Þjóðviljinn - 19.10.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.10.1990, Blaðsíða 17
Vantnadrengir í kollsteypu Það hafa sennilega fáar hljómsveitir tekið eins miklar kollsteypur á seinni árum og enska hljómsveitin Waterboys. Um miðjan síðasta áratug var hún með forvitnilegri nýbylgjusveit- um, og þegar platan „This Is The Sea“ kom út árið 1985, voru margir sannfærðir um að Water- boys hefði fest sig í sessi meðal nýbylgjusveita. „This Is The Sea“ er mjög góð plata, en í stað þess að marka upphaf markaði hún endalok í sögu hljómsveitarinnar. Skömmu eftir að þessi þriðja breiðskifa Waterboys kom út, hætti einn áhrifaríkasti meðlimur hljómsveitarinnar samstarfmu. Kraunaríöl- umpottum Tónlistarmenn hafa eignast nýtt athvarf á Vitastíg 3. Þar hefiir verið sett á laggimar ný tónlistar- krá með úrvalsaðstöðu bæði fyrir tónlistarmenn og gesti og hefur staðurinn hlotið nafnið Púlsinn. í kvöld verður blúskvöld á Púlsinum. Tregasveitin mun sjá um að hraða æðaslættinum hjá blúsaðdáendum, en sveitina skipa feðgamir Pétur Tyrfingsson og Guðmundur Pétursson, ásamt þeim Sigurði Sigurðssyni, Bimi Þórarinssyni og Guðna Flosasyni. Tónleikamir heljat klukkan 22 og leikur Tregasveitin með hléum til klukkan 01. Tregasveitin kemur einnig fram annað kvöld og spilar þá til klukkan hálf tólf. Þá tekur hljóm- sveitin Bláir englar við. Með Blá- um englum kemur Einar Vilberg aflur á svið eftir nokkurra ára hlé, en með honum í hljómsveitinni em Gunnar Guðmundsson og Hösk- uldur Svavarsson. Heiti potturinn hefur fært starf- semi sína frá Duushúsi yfir í Púls- inn. Það verður því djassað og blúsað á Púlsinum á sunnudags- kvöldum. Friðrik Karlsson Mezzo- forte-gítaristi ríður á vaðið með hljómsveit og kynnir væntanlega plötu sína „Point Black“. Með Friðriki spila Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmundsson, Pétur Grét- arsson og Gunnlaugur Briem. Ellen Kristjánsdóttir kemur einnig fram á sunnudagskvöldinu með manni sínum og félögum hans úr Mezzoforte. Þeim bætist þó liðsauki, þar sem Sigurður Flosa- son mun blása með þeim í saxafón. Bróðir Ellenar, Kristján Kristjáns- son, er liðtækur blússöngvari og mun hann koma ffam með Þorleifi Gíslasyni á sunnudagskvöldinu. Púlsinn hefur það á stefnu- skránni að sinna sem flestum lit- brigðum tónlistarinnar. Samkvæmt tilkynningu er unnið að því að koma á þjóðlagakvöldi næst kom- andi mánudag, en enn á eftir að binda lausa enda í því máli. Púls- inn er annars bókaður langt ffam í desembermánuð. Pétur Östlund kemur hingað til lands á vegum Heita pottsins. Hann mun spila með ýmsum meðlimum Heita pottsins dagana 31. október og 1. og 2. nóvember. Kántrýið fær einnig sinn skerf. Meiningin er að hafa kántrýkvöld hálfsmánaðarlega og verður fyrsta kántrýkvöldið þann 25. október. Þar kemur fram óþekkt íslensk kántrýsöngkona, Sigrún Sigurðar- dóttir. Sigrún er þó enginn græn- ingi í tónlistinni, því hún hefur ma. unnið í kántrýsöngvakeppni í Sví- þjóð, og hún varð í öðru sæti í ann- arri mjög stórri söngvakeppni þar í landi. Það mun því krauma vel í öll- um tónlistarpottum á Púlsinum næstu vikumar. -hmp Karl Wallinger bassa- og hljóm- borðsleikara fannst sér ofaukið í nálægð söngvarans Mike Scott, sem samdi nær öll lög og texta á „This Is The Sea“. Wallinger stofhaði sina eigin hljómsveit, World Party, sem notið hefur vaxandi virðingar og fékk kast- ljósunum beint að sér fyrir „Goodbye Jumbo“, sem kom út fyrr á þessu ári. Eftir brottfor Wallingers var hljótt um Waterboys í þijú ár. Mike Scott vissi ekki almennilega i hvora áttina hann átti að halda og ákvað loks að fara til Banda- ríkjanna. Hann breytti þeirri ráða- gerð á síðustu stundu og fór til ír- lands í staðinn og sú ákvörðun átti eftir að reynast Waterboys af- drifarik. írland hafði vægast sagt mikil áhrif á Scott. Eftir um ársdvöl á írlandi var hann tilbúinn að leiða hljómsveit sína í hljóðver og „Fishermans Blues" varð til árið 1988. Breytingin frá „This Is The Sea“ var mikil. Það var greinilegt að írsk þjóðlagatónlist hafi hnoð- að Scott til, ásamt landslaginu og persónuleika írsku þjóðarinnar. Enn mátti þó greina Waterboys fyrri tíðar inn á milli í rokkaðri lögum. En fiðlan og flautan vom komin til að vera. Á nýjustu plötu Waterboys „Room To Roam“ verður síðan enn ein stökkbreytingin í tónlist Waterboys. Hún er samt ekki eins óvænt og fyrri vendingar. Hér er írski tónninn fágaður enn ffekar og betur unnið úr honum. Scott er orðinn gersamlega heillaður af þjóðlagahefð íra og skilar henni betur og af meiri einlægni en á „Fishermans Blues“. Fiðlan og flautan em ekki lengur hljóðfæri sem notuð era til að krydda rokk ffá Englandi, heldur skipa þessi tvö hljóðfæri öndvegi. Mike Scott syngur líka betur en áður á „Ro- om To Roam“. Platan byijar á stuttu inn- gangsstefi, „In Search Of A Rose“. Því er fylgt eftir með fjör- ugum þjóðlagarokkara, sem heitir hvorki meira né minna en „Song From The End Of The World“. Strax þama er sá sem hlustar grip- inn fostum tökum af írskum tón- Nýjasta plata Waterboys, „Room To Roam“, er listasmíð og besta plata hljómsveitarinnartil þessa og hafa fyrri sklfur þó ekki verið af verri endanum. listaranda, og maður sér fyrir sér hóp þreyttra kvenna og karla teyga öl og dansa í kring um fiðl- ara sem stendur á miðju gólfi. Síðan er slappað af í ballöðu, „A Man Is In Love“. Þetta er virki- lega ljúft lag sem ásamt mörgum öðmm lögum á plötunni setur Scott í hóp bestu ballöðusmiða. Það em alls sautján lög á „Ro- om To Roam“. Platan er í heild mjög samkvæm sjálffi sér og engu lagi er ofaukið, en það er ffemur fágætur eiginleiki. Nokk- ur lög standa þó upp úr eftir fyrstu kynni. Fyrir utan þau lög sem þegar em upptalin, má td. nefna „The Star And The Sea“. í þessu lagi líkist Waterboys dálítið sjálffi sér í upphafi ferils síns, og þama em fiðlan og flautan lögð til hliðar. Mjög gott lag. Fiðlan er hins vegar aftur mætt til leiks í „The Raggie Taggle Gypsy“ og flautan fylgir á eftir í laginu „The Trip To Brod- ford“. Þetta em hvort tveggja mjög álitleg lög sem grípa þann sem heyrir í fyrsta skipti. Þjóðlagarokkið átti fylgi að fagna fyrir fimm til tíu árum, en það fylgi stóð stutt við. Water- boys hefur það eftirminnilega til vegs og virðingar á „Room To Roam“. Mér liggur við að segja að hugtakið „þjóðlagarokk“ fái ferska merkingu við það að hlusta á þessa plötu. Víst er írsk þjóð- lagahefð rik af göldmm, en mel- ódískar lagasmíðar Mike Scott skapa henni vængi sem er þægi- legt að svífa með. ,JRoom To Ro- am“ fer undir nálina og geislann til að vera. -hmp ÁKslegi írinn O’Connor Á öðmm stað hér á siðunni er fjallað um írsk áhrif á ensku hljómsveitina Waterboys. Einn er sá íri sem hefur hertekið hlustir manna öðmm fremur undanfarin misseri og það er Sinéd O’Conn- or. Önnur breiðskífa hennar, „I Do Not Want What I Haven’t Got“, sló eftirminnilega í gegn í hitteð- fyrra. En þá hafði þessi álfslega kona fremur vont orð á sér fyrir hvassyrtar yfirlýsingar í garð breskra stjómvalda og var talin vera eldheitur stuðnings- maður IRA. Snoðklipptur kollurinn á O’Connor ýtti frekar undir þá ímynd að hún væri hálfgerður hryðjuverkamaður. Það kom því mörgum á óvart hversu hugljúf O’Connor var á annarri breið- skífu sinni. Hún náði að syngja sig inn í hjörtu milljóna manna með Prince laginu „Nothing Compares 2U“ og túlkun hennar þeytti henni upp í efstu sæti vin- sældalista um allan heim. Þrátt fyrir þetta var O’Connor ekkert að skapa sér betra veður með því að draga úr hvassyrtum yfirlýsingum. Vikuna sem „Not- hing Compares To You“ fór í fyrsta sæti á breska vinsældalist- anum, kom hún í viðtal í Irska sjónvarpinu og játaði að vísu að einarðar stuðningsyfirlýsingar hennar við IRA hefðu verið bamalegar og vanhugsaðar, „enda var ég varla nema ungling- ur þegar ég gaf þær,“ sagði O’Connor. Sem Iri væri hún ein- lægur óvinur breskra stjómvalda, hún þekkti afleiðingamar af af- skiptum þeirra af írskum málefn- um, en hún gæti þó engan veginn stutt kaldrifjuð morð á saklausu fólki. í sama viðtali sagði hún: „Mér er það óskiljanlegt hvers vegna almenningur í Bretlandi gerir ekki byltingu þegar alþýða Austur- Evrópu er að rísa upp og Berlínamúrinn að falla. Það ætti að draga Margréti Thatcher á hár- inu út úr Downingstræti 10.“ Sinéd O’Connor hefur nýlega sent frá sér smáskífu með fjómm Sinéd O'Connor. lögum. Skífan heitir eftir gamal- kunnu titillagi hennar, „Three Ba- bys“. En lögin hafa öll komið út áður, á fyrstu breiðskífunni „The Lion And The Cobra“ og „I Do Not Want What I Hgven’t Got“. Ahrifarikasta lag smáskífunnar er „Troy“. Upptakan af því er ffá tónleikum í London og er útsetn- ingin á því mjög kröftug. O’Connor hefur rödd og tilfinn- ingahita til að skila fyrirlitning- unni á valdahrokanum á sannfær- andi hátt og gott ef þessi tónleika- útgáfa er ekki betri en upphaflega útsetningin. -hmp Föstudagur 19. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.