Þjóðviljinn - 12.10.1990, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 12.10.1990, Qupperneq 8
þJÓÐVILIINN Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans Afgrelösla: w 68 13 33 Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Augtýsingadelld:« 68 13 10 - 68 13 31 Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Símfax: 68 19 35 Umsjónarmaöur Helgarblaðs: Ragnar Karlsson Verð: 150 krónur I lausasölu Útllt: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Steínar Harðarson Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Slöumóla 37, 108 Reykjavlk Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis EB áhugi Þorsteins Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að nú sé tímabært að taka aðild íslands að Efnahagsbandalaginu á dagskrá íslenskrar þjóðmálaumræðu. Tillögu hans fylgja þau rök að þróun mála hjá samstarfsaðilunum í Efta sé öll í þá átt að ríkin muni fyrr eða síðar verða aðilar að Evrópubandalaginu. Samningar um evrópskt efnahagssvæði séu ekki annað en bráðabirgðalausn, millistig á leiðinni til fullrar aðildar. Eins og alkunna er hefur, að minnsta kosti í orði kveðnu, verið almenn samstaða um að aðild íslands að EB væri ekki á dagskrá og hefur þá verið gengið út frá því að vegna sér- stöðu þjóðarinnar í atvinnu- og efnahagsmál- um samrýmdist aðild ekki hagsmunum henn- ar. Sem vonlegt er hefur mörgum brugðið nokkuð í brún við þessa yfirlýsingu Þorsteins Pálssonar og Morgunblaðið hefur talið sig knúið til að taka upp sérstakar útskýringar á því hvað formaðurinn átti við. Satt best að segja virðist ekki flókið hverjar eru skoðanir formanns Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum en hann segir nokkurn veginn þetta: við eigum að sækja um aðild til að fá svarað mikilvægum spurningum og láta með þeim hætti reyna á hve langt er hægt að kom- ast í samningum við bandalagið. r r Þetta er í hæsta máta einkennileg rök- semdafærsla og felur í sér að við ættum að sækja um aðild að bandalaginu án þess að hafa fyrst gert upp við okkur hvort við viljum vera í því á þeim almennu forsendum sem bandalagið byggir á. Fróðlegt erað skoða tillögu Þorsteins í Ijósi þeirra ummæla sem Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, viðhafði í ræðu á aðal- fundi Samtaka fiskvinnslustöðva 5. október sl., en hann sagði: „Gengi ísland í EB, yrði það að samþykkja sjávarútvegsstefnu banda- lagsins eins og hún er í dag því hin almenna regla er að inngöngulandið samþykkir það sem fyrr hefur verið ákveðið innan EB. Ákaf- lega ólíklegt er að við samninga íslands við EB tækist að fá fram einhverjar grundvallar- breytingar á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu bandalagsins. Efnislega þýddi þetta að sjáv- arútvegsdeild EB, sem er yfirþjóðleg stofnun, myndi hafa lokaákvörðunina um stjórnun í sjávarútvegi íslendinga. Þannig yrðu ákvarð- anir í sjávarútvegsmálum teknar í Brússel, m.a. um heildarkvóta og samninga við önnur ríki. Fiskveiðilögsaga íslendinga yrði 12 mílur en utan þeirra marka yrðu hafsvæði EB.“ Fram að þessu hefur verið unnið að sam- skiptamálum íslendinga við EB á þeim nótum að við ætluðum ekki að ganga í bandalagið, hin almennu skilyrði væru þess háttar að við gætum ekki undirgengist þau. Þess í stað vild- um við gera þá samninga við bandalagið sem væru okkur hagstæðir, annaö hvort í sam- vinnu við hin Efta-ríkin eða sem sjálfstæður samningsaðili. Hugmyndir Þorsteins eru þess vegna því undarlegri sem ýmislegt hefur komið fram á undanförnum vikum og mánuðum sem bendir til að ráðamenn EB skilji sérstöðu okkar og útiloki alls ekki beina samninga sem gætu fal- ið í sér verulegt hagræði fyrir okkur en tækju jafnframt nauðsynlegt tillit til sérstöðu íslands. Að leggja til að við sækjum um aðild, eða svo mikið sem tökum það mál á dagskrá hér inn- anlands nú, er því beinlínis út í hött, nema því aðeins að formaðurinn sé hættur að taka þátt í þeirri samstöðu sem hingað til hefur þó skap- ast um afstöðuna til EB. Eins og málum er nú háttað sýnast hug- myndir Þorsteins Pálssonar vitna um annað af tvennu: Ótrúlegt fljótræði, eða þá hitt sem er líklegra og um leið alvarlegra; að formaður Sjálfstæðisflokksins sé lagður af stað í göng- una miklu inn í EB, hvað sem líður alvarlegum aðvörunum framámanna úr sjávarútveginum í hans eigin flokki. hágé. AHHAD HyoRT ERUÖ Þ'D NVKOíAÍN ÚR IANSRÍ DVöl « SAHARA JL,,E/£WÖ£.KÍNNl EÐA Hb HAFiÐ 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.