Þjóðviljinn - 12.10.1990, Síða 18
Snilldarverk Kasparovs
Garrij Kasparov hefur svo
sannarlega ekki eytt síðustu mán-
uðum til einskis ef marka má
byrjun einvígisins við Karpov í
New York. Hann var.n 2. einvíg-
isskákina, sem tefld ^ar sl. mið-
vikudagskvöld, í 44 leikjum og
með slíkum tilþrifum að áhorf-
endur í Hudson-leikhúsinu, þar
sem New York-hluti einvígisins
fer fram, risu úr sætum og gáfu
meistaranum dynjandi lófa-
klappi. Krafturinn í taflmennsku
Kasparovs var feiknarlegur.
Hann virðist staðráðinn í að
standa við stóru orðin og ganga
frá erkifjanda sínum í eitt skipti
fyrir öll.
í tveim fyrstu skákum einvígis-
ins virtist koma í ljós, sem svo oft
áður, að undirbúningur Kaspar-
ovs er langtum betri. Hann fékk
upp sömu stöðu og komið hefur
upp í nokkrum skákum Karpovs
þ.á m. úr einvígjunum við Jó-
hann Hjartarson í Seattle og Jan
Timman í Kuala Lumpur. Eins
og ávallt hafði hann nýtt til mál-
anna að leggja og fann spánnýja
áætlun í margþvældu afbrigði
spænska leiksins.
í fréttaskeytum er þess getið að
á meðan á skákinni stóð hafi
Kasparov iðað í sætinu en Karp-
ov setið sallarólegur og með hönd
undir kinn. Pegar staðan hrundi
og allt viðnám Karpovs gjörsam-
lega vonlaust lét heimsmeistarinn
furðu sína á þrákelkni Karpovs í
ljós með margvíslegum fettum og
brettum. Karpov setti þó ekki
skákina í bið, eins og stundum
undir svipuðum kringumstæðum,
heldur gafst upp á staðnum. Pessi
skák minnti marga á svipaða
viðureign í einvígi þeirra 1986 en
þar varð spænski leikurinn einnig
uppá teningnum.
2. einvígisskák:
Garrij Kasparov - Anatoly Karp-
ov
Spænskur leikur
1. e4 e5
2. Rf3 Rc6
3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6
5. 0-0 Be7
6. Hel b5
7. Bb3 d6
8. c3 0-0
9. h3 Bb7
(Zaitzev-afbrigðið er kennt við
helsta aðstoðarmann Karpovs.
Það kom fyrir í tveimur skákum
Jóhanns Hjartarsonar og Karp-
ovs í Seattle í fyrra og í fjórum
skáka Timmans og Karpovs í Ku-
ala Lumpur í apríl sl. Ekki þurfti
Karpov að kvarta undan árangr-
inum: þrír sigrar og tvö jafntefli.)
10. d4 He8
11. Rbd2 Bf8
12. a4 h6
13. Bc2 exd4
14. cxd4 Rb4
15. Bbl bxa4
(í 14. og 16. skák þriðja einvígis-
ins 1986 lék Karpov 15. .. c5 en
tapaði báðum skákunum. Síðan
hefur þessi peðsleikur átt hug
hans allan.)
16. Hxa4 a5
17. Ha3 Ha6
18. Rh2 g6
(Fyrstu 17 leikirnir flugu fram á
borðið á örfáum mínútum. Þeir
hafa allir komið fyrir í skákum
Karpovs áður. í 5. einvígisskák
Jóhanns og Karpovs í Seattle lék
Jóhann hér 19. Rg4 og eftir 19. ..
Rxg4 20. Dxg4 c5! mátti hvítur
ekki leika 21. d5 vegna 21. ..
Bxd5. Jóhann lék 21. dxc5 og
eftir 21... dxc5 lét hrókurinn á a6
brátt til sín taka. Nokkru síðar
fékk nýjasta stjarna Sovétmanna
Vasily Ivantsjúk þessa stöðu upp
gegn Karpov og lék 19. f4. Eftir
19. .. d5! 20. e5 Re4 21. Rg4 c5
upphófst snörp barátta þar sem
svartur stóð af sér allar atlögur. í
undirbúningi sínum fyrir einvígið
gat Kasparov næstum gengið að
stöðunni, sem kemur upp eftir 18
leiki, vísri og árangurinn af rann-
sóknum hans er...)
19. f3!
(Ósköp er þetta einfalt og snjallt,
sannkallað kólumbusaregg.
Hvftur treystir peðið á e4 í sessi
og heldur hróknum á a6 frá aðal-
átakasvæðinu.)
19. .. Dd7
(Fjölmargir aðrir leikir koma til
greina. Nærtækasti leikurinn, 19.
.. d5, strandar á 20 e5 og peða-
massi hvíts á kóngsvæng er ekki
árennilegur.)
20. Rc4 Db5
21. Hc3 Bc8
(Karpov er iðinn við að stilla
mönnunum upp í borð. Hér
strandaði 21. .. d5 á 22. Ra3
ásamt 22. e5! með yfirburða-
stöðu. Það kemur æ betur í ljós í
þessari skák að ein aðalhugmynd
Kasparovs með 19. leiknum er að
halda hróknum á a6 frá kóngs-
vængnum.)
22. Be3 Kh7
23. Dcl c6
24. Rg4 Rg8
a b c d e f g h
25. Bxh6!!
(Þrumuleikur sem byggir á hár-
fínu stöðumati. Atburðarásin
fram að 30. leik er nú þvinguð.)
25. .. Bxh6
(Vitaskuld ekki 25. .. Exh6 26.
Rf6t og 27. Rxe8.)
26. Rxh6 Rxh6
27. Rxd6 Db6
28. Rxe8 Dxd4t
29. Khl Dd8
30. Hdl Dxe8
31. Dg5!
(Þessa stöðu sá Kasparov fyrir er
hann fórnaði riddaranum. Hann
hefur góð færi á kóngsvængnum
auk þess sem svartur á afar erfitt
með að virkja menn sína.)
31. .. Ha7
32. Hd8 De6
33. f4!
(Hver einasti leikur Kasparovs er
geysilega kraftmikill.)
33. .. Ba6
34. F5 De7
(En ekki 34. .. gxf5 35. exf5
Delt 36. Kh2 Dxbl 37. Hh8+
Kxh8 38. Dxh6t Kg8 39. Hg3
mát.)
35. Dd2 De5
36. Df2! De7
(36. .. Hb7 kom einnig til greina
en framhaldið verður svipað: 37.
Hc5 De7 37. Dd4 f6 38. e5! gxf5
39. exfóDel t 40. Kh2Dxbl41.
Hh81 !! Kg6 (41. .. Kxh8 42.
f71 0g 43. f8(D) 42. Dh4 Hh7
(42. .. Rf7 43. Hg8 mát!) 43.
Hxh7 Kxh7 44. Dg5 og mátar. í
þessu afbrigði eins og svo mörg-
um horfa menn svarts á drottn-
ingarvæng aðgerðalausir á fram-
vindu mála.)
37. Dd4!
37. .. Rg8(?)
(Þótt staða svarts sé að öllum lík-
indum töpuð var meira viðnám
fólgið í 37. .. f6 því hvítur verður
að tefla nákvæmt til að knýja
fram sigur t.d. 38 fxg61 Kg7
o.s.frv. eða 38. e5 fxe5 o.s.frv.
Besti leikurinn er 38. Hd6! með
hugmyndinni 38. .. Kg7 39.
Hxf6!! Dxf6 40. e5! og vinnur.
Reyna má 38... gxf5 en þá kemur
39. e5!! fxe5 40. Dd2! Dg7 41.
Hxhót ! Dxh6 42. Bxf51 Kg7
43. Hg3t og vinnur. Skásta úrr-
æði svarts er 38. .. Rg8 þótt ekki
sé staðan fögur eftir 39. fxgót
Kg7 40. Hc5.)
38. e5!
(Leggur svörtu stöðuna endan-
lega í rúst.)
38. .. Rd5 39. fxg6 t fxg6 40.
Hxc6! Dxd8 41. Dxa7 t Rde7 42.
HxaöDdlt 43.DglDd244.DH
Karpov gafst upp. Langbesta
skák sem tefld hefur verið á þessu
ári og ein af allra bestu skákum
Kasparovs.
Staðan í einvíginu:
Kasparov IVi - Karpov Vi.
Þriðja skákin er á dagskrá í dag
en eftir þessa útreið þarf ekki að
koma á óvart að Karpov taki sér
frí.
Helgi
Ólafsson
Naumur sigur
Sveit Landsbréfa sigraði sveit
S. Ármanns Magnússonar í úr-
slitum Bikarkeppni Bikar-
sambandsins. Lokatölur leiksins,
eftir 64 spil, urðu 182 stig gegn
176 stigum. Samtals 358 stig
skoruð eða 5,6 stig að meðaltali í
hverju spili. Nokkuð mikið fjör
það...
Sigursveitina skipa þeir:
Magnús Ólafsson, Jón Þorvarð-
arson, Jón Baldursson, Aðal-
steinn Jörgensen, Valur Sigurðs-
son og Sigurður Vilhjálmsson.
Ef við rekjum gang leiksins
lítillega, þá var staðan eftir fyrstu
16 spilin: 39 gegn 35. Eftir 32 spil:
99-84. Og eftir 48 spil: 159-127.
Héldu nú flestir að síðasta lotan
væri formsatriði, en annað kom í
ljós. S. Ármann tók þá lotu 49
gegn 23 og munurinn því aðeins 6
stig, er upp var staðið. í reynd gat
sigurinn lent hvorum megin sem
var, enda fjörið jafnmikið og í
leiknum öllum.
Vel var staðið að undirbúningi
leiksins af hálfu BSÍ en mikið fer
það í taugarnar á fólki þegar ver-
ið er að hringla með tímasetningu
leiksins. Svo virðist sem Lands-
bréfin vissu allt um nýju tíma-
setninguna þótt liðsmenn S. Ár-
manns kæmu af fjöllum, er þeir
mættu til leiks á sunnu-
dagsmorgni. Lágmark að láta
báða aðila vita um breytt fyrir-
komulag.
Frekar fátt var um áhorfendur.
Búast má við að það fyrirkomu-
lag sem verið hefur á Bikar-
keppni BSÍ frá upphafi, hafi
runnið sitt skeið á enda og á
næsta ári verði um að ræða veru-
legar breytingar á formi. Helst
hefur verið rætt um að draga
sveitir í riðla og tryggja þannig að
hver sveit spili 2-4 leiki áður en
þær falla úr keppni eða halda
áfram. Væntanlega verður þetta
rætt á ársþingi Bridgesambands-
ins, sem haldið verður sunnudag-
inn 21. október.
Elín Bjarnadóttir mun taka við
sem starfsmaður Bridge-
sambands fslands, 1. nóvember,
er ísak Örn Sigurðsson lætur af
störfum, að eigin ósk. Elín er gift
Jóni Baldurssyni, fv. starfsmanni
Bridgesambandsins og margföld-
um Islandsmeistara. Má vænta
góðs af starfi Elínar hjá samband-
inu.
Um þessa helgi mun BSÍ gang-
ast fyrir keppni yngri spilara í
húsnæði BSÍ. Spilamennska er
öllum opin og hefst kl. 13 á morg-
un.
Fullbókað mun vera í minn-
ingarmótið á Selfossi, sem spilað
verður laugardaginn 20. október.
36 pör munu taka þátt í mótinu.
Og Kópavogsmenn halda opið
stórmót helgina 3.-4. nóvember.
Verðlaunin munu nema 300 þús.
kr. fyrir 5 efstu sætin.
Mjög góð þátttaka er hjá Skag-
fírðingum í haustbarometer, sem
hófst sl. þriðjudag. 24 pör taka
þátt í keppninni. Eftir 6 umferðir
eru Helgi Víborg og Oddur Jak-
obsson í forystu.
Og íslandsmót kvenna og yngri
spilara verður síðustu helgina í
október. Á sama tíma halda Ak-
ureyringar sitt árlega stórmót.
Mjög vegleg verðlaun eru í boði.
Mótið er haldið í samráði við
Flugleiðir, sem bjóða mjög hag-
stæðan „pakka“ í mótið.
Og Einar Jónsson (úr Kefla-
vík) hefur gert Bridgesam-
bandinu tilboð um að taka að sér
sérstök kennsluverkefni á vegum
sambandsins.
Skipuð var nefnd í málið (til að
kanna hvaða lesefni Einar hefur
undir höndum, annað en Þjóð-
viljann...).
Ármann J. Lárusson og Ragn-
ar Björnsson sigruðu haust-tví-
menning Bridgefélags Kópavogs.
Sl. fimmtudag hófst svo 3ja
kvölda hraðsveit.
Og Guðlaugur Sveinsson og
Magnús Sverrisson leiða baró-
meterkeppni Hafnfirðinga, er
þremur kvöldum er lokið af fjór-
um.
Jón Sverrisson og Reynir
Helgason sigruðu á meistakeppni
Norðurlands (bæði svæðin) í tví-
menning, um síðustu helgi. Ant-
on Haraldsson og Pétur Guð-
jónsson urðuí 2. sæti. Aðeins 15
pör tóku þátt í mótinu, sem spilað
vará Akureyri.
Það verður að teljast vafasamt
í meira lagi, að fyrirfram gefa spil
í úrslitum leikja á borð við úr-
slitaleikinn í Bikarkeppni BSÍ, ef
tölvugjöfin sem sambandið not-
ast við er ekki rétt endurspeglun
á því sem 64 spila leikur (hand-
gefinn) býðuruppá.
Af þessum 64 spilum voru yfir
40 spil í meira lagi upp í loft og
mátti ganga að því sem vísu undir
lokin að einhver höndin (af 4 við
borðið) ætti eitthvað ósagt, þegar
allt virtist stefna í „eðlileg“ við-
skipti. Lítum á eitt skrautlegt
dæmi:
S: 953
H: 85
T: K9643
L: D94
S: KG76 S: ÁD
H: 62 H: ÁKD4
T: ÁDG875 T: 102
L: Á L: K10876
S: 10842
H: G10973
T: - -
L: G532
I opna salnum gengu sagnir
hjá Sigurði og Val í A/V á þessa
leið:
Norður Austur Suður Vestur
1 lauf 2 tíglar 3 tíglar
pass 3 hjörtu pass 3spaðar
pass 61auf? pass 6grönd
pass pass pass
2 tíglar sögðu frá hálitum
Suðurs og 6 lauf voru lokasögn
hjá Sigurði (?). Valur er eldri en
svo að láta „plata" sig á sjötta
sagnstigi, j afnvel frá félaga,
þannig að hann venti yfír í 6
grönd (sem höfðu þann ótví-
ræðan kost, að hann átti að spila
þau...). Eins og sést eru alltaf 12
slagir í húsi, nema Norður „finni"
laufaútspilið frá dömunni (úti-
lokað, eftir sagnir). Slétt staðið
gaf 1440 til Landsbréfa. í lokaða
salnum enduðu liðsmenn S. Ár-
manns í eðlilegum lokasamning,
eða 6 tíglum. Eina legan sem ban-
ar því? Jamm, kóngurinn fimmti í
Norður (af fimm spilum úti í litn-
um). Eðlilegt? Spilið gaf heila 17
impa til Landsbréfa sem unnu
leikinn meðóimpum (stigum).
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fðstudagur 12. október