Þjóðviljinn - 12.10.1990, Síða 6
6 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. október 1990
Pol Pot - heldur sig á bakviö tjöld-
in þegar þeir félagar eru ekki viö
völd.
Khieu Samphan - snyrtimenniö
sem hefur orð fyrir Rauöum kmer-
um í samningaviöræðum við er-
lenda aöila.
Horfur eru á að friðaráætlun
Sameinuðu þjóðanna fyrir
Kambódíu verði Rauðum
kmerum Trójuhestur til að ná
völdum á ný.
I september stöðvuðu skæru-
liðar í her Rauðra kmera tvær
lestir á jámbrautum lands síns,
Kambódíu. Þeir létu alla farþega
segja til nafns, tóku síðan 56
menn út úr hópunum og skutu þá.
Sök þeirra í augum Rauðu kmer-
anna var sú að þeir voru opinberir
starfsmenn.
A hverjum degi limlesta jarð-
sprengjur, sem Rauðir kmerar
leggja, um 80 Kambódíumenn.
Einn höfuöskeljahauga þeirra sem eru helstu minnismerkin um stjórnartíð Rauðra kmera - (vestrænum blöö-
um er nú farið að neita þv( að Pol Pot sé fjöldamorðingi.
Flestir þeirra missa fætur og
hendur. Lítil böm, síður aðgætin
en fullorðnir og unglingar, verða
oft fyrir þessu.
Heimssamviska
og heimsstjómmál
Þetta er meðal þess, sem kem-
ur fram í grein í breska blaðinu
The Guardian eftir John Pilger,
fréttamann og kvikmyndahöfund
sem er vel kunnugur i Kambódíu
og hefur dvalið þar langdvölum.
Hann styðst auk þess í greininni
við Ben Kieman m.a., einn helsta
sérfræðing í heimi um Kambód-
íusögu.
Það er rétt hægt að ímynda sér
það ramakvein af hneykslun, sem
heimurinn myndi reka upp ef
Israelar tækju það ráð að með-
höndla araba á yfirráðasvæðum
sínum eitthvað svipað því, sem
vikið er að í tveimur fyrstu máls-
greinum þessa pistils. En heims-
samviskan lætur stjómast að all-
vemlegu leyti af taflstöðunni í al-
þjóðastjómmálum, og það hafa
margir fleiri en Kambódíumenn
mátt sanna.
I áminnstri grein í The Gu-
ardian heldur Pilgcr því fram, að
Kambódía sé komin á ffemsta
hlunn með að falla á ný í hendur
Rauðum kmcmm, afkastamestu
Qöldamorðingjum aldarinnar ef
miðað er við þann mannskaða
sem fjöldamorðingjar er jafn-
framt vom landstjómendur hafa
valdið með hryðjuverkum á eigin
þjóðum. Og Pilger telur að nýtil-
komin eining Bandaríkjanna og
Kína annarsvegar og Sovétríkj-
anna hinsvegar í Kambódíumál-
um muni verða sá Trójuhestur,
sem notaður verði til þess að Pol
Pot og þeir félagar geti á ný tekið
til við það, sem þeir urðu frá að
hverfa er víetnamski herinn
stökkti þeim út á skóga Kardem-
ommufjalla fyrir rúmum áratug.
Vömkalda
stnðshorfön
Margt bendir til að þeir Kiem-
an og Pilger hafi í þessu mikið til
síns máls. Sovétríkin og Víetnam,
sem hafa nóg með erfiðleika sína
heimafyrir, hafa að mestu sleppt
hendinni af Kambódíu. Meðan
víetnamski herinn var þar var úti-
lokað að Rauðir kmerar kæmust
til valda á ný. Sovétríkin áttu með
margskonar hjálp drjúgan þátt í
því að Kambódíustjóm þeirra
Hengs Samrin og Huns Sen tókst
að tryggja sig í sessi og endur-
reisa landið að nokkm úr þeirri
auðn, sem Pol Pot skildi eftir sig.
Það út af fyrir sig að hafa eitt stór-
veldi, Sovétríkin, sín megin var
Hun Sen og félögum trygging
fyrir því að stórveldi þeim fjand-
samleg, Bandaríkin og Kína,
gætu ekki steypt þeim af stóli án
þeim mun meiri fyrirhafnar.
Nú hafa Sovétríkin mjög
dregið að sér klæmar sem heims-
veldi og það gefur andstæðingi
þeirra úr kalda stríðinu, Banda-
ríkjunum, aukna möguleika á að
fara sínu fram á svæðum, þar sem
stórveldi þessi höfðu áður áratug-
um saman ást við í þrátefli. I stað
þess að bregða fæti fyrir Banda-
ríkin er Sovétríkjunum nú megin-
áhugamál að koma sér vel við
þau, til að ryðja á brott öllum
hindrunum í vegi efnahags- og
tækniaðstoðar að vestan. Og Ví-
etnam, langhrjáð af viðskipta- og
lánabanni Bandaríkjanna, vonast
til að eitthvað slakni á því ef Víet-
namar hætti að setja Bandaríkjun-
um stólinn fyrir dymar i Kamb-
ódíu. Bandaríkjastjóm örvar þá
von með því t.d. að láta James
Baker, utanríkisráðherra sinn,
hitta að máli utanríkisráðherra
Víetnams, sem til skamms tíma
hefði verið talið óhugsandi.
Hefndaiþörfeflr
Víetnamstrið
Eins og nú er komið málum er
nokkuð ljóst að her Phnompenh-
stjómar Huns Sen er nokkumveg-
inn það eina, sem hindrar að
Rauðir kmerar taki öll völd í
Kambódíu. En sá her er á undan-
haldi. Rauðir kmerar færa smátt
og smátt út kvíamar í sveitunum,
og á yfirráðasvæðum þeirra á fólk
um það að velja að hlýða þeim
eða deyja eða flýja. Samkvæmt
fyrmefndu samkomulagi stór-
veldanna hafa Kínveijar, helstu
stuðningsmenn Rauðra kmera,
lofað að hætta að sjá þeim fyrir
vopnum, en þótt við það verði
staðið hafa Rauðir kmerar að lík-
indum það miklar birgðir vopna
fyrirliggjandi að skortur á slíku
kæmi ekki til með að há striðs-
rekstri þeirra í bráð. Þar að auki
hefur það lengi verið opinbert
leyndarmál að mikið af þeim
vopnum sem Bandaríkjamenn
hafa sent þeim Sihanouk fursta og
Son Sann, höfðingjum þeim
tveimur sem em í einskonar
bandalagi við Rauða kmera en
teljast „andkommúnistar", hefur
ratað beint til Rauðra kmera.
Pilger færir rök að því (og það
hafa aðrir áður gert) að það hafi
ekki gerst með öllu að óvilja
Bandaríkjanna.
Varla er að vísu ástæða til að
efa að Bandaríkjastjóm hafi vilj-
að og vilji fremur fá Sihanouk og
kannski enn frekar Son Sann á
valdastóla í Kambódíu en Pol Pot,
en lið þeirra tveggja fyrstnefndu
reyndist svo lélegt að bandarískir
áhrifamenn á þessum vettvangi
hneigðust meir og meir til stuðn-
ings við þann síðastnefnda, þótt
vitað væri að hann hefði látið
myrða þetta eina til eina og hálfa
miljón landa sinna af sjö miljón-
um alls, lauslega áætlað. Banda-
ríkin létu í þessu stjómast af þeirri
reglu kalda stríðsins að allir óvin-
ir Sovétríkjanna væm eða gætu
a.m.k. verið vinir Bandaríkjanna.
Svo var það sálræn þörf fyrir að
koma fram hefndum á Víetnöm-
um fyrir ósigur Bandaríkjanna í
Indókínastríðinu. Stolt stórvelda
er viðkvæmt og ósigurinn í Víet-
nam er Bandaríkjamönnum eink-
ar viðkvæmt mál sökum þess að
stríðið þar var það fyrsta, sem
þeir án alls vafa töpuðu. Af þessu
hefúr leitt að aðalþráðurinn í
stefnu Bandaríkjanna í Kambód-
íumálum hefur verið að koma á
kné núverandi ráðamönnum í
Phnompenh, skjólstæðingum Ví-
etnama.
Hekkr Pol Poten
HunSen
Grunnatriði í nýgerðu sam-
komulagi í Kambódíumálum,
sem fylgt hefúr verið eftír með
friðaráætlun í nafni Sameinuðu
þjóðanna, er að stofnað hefur ver-
ið „æðsta þjóðarráð" sem fúlltrú-
ar allra aðila kambódíska borg-
arastríðsins eiga sæti í. Svo heitir
að það eigi að fara með völd
þangað til haldnar hafi verið
frjálsar kosningar. Bandaríkin,
önnur vesturlandaríki og Suð-
austur- Asíuríki eins og Taíland
halda efalítið í þá von að þeim
takist að koma árum sínum þann-
ig fyrir borð að hvorki Hun Sen
eða Pol Pot verði við völd til
frambúðar, að líkindum standa
vonir þeirra einna helst til Si-
hanouks gamla, sem Bandaríkja-
menn stuðluðu að á sínum tíma að
rekinn var frá ríkjum. Er þeir
virðast tilbúnir að sætta sig frem-
ur við Pol Pot en Hun Sen.
Samkvæmt friðaráætluninni,
sem Bandaríkin, Kína og banda-
menn þeirra eins og Astralía og
taílenskir herforingjar réðu miklu
um hvemig formuð var, er ætlast
til að stríðsaðilar afvopnist. Pilger
og aðrir vesturlandamenn sæmi-
lega kunnugir Rauðum kmemm
segja að þeir muni fara létt með
að sniðganga það; þeir hafi mikið
af vopnum falið hingað og þang-
að úti í skógum og muni varla
fara að segja til þeirra. Pol Pot og
fleiri þeir félagar hafa raunar
sjálfír gefið til kynna að vopnum
sínum muni þeir halda, hvað sem
vopnahléssamningum líði. Og
verði her Huns Sen afvopnaður,
hver verður þá til að stöðva
„svartstakkana"? (Svo em Rauðir
kmerar gjaman nefndir í ættlandi
sínu, vegna algengs fatnaðar
síns.)
Getbreyttá’skyiv
semdarmenn
Roger Normand, Bandaríkja-
maður, starfandi við Harvardhá-
skóla og frömuður um mannrétt-
indamál, hefur rætt við marga
liðsmenn Rauðra kmera og kom-
ist yfir fundargerð frá ráðstefnu
æðstu manna þeirra. Þar segir Pol
Pot skýrt og skorinort að ekki
komi til greina að samþykkja
kosningar fyrr en Rauðir kmerar
hafi náð slíkum tökum á lands-
byggðinni að þeir geti „stjómað
atkvæðagreiðslunni“. Og þeir fé-
lagar hafa góða möguleika á að
draga kosningar á langinn að vild,
m.a. vegna þess að i friðaráætlun
S.þ. er gert ráð fyrir því að kosn-
ingar geti ekki farið fram fyrr en
að gerðu samkomulagi allra
stríðsaðila um það.
Til að réttlæta beinan og
óbeinan stuðning sinn við Rauða
kmera hafa Bandaríkjamenn og
fleiri reynt að draga úr því óorði,
sem Rauðir kmerar urðu sér úti
um með afrekum sínum alræmd-
um. Margaret Thatcher sagði ekki
alls fyrir löngu að meðal Rauðra
kmera væri vissulega „skynsemd-
arfólk“ og bandarískir embættis-
menn em famir að taka undir það
með Kínveijum að Pol Pot og
hans menn séu nú svo breyttir frá
því sem áður var að þeir væm
„varla þekkjanlegir fyrir sömu
menn“. I grein í New York Times
nýlega var að vísu viðurkennt að
Pol Pot væri maður grimmur, „en
enginn fjöldamorðingi". Ein-
hvem þátt í að skapa þessa
breyttu mynd á efalaust Khieu
Samphan, einn helstur ráðamaður
Rauðra kmera með Pol Pot frá
upphafi samtaka þessara. Khieu
kemur vel fyrir og er geðfelldur í
margra augum, hann hefúr því
verið á oddinum hjá Rauðuin
kmerum út á við frá þvi að Víet-
namar steyptu þeim af stóli. Það
var hann einnig er Rauðir kmerar
börðust til valda hið fyrra sinnið.
í nýnefndri fundargerð er haft
eftir Pol Pot: „Við munum halda
fram stefnu fijálslyndis og kapít-
alisma, en hið sanna eðli okkar
verður samt við sig.“ Síðar í þeim
viðræðum sagði hann um valdatíð
þeirra félaga að „þótt við hefðum
fækkað Kmemm (fomt heiti á
Kambódíumönnum) niður í eina
miljón, þá hefðum við getað vak-
ið sjálfstæða og dýrlega Kamp-
útseu til lífsins á ný“, að því til-
skildu að þessir miljón eftirlifandi
hefðu verið „sannir foðurlands-
vinir“.
Með loftárásum sínum á
Kambódíu í Indókínastríðinu
eyðilögðu Bandaríkjamenn at-
vinnulífíð í sveitunum og það
upplausnarástand sem þá tók við
varð Rauðum kmemm til mikils
framdráttar. Pol Pot, skrifar Pil-
ger, fullkomnaði það verk sem
þeir Nixon og Kissinger byijuðu
á. Komist Rauðir kmerar til valda
öðm sinni, hafa þeir einnig í það
sinn ástæðu til að verða Banda-
ríkjunum þakklátir. dþ.
Dagur Þorleifsson
Ólafur Gíslason
Sviaráleióí ERM?
Sænska fjármálaráðuneytið gaf
til kynna í gær að ekki væri óhugs-
andi að Svíþjóð sæktist eftir ein-
hverri hlutdeiid i ERM (Exchange
Rate Mechanism), það er að segja i
gengissamfloti Evrópubandalags-
ríkja, sænsku krónunni til styrking-
ar. Horfur í efnahagsmálum þar-
lendis em ekki með besta móti eins
og sakir standa og sumir óttast að
erfitt reynist að halda gengi krón-
unnar stöðugu, ekki síst ef fremur
óstöðug samsteypustjóm tæki við
af stjóm jafnaðarmanna eftir kosn-
ingamar í sept. næsta ár, eins og
nokkrar horfur em á að verði.
Gæludýrí bjargað
Slökkviliðsmenn björguðu í
gær veiðikönguló (tarantúlu) úr
brennandi húsi í Dudley, Mið-
Englandi. Áður höfðu bjargast úr
eldsvoðanum heilu og höldnu hjón
og þrjú böm þeirra, sem í húsinu
bjuggu. Þau sögðu slökkviiiðs-
mönnum frá tarantúlunni, gælu-
dýri sínu, og báðu þá þess íengstra
orða að bjarga henni líka. Slökkvi-
liðsmenn bám kvikindið út í ausu,
í öryggisskyni fyrir sjálfa sig. Tar-
antúlur eru miklar vexti af köngu-
lóm að vera, loðnar og veiða kól-
ibrífugla. Þær hafa fengið mikla
pressu í hryllingsbókmenntum og -
kvikmyndum.
endwtaka