Þjóðviljinn - 14.12.1990, Page 6
Hjónavsgslur
á sorphaug
Byltingarsinnaði stofnana-
flokkurinn, ríkisflokkur í Mexíkó í
marga áratugi, lét gefa saman á
sinn kostnað í gær 33 kærustu-
pör, sem eiga það sameiginlegt
að þau kynntust og felldu hugi
saman á sorphaugum Mexíkó-
borgar er þau leituðu þar að hinu
og þessu æti- og nýtilegu. Fjöldi
fólks þarlendis hefst við á sorp-
haugum við stórborgir og dregur
fram lífið á því, sem það finnur
þar.
Forustumenn áðurnefnds
flokks hafa áhyggjur af frjálsum
ástum þessa fólks, sem þeir telja
að leiði til þess að það sé kæru-
laust um börn sem því fæðast.
Gerir flokkurinn ráð fyrir að
ábyrgöartilfinning gagnvart sorp-
haugabörnum muni vaxa með
foreldrum þeirra ef þeir lifi saman
í vígðri sambúð.
Helmingi fleiri
Bresk börn undir fátæktar-
mörkum eru nú yfir þrjár miljónir
og helmingi fleiri en þegar Marg-
aret Thatcher tók við stjórn fyrir
11 og hálfu ári. Undir þeim mörk-
um þarlendis eru talin vera börn á
heimilum með tekjur sem eru
helmingi lægri en meðaltekjur og
þaðan af lægri.
Jonathan Bradshaw, prófess-
or í York, sem er höfundur skýrslu
um þetta, segir ennfremur í henni
að barnadauði sé nú meiri í land-
inu en var fyrir rúmum áratug og
börn að líkindum að meðaltali
verr nærð en þá var.
Jarðskjálfti
á Sikiley
13 manns a.m.k. fórust og
hundruð slösuðust í gær er jarð-
skjálftahrina gekk yfir Sikíley.
Mældist öflugasti jarðskjálftinn
4,7 stig á richterskvarða. Skjálf-
tamiðjan var að sögn ítalskra
jarðskjálftafræðinga um 10 km frá
Sýrakúsu og tjónið varð mest í
Carlentini, 12.000 manna bæ 30
km suðvestur af Catania.
Rifist um
heimsóknir
Friðarlíkur fara heldur minnk-
andi I Persaflóadeilu vegna þess
að stjórnir Bandaríkjanna og ír-
aks, sem komið höfðu sér saman
um gagnkvæmar heimsóknir og
viðræður með samkomulag fyrir
augum, eru ósammála um hve-
nær fyrirhuguö heimsókn James
Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, til Bagdað skuli eiga sér
stað.
Saddam (raksforseti vill ekki
fá hann þangað fyrr en 12. jan.,
efalltið til að fresta árás á sig sem
talsverður líkur eru á að gerð
verði um miðjan þann mánuð.
Bandaríkjastjórn vill að hann fari
þangað fyrr.
Ekki lengur
marxistar
Verkamannaflokkurinn í Mið-
Afríkuríkinu Kongó (fyrrverandi
franska Kongó), alráður rikis-
flokkur þarlendis um langt skeið,
hefur aflagt marxisma sem ríkis-
hugsjón og segist nú vera orðinn
sósíaldemókratískur. Frá áramót-
um verður landsmönnum heimilt
að stofna nýja stjórnmálaflokka
að vild.
Skipt um nafn
Kommúnistaflokkur Litháens
hefur skipt um nafn og heitir nú
Lýðræðislegi verkamannaflokkur-
inn. Lýsti flokkurinn því jafnframt
yfir að hann myndi vinna að því
að Litháen yrði sjálfstætt ríki og
hallast hér eftir að stefnu jafnað-
armannaflokka.
Herinn við eftirlit f borg. Hann er margfaldur í roðinu I átökunum þarlendis og liðsmenn úr honum eru stundum I morðsveitum, sem oft er beitt gegn
vinstrisinnum.
Kosningasigur skæruliða
M-19, kólombísk skæru-
liðahreyfing, sem breytti sér í
stjórnmálaflokk fyrir nokkrum
mánuðum, virðist vera að taka
forustuna í stjórnmálum lands-
ins
A sunnudaginn fóru fram í
Kólombíu kosningar til stjóm-
lagaþings, sem á að taka stjómar-
skrá landsins til gagngerrar end-
urskoðunar. Komu úrslitin nokk-
uð á óvart, því að sigurvegari
varð M-19, skæmliðahreyfíng
sem samdi frið við stjómvöld í
mars s.l. og breytti sér í stjóm-
málaflokk.
M-19 fékk samkvæmt einni
frétt 27 af hundraði greiddra at-
kvæða, samkvæmt annarri 35 af
hundraði (fréttum um atkvæða-
tölur ber ekki saman). En hvort
sem rétt er fer ekki milli mála að
M-19 fékk miklu meira fylgi í
kosningunum en nokkur annar af
mörgum flokkum, samtökum og
flokksbrotum sem buðu fram.
Söguleg úrslit
Úrslit þessi eru að því leyti
söguleg að þau benda til þess að
hefðbundið flokkapólitískt kerfi
Kólombíu, sem við lýði hefur
verið frá því að landið varð sér-
stakt ríki um 1830, sé að leysast
upp. Síðan þá hafa tveir stjóm-
málaflokkar, af hvcrjum annar
hefur talist íhaldssamur en hinn
frjálslyndur, haft stjómmálin að
mestu á sinni könnu. Þesskonar
tveggja flokka kerfi komst á víðar
í Rómönsku Ameríku eftir að hún
skiptist í sjálfstæð ríki og vom
fyrirmyndir að því sóttar til
Bandaríkjanna og Evrópu, ekki
síst til Bretlands, sem átti tals-
verðan hlut að því að heims-
hluti þessi losnaði við
spænsk og portúgölsk yfirráð.
Svo er að heyra á fréttum af
kosningunum til stjómlagaþings-
ins að gömlu flokkamir tveir hafi
gengið til þeirra klofnir í nokkur
brot hvor.
Menntamenn
og öreigar
Allnokkrar vinstrisinnaðar
skæmliðahreyfingar hafa gegnt
áberandi hlutverki í því stríði
allra gegn öllum, eða svo að
segja, sem geisað hefúr í Kólom-
bíu í fjölda ára. Öflugastar þeirra
hafa verið M-19 og önnur, þekkt-
ust undir skammstöfuninni
FARC. Svo hittist á að sama dag-
inn, sem M-19 vann sinn sögu-
lega sigur, unnu stjómarhermenn
víggirtar aðalstöðvar FARC.
Sagt er að skæmliðahreyfing-
ar þessar tvær séu ólíkar nokkuð
að því leyti til, að M-19 hafi sótt
sína liðsmenn einkum til mennta-
fólks og stúdenta, en FARC frem-
ur til lítt skólaðs fólks af lágum
stigum. Sá munur gæti verið að
einhveiju marki skýring á því,
hvemig þeim hefur famast und-
anfarið, hvorri um sig. Mennta-
mennimir í M-19 hafa talið sig
hafa sæmilega möguleika á að
aðlagast þjóðfélaginu og því talið
mögulegan valkost fyrir sig að
leggja niður vopn, liðsmenn
FARC kunna með hliðsjón af fé-
lagslegum bakgmnni sínum að
líta svo á að þeir hafi að engu
betra að hverfa en skæmhemaði.
Algengasta
dánarorsök
Hitt er svo annað mál að eng-
an veginn vist er að liðsmenn M-
19 séu öruggari um
líf og limi nú en áður
Dagur
Þorielfsson
meðan þeir lágu úti á fjöllum og
skógum sem vígamenn. í Kólom-
bíu er algengasta dánarorsök fúll-
orðinna karlmanna að verða
vopnbitinn. Stjómmálin em
gagnsýrð af ofbeldi, eins og aðrir
þættir þjóðlífsins. Reynslan sýnir
að af stjómmálamönnum em þeir
vinstrisinnuðu í mestri hættu.
A þá er litið sem uppreisnar-
menn gegn „kerfinu", því sem er
hefðbundið og gamalgróið,
gömlu stjómmálaflokkunum,
fjármálamönnum, atvinnurek-
endum, stóijarðeigendum, emb-
ættismönnum, her, lögreglu, jafn-
vel kókaínbarónum. Þegar ein-
hveijir vinstrisinnar magnast
venju ffemur, má því búast við að
aðrir, sem annars era oftar en ekki
svamir óvinir, sameinist um að
senda gegn þeim dauðasveitir,
einkaheri eða leigumorðingja.
Ekki er nema sennilegt að
þesskonar bandalag um morða-
herferð eigi eflir að gera kosn-
ingasigur M-19 að engu.
Einn missti líf,
annar fót
Hreyfingin hefur þegar fengið
forsmekkinn af slíku. Carlos Piz-
arro, leiðtogi hennar þegar hún
samdi frið við stjómina, var myrt-
ur mánuði síðar. Tók þá við for-
ustu Antonio Navarro Wolff,
rúmlega fertugur breskmenntaður
verkfræðingur. Hann gengur ekki
heill til skógar síðan fyrir nokkr-
um árum, er handsprengju var
varpað inn í kaffihús þar sem
hann sat með fleira fólki. Þá
missti hann fót og sprengjuflísar
sem hann fékk í hálsinn breyttu
rödd hans.
Þingflokkur M-19 á stjóm-
lagaþinginu er nokkuð nýstárleg-
ur, eftir því sem gerst hefur í
hcfðbundnum og íhaldssömum
stjómmálum landsins. Þar er
þjálfari kólombíska landsliðsins,
fyrrverandi forstjóri stjómar-
stofnunar, er átti að hafa með
höndum skiptingu stóijarða, þrir
lögffæðingar, sem einkum sinna
mannréttindamálum, þrír vinstri-
sinnaðir fomstumenn verkalýðs-
félaga og níu fyrrverandi skæm-
liðar.
„Nýir menn“ og
„góðir borgarar“
í stefnuskrá M-19, eftir að
hún aflagði hemað, er lagt til m.a.
að iðnaðurinn verði losaður við
einokunartök sem stórfyrirtæki
hafa á honum, að sum ríkisfyrir-
tæki verði einkavædd með því að
selja starfsmönnum hlutabréf og
að verslun við grannlandið Ve-
nesúelu, sem í krafti olíu sinnar er
auðugri en Kólombía, verði gefin
ffjáls.
Almennt séð er ekkert bylt-
ingarkennt við þetta, en svo kann
þó að vera í augum ýmissa áhrifa-
aðila í Kólombíu, sem sjá ffam á
að þeir muni missa eitthvað af
auði og ítökum ef breytingar
þessar kæmust í ffamkvæmd. Sú
tilhugsun að „nýir menn“ komist
til mikilla valda við hlið gamal-
gróinna ráðamanna fer og áreið-
anlega í taugar þeirra síðar-
nefndu. Formaður samtaka at-
vinnurekenda sagði þannig um
Navarro, að óskaplegt væri að
„glæpamaður" kæmist nú upp
með það að segja „góðum borgur-
um“ hvemig þeir ættu að hegða
sér.
Aðeins fjórðungur kjósenda
neytti atkvæðisréttar síns í kosn-
ingunum til stjómlagaþingsins.
Það stafar efalaust af ýmsu, upp-
lausn gamla pólitíska kerfisins,
vonleysi almennings um að kosn-
ingar breyti einu eða neinu og
hræðslu við að fara á kjörstað. I
kosningum þarlendis er það siður
margra að ráðast með skothríð og
sprengingum á kjörstaði í kjör-
dæmum, þar sem líklegt er að
andstæðingar þeirra hafi vemlegt
fylgi.
6.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. desember 1990