Þjóðviljinn - 12.10.1990, Síða 9
„Það sem skilgreint er sem skattsvik annars staðar á Norður-
löndunum er trúlega talið til kjarabóta hér á landi. í því Ijósi má
ef til vill segja að valdhafar hafi haldið nokkuð vel á málum, og
þá eru skattsvik væntanlega ekkert annað en þjóðarsátt!" segir
Hansína B. Einarsdóttir meðal annars í grein sinni.
í tímans rás hefur farið mismikið fyrir
umræðunni um skattsvik. Fjölmiðlar, og þá
sérstaklega blöðin, hafa velt upp þessu
málefni stöku sinnum og þá oftast í tengsl-
um við einstök skattsvikamál sem verið
hafa í rannsókn.
Eða þá að svokallaðir „rannsóknar-
blaðamenn“ hafa komið af stað umræðu
um ákveðin mál og þá hefur krafan um
skattarannsókn legið að baki.
Skatlsvikaumræðan í
fjölmiölum
Þegar skoðað er safn greina um skatta-
mál í dagblöðunum síðustu tvo áratugi læt-
ur nærri að 10 % greinanna fjalli um skatt-
svik og tengd málefni, hitt er umíjöllun um
beina eða óbeina skattheimtu. Þeir sem
íjalla um skattsvik eru fyrst og fremst fjöl-
miðlamir sjálfir eða blaðamenn af viðkom-
andi blöðum.
Nú er það svo í okkar litla samfélagi að
blaðamenn hafa góða aðstöðu til þess að
sé ef til vill fremur lítil, nú og ef upp kom-
ist þá séu refsingamar þess eðlis að þær
breyti í litlu högum manna.
Hér er átt við samanburð á refsingum
við þessum brotum og t.d refsingum við
hefðbundnum afbrotum eins og þjófnaði,
ofbeldi eða skjalafalsi.
Sagt með öðmm orðum, þá hefur þessi
málsmeðferð fremur iítil almenn vamaðar-
áhrif.
1 íjórða lagi er alltaf fjallað um að-
gerða- og áhugaleysi stjómvalda í þessum
málum. Það er stjómvalda að skilgreina
hvað séu skattsvik, og með hvaða hætti
standa skuli að eftirliti á þessum málum.
Séu stjómvöld næsta hlutlaus í þessum
málum þá sé ekki að vænta mikilla aðgerða
af hálfu hins opinbera eftirlits, hvað þá frá
hinu óopinbera, ffá almenningi.
Aögeröír stjómvalda
Ekki hafa stjómvöld setið undir þess-
um ádrepum aðgerðalaus. Auðvitað hafa
menn geyst fram á sjónarsviðið og tekið
Skattsvik-
þjófnaöur
eöa
þjóðarsátt?
fylgjast með því sem hinn almenni borgari
er upptekinn af í það og það skiptið og þess
vegna er vel mögulegt að áhuginn eða um-
ræðan komi upphaflega úr umhverfinu eða
frá almenningi en blaðamenn sjái um að
koma málefninu á framfæri.
í öðm lagi kemur umQöllunin frá þeim
sem á einn eða annan hátt tengjast rann-
sóknum eða eftirliti á þessum málum s.s.
frá starfsmönnum ríkisskattstjóraembættis-
ins eða einstaklingum sem starfa innan
dómskerfisins.
Sá hópur sem hvað minnst íjallar um
málaflokkinn skattsvik í fjölmiðlum em
stjómmálamenn og aðrir valdhafar, en þeir
sem það hafa gert koma frá vinstri eða
miðjuflokkum í íslenskri pólilik.
Innihald skattsvika-
umrssðurmar
Það er áhugavert að skoða innihald
greinanna og reyna þannig að afla upplýs-
inga um skattsvikaumræðuna. Þá kemur í
Ijós að í flestum greinum er fjallað um
áhuga- og sinnuleysi stjómvalda gagnvart
því vandamáli sem skattsvik em.
Ef draga ætti saman innihald greinanna
yrði fyrst að nefna gagnrýni á sjálft skatt-
kerfið.
Það er offsinnis bent á þá staðreynd að
skattkerfið mismuni fólki eftir aðstæðum.
T.d hafa þeir sem reka eigið fyrirtæki ætíð
haft góða möguleika á því að setja stóran
hluta af sínum einkarekstri á fyrirtækið.
I öðm lagi er meðferð þessa málaflokks
innan réttarkerfisins gagnrýnd kröftuglega.
Hér er þá átt við að þegar og ef farið er með
skattsvikamál fyrir dómstóla taki máls-
meðferð óratíma. Að auki séu refsingamar
fremur vægar og undantekningarlaust er
aðeins um fjársektir að ræða. Athygli vek-
ur, að í þessum málum em fjárhæðir ekki
verðtryggðar og hafa aldrei verið.
I þriðja lagi er fjallað um skattsvikin
sem bein afbrot og bent á þær afleiðingar
sem málsmeðferð og vægar refsingar hafa
fyrir viðhorfamyndun hjá almenningi.
Þetta getur ýtt undir þá skoðun almenn-
ings að skattsvik séu ekkert tiltökumál og
það sé sjálfsagt að reyna þá leið. Ahættan
undir þessa umfjöllun og sagt að tími sé til
kominn að gera eitthvað í hripleku skatt-
kerfí okkar og í ffamhaldi af þessu hafa
verið samþykktar breytingar á skattalögun-
um.
Allar breytingar á skattalöggjöfmni
hafa haft það að markmiði að gera skatta-
kerfið réttlátara og koma í veg fyrir eða
draga úr skattsvikum. (Reyndar er það
aldrei svo að hugtakið skattsvik sé skil-
greint þegar fjallað er um það í sölum Al-
þingis.) Slíkar breytingar em hvað þægi-
legastar fyrir stjómvöld, bæði vegna þess
að valdhafar þurfa ekki sjálfir að fram-
kvæma breytingamar (það kemur í hlut
skattayfirvalda) og síðan vegna þess að
lagabreytingar sem þessar em tiltölulega
ódýr kostur. í stöku tilfellum í okkar sögu
hefur þetta ekki þótt nægjanlegt
og þá hafa menn gripið til þess ráðs að
setja á laggimar nefndir sem eiga að gera
úttekt á málunum og koma með tillögur til
úrbóta.
Þessar nefndir hafa undantekningar-
laust unnið umfangsmikið og gott starf,
skilað ályktunum og tillögum. Stjómvöld
hafa hinsvegar haft tilhneigingu til að
legga mikið af þessari vinnu á hilluna (þótt
einstök atriði hafa komist í framkvæmd) og
talið að kostnaðurinn t.d við eflt og hert
skatteftirlit væri of mikill. Þetta er í sjálfu
sér merkilegt þar sem embætti ríkisskatt-
stjóra er meðal fárra embætta sem sjá um
það að afla ríkinu tekna en ekki eyða þeim.
Ekki er hægt að fjalla um þessa hluti án
þess að minnast á hinn mikla óvissuþátt -
umfang skattsvikanna.
Stjómvöld gátu lengi vel skýlt sér á bak
við þetta atriði því það var að sjálfsögðu
glómlasut fyrirtæki að kasta fjármunum í
einhveijar aðgerðir gegn skattsvikum þar
sem umfang vandamálsins var óþekkt
stærð.
Þessa afstöðu er vel hægt að skilja í
ljósi sögunnar og stöðunnar í íslensku
efnahagslífi.
En það var með þetta skjól eins og svo
mörg önnur, í það fauk og það rækilega.
Umræðan um skattsvik komst á nokk-
uð alvarlegt stig 1984 vegna ummæla
manna um hrossakaup (í merkingunni sala
á hestum). Opinberlega var því haldið fram
fullum fetum að við sölu á hestum væri oft
eitt verð uppgefið og annað sem greitt væri
undir borðið.
Ummælin vom tekin fyrir á Alþingi og
þótti sumum sem hér væri nóg komið.
Kvað svo rammt að þessu að þáverandi
fjármálaráðherra sá sér ekki annað fært en
að skipa nefnd og skyldi sú hin sama reyna
að kanna umfang skattsvikanna. Þegar
vitneskja um umfang skattsvika lægi fyrir
væri hægt að skipuleggja aðgerðir í þessum
málum.
Skattsvikanefndin vann hratt og vel og
skilaði niðurstöðum í all umfangsmikilli
skýrslu tæpum tveim ámm síðar.
Þá brá svo við að stjómvöld sem og
ljölmiðlar túlkuðu niðurstöður, og þar með
umfang skattsvika, á mismunandi hátl.
Þannig vom sumir á þeirri skoðun að
niðurstöður nefndarinnar væm aðeins
toppurinn á ísjakanum, skattsvikin væm
miklu meiri. A meðan aðrir undu vel við
sitt og töldu að við gætum bara verið
ánægð með okkar hlut, því samkvæmt
þessum niðurstöðum væm skattsvikin hér-
iendis trúlega ekki umfangsmeiri en á hin-
um Norðurlöndunum.
Að þessum orðum sögðum féll umræð-
an um skattsvik í gleymskunnar dá enn á
ný.
Skattsvik-þjófnaður
eða þjóðarsátt?
Hvar stöndum við svo í dag? Er það
svo að skattsvikaskýrslan umtalaða gefi til-
efni til að halda því fram að skattsvik séu
svipuð eða minni hér á landi en annars
staðar á Norðurlöndunum og þessvegna sé
ekki ástæða til að æðrast?
Eg er ekki þeirrar skoðunar og vil að-
eins drepa hér á nokkur atriði rétt til um-
hugsunar í upphafi þingstarfa.
I fyrsta lagi kemur það skýrt fram í
skattsvikaskýrslunni að það sé erfitt að
áætla umfang skattsvika hérlendis. Litlar
sem engar upplýsingar séu til, hugtakið
skattsvik sé illa skilgreint og í ákveðnum
starfsgreinum eigi sér stað veruleg skatt-
svik sem Iengi hafi verið vitað um.
I öðm lagi er fúll ástæða til að vekja at-
hygli á könnun sem gerð var á vegum
nefndarinnar um viðhorf okkar til skatt-
svika.
Þar koma fram atriði sem benda til þess
að fólk myndi svíkja undan skatti ef það
ætti þess nokkum kost, hinsvegar segjast
fáir hafa stundað þá iðju á undangegnum
mánuðum, og enn færri höfðu stundað
nótulaus viðskipti, hvað þá unnið svart!
Eg tel að þessar upplýsingar geti verið
varasamar og varla haldbærar sem rök til
þess að halda því fram að skattsvik hér-
lendis séu trúlega svipuð að umfangi og á
Norðurlöndunum, eins og reyndar var gert
af stjómvöldum í kjölfar skýrslunnar.
Rannsóknir um umfang skattsvika á
Norðurlöndum em framkvæmdar með allt
öðmm hætti en þessi sem hér um ræðir og
gefa því ekkert tilefni til samanburðar í
þeim málum.
Athugun á umfjöllun um skattsvik,
hvort heldur sem það er gert með því að
skoða innihald greina sem birst hafa í dag-
blöðum landsins eða með því að fara i
gegnum þá umræðu sem átt hefur sér stað á
Alþingi um sama málaflokk, leiðir í ljós að
skattsvikaumræðan hefur varla verið tekin
alvarlega af stjómvöldum.
Ahuga- og aðgerðaleysi stjómvalda
hefur trúlega haft áhrif á viðhorf okkar til
skattsvika, þannig að það em litlar líkur til
þess að skattsvik séu talin til afbrota eða
þjófnaðar á meðal almennings. Sennilega
er það rangt hjá mér að ætla að skoða við-
horf íslendinga til skattsvika og skattaeftir-
lits og bera það saman við Norðurlöndin,
því það sem skilgreinist sem skattsvik ann-
arsstaðar á Norðurlöndum, og þar með
þjófnaður, skilgreinist trúlega hér sem hluti
af kjarabótum. I því ljósi má ef til viil segja
að valdhafar hafi haldið nokkuð vel á mál-
unum og þá em skattsvik trúlega ekkert
annað en þjóðarsátt I
Hansína B.
Einarsdóttir
er afbrota-
fræðingur
Föstudagur 12. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9