Þjóðviljinn - 17.11.1990, Page 8
FRETTIR
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir niöurstöðu skoðunar á
tölfræðilegum gögnum um stóra skjálfta frá þvl um 1700 benda til að
miklar líkur séu á jarðskjálfta 6 á Richter eða stærri á næstu 20 árum.
Mynd: Jim Smart.
Skammtíma-
viðvaranir í
undirbúningi
Ragnar Stefánsson: Loma Prieta jarðskjálftinn
í Kalíforníu af svipaðri stœrðargráðu og sá
stærsti sem við getum búist við á Suðurlandi
-Þess er ekki langt að bíða að
reynt verður að gefa út viðvar-
anir, eða spár, til fólks sem býr á
Suðurlandi um líkur á jarð-
skjálfta sem vaidið gæti skaða á
næstu sóiarhringum. Við
ákvörðum slíkt út frá ákveðnum
merkjum: jarðskjálftahrinu
sem hægt væri að túlka sem for-
skjálfta, breytingar á land- og
vatnshæð eða spennu í bergi
o.fl.
Ef við teljum breytingar og
skjálfta hugsanlegan undanfara
stærri skjálfta má nota upplýsing-
amar til að gefa út viðvaranir.
Þannig viðvaranir yrðu skamm-
tímaviðvaranir, það væri spuming
um skjálfla innan fárra sólahringa.
Þetta er allt á undirbúningsstigi
ennþá, en er líkleg þróun. Auðvit-
að yrðu eingöngu gefnar út við-
varanir ef einhveijar líkur væru á
skjálfta sem mönnum stafaði
hætta af, eða valdið gætið óþæg-
indum.
Slíkar viðvaranir hafa verið
gefnar út í Kalífomíu nokkrum
sinnum, engar þeirra hafa þó ræst.
Þær hafa samt sem áður haft já-
kvæð áhrif. Viðvaranimar ollu
hvorki hræðslu né panik af því að
líkumar á skjálfta voru ekki taldar
nema fimm til tíu af hundraði. Þær
höfðu aftur á móti þau áhrif að
fólk gerði sér grein fyrir hættunni
og gerði ráðstafanir til að mæta
skjálftanum. Dyttaði að húsum og
festi Iausamuni o.s.írv.
Var skjálftinn í Kalífomíu af
svipaðri stærðargráðu og þú sagð-
ir á ráðstefnunni að við mættum
eiga von á á Suðurlandi?
-Hann var um 7 stig á Richt-
erskvarða, og skjálftinn á Suður-
landi gæti stærstur orðið 7,1 til 7,2
stig. Eyðileggingar urðu ekki svo
miklar I Kalífomíu. Það var aðal-
lega ein brú sem reyndist aðal-
hættuvaldurinn. íbúar San Fransi-
skó-borgar sluppu furðulega vel.
Gæti þá eyðilegging í Suður-
landsskjálfta orðið eitthvað svipuð
þeirri sem varð í Kalífomíu?
-Skemmdir og slys fara eftir
því hversu þéttbýlir staðimir em,
og þéttleika bygginga. En vel gæti
verið að eyðilegging yrði eitthvað
í þeim dúr og hún var þar. Vel
gerð hús gætu orðið fyrir hnjaski,
en hrynja ekki og valda ekki
skemmdum þannig.
Þú ræddir um mikilvægi þess
að gerð yrði úttekt á þeim svæðum
þar sem mest er hætta á skjálftum.
Hvers vegna hefiir gengið svo
treglega að fá hana í gegn?
-Mjög mikilvægt er að svæðið
verði skoðað með tilliti til bygg-
inga þar sem fólk dvelst, hvort
sem það em íbúðarhús eða vinnu-
staðir. Kanna þarf hvar séu veikir
hlekkir, og finna hugsanlegar
slysagildmr. Eg held að við getum
gengið út frá því að flest húsin
skapi ekki mikla hættu. En oft hef-
ur komið í ljós eftir stóra jarð-
skjálfta á stöðum þar sem hús áttu
að vera vel byggð, að einstaka
þeirra reyndust mjög illa byggð og
vom slysagildmr. Hefðu menn
uppgötvað það áður en jarðskjálft-
inn dundi yfir hefði verið hægt að
koma í veg fyrir mikið tjón. Hvers
vegna illa hefur gengið að fá
stjómvöld til að gera slíka úttekt á
mannvirkjum á Suðurlandi er mér
ekki fullljóst. Þetta gæti að ein-
hverju leyti verið spuming um
peninga. Komi í ljós að mikið af
húsum þarfhist Iagfæringa verður
það auðvitað kostnaðarsamt.
í erindi þínu á ráðstefnunni
spáðir þú að Suðurlandsskjálftinn
gæti riðið yfir árið 2040. Á hveiju
byggirðu þá spá?
-Horfi maður á sögulega at-
burðarás þessa svæðis frá því um
1200, þótt hluti þessarar sögu sé
mjög óljós, þá gæti hvarflað að
manni að spenna á svæðinu í heild
leystist út á 140 ára fresti. Ut-
lausnartími spennunar gæti þó tek-
ið marga áratugi, þótt stundum
hafi bara liðið 10 til 15 ár eins og
1896- 1912. En það er mjög erfitt
að spá fyrir um slíkt. Spenna leys-
ist iíklega ekki úr læðingi í einum
stómm skjálfta, heldur í mörgum
og þá minni. Niðurstaða tölffæði-
legrar skoðunar á sæmilegum
gögnum sem við eigum um stóra
jarðskjálfta frá því um 1700 benda
til að miklar Iíkur séu á jarð-
skjálfta 6 á Richter eða stærri á
næstu 20 ámm. BE
Suðurlandsskjálfti
Veröum að læra
að lifa við skrímslið
Erum við viðbúin að takast á við afleiðingar Suðurlandsskjálfta?
spurði Verkfrœðingafélag Islands nokkra sérfrœðinga á ráðstefnu,
sem félagið hélt í vikunni
Símasambandslaust, hitalaust,
rafmagnslaust og hópar af
skelfingu lostnu fólki fylla
sjúkrahúsin. Mörg þúsund
mjólkurkýr sem verður að
finna húsaskjól fyrir og mann-
skap til að mjólka. Brýr hættu-
legar yfirferðar, og hús sem
skapa hættu vegna skemmda.
Verður þetta sá veruleiki sem
blasir við Sunnlendingum eftir
að „skjálftinn“ ríður yfir?
Verkfræðingafélag Islands
gekkst síðastliðinn miðvikudag
fyrir ráðstefnu og spurði fróða
menn: Erum við viðbúin að takast
á við afleiðingar Suðurlands-
skjálfta?
Forðast fólk
umræðu?
Enn fara sögur af skjálftunum
1896 og 1912, og var það álit
flestra fimdarmanna að íbúum
Suðurlands væri ffemur illa við
að ræða yfirvofandi vá. Ragnar
Stefánsson jarðskjálflaffæðingur
sagði að menn yrðu að hætta að
hugsa um jarðskjálfta sem eitt-
hvert skrímsli. Og Guðjón Peter-
sen tók í sama streng og sagði að
fólk yrði að læra að lifa við hætt-
una, enda væri margt sem það
gæti gert til vamar skjálftum.
Talsmenn aðveitukerfa: síma,
hita og rafmagns, sögðu frá því
sem áunnist hefði í jarðskjálfta-
vömum þessara veitukerfa á und-
anfomum árum, og bentu á
mögulega veikleika kerfanna.
Þorvarður Jónsson ffam-
kvæmdastjóri Pósts og síma sagði
nokkuð víst að símasambands-
laust yrði við svæðið vegna of-
álags á línunum. Garðar Briem
deildarstjóri bygginga Rafmagns-
veitna ríkisins taldi rafmagn geta
farið af um tíma, en ekki þyrfti að
taka langan tíma að gera við
skemmdimar. Hins vegar skipti
máli að samgönguleiðir lokuðust
ekki, svo unnt væri að nálgast
varahluti og annað sem þyrfti til
viðgerðanna. Einnig kom fram í
erindi Garðars að ekki em til
varaaflstöðvar á Suðurlandi.
Steingrímur Ingvarsson, umdæm-
isverkfræðingur Vegagerðar rík-
isins á Suðurlandi, virtist nokkuð
ömggur um að hægt væri að gera
við vegaskemmdir fljótlega eftir
skjálftann. Mikilvægt er að halda
vegum opnum, vegna þess að á
Suðurlandi er einungis höfn í Þor-
lákshöfn. Á Suðurlandi em brýr
mikilvægar samgönguleiðir, því
yfir nokkur stórfljót er að fara.
Fyrir nokkrum ámm var gerð út-
tekt á helstu brúm á svæðinu í
samvinnu við Háskóla Islands.
Ölfusárbrú mun geta staðist stóra
skjálfta, og er ólíklegt talið að
burðarstólpar hennar verði fyrir
hnjaski. Má búast við einhveiju
tjóni á brúnni yfir Ytri-Rangá, en
hún gæti samt sem áður staðist
töluverðan skjálfta. Ennffemur
töldu sérffæðingar að brúin yfir
Þjórsá stæði af sér jarðskjálfta,
þótt hún yrði fyrir einhveijum
skemmdum.
Eggert Vigfússon fram-
kvæmdastjóri Almannavama-
nefndar Selfoss og nágrennis
sagði lítið gagn af almannavama-
nefndum Amessýslu, þær væm
fimm talsins og starfaði einungis
ein þeirra markvisst. Hann vai
einnig svartsýnn á vilja almenn-
ings til að horfast í augu við Suð-
urlandsskjálftann. Fólk vill ekki
lesa leiðbeiningar um það hvemig
bregðast eigi við, hvort sem það
em bæklingar frá almannavöm-
um eða síða 900 í símaskránni.
Þrátt fyrir ffæðslu yfirvalda halda
menn áfram að stilla sultukmkk-
um upp I efstu hillu í geymslunni,
sagði Eggert. Flestir vom sam-
mála um að mikið vantaði á að al-
menningur væri undir skjálftann
búinn. Jafnvel virtist umræða um
hann vera feimnismál.
Stæðíst
heilbrigðiskerfið?
Enginn fundarmanna nefndi
nokkrar áætlanir um það hversu
margir gætu slasast eða týnt lífi í
öflugum jarðskjálfta. Magnús
Bjamason kastaði ffam þeirri
spumingu í umræðum að erind-
unum loknum. Guðjón Petersen
gerði tilraun til að svara fyrir-
spuminni, og sagði m.a. að erfitt
væri að gera spár um slíkt. Færi
það eftir því á hvaða tíma dags
skjálftinn yrði, á hvaða árstíma,
hvort hann yrði á virkum degi eða
um helgi o.s.ffv. Hann benti þó á,
að ef gert væri ráð fyrir að 0,25 af
hundraði íbúa I Holtum létust,
væm það 13 dauðsfoll, og slösuð-
ust um 5 af hundraði þýddi það að
270 manns þyrftu á læknishjálp
að halda, og óttaðist Guðjón að
það stæði í heilbrigðiskerfinu;
jafnvel yrði erfitt að sinna um 200
slösuðum. Eftir skjálfta mætti bú-
ast við miklum straumi lítið slas-
aðra manna á sjúkrastofhanir. Þeir
sem væm virkilega slasaðir kæmu
síðar, því þeir væm líklega fastir.
Aðstreymi illra slasaðra yrði því
hægt. En menn hefðu ekki þorað
að leggja fram neinar tölur um
dauðsföll í þessu sambandi.
Niðurstaða skýrslu vinnuhóps
sem skipaður var af Almanna-
vömum ríkisins árið 1976 var sú
að veikustu hlekkimir í vömum
gegn jarðskjálftum á Suðurlandi
væm þeir að ekkert opinbert eftir-
lit væri með byggingarffam-
kvæmdum á svæðinu, og að
skipulag byggðar miðaðist ekki
við jarðskjálftahættu. Fram kom í
máli manna á ráðstefnu verkffæð-
inga að þessir hlekkir væm enn
veikir. Ekki hefur verið gerð út-
tekt á mannvirkjum á svæðinu
nema að litlu leyti, og þótt ný-
byggingar taki mið af hættunni
hefur ekki verið gerð kortlagnin'g
af hættusvæðum. Skipulag
byggðar í landinu miðast lítt við
það hvar megi helst búast við
snörpum skjálftum. Nauðsyn á
kerfisbundinni rannsókn á öllum
mannvirkjum á svæðinu er því
brýn.
Niðurstaða ráðstefnunnar var
í stuttu máli sú að margt hefði
áunnist I styrkingum vama gegn
Suðurlandsskjálfta, en mest hefði
verið gert til að styrkja veitukerfi
og samgöngur. Enn virðist þó
langt í land með það að menn geta
svarað spumingu ráðstefhunnar á
þá leið að við séum viðbúin að
taka afleiðingum skjálftans.
Sveinbjöm Bjömsson kvað sér
hljóðs að erindunum loknum og
sagði að sér þætti þegar nokkuð
hafa áunnist með því að menn
viðurkenndu nú að við lifum á
jarðskjálftalandi, en það heföi
ekki verið gert fyrir 20 ámm. BE
Ölfusárbrúin ætti að standast
snarpan skjálfta á Suðuriandi, og
svo er einnig um mikilvægustu
brýmar á svæðinu. Hins vegar
liggur óvissan í því hversu mörg
mannvirki hafa alls ekki verið
rannsökuð með tilliti til jarð-
skjálftaþols þeirra á svæðum þar
sem hætta er á að miklir skjálftar
ríði yfir. Mynd: Kristinn.
Cypress Street brúin I Oakland
var alvarlegasta hrun brúarmann-
virkis I Loma Prieta jarðskjálftan-
um í Kalffomíu (fyrra. Brúin var
hönnuð og byggð á sjötta ára-
tugnum. Þær brýr sem skemmd-
ust (skjálftanum voru þó flestar
byggðar eftir svonefndum göml-
um aöferöum. Hérlendis hefur
verið gerð úttekt á jaröskjálftaör-
yggi brúa á Suðurlandi, og gerðar
styrkingar á eldri brúm.
Víða pottur brotinn
Guðjón Petersen framkvæmda-
stjóri Almannavarna ríkisins
var einn þeirra sem hélt erindi
á ráðstefnunni.
Á ráðstefnunni kom fram að
menn virtust nokkuð bjartsýnir á
að aðveitukerfi stæðust jarð-
skjálfta að miklu leyti, erum við
tilbúin að mœta þeirri vá sem
næsti Suðurlandsskjálfti er?
-Að mínu mati er niðurstaða
ráðstefhunnar sú að stofnanir þær
sem reka stóru kerfin, rafmagn,
hita, síma og vegakerfi, væru bet-
ur í stakk búnar en menn þorðu að
vona. Þessar stofnanir hafa unnið
markvisst að því undanfarin ár að
eyða veikleikum kerfanna, styrkja
gömul hús og tæki, og allar ný-
smíðar á svæðinu taka mið af
hættunni. Vandamálið er að al-
Guðjón Petersen framkvæmdar-
stjóri Almannavarna ríkisins segir
mikið hafa áunnist ( jarðskjálfta-
vörnum á Suðurlandi eftir útkomu
skýrslu Almannavarna um ástand
mála árið 1978. Enn er þó vlða
pottur brotinn. Mynd: Jim Smart.
Almenningur
og atvinnufyrirtæki
illa undir
Suðurlandsskjálfta
búin
menningur er illa viðbúinn, og
svo er einnig um atvinnufyrirtæki
á svæðinu, önnur en þau sem
nefhd hafa verið.
Það kom fram í máli Eggerts
Vigfússonar framkvœmdastjóra
Almannavarnanefndar Selfoss
og nágrennis að Sunnlendingar
kærðu sig einfaldlega ekki um
að leiða hugann að þeirri vá sem
gæti staðið fyrir dyrum. Telurþú
afleiðingar jarðskjálfta vera
feimnismál á Suðurlandi?
-Mér hefur fundist almenn-
ingsálitið vera að breytast. Al-
menningur vill vita meira nú,
hann er að gera sér grein fyrir að
hægt er að lifa við þessa hættu, og
vera viðbúinn henni. Hins vegar
verður því ekki neitað að reynsla
okkar sem að þessum málum
starfa af yfirvöldum gegnum árin
sýnir að þeim er mjög illa við að
hættur af þessu tæi séu ræddar,
hvort sem það er hætta á jarð-
skjálfta, eldgosi eða snjóflóði. Yf-
irvöld á slíkum svæðum óttast að
það fæli fólk ffá búsetu og fjár-
festingum í atvinnulífi staðarins.
Svona er þetta víða, og alþekkt út
um heim þar sem hætta getur staf-
að af náttúruhamförum. Yfirvöld
virðast kjósa að stinga hausnum í
sandinn.
Mikilvægt er að fólk reyni að
lifa í sátt við umhverfi sitt, og þær
hættur sem þar gætu leynst. Sé á
varðbergi og viðbúið að bregðast
við mögulegri vá, en reyni ekki að
fiýja hana.
Hefur verið gerð úttekt á
byggingum á Suðurlandi með
tilliti til jarðskjálftaþols þeirra?
-Mikilvægt er að gera úttekt á
jarðskjálftaþoli bygginga, en erf-
itt er að fá peninga hjá stjómvöld-
um til úttektar af því tæi sem
nauðsynleg er, en hún er mjög
kostnaðarsöm.
Opinberar byggingar á svæð-
inu hafa verið kannaðar, t.d. allir
skólar á Selfossi, en við vitum
ekkert um gamalt atvinnuhús-
næði, sem var byggt fyrir 1978.
Landbúnaður er mikill á Suður-
landi, og enn hefur ekki verið
gerð úttekt á útihúsum á svæðinu.
Verði upptök skjálflans í Holtum
og Hreppum þyrftum við mögu-
lega að horfast í augu við það
vandamál hvemig hýsa ætti og
mjólka um 7000 mjólkurkýr. Við
vitum ekkert um ástand útihúsa,
og er það alvarlegt mál. Einnig
mætti nefna að stór hluti Hvols-
vallar, Hellu og Selfoss byggðist
upp eftir 1950. Húsbyggingar ffá
6. og 7. áratugnum eru oft byggð-
ar af miklum vanefnum af eigend-
um húsanna. Byggingameistari
hefur verið fenginn til að skrifa
upp á, en síðan byggja menn sjálf-
ir og fuska. Þannig hefur verið
staðið að húsasmíðum hér á landi
lengi, og tíðkast jafnvel enn.
Ekki er auðvelt að leysa þetta
vandamál. Rætt hefur verið að op-
inberir aðilar fæm og mætu þol
húsanna, en hver vill bera ábyrgð
á því að gera fjölskyldu eigna-
lausa með því að segja heimili
hennar ekki geta staðist Suður-
landsskjálfta? Best væri að menn
létu sjálfir sérffæðinga meta hús
sín, og hvemig þeim beri að
styrkja þau svo þau standist jarð-
skjálfta. Við hvöttum menn til
þessa í bæklingi sem við dreifö-
um á Suðurlandi með leiðbeining-
um fyrir almenningi varðandi
jarðskjálftavamir. Einnig er mjög
mikilvægt að fólk hugi að lausa-
munum, bæði á heimilum og í
fyrirtækjum, sem gætu hrunið og
valdið tjóni og slysum í skjálfta.
Helstu veikleikamir á Suður-
landi, fyrir utan þá sem ég hef
þegar minnst á, er hitaveitukerfið.
Leiðslumar eru úr asbest, og þær
myndu allar fara. Það gerðist með
kaldavatnsleiðslumar á Kópa-
skeri í skjálftanum 1976. Verði
skjálftar að vetri til verður því að
fjarlægja fólk sem fyrst af
skjálftasvæðum þótt skemmdir
verði óvemlegar. Einnig yrði
nauðsynlegt að tappa af hitaveitu-
kerfum húsanna, ella skemmdust
þau af ffosti. Þannig að hvað gæti
leitt af öðra.
BE
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. nóvember 1990
Laugardagur 17. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9