Þjóðviljinn - 14.12.1990, Qupperneq 7
Litháen snýr sér til
Norðurlandaráös
Kazimiera Prunskiene mœlist til að það boði til alþjóðlegrar ráðstefnu
um mál Eystrasaltslýðvelda
Kazimiera Prunskiene,
forsætisráðherra
Litháens, stakk í gær upp á þvi
að alþjóðleg ráðstefna verði
haldin um framtíð
Eystrasaitsríkjanna þriggja.
Mætti halda slíka ráðstefnu
hvort sem Sovétríkin tækju þátt
í henni eða ekki. Prunskiene lét
þetta í ljós á fréttamannafundi í
Heisinki, þar sem hún er í
ópinberri heimsókn. Sagði hún
að nú, þegar Þýskaland væri
ekki lengur sundurskipt, væri
tími kominn til að taka til
athugunar aðrar afleiðingar
heims-styrjaldarinnar síðari,
ekki síst innlimun Eistlands,
Lettlands og Litháens í
Sovétríkin. Mál þetta væri
alþjóðlegs eðlis, ekki sovéskt
innanríkismál.
Prunskiene — gefur f skyn
aösovéska stjómin dragi á
langinn að hefja samninga-
viðræður.
Kazimiera sagði ennfremur
að til greina ætti að geta komið að
Norðurlandaráð sem Danmörk,
Finnland, ísland, Noregur og
Svíþjóð eiga aðild að, boðaði til
áminnstrar ráðstefnu um mál
Eystrasaltslýðveldanna þriggja,
sem og að ráðstefnan yrði haldin í
Helsinki eða einhverri annarri
norrænni höfúðborg. Af
samningaumleitunum
Eystrasaltslýðveldanna við
sovésku stjómina hafði
Prinskiene það að segja að ekki
hefði enn orðið af fyrirhuguðum
viðræðum. Var svo að heyra á
henni að sá dráttur væri sovésku
stjóminni að kenna. Sagði hún að
það gæti stafað af því að sovéska
þjóðfulltrúaþingið kæmi saman
innan skamms og að ráðamenn í
Moskvu væm uppteknir við
undirbúning þess.
Danskir jafnaöar-
menn hrósa sigri
Svend Auken (t.h.) ræðir hér málin við Anker Jörgensen (sem snýr baki
f Ijósmyndarann), fyrrum leiðtoga jafnaðarmanna og forsætisráðherra.
Spurningin er nú hvort Schluter verður forsætisráðherra áfram eða Auk-
en tekur við.
Schliiter vill þó
stjórna áfram.
Óstööug minni-
hlutastjórn
líklegasta
niöurstaöan
Úrslit þingkosninganna í
Danmörku á miðvikudag urðu
mikill sigur fyrir jafnaðarmenn,
talsverður sigur fyrir Venstre,
hrakfarir fyrir Sósíalíska þjóðar-
flokkinn og vemlegur ósigur fyrir
íhaldsflokkinn, Radikale Venstre
og Framfaraflokkinn.
Flokkar fráfarandi stjómar,
íhaldsflokkur, Venstre og Radik-
ale Venstre hafa nú samanlagt
einu þingsæti færra en fyrir kosn-
ingar.
Jafnaðarmenn em í sjöunda
himni yfir úrslitunum, enda er
þetta mesti kosningasigur þeirra í
yfir fjóra áratugi. Þeir hafa nú 69
þingsæti af 179 alls, bættu við sig
14. Svend Auken, leiðtogi þeirra,
segir útkomuna sýna að þjóðin sé
orðin þreytt á að láta hægri- og
miðflokka stjóma sér og krefst
þess að Poul Schliiter, leiðtogi
íhaldsmanna og forsætisráðherra
síðan 1982, gefi frá sér að mynda
nýja stjóm.
Schliiter reynir hinsvegar að
bera sig vel, bendir á að hægri- og
miðjuflokkar hafi áffam meiri-
Snögg
aukning
atvinnuleysis
Atvinnuleysi jókst í Bretlandi í
s.l. mánuði meira en nokkm sinni á
jafnlöngum tíma í átta ár. Bættust
um 56.600 manns við á atvinnu-
leysingjaskrá í nóv. og er nú tala
skráðra atvinnuleysingja í landinu
1,76 miljónir.
hluta á þingi og segist staðráðinn í
að mynda næstu stjóm. Það verð-
ur varla erfiðleikalaust fyrir hann
því að miðjuflokkurinn Radikale
Venstre, sem tapaði þremur þing-
sætum og hefur nú sjö, hefur sýnt
tregðu á að halda áfram í stjóm
með íhaldsflokknum. Schluter
hefúr áhuga á að fá Kristilega
þjóðarflokkinn og miðdemókrata
í stjóm með sér í staðinn, en þess-
ir flokkar tóku dauflega í það í
gær. Miðdemókratar fengu níu
þingmenn kjöma og kristilegir
fjóra, og er það sama útkoma hjá
báðum flokkum og í kosningun-
um næst á undan, sem fóm ffam í
maí 1988.
íhaldsflokkurinn fékk 30
þingsæti og tapaði fimm, Venstre
bætti hinsvegar við sig sjö þing-
sætum, fékk 29. Sósíalíski þjóðar-
flokkurinn fékk 15 þingsæti, tap-
aði níu, og Framfarafiokkurinn
12, tapaði fjórum. Sameiginlegur
listi Fælles Kurs og Vellíðanar-
flokks undir fomstu þeirra Pre-
bens Möller-Hansen og Mogens
Glistmp kom engum manni að.
Flokkar og flokkabandalög verða
í Danmörku að fá tvo af hundraði
atkvæða til að koma mönnum á
þing.
Þar sem enginn flokkur hefúr
þingmcirihluta og staða mið- og
hægriflokka í heild verður nú
veikari á þingi en var fyrir kosn-
ingar, er einna líklegast að niður-
staðan verði óstöðug minnihluta-
stjóm. En Danir em að vísu gam-
alvanir nokkmm óstöðugleika í
stjómmálum hjá sér. Kosningam-
ar á miðvikudaginn vom þær
fimmtu þar í landi á áratugnum
sem er að líða og ffá því að
Schliiter kom til valda í sept. 1982
hefúr hann stýrt fjómm sam-
steypustjómum.
Skoðanakannanir fyrir kosn-
ingar leiddu í ljós mikinn áhuga
meðal kjósenda fyrir „rauðblárri“
stjóm, þ.e. samsteypustjóm jafn-
aðarmanna og einhverra hægri-
og miðjuflokka. En fyrstu við-
brögð fomstumanna flokkanna
eftir að úrslit urðu kunn benda
ekki til þess að þeir hugsi sér það.
Föstudagur 14. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7
Castró Kúbuleiðtogi og Saddam Hussein (raksforseti. Em þeir samstiga
(Persaflóadeilunni?
Heimsbyggöin bíöur
milli vonar og ótta
Eru Kúbanir að bera blak af óhæfuverkum
Saddams Husseins með afstöðu sinni
í Öryggisráðinu?
Fæstum kom víst á óvart að
fulltrúar Kúbu og Yemen í
Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna skyldu greiða atkvæði
gegn tillögu Bandaríkjamanna
um lokafrest til 15. januar nk.
til handa Saddam Hussein og
hans liði til að draga heri sína til
baka frá Kúvæt. Að öðrum
kosti yrði hervaldi beitt til að
hrekja innrásarherinn frá Kú-
væt. Af heimspressunni hefur
mátt skilja að með þessari af-
stöðu væru Kúba og Yemen að
bera blak af óhæfuverkum ír-
aka í Kúvæt.
En hver er afstaða Kúbana til
málsins að þeirra eigin mati? Til
þess að ffæðast aðeins um hina
hlið málsins skal hér aðeins gripið
niður í ræðu kúbanska utanríkis-
ráðherrans, Isidoro Malmierca,
sem hann flutti á fundi Öryggis-
ráðsins 29. síðasta mánaðar.
Friösamleg lausn
eöa stórstyrjöld?
Ráðherrann sagði m.a. að kú-
bönsk stjómvöld ásamt stjómum
Yemen, Malasíu og Kólumbíu
hefðu leitað leiða til þess að finna
ffiðsamlegan flöt á málinu.
Hvemig sem atkvæðagreiðslu í
Öryggisráðinnu lyktaði myndu
þau gera það sama hér eftir sem
hingað til.
- Við höfúm allan tímann hafl
ffiðsamlega lausn að leiðarljósi,
sagði ráðherrann og benti á að
yrði tillagan samþykkt ykjust
stórlega líkumar á stríðsátökum
við botn Persaflóa með ófyrirséð-
um afleiðingum.
í máli hans kom fram að Kú-
banir hafa frá upphafi fordæmt
innrás írakshers inn í Kúvæt og
harma að eitt aðildarríkja Sam-
taka óháðra ríkja skuli gripa til
slíks óyndisúrræðis.
Tvíbent vopn
- Við höfúm einnig harðlega
fordæmt á vettvangi Öryggisráðs-
ins að saklaust fólk skuli tekið í
gíslingu. En hinu má ekki gleyma
að ákvörðun Öryggisráðsins um
að setja viðskipta- og hafnbann á
írak hefúr í rauninni leitt til þess
að saklaust fólk, gamalmenni,
böm og sjúklingar hafa verið
teknir í gíslingu hungurs og
dauða.
Ráðherrann gat þess að kú-
bönsk stjómvöld hefðu áreiðan-
legar upplýsingar um ástandið í
Irak frá þeim 200 kúbönsku lækn-
um og hjúkrunarfólki sem þar
hefði verið við sjálfboðaliðastörf
ámm saman. - Hafnbannið hefúr
þegar leitt til þess að matvæli em
nær gengin til þurrðar og mikill
skortur á sjúkragögnum hefúr
valdið dauða og þjáningu bama
sem nauðsynlega þurfa á lyfja-
gjöfum að halda.
Ekki sama Jón og
séra Jón
Ráðherrann gagmýndi harð-
lega þann tvískinnung sem ríkir i
afstöðu Öryggisráðsins. Þegar
hart væri látið mæta hörðu gagn-
vart innrás íraks i Kúvæt væri
ekki það sama látið gilda um önn-
ur hliðstæð mál. Hvað með Irael
og herteknu svæðin, hvað með
landlausa þjóð Palestínumanna
sem gerð hefúr verið réttlaus í
eigin landi og hvað með innrás
Bandaríkjamanna í Panama fyrir
ekki ýkja löngu?
- Okkur er sagt að þessar hlið-
stæður tilheyri tímabili
kalda-striðsins sem sé að baki og
skipti því ekki máli lengur. Nú
séu mnnir upp nýir tímar þegar
þjóðir heims taki sig saman sem
ein og standi vörð um og virði þá
heimseiningu sem lýst er í stofti-
mála Sameinuðu þjóðanna. Því
verði yfirgangur Iraka ekki liðinn.
Malmierca minnti á í þessu
sambandi að forræði Sameinuðu
þjóðanna væri ekki meira virt en
svo, að ísraelsk stjómvöld neiti
sendinefnd S.Þ. að kynna sér
meðferð Israelsmanna á Palest-
ínumönnum!
Betur heima setið
en af stað farið
Það hefúr þegar sýnt sig,
sagði Malmierca, að þvinganir
gagnvart Irökum forherða þá. -
Við erum engu nær lausn málsins
en við vorum í upphafi. Það er
nóg að gert með hafn- og við-
skiptabanninu. Slíkt bann stenst
engin þjóð til lengdar.
Komi til átaka við Iraka eftir
15. janúar er næsta víst, sagði
Malmierca, að eyðileggingin
verður gífúrleg og þær hörmungar
sem leiddar verða yfir íbúana
verða enn meiri en þegar er orðið.
Olíulindir verða eyðilagðar sem
aftur þýðir minna framboð á hrá-
olíu og stórum hærra olíuverð
með öllum þeim ófyrirséðu efna-
hagslegu afleiðingum sem það
hefúr fyrir íjöldann allan af ríkj-
um í þriðja heiminum.
- Verði tillagan samþykkt
mun heimsbyggðin bíða milli
vonar og ótta um, hvort það bijót-
ist út ný stórstyijöld.
Kúba er ekki reiðubúin að ýta
undir slíkar hörmungar með því
að veita þessari tillögu brautar-
gengi, sagði Malmierca.
-Militant/-rk