Þjóðviljinn - 19.10.1990, Blaðsíða 6
Kohlog
Genscher
sigwvegarar
Sennilegast er að sameinað Þýskaland verði
íyrst í stað hægrisinnaðra en vesturþýska ríkið
var, gagnstætt því sem lengi hafði verið gert
ráð fyrir
rennar kosningar hafa
farið fram i austurhluta
Þýskalands frá því að alræði
kommúnistaflokksins þar var
afnumið og úrslitin hafa í öll
skiptin orðið á sömu lund.
Sigurvegararinn er hinn
fremur hægrisinnaði flokkur
kristilegra demókrata, sem
fyrir nokkru var sameinaður
bróðurflokknum vesturþýska
með sama nafni.
Séð út frá niðurstöðum skoð-
anakannana gerðra fyrir nefndar
kosningar kom þetta ekki á óvart,
en til skamms tíma hefðu flestir
spáð að öðruvísi færi. Fyrir valda-
tíð Hitlers höfðu landshlutar þeir,
sem um 41 árs skeið voru ríkið
Austur-Þýskaland, yfírleitt verið
vinstrisinnaðir og íbúar þar flestir
hallast að mótmælendatrú. Vest-
urþýska ríkið var hálfkaþólskt, og
þótt kristilegum demókrötum þar
tækist að jafna aldagamlan pólit-
ískan ágreining kaþólikka og
mótmælenda hafa þeir yfirleitt átt
meira fylgi að fagna meðal þeirra
fyrmefndu. Meðal mótmælenda
hafa jafnaðarmenn yfirleitt verið
fylgismeiri. í samræmi við þetta
ráða jafnaðarmenn nú mestu í
stjómum fylkjanna í norðurhluta
hins fyrrverandi vesturþýska ríkis
en kristilegir demókratar og bróð-
urflokkur þeirra Kristilega sósíal-
sambandið í fylkjum suðurhlut-
ans.
Skæðar tungur hermdu að
Adenauer gamli hefði grátið þurr-
um támm klofning Þýskalands
eflir heimssfytjöldina síðari.
Hann var kaþólikki, Rinlendingur
og Vestur- Evrópumaður og leit á
íbúa austurhlutans sem lúthers-
trúarmenn, vinstrisinna og
Prússa. Og alveg þar til Berlínar-
múr var opnaður, ef ekki lengur,
var frekar gert ráð fyrir því að
meirihluti íbúa austurhlutans
myndi kjósa jafnaðarmenn. Með
sameiningunni myndi þannig
raskast það jafnvægi, sem verið
hefur með tveimur stærstu stjóm-
málaflokkum landsins, á þá leið
að jafnaðarmenn færu þó nokkuð
fram úr hinum.
Eftir fylkisþingkosningamar
á sunnudaginn í þeim fimm fylkj-
um, sem hinu fyrrverandi austur-
þýska ríki hefur nú verið skipt í
samkvæmt fomri hefð, em allar
líkur á að niðurstaðan verði þvert
á móti sú, að kristilegir nái þeim
yfirburðum framyfir jafnaðar-
menn í stjómmálum sameinuðs
Þýskalands sem þeim tókst ekki
að ná í vesturþýska ríkinu.
Jafnaðarmenn bættu að vísu
við sig talsverðu fylgi frá fyrri
kosningum, en fengu ekki nema
25 af hundraði greiddra atkvæða
og sigruðu ekki nema í einu fylki,
Brandenbúrg, kjamalandi prúss-
neska stórveldsins sem fyrir tíð
Hitlers hallaðist yfírleitt að jafn-
aðarmönnum. Sigurinn í Bran-
denbúrg, þar sem þeir fengu tæp
40 af hundraði atkvæða, eiga þeir
þar að auki líklega mest að þakka
persónulegum vinsældum Manír-
eds Stolpe, æðsta manns evangel-
ísk-lúthersku kirkjunnar í austur-
þýska ríkinu fyrrverandi. Hann
gekk fyrir skömmu til liðs við
jafnaðarmenn og var i kosningun-
Kurt Biedenkopf (t.v.), oddviti kristilegra demókrata i Saxlandi (þangað til ( fyrra framariega í vestur-
þýskum stjórnmálum), Helmut Kohl sambandskanslari og flokksbróðir þeirra Lothar de Maiziere, síö-
asti forsætisráðherra Austur-Þýskalands - sá í miðið vann sigurinn fyrir hina.
um í forustu fyrir þeim í Branden-
búrg.
I Saxlandi, því íjölmennasta
af fylkjunum nýju sem einnig á
sér „rauða“ fortíð, varð sigur
kristilegra mestur. Þeir fengu þar
hreinan meirihluta, 54 af hundr-
aði atkvæða, en jafnaðarmenn
ekki nema 18 af hundraði. I hin-
um fylkjunum þremur, Mecklen-
burg-Vestur- Pommem, Saxlandi-
Anhalt og Þýringalandi, komu
kristilegir einnig út úr kosningun-
um sem stærsti flokkurinn, þótt
þeir fengju ekki hreinan meiri-
hluta.
Þetta kann ýmsum undarlegt
að þykja með hliðsjón af því, að
forustumenn kristilegra í austur-
hlutanum þykja heldur sviplitlir
menn og ferill flokksins þar er
ekki yfrið glæsilegur. Meðan
austurþýska ríkið var og hét voru
kristilegir demókratar þar þægir
fylgifískar kommúnistaflokksins
og sýndu ekki af sér óhlýðni
gagnvart honum fyrr en nokkuð
ljóst var orðið að gamla kerfið var
að hrynja.
Niðurstöður skoðanakannana
benda til þess að kjósendur aust-
urhlutans hafi öllu fremur kosið
kristilega demókrata vesturhlut-
ans en „sína“ menn i þeim flokki.
Áhuginn fyrir sameiningunni
virðist enn ráða mestu um pólit-
ískt hugarfar kjósenda í austur-
þýska ríkinu fyrrverandi. Um
sameininguna höfðu kristilegir
forustua, og Kohl sambands-
kanslari, sem í vesturhlutanum
hefúr þótt ffemur hversdagslegur
stjómmálamaður, eilítið klaufsk-
ur og því stundum átt undir högg
að sækja með vinsældir, er hetja í
augum íbúa austurhlutans sem sá
leiðtogi er kom sameiningunni í
kring, nýr Bismarck. Persónuleg-
ar vinsældir hans eiga áreiðanlega
mikinn þátt í kosningasigrum
flokksbræðra hans í austurhlutan-
um. Þar að auki hafði það mikil
áhrif á val austurþýskra kjósenda
að þeir líta á kristilega sem flokk
atvinnurekenda og gera sér vonir
um, að mikið fylgi þess flokks í
austurhlutanum verði vesturþýsk-
um atvinnurekendum hvatning til
að fjárfesta og stofna fyrirtæki
eystra, bágstöddu atvinnulífi þar
til hressingar.
Persónufylgi virðist raunar
hafa valdið miklu um úrslit kosn-
inga þessara. Frjálsdemókratar,
sem eru í stjóm með kristilegum,
komu yfirleitt vel út úr kosning-
unum, sérstaklega í Saxlandi-An-
halt, þar sem þeir fengu 13 af
hundraði atkvæða. Það er þakkað
vinsældum Hans-Dietrich Gen-
scher, leiðtoga flokksins og utan-
ríkisráðherra, sem að líkindum
átti ívið meiri þátt í að koma sam-
einingunni í kring en Kohl. Gen-
scher er ffá Halle, næststærstu
borginni í Saxlandi-Anhalt.
Kommúnistaflokkurinn fyrr-
verandi, sem á valdatíð sinni
nefndist Sósíalíski einingarflokk-
urinn en heitir nú Flokkur Iýð-
ræðissósíalisma, tapaði miklu ffá
fyrri kosningum og fékk 10-11 af
hundraði greiddra atkvæða. Hann
virðist einkum hafa misst frá sér
fylgi sveitafólks. Hann stóð sig
best í Mecklenburg-Vestur-
Pommern, þar sem hann fékk
tæplega 16 afhundraði atkvæða. í
þeim hémðum var andófshreyf-
ingin í fyrra gegn alræði komm-
únistaflokksins í veikara lagi. I
landshlutum þessum, sem frá
fomu fari hafa verið í nánum
tengslum við Norðurlönd, liggur
og vinstrimennska í stjómmálum
í landi.
Böm sem hermerm
Um 200.000 böm undir 15 ára aldri em hermenn, skæmliðar og hryðju-
verkamenn í mörgum löndum þriðja heimsins
egar Franice, mósambísk-
ur drengur, var sex ára,
réðust skæruliðar uppreisnar-
hreyfingarinnar Renamo á
þorpið þar sem hann átti heima
hjá foreldrum sínum. Þeir
drápu marga af þorpsbúum og
rændu matvælum, fatnaði og
ungum stúlkum. Sérstaklega
áfjáðir voru þeir þó í unga
drengi.
Renamoliðar heyja strið sitt
af slíkri illmennsku og kvalalosta
að með eindæmum þykir, og þarf
þá víst nokkuð til. Enda hafa þeir
verið kallaðir „svartir kmerar."
Sem nýliðum í her sinn sækjast
þeir mest eftir drengjum undir 15
ára aldri, helst sem yngstum.
Renamomenn þeir, sem tóku
þorpið þar sem Franice bjó,
neyddu hann til að kveikja í kofa,
þar sem foreldrar hans höfðu fal-
ið sig. Þegar þau hlupu
hljóðandi úr logunum
hjuggu skæruliðar þau niður
ADUTAN
með sveðjum og öxum. Þeir
neyddu síðan son þeirra til að
sjóða holdflykki, sem þeir höfðu
höggvið úr líkum foreldranna, í
potti yfir eldi og leggja sér þetta
til munns. Franice og aðra þorps-
drengi höfðu Renamomenn síðan
á brott með sér og tóku þá í her
sinn.
Herfileg kjör bama víða um
heim hafa verið í brennideplinum
undanfarið í sambandi við mikið
umtalaða leiðtogaráðstefnu sem
fjallaði um þau mál, þótt óljóst sé
enn hvað upp úr þeirri ráðstefnu
hefst annað en mismunandi inn-
blásnar ræður og rándýr veislu-
höld. Eitt af því, sem vakin hefur
verið athygli á í því sambandi,
era örlög þeirra bama sem lenda í
því að verða hermenn. Talið er að
um þessar mundir séu um
200.000 böm undir 15 ára aldri -
flest drengir en telpur
einnig - liðsmenn í
herjum rikisstjóma og
uppreisnarflokka af
ýmsu tagi í Afríku,
Dagur
Þorlelfsson
Asíu og Rómönsku Ameríku.
Þetta er ekkert nýtt í sögunni, en
mun hafa færst í aukana á níunda
áratug. Sú aukning er sett i sam-
bandi við vaxandi hungur og upp-
lausnarástand víða í þriðja heimi,
en fleira kemur hér til.
í Mósambik era um 10.000
böm hermenn og þau eru í heijum
beggja stríðsaðila. í her Rauðra
kmera í Kambódíu era drengir
niður í átta ára aldur, og þeim var
og er óspart beitt til víga og
fjöldamorða. í mannskæðum
átökum síðustu ára í Suður-Afr-
íku hefur mikið borið á ungum
drengjum. I stríðinu í Líbanon
hafa um 40.000 böm verið drep-
in, og mörg þeirra vora hermenn
sem féllu í bardögum. Vinstri-
sinnaðir skæraliðar í Kólombíu
og Perú taka drengi í lið sitt og
slíkt hið sama hinn hægrisinnaði
UNITA- flokkur, sem berst gegn
stjóminni í Angólu. Tugþúsundir
drengja féllu af her írans í fyrir
skömmu afstöðnu átta ára stríði
þess við Irak. Þeim var skipað til
áhlaupa á rammlega víggirtar
stöðvar og látnir gera jarð-
sprengjubelti óvirk með því ein-
faldlega að hlaupa yfir þau og
Ungur Níkaragvamaður í kontraliði - keppast við að verða eins og
þeir fullorðnu.
sprengja sig sjálfa í tætlur. Um
hálsinn fengu þeir lykla úr plasti,
sem klerkar rikisins sögðu þeim
að gengju að hliði paradísar.
Suma þeirra tóku írakar til fanga
og í fangabúðum þeirra sættu
drengimir misþyrmingum og
kynferðislegum svívirðingum. I
liði mujahideen í Afganistan era
einnig drengir á bamsaldri, og
svona mætti lengur telja.
í sumum tilfellum er reynt að
réttlæta hermennsku bama með
því að halda því fram að þau hafi
ekki að neinu betra að hverfa. Sá
sem þetta ritar sá 1969 14-15 ára
drengi (ekki þó marga) í her upp-
reisnarmanna í íraska Kúrdistan.
Fullorðnir Kúrdar sögðu að þetta
væri ekki nógu gott, en drengir
þessir væru vegalausir og með
því að vera í her uppreisnar-
manna, sem mikillar virðingar
naut, öðluðust þeir visst afkomu-
öryggi og lífstilgang.
Svipaðar röksemdir hefur Úg-
andastjóm, sem hefur um 3000
drengi og telpur í her sínum, fært
fram. Sumsstaðar sækjast drengir
eftir því að verða hermenn eða
skæraliðar, einkum þeir sem era
munaðarlausir og búa við sult og
vonleysi.
Algengara er þó að drengir
séu teknir í heri nauðugir viljugir.
Þeir sem heijum ráða telja sumir
6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. október 1990