Þjóðviljinn - 03.11.1990, Qupperneq 9
Fiskifélag íslands
Það er oft á tfðum þéttsetinn bekkurinn við upphaf Fiskiþings og menn sitja alvörugefnir undir ræðum þeirra
stórmenna sem fengnir eru til að ávarpa þingfulltrúa. Mynd: Kristinn.
* Ályktun fjárhagsnefndar
þess efnis að hveiju fiskiskipi
verði heimilt að selja ákveðinn
hluta afla síns á erlendum fisk-
markaði og að þessi aflaheimild
verði framseljanleg innan hvers
fiskveiðiárs, féll á jöfnum at-
kvæðum.
EkkiaðildaðEB
Fiskiþing telur að aðild að
Evrópubandalaginu komi ekki til
greina og að gæta verði hófs í að
leyfa erlenda fjárfestingu í sjávar-
útveginum. Þingið leggur áherslu
á að reynt verði að ljúka viðræð-
um EFTA/EB um evrópskt efna-
hagssvæði sem allra fýrst og að
þeim frágengnum verði gengið til
samninga við Evrópubandalagið
um viðskiptahagsmuni okkar, eft-
ir þvi sem nauðsynlegt kann að
reynast. Jafnframt leggur Fiski-
þing höfuðáherslu á að Islending-
ar taki fullan þátt í samstarfí um
aukið viðskiptaffelsi í heiminum
öllum, á grundvelli Hins almenna
samkomulags um viðskipti og
tolla, GATT.
* Fiskiþing lítur svo á að
verðtrygging fjárskuldbindinga
hafi átt rétt á sér tímabundið til
þess að ná fram jákvæðum raun-
vöxtum í mikilli verðbólgu. Nú sé
eðlilegt að leggja hana niður með
tilliti til þess að verðbólga hefur
náðst niður á svipað stig og ann-
ars staðar viðgengst.
Öryggismál
Fiskiþing ítrekar enn á ný
fyrri áskoranir sínar um kaup á
björgunarþyrlu.
* Þingið fagnar því að Iðn-
tæknistofnun hefur lokið rann-
sókn á sleppibúnaði björgunar-
báta sem Siglingamálastofnun
hefur samþykkt. Þó vantar meira
fjármagn til ffekari útfærslu.
Þingið skorar á stjónivöld um fyr-
irgreiðslu þar að lútandi svo að
þessu verki verði lokið í eitt skipti
fyrir öll.
* Þingið átelur seinagang í út-
gáfu leiðabókar fyrir sjófarendur
og hvetur til tafarlausrar útgáfu
hennar. Þá bendir þingið á þá
staðreynd að aukin menntun og
öryggisfræðsla sjómanna er
grundvöllur að auknu öryggi.
Sérstaklega er bent á aukna
fræðslu nýliða á sjó. Því skorar
Fiskiþing á Alþingi að tryggja
nægjanlegt fjármagn til slysa-
vamaskóla SVFÍ.
* Fiskiþing fagnar því að
bytjað er á stöðugleikaprófunum
á minni þilfarsskipum. Þingið
treystir því að Siglingamálastofn-
un verði veitt nægjanlegt fjár-
magn til þessara hluta sem og til
hávaðamælinga í fiskiskipum.
Afleiðing
nýrra kvótalaga
Fiskiþing vekur athygli á að
nú em þegar famar að koma í ljós
margvíslegar, neikvæðar afleið-
ingar af þeim lögum um fisk-
veiðistjómun, sem taka munu
gildi um næstu áramót. I þvi sam-
bandi má nefna að sameining
aflaheimilda mun augljóslega
breyta miklu um útgerðarhætti í
landinu og hafa verulega röskun á
byggð í för með sér.
Sú óvissa sem þessi lagasetn-
ing hefur þegar skapað er með
öllu óþolandi. Því er nauðsynlegt
að Byggðastofnun verði þegar
falið að kanna þjóðfélagsleg áhrif
hennar og á hvem hált hún nálgist
þau markmið sem löggjöfin hefur
sett um trausta atvinnu og byggð í
landinu, eins og segir í 1. gr.
kvótalaganna. Jafhframt verði
lokið tímanlega við heildstæða at-
hugun á öllum afleiðingum lag-
anna, svo að skynsamlegri endur-
skoðun á þeim verði lokið íyrir
árslok 1992. Þá þarf að leggja
aukna áherslu á fiskfriðun og
vemd sem horfið hefur í skugg-
ann af karpi manna um umskipt-
ingu veiðiheimilda og verðmæti
þeirra.
* Fiskiþing hvetur til að hval-
veiðar, þar á meðal veiðar á
hrefnu, hefjist hér við land að
nýju, en ljóst er að margir hvala-
stofnamir þola veiði undir vís-
indalegu efiirliti án þess að hætta
sé á ofveiði. Jafnframt minnir
þingið á nauðsyn þess að sela-
stoíhunum sé haldið í hæfilegri
íjarlægð.
* Fiskiþing beinir því til Haf-
rannsóknastofnunar og sjávarút-
vegsráðuneytisins að dragnóta-
veiðar við landið verði kannaðar
sérstaklega. Skal þessi athugun
beinast að notkun, veiðihæfni og
áhrifum dragnótar á lílfíkið og
fara fram í nánu samstarfi við
hagsmunaaðila.
Endurmat
hafrannsókna
Fiskiþing beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til sjávarútvegs-
ráðherra að hann beiti sér fyrir
því, að hið fyrsta fari ffam endur-
mat á haffannsóknum hér við
land. Það er mat þingsins, að haf-
rannsóknir okkar skili ekki nægi-
lega vel þeirri vitneskju, sem
nauðsynleg er varðandi stofn-
stærðarmælingar og almennt mat
á vistffæðilegu samhengi á því
hafsvæði, sem við byggjum af-
komu okkar á. Slíkt endurmat á
að beinast að eftirfarandi þáttum:
* Fiskiffæðinni sjálfri, það er
þeim fræðilegu aðferðum, sem er
beitt við haffannsóknir og niður-
stöður eru byggðar á.
* Almennu skipulagi hafrann-
sókna, rekstri Hafrannsókna-
stofnunar og auknum framlögum
til þeirrar starfsemi.
* Möguleika á aukinni sam-
vinnu fiskimanna og vísinda-
manna við upplýsingaöflun og úr-
vinnslu.
Loðnuveiðar
Fiskiþing mælir því með að
hagsmunaaðilar, í samráði við
Hafrannsóknastofnun og sjávar-
útvegsráðuneyti, kanni mögu-
leika á að standa betur að upphafi
loðnuveiða en verið hefur.
I greinargerð með ályktuninni
segir að upphaf haustveiða á
loðnu hafi dregist ár lfá ári. Síð-
ustu vertíðir hefur mestur hluti
veiðanna því verið á vetrarvertíð
þegar afurðir loðnunnar hafa farið
minnkandi. Þessi þróun leiðir til
þess að lengra líður á milli vertíða
og markaðssetning afurða verður
erfiðari. Einnig leiðir þetta til of
mikilla veiða á skömmum tíma
og því birgðasöfhunar verksmiðj-
anna íyrir vinnslu, sem skilar
verri afurðagæðum og lægri af-
urðaverði.
Hafrannsóknastofnun ætti að
vera akkur í því að fá aðstoð
nokkurra bála við loðnuleit á
haustin. Á þann hátt getur stofn-
unin kannað yfirgripsmeira
svæði, en slíkt er jú forsenda nán-
ari vitneskju um loðnustofninn og
hegðun hans við breyttar aðstæð-
ur í hafinu.
-grh
Félag með
sterkar rætur
Fiskimálastjóri: Verði skýrslu- og hagdeild
Fiskifélagsins fluttyfir í aðra stofnun er það
svipað og að taka eldsneyti af vél
Þorsteinn Gíslason fiskimála-
stjóri segir að í þau tuttugu ár
sem hann hefur setið Fiskiþing,
sé þetta þing sem lauk í gær eitt
það best heppnaða sem hann
hafi setið.
Að mati fiskimálastjóra und-
irstrikar það að Fiskifélagið, sem
er stjómað af Fiskiþingi, eigi sér
sterkar rætur og sé samnefhari
sjávarútvegsins í heild.
Þorsteinn segir að helstu mál
þingsins hafi verið viðbrögð og
afleiðingar nýrrar lagasetningar
um stjóm fiskveiða sem mikið var
rætt um. Ennfremur var mikið
rætt um Hagræðingarsjóð sjávar-
útvegsins sem þingfulltrúar vom
ekki hressir með og töldu ýmsir
að hann næði ekki þeim tilgangi
sem væntingar manna stóðu til.
Þá hafi afkoma sjávarútvegs-
ins einnig verið nokkuð mikið til
umfjöllunar á þinginu, eins og við
var að búast. - En þó einkum og
sér í lagi sú þróun sem átt hefur
sér stað í fiskverðinu, sem hefur
haft afgerandi áhrif á það sem
stendur í fyrstu grein laganna um
stjómun fiskveiða. Það er, hver
eigi auðlindina sem er að sjálf-
sögðu sameign allrar þjóðarinnar.
Þróun fiskverðs er einnig hluti af
þeirri þróun sem orðið hefur
vegna aukins fijálsræðis, tilkomu
fiskmarkaða og þess að afurða-
verð á flestum fiskafurðum hefur
hækkað vemlega.
Ennfremur fékk Evrópu-
bandalagið umtalsverða umíjöll-
un á þinginu og menn vilja alls
ekki láta aðrar þjóðir koma hing-
að með klæmar í okkar auðlind
sem fiskimiðin era.
Einnig hefur ævinlega á þing-
um sem þessum borið mikið á
umræðum um öryggismál og
fræðslumál sjómanna. í gegnum
árin hefur það verið eitt af aðal-
markmiðum Fiskifélagsins að
fræða, beita sér fyrir aukinni
tækni en fyrst og ffemst öryggis-
málin. Enda stóð vagga Slysa-
vamafélagsins hér hjá Fiskifélagi
íslands. Fyrst sem deild hér og
þróaðist síðan yfir i sjálfstæða
stofnun.
En það má kannski segja að
fjömgustu umræðumar á þinginu
hafi verið um framtíð Fiskifélags-
ins og þá meðhöndlun sem sá
málaflokkur fékk þegar rætt var
um hugmyndina að hinni nýju
Fiskveiðistofhun. Flestir mála-
flokkar sjávarútvegsins og stofn-
ana hans hafa séð dagsins ljós hér
innan veggja Fiskifélagsins í þau
áttatíu ár sem félagið hefur starf-
að. I því sambandi nægir að nefna
hafrannsóknir og þá mætu menn
sem mddu þá braut, ss. Bjama
Sæmundsson og Áma Friðriksson
fiskifræðinga. Rannsóknastofa
Fiskifélagsins var hér í 35 ár sem
nú er sjálfstæð stofnun og heitir
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
og svo mætti lengja telja.
Þessvegna em menn ákaflega
óhressir þegar þvi er haldið ffarn
að félagið hafi ekki sinnt þjón-
ustustörfunum vel, en vissulega
þarf að laga sig að breyttum tím-
um. Forsendan fyrir því að Fiski-
félagið geti sinnt sínu tvíþætta
hlutverki, félagsþættinum og
skráningu upplýsinga, er að við
Þorsteinn Gfslason fiskimála-
stjóri.
fáum áfram að reka skýrslu- og
hagdeild félagsins sem samtvinn-
ast mjög annarri starfsemi þess og
heldur tengslum okkar við þær
fimmtíu og fimm verstöðvar sem
félagið er í beinu sambandi við.
Það hafa komið upp hugmyndir
um að taka þetta af félaginu og að
skýrslu- og hagdeild þess verði
flutt yfir í aðra stofnun, sem eng-
inn hefur getað fært rök fyrir að
verði ódýrara. Ef þessar deildir
yrðu teknar af félaginu væri það
nákvæmlega hið sama og að taka
eldsneyti af vél.
En hvað segir fiskimálastjóri
um þá gagnrýni sem frairí kom á
störf hans á þinginu, að hann sé of
hlutlaus í baráttu hinna einstöku
hagsmunahópa sín í milli og við
stjómvöld?
Þorsteinn segir að hann og
forverar hans hafi ávallt tekið
þann pól í hæðina að vera ekki að
hella olíu á eld, né að taka afstöðu
með einum aðila þegar tveir deila.
Hinsvegar hafi það oft gerst og
tekist að ná sáttum og hjálpa
mönnum. í því sambandi nefrídi
Þorsteinn að fullkomin samstaða
hefði náðst um kvótann á Fiski-
þingi á haustdögum 1983 eftir að
aðalfundur Landssambands út-
vegsmanna hafði ekki getað kom-
ið sér saman um það og þær for-
sendur hefðu siðan verið notaðar
svo til óbreyttar til framkvæmda
og til útfærslu á kvótanum. _grji
HANDBRAGÐ MEISIARANS
BAKARI BRAUÐBERGS
Ávallt nýbökuð brauð
- heilnæm og ódýr^
Aðrir útsölustaðir:
Hagkaup: Skeifunni
~ Kringlunni
- Hólagarði
Verslunin Vogar,
Kópavogi
Hraunborgi 4 timi 77272
Laugardagur 3. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9