Þjóðviljinn - 12.10.1990, Síða 28

Þjóðviljinn - 12.10.1990, Síða 28
kastalagarðinum I Trakai-kastala sátu hertogar Litháens Heimsókn Landsbergis.for- seta Litháens, fyrr í vikunni verður okkur tilefni til að segja lítillega frá Trakai- kastala, sem er merkilegt mannvirki þar í landi og eitt af því sem Litháar eru mjög stoltir af. Trakai er ekki nema um þrjátíu kílómetra frá höfuð- borginni Vilnius. Kastalinn ris á eyju í vatni og allt í kring eru vötn og skógar: Hingað mun auðveldlega leita hugur ungra drengja sem vilja lifa sig inn í þann tíma þegar riddarar fóru um héruð með burtreiðum og annarri frægð. VESTMANNA- EYJAR a\\adaga ARNARFLUG INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - Sími 29577 Fomhöiúðborg Trakai var eitt sinn höfuð- borg mikils ríkis Litháa sem mjög setti svip á alla miðalda- sögu Evrópu austanverðrar. Og þar sátu stórhertogar landsins, Gediminas, Kestutis, Algirdas, Jagela, Vytautas, eins og frægt er í sögum og munnmælum. Kastalinn sjálfur var byggð- ur á íjórtándu og fimmtándu öld og var eitt besta virki í Evr- ópu, með veggjum þykkjum og traustum tumum og fallstykkj- um sem skutu steinkúlum á stærð við mannshöfuð að óvin- unum. Ekki veittiaf Ekki veitti Litháum af virki góðu, og virki höfðu reyndar verið reist í Trakai áður en kast- alinn sjálfur kom til. Nágrannar Litháa við Eystrasalt, Prússar, Lettar og Eistur, höfðu lotið í lægra haldi fyrir þýskum kross- riddurum sem í austurveg heij- uðu þegar á tólftu öld. Prússar hurfu reyndar með öllu og er ekki neitt eftir af þeim annað en heiti á ýmsu því sem mönnum fellur síst í fari Þjóðveija. En Litháar héldu velli af merki- legri þrjósku. Veittu krossridd- urum öflugt viðnám og neituðu að taka við kristni úr þeirra hendi. Vom reyndar síðustu heiðingjamir í Evrópu ef svo mætti segja, eins og vel og skil- merkilega kemur fram í þjóð- sögum þeirra og siðum fom- eskjulegum. Krossriddararnir reyndu um tveggja alda skeið að leggja Litháa undir sig og tókst aldrei. Trakai var nógu öflugt virki til að standast hvaða árás sem var og féll ekki í hendur innrás- armanna. Árið 1410 sigr- aði litháískur her, sem hafði reyndar bæði rúss- neskan og pólskan liðs- styrk, her krossberaridd- ara í orustunni við Gmnewald (Zalgiris á litháísku). Bám riddarar ekki sitt barr eftir þetta. Kastalinn séður frá göngubrúnni sem tengir hann við samnefndan smábæ. Hnfcpiunog Um það Ieyti stóð mikill ljómi um Trakaikastala. En samt var hnignun hans hafin, miðstöð valds var að flytja ann- að. Árið 1386 hafði Jagela stór- hertogi tekið kaþólskan sið og kvænst pólskri prinsessu. Þar með vom ríki Pólverja og Lit- háa sameinuð og litháíska yfir- stéttin varð fljótlega pólsk að siðum og tungu. Trakai-kastali féll í gengi undir lok fimmtándu aldar og var um skeið notaður sem fang- elsi fyrir aðalsmenn sem fallið höfðu í ónáð. Á miðri sautjándu öld var kastalinn lagður í rúst í ein- hverri styrjöldinni og var í nið- umíðslu allt fram yfir 1960. En þá byrjuðu litháískir fomleifa- fræðingar, arkitektar og sagn- fræðingar að endurreisa hann með fulltingi litháísku sovét- stjómarinnar, sem var um margt þjóðemissinnaðri en stjómir annarra sovétlýðvelda. Svo mikið er víst að þá var skrifað stundum í rússnesk blöð um að óþarft væri að spandera fé í að endurreisa Trakai-kast- ala og þar með kynda undir þjóðemishyggju Litháa, sem væri meiri en nóg fyrir. Trakai er nú vinsæll ferða- mannastaður með sögusafni miklu, tónleikahaldi og báts- ferðum á vatnasvæðinu allt í kring. áb tók saman. KILOIÐ AF GOUDA 26% r rr IKILOAPAKKNINGUM LÆKKARUM: VAR: 755,30 KR/KG VERÐUR: 555,30 KR/KG AUK k9d21-537

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.