Þjóðviljinn - 12.10.1990, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 12.10.1990, Qupperneq 17
hugarhægðar Að yrkja fyrír alþýðuna I formála Steinunnar Eyjólfs- dóttur er sett ffam svofelld skil- greining: „Alþýðuskáld er sá maður sem yrkir fyrir og um alþýðu þessa lands - eða hvaða lands sem er.“ Steinunn gerir sér grein fyrir því að þessi formúla dugar skammt, vitanlega má eitthvað svipað segja um yrkisefni og efnistök margra ann- arra skálda. (Var Jóhannes úr Kötlum til dæmis „alþýðuskáld“ fram að Sjödægru, en eitthvað annað eftir það?) Yrkisefni segja ekki nema hálfa sögu, efhistök varla heldur, og lítt dugar að flokka skáld t.d. eft- ir efnahag eða skólagöngu. Samt er það svo að þegar alþýðuskáld er nefnt á nafh, þá þykjumst við finna á okkur hvað við er átt. Að minnsta kosti efúmst við ekki um að Steinunn hefur með elju sinni í söfnun bú- ið til „þverskurð af verkum alþýðuskálda á þessari öld“ og skiptir þá ekki höfuðmáli hveija okkur frnnst vanta í safhið. Og við efumst heldur ekki um að söfnunin var ómaksins verð og meira en það. Heföin sterka Nú er að skoða kveðskapinn og þá er rétt að taka það fram strax að það væri óðs manns æði að reyna einhverskonar gæða- flokkun á ljóðum og vísum eftir hundrað manns. 1 skemmstu máli sagt: Margt er skemmtilega ort, margt er líka á einhveiju „hlutlausu“ hagyrðingaróli, fátt er beinlínis klaufalegt. Fyrst og síðast er hefðin sterk: Þetta er bundið mál oftast nær og meðferð á yrkisefnum vel „bundin" í hefð einnig, þegar menn yrkja um sinn trega, um sína trú, sína hesta, eða heilsa náttúrunni fagn- andi og vilja kannski kveða dýrt henni til aukins sóma: HELGARPISTILL Andar blær um vík og vog, völlur grær og blómin anga. Röðull skær með leifturlog Ijóma slær á hlíðar vanga. yrkir Bjöm Guðmundsson verkamaður, og eitthvað mjög svipað er víða á ferli. Þaðsemer öömvísi Sá spilltur spjátrungur sem þessa grein skrifar hefur óneitanlega meira gaman að því sem með einhveijum hætti kemur á óvart, sker sig úr. Eins og þegar Amheiður Guðjónsdóttir, bóndakona fyrir austan, fmnur hjá sér hvöt til að skjóta á trúar- brögðin í sögukvæði um munk og nunnu sem vom tekin af lífi fyrir ástir í meinum. Eða þegar Einar Guðjónsson fyrmrn bóndi sendir rímaða hvatningu inn í kvennabar- áttuna. Eða þegar Guðmundur Kristjánsson vélvirki yrkir m.a. á þessa leið um sunnu- dagssyndir ijúpnaskyttunnar: Tíndi ég í baksekk blóði drifinn hvítfugl sem fallinn var. Níðingum er andlát til ununar. Eða þegar Halldór Ármannsson bóndi leikur sér í langri þulu af æmu hugviti með nafh vinar síns í afmæliskveðju: Stórvötn með steini bruuð. ------------- A steina er öldin trúuð. Stein má stór- virkan kalla. Árni Bergmann Steinar úr lofti falla. Við steina stangast bára. Steinn er sjötíu ára. Ferskeytlan er Frónbúans— Oft hefur lesandinn það á tilfinning- unni að betur gangi mörgum að læsa hugs- un og reynslu í stöku en láta hana breiða úr sér í kvæði. Sigurdis Jóhannesdóttir saumakona yrkir til dæmis: Efþú hverja freistni flýr -finnst sem hún þér grandi — gerast öll þin œvintýr aðeins i handabandi. Þama er allt á sínum stað, líka alræmd- ur slappleiki í annarri línu vísu. Ingibjörg Blöndal ráðskona sleppur betur í þessari vísu: Alla lœt ég eiga sig, en ósköp finnst mér leitt: Það vita allir allt um mig, þótt engum segi ég neitt. Menn em líka og sem betur fer að yrkja ádrepur um ósóma og óáran í samfélaginu. Ekki síst Jón Bjamason frá Garðsvík sem kemur rétt mátulega að okkur núna með þessari vísu: Hugsjónin er horfin i hagsmunanna poka, likt og gullið gleðiský gleypti svartaþoka. Tregi sveítanna Þegar á heildina er litið er ádrepan reyndar mest tengd við tregablandinn sam- Brotasðfur ogdesíbel Þetta þema er reyndar svo fyrirferðarmikið að manni finnst íslensk alþýðuskáld fyrst og fremst vera skáld dreifbýlis og bænda- menningar á fallanda fæti: Við þann heim er hugur þeirra bundinn þótt leið hafi legið að heiman. Og hugur þeirra er fullur trega, sem fyrr segir, þótt stundum komi upp kankvís tónn eins og þegar Eysteinn í Skál- eyjum er að hyggja að brotasilfri liðinna tíða í einu kvæða sinna: En tíminn er knappur ogframtakið fer i fjárstúss og gullbókalestur, brauðstrit og skemmtanir, fiundi og fiakk. Friðinn við uppgröftinn brestur. Eg keypti mér hljómflutningsgrœjur i gær. Gígantísk desíbel framleiða þær! Sól er að lœkka og sigur i vestur. Þessum trega fylgir annar, tengdur því að ljóðsins og hagmælskunnar list eigi í vök að veijast, ásamt með tungunni sjálfri. Því til andsvara eru menn að brýna sjálfa sig og aðra til að láta ekki deigan síga: Hagmælskan er hugarmáttur, heillar þjóðar náðargjöf. yrkir Ormur Olafsson sem reyndar er formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Og Friðþjófur Gunnlaugsson skipstjóri leggur fVam þessar spumingar hér, sem um leið eru lofsöngur um veröld sem var: Lesa menn enn Ijóð og skilja löngun þá sem hugann knýr? Hugsun skerpa, hjarta ylja, hjálpa lúðum, daufum vilja, hálfu svörin heimta skír. Hefja lágt i hærra veldi hlú að döprum, byrgðum eldi, fylla eyður, byggja brýr. ég Allt í einu er stórt ljóðasafn komið inn á borð og heitir íslensk alþýðuskáld. Þar eru ljóð eftir hundrað höfunda sem Stein- unn Eyjólfsdóttir hefur safnað en Hildur gefur út. Bókin er merkt eins og um fyrsta bindi ritsafns væri að ræða, en þess ekki getið hve stórt það á að vera. Hverer alþýðuskáld? Heiti bókarinnar vekur strax upp spum- ingar um það hver em alþýðuskáldin og hvað eiga þau skáld að heita sem ekki em alþýðuskáld og hvert er sambandið milli þeirra? Stundum er sagt sem svo, að til að hágróður geti þrifist þurfi lággróður að vera til, til að stórskáld verði til þurfi mik- inn her manna sem er síyrkjandi út um allt land sér til hugarhægðar, en hvorki sér til lofs né frægðar. Eitt sinn vom menn eitt- hvað að kallsa um þetta á mannamóti og eitt skáldið sagði: Ekki geta allir verið þjóðskáld. Nei, sagði Halldór Laxness, sem var viðstaddur, það væri skelfilegt. Aftan á bókinni segir sem svo að það séu íslensku alþýðuskáldin „sem að megin- hluta hafa plægt jarðveginn fyrir þá menn- ingaruppskeru sem á Islandi þrífst“. Þetta er rétt, sé á það litið að alþýðuskáldin halda uppi áhuga á kveðskap, vinna gegn því að hann einangrist í þröngum hópi. En þetta er ekki rétt að því er varðar ljóðagerðina sjálfa. Alþýðuskáldin em oftast nær háð fyrirmyndum sem sóttar em til „stór- skálda“ eða „þjóðskálda“ eða hvað við eig- um nú að kalla þá sem ekki er ætlaður sess í safni sem þessu hér. Lesandinn rekst strax á dæmi um enduróm af verkum þekktra skálda eins og vonlegt er. Ekki síst þegar menn em að ljóða á náttúmna í kringum sig, átthag- ana, segja frá mannraunum, harma genginn vin. Yrki mér anburð á því sem var og því sem er. Ljóð og stökur Iýsa angurværð, beiskju eða heift yfir því að það líf sem menn lifðu í byggð- um landsins er horfið og eitthvað annað komið í staðinn sem mönnum líkar ekki. Þessi þráður er reyndar langsamlega sterk- astur í kveðskaparsafhinu. Og sá sem best heldur honum til skila er kannski Eysteinn G. Gíslason kennari og bóndi í Skáleyjum. Hann fer í fot mætra skálda sem yrkja sögukvæði og leggja svo út af sögunni eins og þegar hann gerir upp dæmi Hrafna- Flóka í fortíð og samtíð með þessum hætti: Við sögu Flóka undrumst enn. Þau örlög sýnast grimm og hörð að sigra fýrst, en flýja burt að felldri sinni litlu hjörð... Hann skildi eftir auðan bæ. Hans áform háleitt rann í sand. - En hægan bræður - hinkrum við það hafa fleiri þennan sið. Við höfum lika leitað burt, um land og sögu engan spurt. Flóttinn er einmitt fyrirferðarmikið þema, sá sami Eysteinn yrkir kvæðið „I auðri byggð" og spyr: Varþað ei hér sem vinnufúsum höndum vonglaður bóndi rœkti ævistarf? Erjaði, byggði, bömum skila vildi búsælli reit en sjálfur tók i atj? Héma sem spunninn var á löngum vökum vonanna þráður undir lágum þökum. til En nú er fólkið farið og: Horfin þau böm er sæl og sak- laus voru seidd inni hamra breiðholtanna stóru. Föstudagur 12. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.