Þjóðviljinn - 19.10.1990, Blaðsíða 4
Skatta-
paradís
Islands
Ríkasti hreppur landsins í samkrulli við hreppa
sem hafa tekjur undir meðallagi
Bóndinn í Vogatungu borgar
6,7 prósent útsvar. Hann
borgar líka aðstöðugjald og
fasteignaskatta. Hinum megin
við Laxá situr bóndinn í Stóra-
Lambhaga. Hann borgar að-
eins þrjú prósent í útsvar en
ekkert aðstöðugjald. Hann
borgar líka lægri fasteignaskatt
en bóndinn í Vogatungu. Jarð-
irnar liggja saman, en þeir búa
hvor í sínum hreppi. Voga-
tungubóndinn býr í Leirár- og
Melahreppi, en Lambhaga-
bóndi í Skilmannahreppi.
Tekjur sveitarfélaga á Islandi
eru gífurlega misjafnar, enda er
íjárhagsleg staða þeirra mjög
misjöfn. Sum eru gifíirlega skuld-
ug og nýta tekjustofna sína til
fullnustu, án þess að tekjur
hrökkvi til íyrir gjöldum. Önnur
hafa rúm fjárráð og skattleggja
íbúa sína mjög hóflega.
Þetta er óvíða eins áberandi
og hjá hreppunum fjórum sunnan
Skarðsheiðar. A meðal þeirra er
sá hreppur sem hefur hæstar tekj-
ur á íbúa á landinu annars vegar,
og hins vegar tveir hreppar sem
eru undir landsmeðaltali hvað
snertir tekjur á hvem íbúa.
Ekki forsenda fyrir sameiningu
Séra Jón Einarsson í Saurbæ: Það er ekki óeðiilegt
að hreppamir starfi hver í sínu lagi, en tekjumar
mættu vera jafnari
Þessi félagslega eining sem heitir hreppur byggir á sögulegum
og félagslegum forsendum. Þetta er elsta umdæmaskipting á land-
inu. Hvað mælir með því að leggja þessi sveitarfélög niður?
Séra Jón Einarsson í Saurbæ, oddviti Hvalfjarðarstrandar-
hrepps, cr andvígur sameiningu hreppanna sunnan Skarðsheiðar.
En hann býst við að hreppamir verði sameinaðir siðar með lögum
og segist að sjálfsögðu munu sætta sig við það.
- Það er ekki óeðlilegt að hreppamir starfi hver í sínu lagi.
Tekjumar mættu vera jafnari, en það gildir almennt um einstak-
linga og sveitarfélög í landinu. Það er víðar mikill munur á tekj-
um sveitarfélaga en hér. Líttu á Reykjavík og landsbyggðina.
Tekjumunurinn einn sér er ekki forsenda íyrir sameiningu, segir
Jón.
Hann telur að það hcfði ekki orðið samstaða um ýmsa hluti ef
hreppamir væm sameinaðir. Hann nefnir byggingu byggðakjama
í eigin hreppi og borun eftir heitu vatni. Hins vegar er hann
hlynntur samvinnu hreppanna og telur að bún geti verið meíri,
ekki síst í atvinnumálum. Og honum finnst höfðatölureglan í sam-
vinnunni ósanngjöm.
Hvalfjarðarstrandarhreppur var ríkastur hreppanna fjögurra
áður en Jámblendiverksmiðjan kom. Hreppurinn hcfur haít vem-
legar tekjur af hvalstöðinni, en þær fara nú mjög dvínandi. Auk
þess em reknir þrír veitingastaðir og sjoppur við þjóðveginn í
hreppnum. -gg
Jámblendiverksmiðjan, ástæða þess að Skilmannahreppur er ríkasta
sveitarfélag landsins ef miðað er við tekjur á hvern íbúa. Mynd Gunnar
gæfumuninn
Oddvitar hreppanna segja
samstarf þeirra þó ganga vel og
það sem meira er: Ibúamir vilja
ekki sameinast.
Fjöldi íbúa í hreppunum er
sambærilegur. í árslok 1988 hafði
Skilmannahreppur 131 íbúa,
Innri- Akraneshreppur 134, Leir-
ár- og Melahreppur 139 íbúa, en
157 bjuggu þá í Hvalfjarðar-
strandarhreppi.
Lykillinn að hinni sérstöku
stöðu Skilmannahrepps er tilvist
Jámblendiverksmiðjunnar í
hreppnum. Uppistaða tekna
hreppsins er fasteignaskattur sem
verksmiðjan greiðir. Auk þess fær
Skilmannahreppur fjórðung þess
landsútsvars sem verksmiðjan
greiðir. Þrír fjórðu fara í Jöfnun-
arsjóð sveitarfélaga.
Ef litið er á útsvar, fasteigna-
skatt og aðstöðugjald, kemur í
ljós að Skilmannahreppur hefúr
nær 106 þúsund krónur í tekjur á
hvem íbúa að meðaltali. Þá er
miðað við tölur sem gefnar em
upp í Arbók sveitarfélaga 1989.
Varmýttr
tekjustofhar
Hvalljarðarstrandarhreppur er
einnig vel stæður hreppur. Hann
hefúr nær 88 þúsund krónur í
tekjur á íbúa.
Talsvert önnur staða blasir
við Innri-Akraneshreppi og Leir-
ár- og Melahreppi. Sá fyrri hefur
rúmlega 39 þúsund krónur í tekjur
á íbúa, en sá síðamefndi hefúr
tæplega 43 þúsund krónur á íbúa.
Sameiginlega hafa þessir
hreppar nær 70 þúsund krónur í
tekjur á íbúa, en það er langt yfir
landsmeðaltali.
Munurinn á Skilmannahreppi
og hinum fátækari hreppum gæti
verið mun meiri, ef Skilmanna-
hreppur nýtti tekjustofna sína eins
og þeir. Sem fyrr segir borga íbú-
ar í Skilmannahreppi aðeins þijú
prósent í útsvar. í hinum hreppun-
um borga íbúamir 6,7-6,9 pró-
sent.
Þannig fær Innri-Akranes-
hreppur nær 33 þúsund krónur í
útsvar á hvem íbúa, en Skil-
mannahreppur fær rúmlega 19
þúsund krónur á íbúa í útsvar.
Býlin í Skilmannahreppi og
Hvalfj arðarstrandarhreppi borga
ekki aðstöðugjald. Það gera býlin
í hinum hreppunum.
Miljónir á kjörbók
Fasteignaskattur er einnig
mun lægri í Skilmannahreppi en í
hinum hreppunum. Skilmanna-
hreppur leggur 0,4 prósent á íbúð-
arhús, en 0,8 á fyrirtæki. Álagn-
ingin er meiri í hinum hreppun-
um.
Þetta þýðir ekki að fátækari
hreppamir séu illa staddir. Þeir
em til að mynda ekki skuldugir.
En þeir hafa mjög lítið fjármagn
til framkvæmda þegar rekstrar-
gjöld hafa verið greidd, að
minnsta kosti Innri-Akranes-
hreppur og Leirár- og Melahrepp-
ur.
Það verður ekki sagt um Skil-
mannahrepp. Hann hefúr látið
leggja bundið slitlag á afleggjara
að bæjunum í hreppnum og lagt
þeim til ljósastaur. Þetta hafa
menn kallað lúxusframkvæmdir.
Þegar gluggað er í ársreikning
hreppsins 1989 kemur í ljós að
hann á verulegar upphæðir á kjör-
bók í Landsbanka íslands. Árið
1988 átti hreppurinn rúmlega níu
miljónir króna á kjörbók. Vaxta-
tekjur af þessum miljónum em
umtalsvert hlutfall af tekjum
hreppsins.
Höfðatöliveglan
Þessir hreppar standa sameig-
inlega að ýmsum rekstri. Þar veg-
ur stærst rekstur Heiðaskóla, en
Skilmannahreppur hefúr lagt
meira en hinir hreppamir til þess
rekstrar. Nú hefur hreppurinn þó
sagt upp samningi þar um og
óljóst er hvemig þessu verður
háttað í framtíðinni.
Hreppamir fjórir og Akranes-
kaupstaður reka sameiginlega
Dvalarheimilið Höfða, heilsu-
gæslustöð og Byggðasafnið í
Görðum.
í þessum rekstri gildir höfða-
töluregla, þannig að Skilmanna-
hreppur greiðir jafnmikið á hvem
íbúa og hinir hreppamir. -gg
Marinó Þór Tryggvason, oddviti í Skilmanna-
hreppi: Ég hef alltaf veríð sameiningarsinni, en
fólkið í hreppunum vill ekki sameinast
feim-
inn við að segjaþað. Forveri minn í embætti oddvita i Skilmanna*
hreppi var líka saxneiningarsinni. En fólkið í hreppunum vill ekki
sameina þá.
Þetta segir Marinó Þór Tryggvason, bóndi í Hvítanesi og odd-
viti Skilmannahrepps.
Hann hefur lög að mæla, íbúamir vilja ekki sameina hrepp-
ana. Hugmyndin um að sameina hreppana sunnan Skarðsheiðarer
sögð hafa verið á lofti í aldarfjórðung. Árið 1983 boðaði Skil-
mannahreppur til fúndar um sameiningarmál, en aðeins Leirár- og
Melahreppur sinnti þvi boði,
Samfara sveitarstjómarkosningunum í vor var svo hugur ibú-
anna kannaður. Niðurstaðan varð sú að 140 vildu sameinást, en
143 vom á móti. Aðeins í Leirár- og Melahrcppi var meirihluti
meðmæltur sameiningu. Marinó er í minnihluta í sínum hreppi
hvað þetta snertir.
Hann segist hins vegar ekki kunna neina skýringu á því hvers
vegna íbúamir bera þennan hug til sameiningar,
- Landfræðilega er þægilegt að samcina hreppana og auk þess
standa þeir í ýmsum sameíginlegum rckstri, segir hann.
Skilmannamenn hafa lagt öðrum meira til reksturs Heiðar-
skóla, en í öðrum sameiginlegum rekstri gildir höíðatðluregla.
Marinó segir þetta ekki óeðlilegt, enda hefur hreppurinn nú sagt
upp samningi sem kveður á um að Skilmannamenn borgi meira
en aðrir til Heiðarskóla.
- Við viljum að sýnt verði fram á það með gildum rökum að
það sé réttlætanlegt að við borgum meira. Það hefúr sýnt sig að
fólk vill ekki sameina hreppana og vill þar með ekki það fjármagn
sem við höfum yfir að ráða. Auk þess er litið á rekslur Heiðar-
skóla sem byggðasamlag og samkvæmt lögum um þau gildir
höfðatöluregla. Það er sú rcgla sem löggjafinn hefur lalið eðli-
lega. En það er ekki þar með sagt að við höfúm lokað á samninga
um aimað, segir Marinó við Nýtt helgarblað.
Það er ekki laust við að hann sé viðskotaillur þegar þessi mál
ber á góma, en neitar með öllu að það sé ólund í honum vegna
þessara sameiningarmála. En verður hann var við öfúnd vegna
sérstöðu Skilmannahrepps i tekjum?
- Nei, ekki öfund. En það kemur fyrir að það ganga skot
rnanna á milli á mannamótum, segir hann. -gg
4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 19. október 1990