Þjóðviljinn - 12.10.1990, Page 13

Þjóðviljinn - 12.10.1990, Page 13
Mjólkur- kjötgrautur og fugla- súpameð rúsínum Gamlar matarhefðir í heiðri hafðar Hallgerður Glsladóttir, Steinunn Ingimundardóttir og Sigurvin Gunnarsson eru I Matráði, sem skipað var af stjórn samstarfshóps um varðveislu íslenskra matarhefða. Mynd: Jim Smart. Islendingar hafa löngum stært sig af merkilegri menn- ingu sinni, sögu og bók- menntum. Og ekki að ástæðulausu. Flestir hafa lesið íslendingasögurnar, Njálu, Laxdælu og allar þær hetjusögur sem forfeður okk- ar skráðu á miðöldum. En þótt furðulegt sé, virðist eng- um þeirra hafa komið til hug- ar að festa á blað hvernig matargerð og -geymslu var háttað. Líklega vegna þess hve hversdagslegt það hefur þótt, éða þá að slíkt var kvenmannsverk og þau verk þóttu eflaust ekki þess verð að tilefni væri til að skrásetja þau. Hins vegar er matargerð til foma allt eins merkileg, og jafn- vel enn merkilegri heimild um lífshætti forfeðra og formæðra okkar, heldur en hvemig vopn voru notuð og hverjir vógu hveija. Þrátt fyrir bóklegan heim- ildaskort um matargerð til foma, hefur slíkt haldist í menningu okkar í munnlegum heimildum. Hefur borist frá móður til dóttur og vissulega notum við ýmsar matreiðsluaðferðir sem formæður okkar fundu upp og notuðu. Flest- ir þekkja og borða slátur, nýtt eða súrt, svið, harðfisk, hangikjöt og súrsaða hrútspunga. Eða allt það sem hinum svokallaða þorramat fylgir. Fyrir tveimur ámm var settur á laggimar samstarfshópur um varðveislu islenskra matarhefða. Hópurinn hefur það að markmiði sínu að safna gömlum uppskrift- um, matreiðsluaðferðum og í rauninni öllu því sem tengist mat- argerð til foma. Samstarfshópur- inn tilnefndi stjóm, svokallað Matráð. I því em þau Steinunn Ingimundardóttir hússtjómar- kennari, Hallgerður Gisladóttir safnvörður og Sigurvin Gunnars- son matreiðslumeistari. En hvem- ig stóð á því að Matráð var stofh- að? Sigurvin: „Hugmyndin kom upphaflega til i Finnlandi fyrir tæpum þremur ámm. Finnar hafa verið að gera stórátak í svona söfnun eins og við stöndum í nú. Þeir hafa verið að safna saman öllu gömlu sem viðkemur mat. I lokin héldu þeir hátíð í Finlandia- húsinu í Helsinki og buðu til hennar fulltrúum sambærilegra félaga og höfðu staðið að söfhun- inni hjá þeim, á hinum Norður- löndunum. Fyrir okkur var þetta hreint stórkostleg upplifun og ákváðum að reyna að gera eitt- hvað svipað héma heima." Stjóm samstarfshópsins, Mat- ráð hófst þegar handa og fékk til samstarfs við sig ýmsa aðila. Að- ilar að samstarfshópnum em Kvenfélagasamband íslands, Þjóðminjasafnið og Ferðamála- ráð. Samband íslenskra fiskfram- leiðenda kom til samstarfs líka. Einnig fékk hópurinn inni í Út- varpinu og var með vikulegan þátt um málið sem vakti tölu- verða athygli. Hallgerður: „Þættimir vom vikulega einn vetur og síðan var símatími eftir hvem þátt. Það var ógurlega mikið hringt og fólk kom með allskyns upplýsingar og okkur tókst að safna ansi miklu af upplýsingum þá. Og síðasta vetur vomm við með þátt í Sjónvarpinu um gamlan mat, sem hét Innans- leikjur." Sigurvin segir að löngum haft allt sem snýr að mat verið aukaat- riði, og allar heimildir þar af leið- andi verið á víð og dreif. ,JEnginn veit í raun og vem hversu mikið er til um þetta. Fyrir nú utan allt það sem aldrei hefúr komist á skrá. Það er brýnasta verkefnið að safha því sem eldra fólk geymir með sér og hefur hvergi verið skrásett,11 segir Sigurvin. Matráð ætlar að byggja söfn- unina upp eins og Finnar gerðu og safna öllu því sem viðkemur mat- argerð. Þar með em talin ljóð, leikrit, sögur, málshættir, upp- skriftir og fleira. En hvað búast þau við að ná heimildum langt aftur í tímann? Hallgerður: „Það er nú erfitt að svara því. En það sem fólk geymir með sér og hefur verið kennt frá móður til dóttur getur hugsanlega verið allt aftur frá miðöldum. Hins vegar er mjög erfitt að dæma um það.“ Steinunn: „Það urðu mjög litlar breytingar allt fram að stríðsámnum. Það héldu margir í foma siði allt fram undir 1940 og í rauninni miklu lengur. Það var til dæmis ekki algengt að frysta mat á heimilum fyrr en ísskápam- ir komu. Það var hins vegar fryst í frystihúsum.“ Sigurvin segir að eitt af því sem þau hafi rekið sig á í þessari söfnun og verið undrandi yfir, sé hversu fjölbreytnin hafi verið mikil í mat áður fyrr, þrátt fyrir allt. „Fólk hafði vissulega úr litlu að spila, en hefur notað ótrúlega mikla útsjónarsemi við að mat- reiða. Geymslumátinn var náttúr- lega að súrsa, salta og reykja, en fólk hefur notað ýmsar útgáfúr af því,“ segir Sigurvin. Þegar Nýtt Helgarblað hitti Matráðshópinn að máli, vom þær Steinunn og Hallgerður nýkomn- ar úr ferð um Suðurland þar sem þær kynntust ýmsum „nýstárleg- um“ mat. „Við fómm meðal ann- ars í Öræfin þar sem fólk borðaði hrátt hangikjöt, söltuð svið og fúglasúpu með rúsínum. Langal- gengasta matreiðsluaðferðin á kjöti var að sjóðaþað, bæði fugla- kjöt og annað kjöt. Þá var búin til súpa úr því og soðið var nýtt þannig,“ segja þær Hallgerður og Steinunn. Á Suðurlandsferð sinni kynntust þær líka mjólkurkjöt- graut, sem er saltkjöt í hrísgijóna- graut og pokabaunum. Hvað hyggist þið gera með allar ykkar heimildir og upplýs- ingar? Hallgerður: „Vissulega höf- um við safnað heilmiklu og það er alltaf spuming hvenær maður á að stoppa í söfnun. Við þykjumst nú hafa gert dálítið með það sem við höfúm þegar safhað, til dæm- is með bæði sjónvarps- og út- varpsþáttunum. Svo kemur alltaf til greina að gefa þetta út á bók- . u um. Steinunn: „Það hefur verið ákveðið að geyma þessar upplýs- ingar á Þjóðminjasafninu, svo þær séu aðgengilegar fyrir seinni tímann ef einhveijum dytti í hug að fara að elda að fomum sið.“ Sigurvin: „Það er mjög mik- ilvægt að halda þessum heimild- um til haga og einnig er eitt af okkar mikilvægustu verkefnum að örva áhuga á þessu. Að örva áhuga hjá bæði húsmæðrum og faglærðu fólki í matreiðslu á að nýta þessar gömlu hefðir og þau hráefni sem vom notuð og að finna nýjungar sem henta þeim. Ekki kannski að elda súpuna eins og hún var, heldur að nýta aðferð- imar til að breyta út frá þeim.“ íslendingar borða ennþá mat sem búinn er til samkvæmt göml- um aðferðum, til dæmis svið og slátur. Þykir það merkilegt að þær aðferðir skuli ennþá vera hafðar í heiðri? Steinunn: „Flestar þjóðir halda einhverjum svona hefðum í menningu sinni, en eitt verðum við að taka með í reikninginn. Það er líklega fátt sem er eins erf- itt að breyta og matarvenjur. Það kannast allir við það að grautur- inn hennar mömmu er alltaf betri en aðrir grautar og ef komið er með eitthvað nýtt á borðið tekur langan tíma fyrir fólk að venjast því. Það tók íslendinga til dæmis mjög langan tima að læra að borða grænmeti. Það tók okkur á aðra öld að meðtaka það að græn- meti væri matur.“ Sem fyrr segir hefur Matráð hafið samstarf við ýmsa aðila, svo sem kvenfélög. En það er náttúr- lega töluvert verk að komast í samband við fólk úti um allt land sem þekkir gamlar matreiðsluað- ferðir. Hvemig ætlar Matráð að vekja athygli á þessari söfnun? Hallgerður: „Það væri til dæmis tilvalið fyrir ferðaþjón- ustubændur að leggja áherslu á sem þjóðlegastan mat og kynna menningu landsins í gegnum hann. Maturinn okkar segir svo mikið um þær aðstæður sem fólk bjó við.“ Sigurvin: „Við verðum nátt- úrlega að reyna að ná til ýmissa aðila til aðstoðar og hjálpar og það að virkja kvenfélögin til að fara af stað með átak í sveitum landsins, er stórt skref. Það er auðvitað fyrst og fremst úti á landsbyggðinni sem einhver vitn- eskja um þetta er ennþá.“ Steinunn: „Það sem mér finnst vera spennandi við það að kvenfélögin verði virk í þessu, er að koma af stað einhverri sam- keppni í að finna rétti sem byggja á því gamla, en hæfa nútímanum. Rétti' sem byggja á hefð úr heima- byggð hvers og eins.“ Matráðshópurinn hefur nátt- úrlega kynnst margvíslegum mat í sinni heimildasöfnun. Mjólkur- kjötgrautinn var nefndur áður, hráa hangikjötið, fúglasúpan og söltuðu sviðin. En þau kynntust líka kæstum eggjum og signum silungi í Mývatnssveit, þurrkuð- um magálum og hálfúldnum svið- um á Vestfjörðum, mismunandi matreiðslu á fiski og hákarla- stöppu á Austfjörðum, gijúpánum (bjúgum) úr innmat og lungum í Skaftafellssýslu, grásleppusúpu og svo má lengi telja. En hvað hefur þeim þótt merkilegast og komið þeim mest á óvart í heim- ildasöfnuninni? Sigurvin: „Mér finnst það vera sú mikla fjölbreytni sem virðist hafa rikt, miðað við það efni sem úr var að moða.“ Hallgerður: „Fólk hefur borðað miklu fleira en mig nokkru sinni grunaði. Til dæmis voru máfar og máfsungar borðað- ir á Suðurlandi og líka skúmsung- ar. Við erum alltaf að heyra um eitthvað sem við höfðum ekki hugmynd um.“ Steinunn: „Það er eitt og annað, til dæmis þessi kjötgrautur og pokabaunir. Þær voru mat- reiddar þannig að gular baunir voru settar í léreftspoka og soðnar í kjötsoði, einkum hangikjöts- soði. Það var bundið fast fyrir, þannig að þetta varð einskonar massi og var síðan borðað annað- hvort sem meðlæti eða eitt sér.“ Ef fólk hefúr einhveijar gaml- ar og skemmtilegar uppskriftir eða matreiðsluaðferðir, er um að gera að hafa samband við Mat- ráðshópinn. Hægt er að senda bréf i pósthólf 161, 121 Reykja- vík, eða hringja í Hallgerði í síma 28888/24328, Sigurvin i síma 52499/689509 eða Steinunni í síma 12335/15749. ns. Föstudagur 12. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.