Þjóðviljinn - 12.10.1990, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 12.10.1990, Qupperneq 10
Áað koma böndum á Fólksflóttinn frá Vestfjörðum á fimm árum jafngildir því að allir íbúar Súðavíkur og Tálknafjarðar hafi tekið sam- an föggur sínar og flutt úr fjórðungnum. í flóttamanna- búðirnar á suðvesturhorninu, eins og herskáum lands- byggðarmönnum er gjarnt að kalla höfuðborgina og þétt- býlið við hana. Á árunum 1981-1989 fluttu yfir eitt þús- und manns frá iandsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins á ári hverju að meðaltali. Flóttafólkinu fjölgaði eftir því sem leið á tímabilið. Eftir liggur autt húsnæði og erfið- ari lífsbarátta fyrir þá sem eft- ir sitja. Vantrú á betri tíð. ísfírðingurinn Ólaftir Helgi Kjartansson fór suður í Borgar- fjörð í vikubyrjun til að vera full- trúi Fjórðungssambands Vestfirð- inga á ráðstefnu sem byggða- nefnd forsætisráðherra stóð fyrir. Þar var Ólafur Helgi spurður eins og aðrir ráðstefnugestir: Telurðu þörf á að spoma við þeirri byggðaröskun sem áframhald á fólksflutningum síðari ára mun leiða til? Aösjátisögöu Að sjálfsögðu, svaraði Ólafur Helgi eins og margir aðrir á ráð- stefnunni, en þar voru saman komnir fulltrúar allra helstu aðila sem hafa áhrif í íslensku þjóðlífi. Þar vom fulltrúar atvinnulífsins, > rannsóknastofnana, menntastofn- ana, þingmenn og sveitarstjómar- menn, sérfræðingar og hugsjóna- menn. Ólafur Helgi kemur ffá þeim íjórðungi þar sem fólksflótti hef- ur orðið hvað mestur og þar sem mestum erfiðleikum er bundið að halda við byggð. Enda dró hann upp dökka mynd af því sem er að gerast á Vestfjörðum. Hann benti á að fólksflóttinn frá Vestfjörðum á ámnum 1984- 1989 jafngilti því að allir íbúar Súðavíkur og Tálknaíjarðar hefðu flutt brott. Það em nær 600 mann- eskjur. „Þetta jafngildir því að Hella á Rangárvöllum hefði algerlega lagst í eyði á sama tíma,“ sagði Ólafur Helgi og spurði hvort fólk þyrfti frekari vitna við. Hann gat lika upplýst ráð- stefnugesti um að fjölgunin í Reykjavík á sama tíma jafngildir þorra fólksins sem nú byggir Vestfirði og heldur þar úti útgerð og annarri starfsemi þrátt fyrir erfið skilyrði. Svo var Ólafur Helgi spurður hvað hann sæi sér og sínum fært að gera til að draga úr fólksflutn- ingunum og hverju þyrfti að breyta. Svör Ólafs Helga og margra annarra við þessum spumingum endurspegla tvennt. Annars vegar stefnuleysi stjómvalda í byggða- málum, hins vegar nokkrar ástæður þess að fólk flytur frá landsbyggð til suðvesturhomsins. Ólafúr Helgi bað um stefnu og fé til þess að framfylgja henni. Hann bað um eðlileg rekstrarskil- yrði atvinnuveganna, meiri fjöl- breytni í atvinnu, lækna og annað sérhæft starfsfólk til að annast sjúka Vestfirðinga, kennara, nýja stjómun fiskveiða, betri sam- göngur, sterkari sveitarfélög. Stefna í mótun Það er einmitt hlutverk byggðanefndar forsætisráðherra að láta Helga og aðra hafa stefnu. Það er líka í verkahring nefndar- innar að koma með tillögur um hvemig framfylgja má stefnunni. Sveitarfélög byggjast eftir ákveðnu skipulagi. Það er nokk- um veginn vitað hvar byggð rís í framtíðinni, hvar á að byggja at- vinnuhúsnæði, hvar verður helst þörf fyrir götur og gangstéttir. Það er líka gert ráð fyrir að upp- fylla verði þarfir þeirra sem byggja ný hverfi. Það verður að sjá þeim fyrir skólum, dagheimil- um, þjónustu, vinnu og greiðum aðgangi að henni. Ekkert slíkt skipulag er til fyr- ir ísland. Stjómvöld hafa enga mótaða stefnu um hvar byggð á að haldast í landinu, hvemig á að hátta þjónustu fyrir íbúana þar eða af hveiju þeir eiga að hafa lífsviðurværi. Hugmyndir byggðanefndar fela í sér að byggðin í landinu verði skipulögð með svipuðum hætti og sveitarfélag. Nefndin, sem Jón Helgason fyrrverandi ráðherra hefur forystu fyrir, telur að taka verði ákvarðanir um hvar eigi að leggja áherslu á að styrkja atvinnulíf og þjónustu. Hugmyndin um að efla sér- staka byggðakjama vítt og breitt um landið er ekki ný. Hún hefur lengi verið rædd í Byggðastofn- un. Byggðanefnd byggir tillögur sínar á þessum hugmyndum. I áliti nefndarinnar segir að efling atvinnulífs á landsbyggð- inni og aukin fjölbreytni séu lyk- ilatriði ef takast eigi að stöðva fólksflutninga til höfuðborgar- svæðisins og jafna byggðaþróun. Nefndin bendir á að ríkisvaldið hafi bein áhrif á byggðaþróun með ýmsum hætti, staðarvali stórfyrirtækja, tilhögun opinberr- ar þjónustu og með stjóm land- búnaðar og sjávarútvegs. Frumkvæði heimamanna Nefndin vill að ríkisvaldið tryggi fyrirtækjum viðunandi rekstrarskilyrði, að byggðaþróun verði höfð í huga við ákvarðanir um uppbyggingu atvinnurekstrar og að ríkið jafni kosmað við opin- bera þjónustu um land allt eða þar sem aðstæður leyfa. En þeir sem sátu ráðstefnuna í Borgamesi voru yfirleitt sammála um að atvinnuþróun á hverjum stað verði að byggjast á fmm- kvæði og þekkingu heimamanna. Byggðanefnd vill stuðla að stofn- un atvinnuþróunarfélaga, sem eiga að geta aðstoðað einstak- linga og fyrirtæki við að koma á fót nýjum atvinnutækifærum. Nefndarmenn telja rétt að sveitar- félög, stéttarfélög, búnaðarfélög, peningastofnanir og fyrirtæki auk Byggðastofnunar eigi aðild að þessum félögum. Byggðastofnun hefur á und- anfomum ámm fyrst og fremst sinnt ýmsu hjálparstarfi úti á landsbyggðinni með lánum og hlutafjárkaupum. Til þess að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu gagnvart atvinnuþróunarfélögun- um telja bæði nefndarmenn og stjóm Byggðastofnunar að stór- auka verði framlög til stofnunar- innar. Stofnunin verður að hafa bolmagn til þess að leggja fram áhættufé. Nefndin ætlar rikisvaldinu ekki að taka aukna ábyrgð á at- vinnuþróun í landinu. Fmmkvæði og ábyrgð eiga að vera í höndum heimamanna. Rikisvaldið á að styðja þá en ekki stjóma þeim. Ríkisþenslan Þessar hugmyndir em ekki fastmótaðar. Það er til dæmis ekki til nein áætlun um hveiju þarf að kosta til við samgöngubætur og þess háttar. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvemig ríkið á að byggja þjónustu sína upp í framtíðinni. Atvinnu- og þjón- ustusvæði hafa ekki verið af- mörkuð, hvað þá að til séu hug- myndir að innra skipulagi fyrir þau. Sveitarstjómarmenn á lands- byggðinni hafd haft uppi háværar kröfur um að stofnanir ríkisins verði fluttar út á land og munu halda þeim kröfum á lofti. Byggðastofnun og fleiri aðilar hafa bent á að ríkinu standi til boða sú leið að frysta þenslu sína á höfúðborgarsvæðinu, en beina henni þess í stað út á land. Aðeins eitt af hveijum sex nýjum störfúm sem urðu til á tímabilinu 1981- 1988 féllu landsbyggðinni i skaut. Nær öll þessi störf em í þjónustu og opinberri starfsemi. Menn standa ffammi fýrir því að störfum í landbúnaði og fisk- vinnslu hefúr fækkað og mun halda áffam að fækka. Fjölgun starfa verður fyrst og fremst í þjónustu. Lrfsgæði Landsbyggðarmenn kalla mjög á aukna fjölbreytni í at- vinnulífi, ekki síst ýmiss konar þjónustustörf. Fjölmargir em sagðir vera fangar suðvestur- homsins vegna skorts á störfum við hæfi úti á landi. Háskóla- menntað fólk og fólk með ýmiss konar sérmenntun vill út á land, en getur það ekki. Á hinn bóginn horfir fjöldi landsbyggðarfólks löngunaraug- um til suðvesturhomsins vegna þeirra kosta sem það hefúr um- fram landsbyggðina. Ámi Benediktsson, formaður Vinnumálasambands samvinnu- félaganna, bendir á átta atriði í umræðunni um lífsgæði. Þau em góð heilbrigðisþjónusta, aðgang- ur að menntun, atvinnuúrval, góðar samgöngur, nokkurt menn- ingarlíf, vöm- og þjónustuúrval, sæmilegt húsnæði og landrými. Ljóst er að vemlega hallar á landsbyggðina hvað flest þessara atriða snertir, enda þótt lands- byggðin bjóði upp á lífsgæði sem höfuðborgarsvæðið býður ekki öllum íbúum sínum. Ami segir þessar kröfur allar hníga í átt að meira þéttbýli og ráðleggur byggðanefnd að leggja áherslu á fáa en sterka þéttbýlis- staði utan höfuðborgarsvæðisins, einn á Vestfjörðum, einn á Norð- urlandi og einn á Austfjörðum. Auk þess telur Ámi að byggð geti þrifist í nálægð við þessi svæði. Markmiðið er sem sagt ekki að halda hveijum bæ og hverri vík í byggð, en að leggja áherslu á að fólk geti sótt atvinnu og notið góðrar þjónustu á ákveðnum svæðum. Það getur þýtt að ýmsir minni staðir, sem liggja utan kjamanna, munu eiga mjög erfitt uppdráttar. Tekurborgn endalausf við? Byggðastefna eins og sú sem byggðanefnd leggur upp með mun kosta mikla fjármuni, að minnsta kosti til skamms tíma. Það þarf að bæta samgöngur vemlega og veita talsverðu fjár- magni til nýsköpunar í atvinnulíf- inu. En það er líka nærtækt á líta á allar þær fjárfestingar sem flótta- fólk af landsbyggðinni skilur eftir engum til gagns. Landsbyggðar- menn, ekki síst Vestfirðingar, benda líka á gildi nálægðarinnar við helstu auðlindir. Svo má spyrja hvort Reykja- vík geti endalaust tekið við. Þess má geta að nettó fólksflutningar frá landsbyggð til höfúðborgar- svæðisins á ámnum 1981-1987 jafngilda öllum íbúum Garðabæj- ar. Þetta þýðir yfir þúsund nýja gmnnskólanemendur. Það þarf að byggja nær þijú þúsund ibúðir fýrir þetta fólk. Álagið á sam- göngukerfið eykst vemlega, enda má gera ráð fýrir að þetta fólk eigi rúmlega þijú þúsund bíla. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, segir Reykjavík enga möguleika hafa á að taka við fólkinu af landsbyggðinni. Hann nefhir til dæmis að bygging hús- næðis muni kosta tugi miljarða. Hann segir að nú þegar jaðri við alvarlegt atvinnuleysi i Reykja- vík. - Við hljótum að snúast gegn 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.