Þjóðviljinn - 27.10.1990, Síða 16
EYJAR
.aVladaga
ARNARFLUG
INNANLANDS hf.
Reykjavíkurflugvelli - Sími 29577
SPURNINGIN
Hvernig fannst
fér sumarið?
dag er fyrsti vetrardagur)
Ernst Hemmingsen
hagfræðingur:
Það var fínt, ég fór í sumarfrí að
Kirkjubæjarklaustri.
Ólafur Hall
nemi:
Þetta var fínt sumar, en ég fór
ekki í neitt sumarfrí.
Sigrún Sigurjónsdóttir
verslunarmaður:
Það var bara mjög gott en mig
vantaði peninga til að fara í
sumarfrl.
Hrönn Hákansson
hjúkrunarfræðingur:
Mérfannst sumarið alveg meiri-
háttar en það var bara allt of
Líkkistur
Eg segist vera húsgagnasmiðu r
Yngvi Zophaníasson líkkistusmiður: Það má líta á kistur sem síðasta rúmið sem fólk leggst til hvílu í
Líkkistusmíði er trygg at-
vinnugrein og styðst við langa
hefð. Fólk deyr og þá þarf að
smíða kistu. 1 fyjTa dóu 1715
manns á íslandi. Árið þar áður
dóu 1818 manneskjur í landinu.
í kjallara við Laufásveg starfa
tveir aldnir menn við að smíða
kistur utan um fólk og hafa starf-
að við þetta í áraraðir.
Yngvi Zophaníasson er 66 ára
gamall smiður og hefur verið að
smíða kistur í þessum kjallara í
fjórtán ár. Faðir hans smíðaði líka
kistur.
Yngvi segist smíða að jafnaði
um 250 kistur á ári og samkvæmt
því hefur hann smíðað kistur utan
um 3.500 látna Islendinga.
- Þetta er mikil handavinna
og maður leggur alltaf vinnu i kis-
tumar. Rétt eins og ef maður væri
að smíða rúm. Það má líta á kistur
sem síðasta rúmið sem fólk leggst
til hvílu í, segir Yngvi við Þjóð-
viljann.
Líkkistusmíði er ekki sérstök
iðn. Yngvi vann áður við smíðar
ýmiss konar.
Hvítar kistur
Þegar Þjóðviljinn kemur í
kjallarann eru sex kistur á fremra
gólfí. Símon Konráðsson er að
mála eina þeirra hvíta, og það sést
greinilega á gallanum hans að
hann hefur málað margar kistur
hvítar. Hann er orðinn 71 árs, en
hefur unnið þama í 12 ár. Alltaf
að mála. Ekki þó alltaf með hvítu.
Sumir vilja fá svarta kistu, aðrir
græna.
Kistumar sem standa þama á
gólfinu núna em af ódýrari gerð-
inni, en kosta yfír 40 þúsund
krónur með virðisaukaskatti og
öllu. Maður sleppur ekki við
vaskinn þótt maður sé dauður.
Þessar kistur em smíðaðar úr
Yngvi hefur smlðað utan um 3,500 manns á þeim fjórtán ámm sem
hann hefur starfað við líkkistusmíði. Myndir Jim Smart.
spónaplötum, en lok og sökkull
em úr fúm. Á hliðunum em
bronsaðir blómsveigar, sem hafa
verið steyptir í gifs. Fyrir endun-
um em þrír túlipanar gerðir með
sama hætti. Þær em fóðraðar inn-
an og það em blúndur umhverfis.
En kistur geta verið af ýmsum
stærðum og gerðum. Yngvi segir
að þær minnstu séu 60 sentímetr-
ar en þær stærstu 210 sentímetrar.
Svo er hægt að fá allar stærðir
með tíu sentímetra bili frá 60 og
upp í 210. Þessar kistur em til á
lager.
Sérpantaðar
En svo er hægt að sérpanta.
Til dæmis liggur fyrir pöntun frá
manni sem var illa haldinn fyrir
nokkmm árum, en lifir enn. Kist-
an bíður hans.
Yngvi segir líka frá manni á
Húsavík sem fékk sér pólitiska
kistu. Hún var dumbrauð og fal-
leg, en á henni vom engir krossar.
Það skiptir greinilega máli
hvemig smiðað er utan um fólk
áður en það fer niður i jörðina.
Dýmstu kistumar hjá þeim í kjall-
aranum við Laufásveginn geta
kostað allt að 80 þúsundum
króna. Þær em úr eik, glærlakk-
aðar. Yngvi tekur sér vikutíma til
þess að afgreiða sérpöntun.
Vinnan þeirra Yngva og Sím-
onar er eins og hver önnur vinna.
Vinnustaðurinn er eins og hver
annar, nema það er verið að smíða
hluti sem tengjast dauðanum.
Yngvi segir að sumum finnist
óhugnanlegt að koma niður í
kjallarann þeirra. - Ef ég er í sam-
kvæmi með fólki sem ég þekki
ekki pg það spyr hvað ég geri segi
ég: Eg er húsgagnasmiður. Eg
veit ekki hvemig það myndi virka
á fólk ef ég segðist vera líkkistu-
smiður, segir Yngvi.
Það virðist ekki ffáleitt að
spyija hann i
þessu umhverfi
hvort hann trúi á
líf eftir þetta líf.
Hann játar því, en
grínast með að
hann trúi ekki á
endurholdgun.
Segist ekki hafa
áhuga á að koma
hingað aftur.
-gg
Slmon
Konráðsson
hefur málað
líkkistur (12 ár.