nutopia á umslagi „Mind
Games“. Þetta var ríki án þegna
og stjómenda, án landamæra og
annarra laga en lögmáls alls. Allir
íbúar Nutopiu vom sendiherrar
ríkisins. Það eina sem menn
þurflu að gera til að verða sendi-
herrar þessa ríkis, var að lýsa því
yfir við annan mann að þeir vissu
af tilvist Nutopiu. Sameinuðu
þjóðimar vilja rækta þann skiln-
ing að mannkynið sé allt ein fjöl-
skylda, og það sem Peres De Cu-
ellar er í raun alltaf að segja með
einum eða öðmm hætti við þjóðir
heimsins er: „Give Peace A
Change.“
Á minningarathöfninni verð-
ur sjónvarpað í gegnum gervi-
hnött myndbandi, þar sem Lenn-
on syngur og leikur „Imagine'*.
Það er boðskapur við hæfi, og
lagið er ágætur þjóðsöngur mann-
kynsins. En Lennon samdi annað
lag sem þjóðsöng Nutopiu, „Nut-
opian Intemational Anthem“,
sem er á „Mind Games“. Þar er
viðlagið „Free the people, do it
now“. Sem tveir sendiherrar Nut-
opiu óskuðu Lennon og Yoko eft-
ir diplómatískri friðhelgi og sóttu
um aðild að Sameinuðu þjóðun-
um. Þau fengu aldrei að sitja fúnd
í öryggisráðinu, en sem sendi-
herra Nutopiu lít ég á minningar-
athöfhina sem viðurkenningu á
tilvist þessa ríkis án landamæra.
-hmp
Þessi mynd var tekinn þegar Lennon áritaði „Double Fantasy" fyrir morð-
ingja sinn, nokkrum klukkustundum áður en hann skaut hann.
Anda blásið í lúlerskan sauð
Tónleikar Bob Dylans í Laug-
ardalshöllinni í sumar hafa greini-
lega verið forsmekkurinn af því
sem Dylan-áhangendur fá nú að
heyra á nýjustu plötu þessa mann-
fælna goðs. Þetta er ekki vegna
þess að Dylan hafi tekið svo mik-
ið af nýju lögunum á tónleikun-
um. Á nýju skífúnni, „Under The
Red Sky“, er aftur á móti meira
afturhvarf til hins rokkaða Dylans
en var á síðustu plötu, „Oh
Mercy“.
Það var ekki við því að búast
af Dylan að hann gæfi út plötu
sem svipaði til þeirrar plötu sem
hann gaf út fyrir ári. Gagnrýnend-
ur um allan heim voru sammála
um að „Oh Mercy“ væri það besta
sem Dylan hefði gert í háa herr-
ans tíð. Gæðin voru að sjálfsögðu
þökkuð góðum lögum, og eins og
venjulega undurgóðum textum.
En flestir voru þó sammála um að
handverk „pródúsersins“, Daniels
Lanois, ætti stóran þátt í hrein-
leika hljómsins og útsetningu lag-
anna. Það urðu því margir hissa
þegar Dylan kallaði Don Was og
David Was, ásamt Jack Frost, til
liðs við sig i stað Lanois.
í raun og veru hefði enginn
átt að verða hissa. Dylan hefur
alla tíð vakið undrun manna. Fáir
hafa sennilega aflað sér eins
margra og um leið slátrað eins
mörgum aðdáendum og litli
skrýtni kallinn undir regnhlífinni.
En ég var að tala um endur-
hvarf. Það er meira líf, meira rokk
og kraflur, í Dylan nú en fyrir ári.
Að vísu er ég gersamlega ósam-
mála kallinum um merkimiða á
plötunni. Eg hefði haft síðu tvö
þar sem siða eitt er og síðu eitt þar
sem síða tvö er. Þá myndi platan
byija á laginu „Tíu þúsund
menn“, kristilega góðum blús. Ef
messumar byijuðu svona á
sunnudagsmorgnum, væri aldrei
autt sæti í kirkjum landsins, og
menn fóðruðu andann á Ieiðinni
heim úr syndaskröltinu nóttina
áður. Fyrir lúterskan villutrúar-
mann eins og mig, nær Dylan að
sameina fylusvipinn á þjóðkirkj-
unni og nautnina að lifa. Það er
ekkert annað.
Þar á eftir fer skáldið í marg-
foldunartöfluna og syngur lag
sem heitir „2 X 2“ „One by one,
they followed the sun/ One by
one, until there were none“.
Svona byrjar textinn, sem annars
minnir mjög á „Blowing In The
Wind“, sérstaklega í viðlaginu
sem byijar svona: „How many
paths did they try and fail?“ Hér
má sjá nokkra svörun við gamla
textanum, þar sem föndrað er
með möguleg svör við spuming-
unni „How Many Roads“. Lagið
er hinn besti slagari.
Þar á eftir kemur kröftugur
rokkari, „Cats In The Well“, og í
kjölfarið kemur það lag sem lík-
Dylan smlðar kristilegar rokkbrýr
listilega.
legast er til fjöldavinsælda,
„Handy Dandy". Þetta er poppað-
asta lag plötunnar, en mjög
skemmtilegt áheymar og léttir ör-
ugglega skammdegisbrýnnar
þegar þar að kemur.
í titillagi plötunnar leikur Ge-
orge Harrison á slide gítar. „Und-
er The Red Sky“ er ljúfasta lag
plötunnar og það lag sem er í
mestu samhengi við „Oh Mercy“.
Mig minnir endilega að Dylan
hafi tekið þetta lag í Höllinni, en
það skiptir ekki máli. Það sem
skiptir máli er að þetta lag bætist í
uppáhaldslagakistu þúsunda karla
og kvenna.
Fleiri frægir koma við sögu á
nýju plötunni en George Harri-
son. Elton John spilar á píanó í
einu lagi og Stevie Ray Vaughan
náði að spila inn gítarspil áður en
hann lést. Bróðir hans Jimmie er
þama einnig, i kompaníi við ,
Bmce Homsby, A1 Kooper og
fleiri.
Ástæðan fyrir því að ég v,il
byija á seinni síðu plötunnar er
sú, að þannig held ég að sé meiri
stígandi á plötunni. Það er frieira
rokkað á fyrri hliðinni, til dæmis í
„Unbeliveable". En þetta er auð-
vitað allt saman smekksatriði eins
og Megas orti.
Það er mikill kostur að Dylan
skuli nú láta textablað fylgja plöt-
unni. Textablað skorti tilfinnan-
lega með „Oh Meréy“. Textamir
á „Under The Red -Sky“ em mjög
innblásnir af kris(ilegu hjartalagi
og náungakærleik. Dylan er heið-
arlegur í þessum göfugu hugsun-
um og þar af leiðandi getur hann
ekki brugðist. Ég segi það í fúllri
alvöm, að „Under The Red Sky“
er með skemmtilegustu messum
sem ég hef upplifað. Auðvitað er
rokkað á himnum. Hvað ættu
menn eins og Presley, Buddy
Holly og John Lennon annars að
gera af sér?
Dylan kallar viðlögin ekki
„viðlög" á textablaði, heldur brýr,
eins og kristnum mönnum er tamt
að fara yfir í sálarlifinu. Þetta
þjóðskáld Bandaríkjanna sendi
mig yfir enn eina brúna í rokk-
heiminum, sem bæði er gömul og
ný, en stendur fyrir sínu.
-hmp
22 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. október 1990