Þjóðviljinn - 12.10.1990, Side 12
Að meta heilaskaða út frá daglegu atferli sjúklingsins
"'dOÓÍÍ
ur
Nýlega kom út á vegum Mos-
by-Year Book útgáfufyrir-
tækisins í Bandaríkjunum
fræðirit eftir Guðrúnu Arna-
dóttur iðjuþjálfa við Grensás-
deild Borgarspitaians. Bókin
heitir á ensku: The Brain and
Behavior: Assessing Cortical
Dysfunction Through Activities
of Daiiy Living eða „Heiii og
hegðun - Skert heiiastarfsemi
metin út frá athðfnum daglegs
lífs“. Bókin, sem byggir á meist-
araprófsritgerð Guðrúnar frá
Suður- Kaliforníuháskóla,
greinir frá nýrri aðferð við
framkvæmd staðlaðs mats á
heiiaskaða út frá faglegum for-
sendum iðjuþjáifans, og hefur
aðferð þessi þegar vakið athygli
meðal fagfólks víða um heim.
Guðrún sagði í samtali við
Nýtt Helgarblað að fram að þessu
hefðu iðjuþjálfar notast við tvær
aðskildar aðferðir við mat á sjúk-
lingum með skerta heilastarf-
semi: annars vegar mat á sálræn-
um einkennum af veffænum toga
og hins vegar mat á sjálfsbjargar-
getu viðkomandi eða fæmi við at-
hafnir daglegs lífs.
- Ég gerði hins vegar tilraun
til þess að tengja þessar tvær
matsaðferðir, sagði Guðrún, og
gekk þar út frá forsendum okkar
iðjuþjálfa, sem höfum það verk-
efni að auka sjálfsbjargargetu og
bæta Iífsgæði heilaskaðaðra. Með
stöðlun á þessari matsaðferð, sem
studd er rannsóknum er ég stund-
aði á námsámm mínum og hef
haldið áfram síðan, opnast mögu-
leikar til þess að nota aðferðina
við greiningu og mat á einkenn-
um er hindra að viðkomandi sé
sjálfbjarga, og jafnframt að velja
hentugustu meðferðina og meta
framfarir. Jafnframt býður stöðl-
un aðferðarinnar upp á það að
hægt sé að nota hana í rannsókna-
skyni t.d.við könnun á því hvaða
þættir komi í veg fyr-
ir fæmi hjá mismun-
andi sjúklingahópum
og hvaða áhrif mis-
munandi einkenni
hafa á framfarahorfur
og eðli framfara.
Guðrún Ámadóttir
þjálfar vinstri hönd
sjúklings á Grens-
ásdeild Borgarspít-
alans.
Ljósm. Jim Smart
spum eftir námskeiðum hefur
verið mikil erlendis. Ég hef hins
vegar viljað bíða útkomu bókar-
innar með námskeið, en efni
hennar haíöi ég áður kynnt á
þingum iðjuþjálfa bæði á Norður-
löndunum, í Astralíu, Portúgal og
Phoenix og Baltimore í Banda-
ríkjunum.
Hvaða vandamál eru það sem
iðjuþjálfar hér á landi eiga helst
við að glima?
Okkar stærstu vandamál em
að mínu mati þau, að hér em of fá
stöðugildi í okkar fagi miðað við
þau krefjandi verkefni sem við er
að glíma. Jafnframt er það vanda-
mál, að iðjuþjálfun skuli ekki
vera kennd við Háskóla Islands.
Það veldur því að færri fara út í
námið en ella, og jafnframt að
heimtur á útlærðum iðjuþjálfum
til starfa em ekki eins góðar. En
fjölgun í stéttinni hefur ekki verið
nægilega ör miðað við þarfir.
Umræða hefur verið í gangi um
nauðsyn þess að taka þessa
kennslu upp hér á landi, en engar
ákvarðanir hafa verið teknar enn-
þá. Við emm þó vongóð um að að
því komi.
Hvemig stöndum við að end-
urhœfingarmálum miðað við það
sem gengur og gerist hjá þeim
þjóðum sem við berum okkur
gjaman saman við?
Þessi starfsgrein á sér
skemmri sögu hér á landi en í
flestum nágrannalöndum okkar.
Iðjuþjálfafélag íslands
ára næsta vor, og þessi tími hefúr
einkennst af mikíu uppbygging-
arstarfi. Erlendis hefur starfs-
greinin mun lengri hefð að baki.
Við höfúm hins vegar fylgst með
öllum nýjungum sem koma fram í
faginu og teljum okkur standa
jafnfætis erlendum starfsbræðr-
um okkar og -systrum faglega
séð. Ég held hins vegar að miðað
við þau verkefni sem okkur ber að
sinna, þá séum við of fáliðuð, og
þar þyrfti að bæta úr.
lega umhverfi?
Já, í fyrri hluta bókarinnar
tengi ég hugtök og aðferðir iðju-
þjálfunarinnar við þá þekkingu
sem við höfum á starfsemi heil-
ans og taugakerfisins. Seinni hluti
bókarinnar er eins konar handbók
í notkun þessarar aðferðar, þar
sem sýnt er hvemig greina má
sálræn einkenni af vefrænum toga
(t.d. eftir heilablóðfall, höfúð-
áverka eða heilarýmun) og hvaða
áhrif þau hafa á fæmi við athafnir
Guðnrn Ámadóttir iðju-
þjálfí hefur fiindið upp
nýja aðferð til þess
að meta fotlun af völdum
heilaskaða út ffá daglegu
atferli einstaklingsins.
Aðferðin þykir bæta
möguleika iðjuþjálfa á að
velja rétta meðferð og
hefiir þegar vakið athygli
meðal fagfóiks erlendis
daglegs lífs. Niðurstöðuna má
síðan nota við val á meðferð sjúk-
lingsins.
Hefur þessi aðferð þín verið
notuð víðar meðal iðjuþjálfa?
Aðferðin hefúr verið notuð
hér á Borgarspítalanum síðan ég
lauk námi mínu í Bandaríkjunum
og kom hingað til starfa. Ég hélt
námskeið fyrir íslenska iðjuþjálfa
um þetta í janúar 1988. Aðferðin
hefiir svo að einhvetju leyti verið
tekin upp á Landspítalanum og að
Reykjalundi. Það er hins vegar
nauðsynlegt að þjálfa fólk í notk-
un þessarar aðferðar til þess að
hún komi að gagni, og útkoma
bókarinnar er í raun forsenda fyr-
ir útbreiðslu hennar. Aðferðin
hefur hvergi verið tekin upp er-
lendis, en hins vegar hefúr hún
spurst út meðal fagfólks, og eftir-
M9dar uncfiitektir
Átt þú von á því að hin nýja
greiningaraðferð þín muni ná út-
breiðslu erlendis?
Já, ég á satt að segja von á því
miðað við þær undirtektir sem
hún hefúr þegar fengið. Ég á von
á því að bókin verði notuð sem
kennsluefni við háskóla erlendis,
og ég hef fengið það staðfest, að
hún á erindi við fleiri heilbrigðis-
hópa en iðjuþjálfa. Þannig hafa
bæði taugalæknar, sálfræðingar
og sjúkraþjálfarar sýnt bókinni
áhuga, svo dæmi sé tekið. En
fyrst og fremst er hún þó skrifúð
fyrir iðjuþjálfa sem þjálfa sjúk-
linga með sálræn einkenni af vef-
rænum toga.
Iðjuþjálfun hlýtur að vera
starf sem krefst mikillar þolin-
mœði.
Já, það krefst nokkurrar þolin-
mæði, það er rétt, en iðjuþjálfún
er líka mjög gefandi starf. Arang-
ur starfsins er þó ávallt mismun-
andi eftir eðli þess vanda sem við
er að glíma. Éf hægt er að hafa
áhrif á sjálfsbjargargetu sjúklings
eða lífsgæði, þá er það verðugt
markmið að keppa að.
Bók Guðrúnar Ámadóttur er
322 bls. myndskreytt í vandaðri
útgáfú og er væntanleg til sölu í
Bóksölu stúdenta.
-ólg.
Getur þú skýrt þetta nánar
fyrir okkur með dœmi?
Jú, við getum tekið dæmi af
sjúklingi þar sem fram kemur við
greiningu að hann afneitar öðmm
helmingi sjónsviðsins og tekur
ekki eftir því sem er vinstra meg-
in við hann. Aðferðin við að yfir-
vinna slíka fötlun getur verið með
þrennu móti:
Hún getur falist í því að
breyta daglegu umhverfi viðkom-
andi þannig að allir þeir hlutir
sem hann þarf að hafa vakandi
auga með séu látnir vera innan
hægri helmings sjónsviðsins.
Hún getur líka falist í því að
þjálfa sjúklinginn í að líta alltaf til
vinstri.
I þriðja lagi getur aðferðin
verið fólgin í því að nota viðeig-
andi skynáreiti til að hafa áhrif á
þær heilastöðvar sem valda fotl-
uninni eða að þjálfa nýjar og
óskaddaðar heilastöðvar í því að
yfirtaka hlutverk hinna sködduðu
heilastöðva. Aðferðin sem valin
er getur skipt sköpum um árang-
ur, og greiningaraðferð sú sem ég
hef fúndið upp á að auðvelda það
að velja rétlu meðferðina.
Taugalíffræði
Aðferðin byggir þá öðrum
þrœði á þekkingu á vefrœnni
starfsemi heilans og miðtauga-
kerfisins og hins vegar á þvi
hvernig skert heilastarfsemi
hindrar sjúklinginn í hans dag-