Þjóðviljinn - 12.10.1990, Side 5
C' ' TTl A CTTTDTTTTIU
C3 X XJ XX^rTLVjrCjX1 rv ITfl i i XIV
Stiórn Landsvirkiunar
Jón þrengdi samningsstöðuna
Davíð Oddsson: Landsvirkjun hefði átt að koma fyrr að orkusamningum. Ljóst að mikil áhœtta felst í fyrirliggjandi drög-
um. Samningar komnir skemur á veg en fullyrt hefur verið
Stjórn Landsvirkjunar telur
að iðnaðarráðherra hafi
þrengt samningsstöðu Lands-
virkjunar í samningum um
orkuverð við Atiantsál. Davíð
Oddsson borgarstjóri og
stjórnarmaður í Landsvirkjun
telur að stjórnin hefði átt að
koma mun fyrr aö samningum
um orkuverð. Á stjórnarfundi
Landsvirkjunar í gær var sam-
þykkt ályktun með öllum at-
kvæðum nema stjórnarfor-
mannsins Jóhannesar Nordals.
Þar segir að í Ijós hafi komið að
meginatriði samningsgerðar
við Atlantsál, orkusölusamn-
ingurinn, sé miklu skemur á
veg kominn en haldið hafi verið
að almenningi, þó gefið hafi
verið til kynna að ráðgjafar-
nefnd iðnaðarráðherra hafi
þegar lokið samningum um öll
meginatriði samninga.
„Ljóst er að slikur málatilbún-
aður og opinber umræða af því
tagi sem í kjölfarið hefur fylgt,
hefur veikt samningsstöðu
Landsvirkjunar gagnvart hinum
erlendu viðsemjendum, nú þegar
málið er loks komið í hendur þess
aðila sem með orkusamninginn á
að fara, þe. stjómar Landsvirkj-
unar,“ segir orðrétt í ályktuninni.
Stjóm Landsvirkjunar hafi íyrst á
fundi sínum í gær verið formlega
kynnt drög að orkusamningi, þó
ljóst sé að margvísleg slík gögn
hafi þegar gengið á milli aðila.
Þá segir í ályktun stjómarinn-
Miðstiórn AB
Álmálið á
dagskrá
Miðstjórn Alþýðubandalagsins
hefur verið köliuð til fundar
vegna álmálsins og hefst hann kl.
10:00 laugardaginn 13. október í
Þinghóli í Kópavogi.
Dagskrárefni fundarins er, auk
annarra mála ef tími leyfir, bygg-
ing álvers á Islandi, kostir og gall-
ar. Reynt verður að kynna efhi
málsins eins og kostur er með 10-
12 mínútna framsöguerindum um
eftirtalda málaflokka: 1) Álver,
byggðaþróun, hagvöxtur og þjóð-
arhagur, 2) Raforkuverð og þróun
raforkumála með eða án álvers, 3)
Álver og umhverfi, 4) Álver, Al-
þýðubandalagið og stjómmálavið-
horfið.
Gert er ráð fyrir umræðum um
málið, en af hálfú forystumanna
flokksins er ekki reiknað með end-
anlegri afgreiðslu þess af hálfú
miðstjómar á þessum fúndi, enda
„veigamikil atriði málsins enn
óljós og eins víst að nokkur tími
geti liðið þar til unnt verður að taka
endanlega afstöðu til málsins",
eins og segir í fúndarboði.
Reynt verður að ljúka störfúm
á laugardagskvöldi, en miðstjóm-
armenn beðnir að vera við því bún-
ir að funda fram eftir sunnudegi, en
fundi verður þó slitið i síðasta lagi
kl. 15:00 á sunnudaginn.
Stefht er að því að halda haust-
fund eða aðalfúnd miðstjómar á
Akureyri 26.-28.október, en
ákveðið á næstu dögum hvort hon-
um verður frestað um 1-2 vikur.
ÓHT
ar, að óhjákvæmilegt sé að hún
kynni sér rækilega þessar upplýs-
ingar og álitsgerðir sem stjómin
hafi falið starfsmönnum Lands-
virkjunar að vinna í sínar hendur.
„í framhaldi af því mun stjóm
Landsvirkjunar ákveða næstu
skref af sinni hálfu í þágu máls-
ins, í þeirri þröngu stöðu sem
henni hefur verið komið í af hálfú
ráðuneytisins,“ segir orðrétt.
Davíð Oddsson sagði í sam-
tali við Þjóðviljann að ljóst væri
að mikil áhætta væri tekin með
þeim drögum að orkusamningi
sem lægju fyrir, þó að út af fyrir
sig gæti verið rétt að taka þá
áhættu. „Meginatriðið er að
samningurinn er miklu skemmra
á veg kominn heldur en menn
hafa verið að halda fram,“ sagði
Davíð. Það væri varhugavert að
tala of mikið um orkuverðið og
festa það í umræðunni eins og
gert hefði verið, á meðan þættir
sem gætu skipt sköpum um hvort
af samningi verði eða ekki, væm
ófrágengnir.
Stjóm Landsvirkjunar tekur
málið aftur fyrir á fúndi 22. októ-
ber, að sögn Davíðs. Þá liggi
væntanlega fyrir þau viðbótar-
gögn sem stjómin hefði óskað
arfirði Guðmundi Árna Stefánssyni bæjarstjóra undirskriftalista með nöfnum 454 einstaklinga. Þar er skorað á
bæjaryfirvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma I veg fyrir að togarinn Víðir ásamt aflakvóta
verði seldur úr bænum, þvf slíkt myndi hafa hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir atvinnuástandið f Firðinum.
Mynd: Kristinn
ABR
Knúið á betri samninga
Tvær tillögur um álsamningana samþykktar á félagsfundi ABR
A~ félagsfundi Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík á mið-
vikudagskvöld voru samþykkt-
ar tvær tillögur um álmálið.
Fyrri tillagan var borin fram
af Áma Þór Sigurðssyni, Sigur-
björgu Gísladóttur, Guðrúnu Kr.
Oladóttur og Sjöfn Ingólfsdóttur.
I þeirri tillögu segir að ABR úti-
loki ekki stóriðju sem valkost í at-
vinnumálum íslendinga, hinsveg-
ar verði að uppfylla tvö skilyrði
til þess að mögulegt sé fyrir ÁBR
að telja álver á Keilisnesi til raun-
veralegs kosts við atvinnuupp-
byggingu þjóðarinnar. I fyrsta
lagi að mengun sé í algjöra lág-
marki og í öðra lagi að það orku-
verð sem samið verður um sé ekki
lægra en það verð sem greitt er
fyrir raforku til álvera í hinum
vestræna heimi.
„Alþýðubandalagið í Reykja-
vík telur að þær hugmyndir að
orkuverði sem samninganefnd
iðnaðarráðuneytisins hefur lagt til
að samið verði um séu með öllu
óaðgengilegar og því andstæðar
íslenskum hagsmunum þar sem
það verð sem þar er lagt til grand-
vallar mun þýða hátt orkuverð til
almennings og fyrirtækja á öllum
samningstímanum."
Þá segir að að frátöldum
ákvæðum um skattamál séu
samningsdrögin að flestu leyti
óhagstæðari en sambærilegir aðr-
ir samningar, án þess að hægt sé
að sjá ástæðu fyrir því að íslend-
ingar geri verri orkusölusamninga
en aðrir aðilar.
Þetta er útlistað nánar og bent
á að afsláttartíminn sé lengri en í
öðram samningum, að hlutfall af
álverði sé mun lægra en í öðrum
þekktum samningum, ffá 10%
upp í 16% þegar oft er miðað við
20%. í þriðja lagi er meðalverðið
einungis 18,3 mills á öllum samn-
ingstímanum, eða í 35 ár, þegar
meðalverð í hinum vestræna
heimi er 20,4 mills. Þá er bent á
að ef litið er til þeirra samninga
sem þekktir era í hinum vestræna
heimi og hafa verið gerðir frá ár-
inu 1985 er það orkuverð sem
verið er að ræða við Altlantsál
hópinn það lægsta sem þekkist ef
undan er skilinn samningurinn
um orkusöluna til Isal, en meðal-
orkuverð í samningum síðustu 5
ára er 23 mills.
„Alþýðubandalagið i Reykja-
vík tekur undir samþykkt þing-
flokks Alþýðubandalagsins frá 4.
október sl. og styður þingmenn
flokksins í viðleitni þeirra til að
knýja fram betri samninga en iðn-
aðarráðherra hefur kynnt, einkum
með tilliti til umhverfisþátta og
orkuverðs. Samningur með þessu
orkuverði mundi að öllum líkind-
um valda hærra orkuverði til al-
mennings og fyrirtækja um ára-
tuga skeið og hindra eðlilega og
nauðsynlega atvinnuuppbygg-
ingu,“ segir í lok tillögunnar.
Fundurinn samþykkti einnig
aðra tillögu sem flutt var af þeim
Ragnari Stefánssyni, Bimu Þórð-
ardóttur og Páli Halldórssyni. I
þeirri tillögu kveður við harðari
tón og er sagt að samningsdrögin
um nýtt álver séu óaðgengileg og
því beri að hafha þeim.
„Jafnvel þótt áætlaðar for-
sendur standist, uppfýllir samn-
ingurinn ekki kröfur um þjóð-
hagslega hagkvæmni og hefur
slæm áhrif á byggðaþróun. For-
sendur samningsins era hinsvegar
ótraustar og hlaðnar óvissuþátt-
um. Standist þessar kröfúr ekki
gæti það leitt til stórfellt lakari
lífskjara í landinu öllu. Kröfur um
mengunarvamir era ekki nægi-
legar, langt undir því sem krefjast
ber,“ segir svo orðrétt í tillögunni.
-Sáf
Föstudagur 12. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 5
eftir. Á þeim fúndi verði væntan-
lega ákveðið hvemig stjóm
Landsvirkjunar hagaði þeim
samningaviðræðum sem eftir
væra, miðað við þau kaflaskil
sem nú hefðu orðið.
Davíð sagðist telja Lands-
virkjun koma allt of seint inn í
samningaviðræðumar. En það
hefði verið ákvörðun iðnaðar-
ráðuneytisins að skipa sérstaka
ráðgjafamefnd, sem áður hefði
verið samninganefnd. „Þannig að
það hefúr í raun enginn aðili haft
umboð til að semja um eitt eða
neitt og ekki var farið þess á leit
við Landsvirkjun að hún semdi
um orkuverðið og það hefúr því
ekki verið gert af hennar hálfu,“
sagði Davíð.
„Þó samningurinn verði út af
fyrir sig tengdur álverði, þyrftu að
koma til tryggingar sem ekki era
fyrir hendi núna og ekki hefúr
náðst samstaða um,“ sagði borg-
arstjóri. Þama væri um að ræða
tryggingar gagnvart orkukaupum,
þannig að Landsvirkjun verði
ekki stödd í voða ef Atlantsál gæti
ekki uppfyllt skilyrði um kaup-
skyldu. Þetta sagði Davíð mjög
mikilvægt atriði. Landsvirkjun
þyrfli sinn tíma til að fara í gegn-
um gögn í málinu, sem væra mik-
il að vöxtum.
„Á hinn bóginn, eins og við
segjum í þessari ályktun, þá er
það deginum ljósara að okkar að-
staða til að ná ffarn atriðum sem
við teljum mikilvæg, er miklu
þrengri en ella, vegna þess hvað
málið er langt komið að hluta,
þegar Landsvirkjun kemur að
þvi,“ sagði Davíð Oddsson.
-hmp
Alþingi
Forsetar kosnir
Alþingi kom saman í gær og
kaus sér forseta og í nefndir.
Guðrún Helgadóttir, Abl., var
kosin forseti Sameinaðs þings.
Varaforsetar era Salóme Þorkels-
dóttir, Sjfl, og Valgerður Sverris-
dóttir, Frfl. Jón Helgason, Frfl, er
forseti efri deildar og hans varafor-
setar era Danfriður Skarphéðins-
dóttir, Kvl, pg Karl Steinar Guðna-
son, Aþfl. I neðri deild var Ámi
Gunnarsson, Aþfl, kosinn forseti,
varaforsetar era Geir H. Haarde,
Sjfl, og Hjörleifur Guttormsson,
Abl. -gpm
Leiðrétting
í frétt á forsíðu Þjóðviljans í
íyrradag skoluðust til upplýsingar
frá Má Guðmundssyni, efhahags-
ráðgjafa fjármálaráðherra. Inni-
hald orða hans komst ekki rétt til
skila en átti að vera eftirfarandi:
Raunvextir á dollaralánum á milli-
bankamarkaði í London, gjaman
nefhdir Libor-vextir, hafa verið
undir 4% á undanfomum misser-
um. Már fullyrðir ekkert um breyt-
ingar á þeim vöxtum sem Lands-
virkjun greiðir, en segir erfitt að sjá
að þeir geti vikið veralega frá
raunvöxtum á alþjóðlegum lána-
markaði þegar til lengri tíma er lit-
ið. Ef það gerist sé eitthvað bogið
við lántökustefnu fyrirtækisins.
Þjóðviljinn biður Má og les-
endur velvirðingar á ónákvæmn-
inni. ÓHT