Þjóðviljinn - 03.11.1990, Qupperneq 15
I DAG
KVIKMYNDIR
Guðföður-
stæling
STJÖRNUBÍÓ
Nýncminn (Frcshman)
Lcikstjóm & handrit: Andrew Bcrg-
man
Aðallcikarar: Marlon Brando, Matt-
hew Broderick, Bruno Kirby, Pcnel-
ope Ann Miller & Frank Whalcy
Miklir aðdáendur stórleikar-
ans Marlon Brando ættu að vera
glaðir i bragði núna þar sem
hann er sýndur á tveimur stöðum
í borginni. Hann er af hugsjóna-
ástæðum í myndinni „Hvíta
valdið“ sem er sýnd í Bíóborg-
inni og af einhverjum allt örðum
ástæðum í „Nýnemanum“ í
Stjömubíói.
Brando ku hafa sagt fáein
falleg orð um myndina „The In-
Laws“ sem er gamanmynd frá
1979. Andrew Bergman hafði
skrifað handritið að þeirri mynd,
og síðan hann írétti af lofi
Brando hefur hann verið að
reyna að skrifa handrit að mynd
sem Brando myndi leika í. Úr
því varð „Nýneminn".
Nýneminn fjallar um sak-
lausa sveitastrákinn Clark
Kellog (Matthew Broderick),
sem kemur til New York til að
fara í kvikmyndaskóla. Strax á
fyrsta degi er hann rændur og
þegar hann hefur upp á þjófnum
þá snýr þjófurinn vöm í sókn og
býður Clark vinnu hjá frænda
sínum sem er ítalskur innflytj-
andi og mafiósi sem heitir
Carmine Sabatini (Brando). Sa-
batini lítur nákvæmlega eins út
og Vito Corleone í GuðfÖðum-
um, hann er svo líkur þessari
goðsagnapersónu hvíta tjaldsins
að persónumar í Nýnemanum
tala um það sin á milli. (Enda
reyndi Paramount fólkið sem
framleiddi Guðfoðurinn að
stöðva sýningu Nýnemans). Og
þar erum við komin að þunga-
miðju myndarinnar, altsvo að
Brando er sjálfur að gera létt
grín að einni þekktustu persónu
sem hann hefur leikið. Sögu-
þráðurinn í kringum þessa stæl-
ingu er aukaatriði, enda er hann
hálf billegur og nær hvorki að
vera spennandi né fýndinn.
Brando á þessa mynd. Þetta
er fyrsta aðalhlutverkið hans í
meira en tíu ár, og þó að manni
finnist myndin hálf ómerkileg
þá er Brando ótrúlegur leikari og
það er gaman að sjá hann nota
sömu taktana og í Guðfoðum-
um, þó að þar hafi maður óttast
hann, en hér hlær maður að hon-
um. Og ég get ekki séð að fólk
sem ekki hefúr séð Guðfoðurinn
geti haft gaman af þessari mynd.
Matlhew Broderick er ágæt-
ur leikari og á það sameiginlegt
með starfsbróður sínum Michael
J. Fox að vera þrítugur, en líta út
fyrir að vera um tvítugt, svo að
það getur verið að hann leiki há-
skólastráka í 10 ár í viðbót.
Hann gerir það líka vel, og
skólaatriðin þar sem bekkurinn
horfir á kennarann tala með A1
Pacino í Guðfoðumum em ágæt.
En það er vafasöm hugmynd að
gera heila mynd sem byggir bara
á að Brando geri grín að sjálfum
sér, þó svo að hann geri það vel.
SIF
Stríðshörmungar
REGNBOGINN
Sigur Andans (Triumph of thc spirit)
Lcikstjóri: Robcrt M. Young
Aðallcikarar: William Dafor, Edward
James Olmos, Robert Loggia
„Sigur Andans" gerist í
heimsstyrjöldinni síðari og er
byggð á ævisögu gríska gyðings-
ins Salamo Arouch sem Dafoe
leikur.
Arouch býr með fjölskyldu
sinni í Þessalóniku og 1939
verður hann Balkanmeistari í
léttvigtarhnefaleikum og er þar
að auki að fara að gifta sig svo
að lífið leikur við hann. En sælan
er skammvin og stuttu síðar er
ljölskylda hans og kærasta,
ásamt þúsundum öðmm gyðing-
um, send til útrýmingarbúðanna
í Auschwitz. Lífið þar er hræði-
legt eins og maður hefúr séð í
svo mörgum myndum og lesið
um í svo mörgum bókum. Þó
vænkast aðeins hagur Salomons
þegar Þjóðverjamir komast að
því hversu góður hnefaleika-
maðurhann er. Og hann er látinn
keppa þeim til skemmtunar á
kvöldin eflir að hafa þrælað all-
an daginn. Hann verður að keppa
bæði til að vinna og til að lifa af,
um leið og hann tapar þá er úti
um hann. En því oftar sem hann
vinnur því betri mat og vinnu fær
hann.
Það er ekkert gert til að fegra
lífið í búðunum, fólk stelur mat
og fotum frá hvert öðm og kem-
ur upp um hvert annað til að
komast í mjúkinn hjá yfirmönn-
unum. Undir þessari dramatík er
spiluð enn dramatískari kórtón-
list sem dregur frekar úr áhrifum
myndarinnar en hitt. Þetta verð-
ur einhvemveginn einum of.
Eiginlega má líta á þessa
mynd sem verkfæri fyrir Willem
Dafoe, hann er eins og kameljón,
skiptir um lit með hverri per-
sónu, og hér fær hann tækifæri
til að prófa að leika stríðsfanga
og hnefaleikara í kaupbæti. Aðr-
ir karlleikarar em góðir eins og
t.d. Robert Loggia sem leikur
pabba Salomon og Edward Jam-
es Olmos sem leikur sígauna og
nokkurs konar vin Dafoe. Stelp-
umar hinsvegar, kærastan og
systir hennar, em allan tímann
eins og þær séu í frekar niður-
drepandi sumarbúðum í Conett-
icut. Þær em svo agalega amer-
ískar. Það er reyndar dáldið stuð-
andi að Þjóðverjamir tala þýsku,
Pólverjamir pólsku o.s.frv., en
Grikkimir amerísku. En svona
verður það víst að vera.
Sigur Andans er svört mynd,
og mér finnst nafnið á henni ekki
viðeigandi, því að maður sér
engan sigur, ekki einusinni von, í
lífi þessa fólks. Og ég mæli með
að fólk hafi viskíglas, eða eitt-
hvað þessháttar, tilbúið heima
eftir bíóferðina til að ná sér upp
úr þunglyndinu
SIF
HÁSKÓLABIÖ
Pappfrs-Pési ***
Ari Kristinsson kemur hér með alveg
ágæta barnamynd. Pappírs- Pési er
skemmtileg fígúra (islenskur E.T.?)
og krakkarnir alveg einstaklega
krakkalegir. Litil vinkona mfn sagði að
myndin væri alveg sérstaklega
skemmtileg af því hún kenndi svo
skemmtileg prakkarastrik! Drífið ykk-
ur með bömin um helgina.
Sif
Vinstri fóturinn (My left foot)****
Algjörlega yndisleg mynd sem maður
getur ekki annað en fallið fyrir, nokk-
urskonar óður til likamshluta. Daniel
Day Lewis sýnir manni ( hlutverki
Christy Brown að vinstri fótur er allt
sem maöur þarf til að vera sjarmer-
andi og sexý. Sif
Cinema Paradiso (Paradísarbió-
iö)****
Það er í rauninni fáránlegt að vera að
gefa svona mynd stjörnur, þvl hún er
langt yfir alla stjörnugjöf hafin. Svona
mynd er aðeins gerð einu sinni og
þessvegna má enginn sem hefur hið
minnsta gaman af kvikmyndum
missa af henni. Sif
LAUGARÁSBÍO
Skjálfti (Tremours)**
Þetta er hryllingsmynd sem er ekkert
hryllileg. I stað þess er hún stundum
dáldið fyndin og oft spennandi. Það
eru Fred Ward og Kevin Bacon sem
leika aðalhlutverkin. Myndin fær svo
eina aukastjörnu fyrir hressa kven-
hetju sem þarf bara einu sinni að
bjarga úr lifsháska.
Sif
Á bláþræði (Bird on a Wire)*
Gibson og Hawn leika hér gamalt
kærustupar sem er á flótta undan
bæði bófum og löggum (minna má
það ekki vera). Þau passa hræðilega
illa saman og það hefur sýnileg áhrif
á leik þeirra. Handritið er ósköp
ómerkilegt, en það er reynt að flikka
upp á það með að láta aöalleikarana
vera berrassaða annað veifið.
Sif
BÍÓBORGIN
Hvfta valdið (A dry white season)***'
Hvíta valdið er unnin upp úr skáld-
sögu eftir suðurafríska rithöfundinn
André Brink og lýsir því hvernig hvitur
s.a. kennari kemsttil meðvitundar um
hvemig farið er með svertingja (
heimalandi hans. Leikurinn er frábær
hvar sem á hann er litið, sérstaklega
eru þær fáu mínútur sem Brando er á
tjaldinu æðislegar. Missið ekki af hon-
um.
Sif
Hrekkjalómamir 2 (Gremlins 2)**
Litlu skrimslin eru komin aftur á kreik,
í þetta skiptiö í stórhýsi í Manhattan.
Ég varfull af fordómum (garð þessar-
ar myndar og langaði ekkert á hana
og það kom mér þessvegna á óvart
hvað ég skemmti mér vel. Það er fullt
af góðum bröndurum og tæknibrell-
urnar eru frábærar þótt þær séu að-
eins of margar.
Sif
REGNBOGINN
f slæmum félagsskap (Bad Influ-
ence)***
Stórgóður tryllir með Rob Lowe og
James Spader I aðalhlutverkum. Þeir
sem líta Lowe homauga fyrir allar lé-
legu myndimar sem hann hefur leikið
f ættu að gefa honum sjens þv! hér
sýnir hann að hann getur meira en
brosað fallega. Djöfullinn er ennþá á
lífi og býr í Los Angeles.
Sif
ÞJOÐVILJINN
FYRIR 50 ÁRUM
Ríkisstjórnin setur bráðabirgða-
lög um bruggun áfengs öls. Tal-
ið er að þetta sé gert eftir kröf-
um Breta og framleiðslan verði
þeim einum seld. Þetta er ein
herfilegasta misnotkun á réttin-
um til að gefa út bráðabirgðalög
og um leið hættulegasta sporið
sem stigið hefur verið ( áfengis-
málum þjóðarinnar. Mesta loft-
árás á Beriín í núverandi styrj-
öld. Ekkert lát á loftárásum
Þjóðverja á England. Gríski her-
inn ræðst inn í Norður-Albaníu
en ítalir sækja fram suður með
Andriahafinu.
3. nóvember
laugardagur. 307. dagur ársins.
2. vika vetrar byrjar. Sólarupp-
rás ( Reykjavlk kl. 9.16 - sólar-
lag kl. 17.05.
Viðburðir
Þjóðhátíðardagur Panama. Sjó-
mannaklúbbur stofnaður í
Reykjavík árið 1875. Alþýðu-
bandalagið stofnað árið 1968.
DAGBOK
APOTEK
Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúða vikuna 2. til 18. nóvember er I
Garðs Apóteki og Lýfjabúðinni Iðunni
Fyrmefnda apótekiö er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22
til 9 (til 10 á fridögum). Síðarnefnda
apótekið er opið á kvóldin kl. 18 til 22
virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22
samhliöa hinu fyrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavík.................tr 1 11 66
Kópavogur..................« 4 12 00
Seltjamarnes...............w 1 84 55
Hafnarfjörður.............■" 5 11 66
Garöabær...................» 5 11 66
Akureyri...................w 2 32 22
Stökkvðið og sjúkrabílar
Reykjavik..................w 1 11 00
Kópavogur..................« 1 11 00
Seltjarnames...............« 1 11 00
Hafnarfjörður..............w 5 11 00
Garðabær...................» 5 11 00
Akureyri...................« 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl.
17 til 8, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
simaráðleggingar og tímapantanir f
« 21230. Upplýsingar um lækna-og
lyfjaþjónustu eru gefnar í simsvara
18888. Borgarspítalinn: Vakt virka
daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki
hafa heimilislækni eða ná ekki til hans.
Landspítalinn: Göngudeildin eropin
frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít-
alans er opin allan sólarhringinn,
tr 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-
an, t» 53722. Næturvakt lækna,
tr 51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt,
tt 656066, upplýsingar um vaktlækni
«51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á
Læknamiðstöðinni,« 22311, hjá
Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farsimi).
Keflavik: Dagvakt, upplýsingar i
« 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
« 11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspitalinn: Alla
daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til
19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir
samkomulagi. Fæðingardeild Land-
spítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra-
timi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar-
heimili Reykjavikur v/Eiriksgötu: Al-
mennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra-
og systkinatími kl. 20-21 alla daga.
Öldrunarlækningadeild Landspítal-
ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19,
um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu-
vemdarstöðin við Barónsstíg: Alla
daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30.
Landakotsspitali: Alla daga ki. 15 til
16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim-
sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17
alla daga. St. Jósefsspítali Hafnar-
firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til
19:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl
15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús
Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16
og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15
til 16 og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Rauða kross húsið: Neyðarathvarf
fyrir unglinga, Tjarnargötu 35,
« 91-622266, opiö allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga-
og ráögjafarsíma félags lesbía og
homma á mánudags- og fimmtudags-
kvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öðrum
timum.« 91-28539.
Sálfræðistöðin: Ráögjöf i sálfræöi-
legum efnum, « 91-687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags
laganema, erveitt í síma 91-11012 milli
kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opiö virka daga
frákl. 8til 17, «91-688620.
„Opið hús" fyrir krabbameinssjúk-
linga og aöstandendur þeirra í Skóg-
arhlið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um ainæmis-
vandann sem vilja styðja smitaða og
sjúka og aðstandendur þeirra í « 91-
22400 og þar er svarað alla virka daga.
Upplýsingar um eyðni: « 91-622280,
beint samband við lækni/hjúkrunar-
fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19,
annars simsvari.
Samtök um kvennaathvarf: « 91-
21205, húsaskjól og aðstoð við konur
sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið
fyrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum,
Vestur-götu 3: Opið þriöjudaga kl. 20 til
22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl.
20 til 22, « 91-21500, simsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið
hafa fyrir sitjaspellum: » 91-21500,
simsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmál:
« 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm
sem orðið hafa fyrir kynferðislegu
ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar,
Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91-
626878 allan sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
« 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt í
« 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
» 652936.
GENGIÐ
3. nóvember 1990 Sala
Bandaríkjadollar..........54,92000
Sterlingspund............106,98400
Kanadadollar.............47,15200
Dönsk króna................9,53560
Norsk króna................9,36560
Sænsk króna................9,79140
Finnskt mark..............15,29810
Franskur franki...........10,88170
Belgískurfranki........... 1,77250
Svissneskur franki........43,10830
Hollenskt gyllini.........32,36780
Vesturþýskt mark..........36,51470
Itölsk lira................0,04886
Austurrlskur sch...........5,19120
Portúgalskur escudo....... 0,41460
Spánskur peseti............0,57940
Japanskt jen...............0,42661
Irskt pund................97,82600
KROSSGATA
œ
7
12
~y~y
9 10 11
13
16
121
17
18
Lárétt; 1 prjál 4 krenjar
6 vafi 7 niöur 9 merki
12 furða 14 kaöall 15
óhljóð 16 stilla 19 sæöi
20 bilun 21 spjall
Lóörétt: 2 hrós 3 bráö-
lega 4 nöguðu 5 tré 7
tíðast 8 ásýnd 10 hana
11 næstum 13 atorku
17 spýja 18 hátiö
Lausn á síðustu
krossgátu
Lárétt: 1 hrím 4 vist 6
æða 7 skán 9 gölt 12
gagns 14 eða 15 lin 16
leika 19 foli 20 áöur21
innti
Lóðrétt: 2 rök 3 mæna
4 vagn 5 sæl 7 skelfa 8
ágalli 10 öslaði 11
túndra 13 gái 17 ein 18
kát
Laugardagur 3. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 15