Þjóðviljinn - 27.10.1990, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 27.10.1990, Qupperneq 7
Tilskipanir frá Gorbatsjov Breytt gengi rúblu r Utlendingum heimiluð 100% eignaraðildfyrirtœkja og útflutningur gróða MMíkhaíl Gorbatsjov, Sov- étríkjaforseti, gaf út í gær tilskipanir um breytt gengi rúblunnar gagnvart dollarnum og að erlendum fjárfestingarað- ilum yrði heimilt að flytja gróða sinn úr landi. Jafnframt er leyfð samkvæmt annarri tilskipun- inni 100% eignaraðild erlendra aðila í fyrirtækjum i Sovétríkj- unum. Hið nýja gengi rúblunnar, sem gildir í öllum viðskiptum, verður 1,8 rúblur á móti einum dollara, en opinbera gengið, sem verður í gildi formlega áfram, er 0,56 rúblur á dollar. Haft er eftir hátt- settum sovéskum embættismönn- um um íjánnál að gengisbreyting- in þýði í raun gengisfellingu rúbl- unnar, þar eð opinbera gengið muni héðan af ekki hafa neitt gildi í raun. Stjómin gerir sér vonir um að gengisbreytingin muni greiða verulega fyrir útflutningsverslun Sovétríkjanna. Hingað til hafa erlendir fjár- festingaraðilar verjð hikandi við að láta til sín taka í Sovétríkjun- um vegna þess að þeir hafa ekki mátt flytja gróða sinn þar úr landi, auk þess sem þeir hafa ekki getað eignast fyrirtæki þar eða orðið Þekktur fréttamaður látinn Einn af þekktari mönnum heimspressunnar, Bretinn Michael Goldsmith, lést á miðvikudag í Grasse í Suður-Frakklandi, 68 ára að aldri. Hann starfaði fyrir bandarísku fréttastofuna Associat- ed Press (AP) i 45 ár og fylgdist öðru fremur með stríðum í Afríku og Asíu. Aður en hann gerðist ffétta- maður starfaði hann í bresku leyniþjónustunni í heimsstyijöld- inni síðari. I þjónustu AP sendi hann síðan fréttir frá stríðum í Kongó- Kinshasa (nú Zaire), Als- ír, Víetnam, Laos, Kambódíu, Afganistan og Austurlöndum nær. Ekki var það starf alltaf óþæg- indalaust. Bokassa einræðisherra Mið- Afríkulýðveldisins barði þannig eitt sinn á Goldsmith í eig- in persónu og hélt honum í fang- elsi í mánuð árið 1977. Fyrir tveimur mánuðum, er hann var í Líberíu að fylgjast með borgara- stríðinu þar, sætti hann barsmíð- um af hálfú hermanna hins nú látna Líberíuforseta, Samuels Doe. hluthafar í þeim nema í félagi við sovéska aðila. Gorbatsjov gaf einnig út í gær tilskipun um hækkaða innstæðu- vexti, í þeim tilgangi að hvetja til spamaðar. Tilskipanir þessar allar eru gefhar út í samræmi við sam- þykkt æðstaráðsins nýlega um aukin völd til handa Gorbatsjov. Reuter/-dþ. Viðskiptavinir ( brauðbúð f Moskvu - með tilskipunum reynir Gorbatsjov að örva utanríkisversl- un og draga að erlent fjármagn tii viðrétfingar illa á sig komnum efnahag. Slóvakía Þjóðernissinnar reiðir Vilja banna þjóðernisminnihlutum alla opinbera notkun tungumála þeirra Þing Slóvakíu samþykkti í fyrrinótt að slóvakíska skyldi vera eina opinbera tungumálið í þeim hluta Tékkó- slóvakíu eftir heitar umræður í 12 klukkustundir samflevtt., Þingmönnum Þjóðernisflokks Slóvaka þótti þetta hinsvegar ekki nógu langt gengið og gengu af þingfundi í mótmælaskyni að atkvæðagreiðslu lokinni. Þingið samþykkti jafhffamt að þjóðemisminnihlutar skyldu áfram hafa rétt til nota tungumál sín. Það var þetta, sem þingmönn- um Þjóðemisflokksins mislíkaði mest við frumvarpið, en þeir vildu að í því væri þjóðemisminnihlut- um bönnuð öll opinber notkun tungumála þeirra. Fmmvarpið lögðu ffam núverandi stjómar- flokkar Slóvakíu, Almenningur Havel - gamall og endurvakinn urgur milli Tékka og Slóvaka er stjórn hans áhyggjuefni. gegn ofbeldi og kristilegir demó- kratar. Greiddu 82 þingmenn at- kvæði með ffumvarpinu, 52 á móti og 10 sátu hjá. Moldova Gagásum hótað hörðu ing sovétlýðveldisins Moldovu, sem til skamms tíma hét Moldavía, lýsti í gær yfír neyðarástandi í þeim hluta landsins, sem byggður er Gagá- sum (Gagauz), tyrkneskum þjóðflokki. í ágúst lýstu ráða- menn Gagása, sem telja sitt fólk misrétti beitt af stjórnvöldum Moldovu, yfir sjálfstæði. Jafnframt samþykktinni um neyðarástand fyrirskipaði þingið að stjómir í borgum og bæjum í byggðum Gagása yrðu leystar upp og skipaði nefhd til að stjóma svæðinu. Gefið er i skyn að her- sveitum kunni að verða beitt ef Gagásar sýni mótþróa. Veruleg hætta er nú talin á að til óeirða komi og mannskæðra átaka milli hinna ýmsu þjóðema sem land þetta byggja. íbúar í Moldovu em um 4,3 miljónir, meirihlutinn Moldovar, sem eru Rúmenar eða náskyldir þeim. Ga- gásar eru um 150.000 talsins. Reuter/-dþ. Af um 15 miljónum íbúa Tékkóslóvakíu em um níu milj- ónir Tékkar og um fimm miljónir Slóvakar. Af þjóðemisminnihlut- um em Ungveijar fjölmennastir, um 700.000, og búa þeir flestir í Slóvakíu. Allt frá því að tékkóslóvak- íska ríkið var stofnað í lok heims- styijaldarinnar fyrri hefur gætt meiri eða minni óánægju meðal Slóvaka með sambandið við Tékka og sú óánægja hefúr gosið upp enn á ný eftir að lýðræði var komið á þarlendis. Nokkrar þúsundir fylgis- manna Þjóðemisflokksins söfn- uðust í fyrrinótt saman við þing- húsið i Bratislava og kölluðu þingmenn hástöfúm svikara og júdasa er þeir fféttu úrslit at- kvæðagreiðslunnar. Vitazoslav Moric, leiðtogi Þjóðemisflokks- ins, segir þingið hafa sýnt að það sé ófært um að gæta hagsmuna slóvakísku þjóðarinnar og hótaði mótmælaaðgerðum, þar á meðal óhlýðni við sambandsstjómina. Vaclav Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, hefur látið í ljós áhyggj- ur af missætti Tékka og Slóvaka og sagt að ókyrrðarástand sem af því hlytist myndi fæla frá Tékkó- slóvakíu erlenda fjárfestingarað- ila. Reuter/-dþ. Barry - féll fýrir kókaíni, ekki hætt- ur (stjórnmálum. Borgarstióri dæmdur Sex mánaða fangelsisvist A Marion Barry, borgarstjóri í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna, í s.l. 12 ár, var í gær dæmdur til sex mánaða fangels- isvistar fyrir að hafa haft kókaín í fórum sínum. Borgarstjórinn var jafnframt dæmdur til að greiða 5000 dollara sekt. I ágúst fann kviðdómur Barry sekan um eitt ákæruatriði, en vísaði ffá 13 öðrum ákæruatriðum á hendur honum um eiturlyfjaeign og -neyslu og meinsæri. Vakti sá úrskurður kviðdómsins reiði í Kól- ombíu, þaðan sem mestum hluta kókaíns þess er til Bandaríkjanna kemur er smyglað. Bandaríkin hafa undanfarið lagt fast að kólombísk- um stjómvöldum að ganga hart ffam gegn kókaínhringunum þar- lendis. Sögðu Kólombíumenn, eft- ir að þeir fféttu kviðdómsúrskurð- inn yfir Barry, að svo væri að sjá sem Bandaríkjamenn hneigðust að því að láta háttsetta landa sína, sem flæktir væm í eiturlyfjamál, sleppa betur en aðra. Ákærendur kröfðust harðari refsingar yfir Barry, þar eð hann hefði gróflega bmgðist trausti al- mennings og ekki sýnt neina ein- læga iðrun. Mál þetta hefúr vakið mikla athygli i Bandaríkjunum og er ekki laust við að inn í það hafi blandast kynþáttarígur. Barry, sem er blökkumaður, kvað enn vera mjög vinsæll meðal blökkumanna höfúðborgarinnar, sem þar em í meirihluta. Hann lætur af embætti borgarstjóra í janúar, en er í ffam- boði til sætis í borgarstjóm Wash- ington fyrir kosningamar þarlendis 6. nóv. Reuter/-dþ. Sri Lanka 10.0001 fangabuðum Ranjan Wijeratne, aðstoðar- varnarmálaráðherra Sri Lanka, upplýsti á þingi í fyrra- dag að um 10.000 stuðnings- menn róttækrar vinstrihreyf- ingar, sem reyndi að komast til valda með skæruhernaði og hryðjuverkum, væru enn í fangabúðum þarlendis. Um 3000 hefðu verið látnir lausir úr fangabúðum þessum. Vinstrihreyfing þessi, sem nefndist Þjóðfrelsisfylking og varð mikið ágengt um skeið, var brotin á bak aftur af her og lög- reglu stjómarinnar s.l. ár. Mikinn þátt áttu í því dauðasveitir, sem myrtu gmnaða og raunvemlega liðsmenn hreyfingarinnar hundr- uðum ef ekki þúsundum saman. Talið er að í dauðasveitunum hafi verið óeinkennisklæddir her- og lögreglumenn og margra mál er að aðgerðir þessar hafi verið framkvæmdar með vitund og vilja stjómvalda. Evrópubandalagið lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefði miklar áhyggjur af brotum gegn mannréttindum á Sri Lanka og gæti svo farið að bandalagið sæi sér ekki fært að veita Sri Lanka efnahagsaðstoð í framtíðinni nema því aðeins að ástandið í þessum efnum batnaði. Reuter/-dþ. Stuðlum að náttúruverndun: EFFCO hefur til sölu ýmsar vörur sem eru vingjarnlegar náttúrunni eins og til dæmis handþurrkur úr óbleiktum og endurunnum pappír, bleyjur og ýmis hreinsiefni fyrir vélar og iðnaðarhúsnæði. EFFCO Smiðjuvegi 14, 200 Kóp. Sími 73233 Laugardagur 27. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.