Þjóðviljinn - 19.10.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.10.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég reiðist flokksþingi krata IROSA- GARÐINUM Ég, Skaði, hefi legið í leti. En svo fór ég að lesa mér til um þetta flokksþing kratanna í vikulokin sem voru og mér varð ekki um sel og ég get ekki orða bundist. Það vildi líka svo til, að eftir flokksþingið kom í heimsókn til mín systursonur minn sem heitir Jón eins og aðrir kratar nú til dags. Að vísu er hann ekki með sérvisku eins og að vera Hannibalsson eða sögulegan rembing eins og að vera Sig- urðsson. Hann er bara Jónsson. Alþýðukrati semsagt. Ósköp ertu eitthvað næpulegur, greyið mitt, sagði ég við Nonna. Er það nema von, sagði hann. Þetta flokksþing ætlaði mig alveg lifandi að drepa. Hvers vegna? sagði ég- , . Hvers vegna? hváði Jón. Þykistu ekkert vita? Þykistu ekki hafa hlustað á rifrildið milli Jóns og Jóhönnu? Þyk- istu ekki hafa heyrt að Jón kallaði okkar fremstu flokkskvinnu ekki bara kommúnista heldur Kvennalistaker- lingu líka? Ekki sagði hann það nú kannski, sagði ég. Víst sagði hann það. VIÐ erum ekki kommar, sagði Jón Baldvin. VIÐ erum ekki Kvennó. Maður skilur nú annað eins. Og svo kom Jóhanna og kallaði Jón formann morðingja! Ekki sagði hún það nú kannski, sagði ég. Jæja? Sagði hún það ekki? Hún sagði að þama á þinginu færi fram aftaka a sér. Og ef það er ekki morð þá veit ég ekki hvað. Já en svo sættust allir heilum sáttum, sagði ég. Lát huggast, kæri krati, því allt var það í plati! Þau skötuhjúin tókust i hendur og sögðu að það væri góð og öfundsverð pólitísk íjöl- skyldumeðferð að rífast eins og hundur og köttur til þess að skerpa ástir. Veistu það Skaði, ég trúi ekki á að beija konur til ásta. Ég er þó þessi jafnréttissinni. Og ég trúi ekki formanninum þegar hann glottir eins og Stranda-Móri. Eigi fólgnar. Og ég trúi ekki að þjóðin taki mark á þessu og er sál mín nú þreytt og áhyggjufull. Þú hefur rangt fyrir þér eins og venjulega, Nonni minn, sagði ég. I fyrsta lagi tekur þjóð- in fúllt mark á góðu leikhúsi með happy end og svoleiðis. Og í öðru lagi ert það ekki þú sem átt að hafa áhyggjur heldur ég. Þú? hrópaði Nonni krati hneykslaður. Þú sem hefúr setið hér í þinni ihaldssjálfúm- gleði og verið kátur yfir okkar heimilisböli sem hefúr verið þyngra en tárum taki allt frá því að Ragnheiður biskups- dóttir lét fallerast í Skálholti. Nei, vinur, sagði ég. Áhyggjur mínar eru einlægar og standa djúpum rótum í minni pólitísku skynsemi. Og hveijar eru þær svosem? spurði Jón Jónsson sósíaldemó- krat. Þær stafa af því, að mér finnst það óvið- felldin frekja af ykkur krötum að kássast upp á jússur okkar Sjálfstæð- ismanna. Kássast hvað? Kássast upp á okkar hugsjón og rétt. Það vorum við sem fúndum það upp að vera flokkur allra flokka. Það erum við sem erum hinn eðli- legi og náttúrulegi vett- vangur málamiðlana í landinu. En þegar þess- ir krataráðherrar þínir setja á svið hatramman skoðanaslag á flokks- þinginu og allur þing- {heimur styður báða jafnt, þá er verið að stela af okkur. Við höf- um alltaf rúmað bæði einstaklingshyggju og ríkisforsjá, verkó og kapítalista, menningu og ómenningu, heiðar- leika og siðleysi og allt sem í lífinu felst. Svo kemur þetta þing ykkar og laumar sér í okkar föt og lætur Jóhönnu dekka kvenfólkið og laumukommana en Jón dekka frjálshyggjuna og uppana. Ég get sagt þér það frændi, að eg er reiður. Reiður, sár, fúll og gramur. Eg astla að stefna þessum Alþýðuflokki þínum fyrir brot á lögum um höfundarrétt! ENN L1F1R MANNUD* ARSTEFNAN Þátttaka mín í prófkjörinu (hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík) og ffamboð síðar ef vel gengur, felur ekki í sér neina ákvörðun (eða hótun) af minni hálfú um að ég ætli að hasla mér völl á vettvangi stjómmála um aldur og ævi. Guómundur Magnússon ÍDV ÖFLUG NÁTTÚRUVERND Sovéskur kynffæðingur, Sergei Agarkov, hélt því ffam í blaðaviðtali sem birtist í Moskvu í dag að innan stjóm- kerfisins væri starffækt sérstök deild sem hefði því hlutverki að gegna að dreifa klámmyndum til sovéskra ráðamanna. Morgunblaóió ÞVfEITTERNAUD- SYNLEGT— Ég vil mótmæla því að hver sem er geti titlað sig kynfræðing þótt hann hafi lesið margar bæk- ur og sótt námskeið og einhveij- ar ráðstefnur um kynlíf. \ Jóna í DV GUÐ HJALPAR ÞEIM SEM HJÁLPASÉR SJÁLFIR Dró sér 8 milljónir króna og vann 3,5 miljónir í Lottóinu. Fyrírsögn í DV FYRIRHEITNA LANDIÐ Lúxemborg: Þar sem bankar dijúpa af hveiju strái. Morgunblaóió UNDUR VERALDAR Á einum klettinum sá hann hvar lá akfeit kona og gat hann ekki betur séð en hún væri með fjögur brjóst. Hvert var af mel- ónustærð og í viðbót við þessi tvö beint ffaman á var hún með tvö sitt undir hvomm handlegg. Þó vantaði geirvörtumar á þau. Morgunblaóió ÞVÍ VERR, ÞEIM MUN BETRA Á bestu heimilum í landinu rífast menn eins og hundur og köttur. Jóhanna Siguróar- dóttir um slaginn vió Jón Baldvin 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.