Þjóðviljinn - 14.12.1990, Síða 9
„Horfnir eruþeir dagar (sem betur fer) þar sem svo virtist að allt
sem þurfti til að fá penmga í leikna kvikmynd (í fullri lengd) var
að veifa útskriftarskírteim úr einum kvikmyndaskóla eða óorum.
Slík ævintýramennska varð tilþess að menn féllu flatir við stall
listagyðjunnar og stóðu upp skítblankir. Reynsla vissulega, en
ansi aýru verði keypt.“ segir Sigurbjörn Aðafsteinsson m.a.
Á íslandi eru gerðar góðar bíómyndir.
Ég segi þetta og hætti á að vera stimplaður
þjóðremba en verðlauna útnefningar til
Felix (Evrópu-) -verðlauna og annarra á
undanfómum ámm em mín rök. Tvö
fyrstu árin fengum við fjórar Felix- útnefn-
ingar. Eigum við að fara í þennan vinsæla
samanburðarleik og spyija sjálf okkur að
því hvaða þjóðir hafa fengið fleiri útnefn-
ingar til Evrópuverðlaunanna en Islending-
ar, miðað við framleiddar bíómyndir? A
ísíandi em framleiddar 1 til 2 bíómyndir á
ári. I Finnlandi t.d. em framleiddar um 17
myndir á ári. Það þýddi að miðið við 4 út-
nefningar íslendinga hefðu Finnamir átt að
fá 34 tvö fyrstu árin sem keppt var um Fel-
ixinn. Þeir fengu ekki 34, ekki einu sinni
nálægt því. Munurinn á þeim og okkur
minnlaði í ár, Finnar fengu nokkurar út-
nefningar í ár, við ekki. Ein aðalástæðan
fyrir því er sú að við höfðum enga mynd til
að leggja fram í keppnina. Það er skilyrði
til að fá útnefningu.
Þetta em góð rök fyrir því að stjómvöld
ættu að sjá sóma sinn í því að halda úti al-
mennilegri kvikmyndagerð hér á landi, en
þetta em langt í frá einu rökin. Til þess að
ná til heimsbyggðarinnar með kvikmynd-
um okkar verðum við auðvitað að gera
kvikmyndir. Og til þess þarf peninga.
Hvort sem manni líkar það betur eða verr
þá snýst kvikmyndagerð að mörgu leiti um
peninga. Það þarf peninga til að búa til bíó,
en maður getur líka fengið peninga til baka
af því að búa til bíó. Fólk má ekki taka
þessu peningatali mínu eins og að það sé
það eina sem kemst að hjá mér. Ég er af-
skapiega skilningnigsríkur maður þegar
kemur að tali um menningu og listir. En
menn mér skilningsríkari um menningu og
Iistir hafa talað sig rauða í ffaman við
stjómmálamenn um þau mál án þess að
mæta skilningi. Svo ég ætla að tala um
peninga. Alla þessa peninga sem kostar að
gera bíómynd og alla þessa peninga sem
hægt er að fá til baka fyrir kvikmyndagerð.
Og þá er ég að tala um “á breiðann grund-
velli”, ekki að kvikmyndagerðarmenn
græði æðislega á atvinnu sinni, sem þeir
gera sennilega aldrei.
Sem dæmi þá græddi kvikmydin Bat-
man ekkert rosalega mikinn pening sem
slík, þó að fúllt af fólki kæmi að horfa á
hana. Það var salan á öllum þessum Bat-
man grimum sem gerði framleiðendumar
ríka. í stað þess að selja Batman grímur
eða víkingahjálma með kvikmyndum okk-
ar, gætum við selt landið okkar. Og þá er
ég ekki að tala um Búa Árlandssölu á land-
inu, heldur ferðamannasölu.
Kvikmyndin er áhrifamikill miðill og
mér er alveg sama hvað fólk segir um mik-
ilvægi þess að eiga gott handboltalandslið,
góð kvikmynd er besta landkynning sem
hægt er að fá. Það er á við að eiga góðan
forseta. Efist einhver, ætti hinn sami að
spyija hestaleigendur víðsvegar um landið.
Það voru þeir sem högnuðust mest á þátt-
unum um Nonna og Manna. Viðbrögðin
við hestaatriðum í þáttum Ágústar Guð-
mundssonar voru slík að hér var hver ein-
asta bykkja upptekin allt sumarið eftir að
Nonni og Manni voru sýndir í þýska sjón-
varpinu. Að eiga sölubás á ferðamálaráð-
stefnu er eins að rembast við að auglýsa
aftaná plastpokum þegar maður getur aug-
lýst í sjónvarpi. Nú mega lesendur ekki
skilja þetta sem svo að ég sé ægilega mikið
á móti því að menn kaupi sér bás á ferða-
málaráðstefnum (eða auglýsi aftaná plast-
pokum). Ég er bara að benda á miklu betri
aðferð. Kvikmyndir.
Annarsstaðar skilja menn þetta. Þegar
framleiðendur bresku kvikmyndarinnar
Erik the Viking byrjuðu að leita eftir fjár-
magni í gerð myndar sinnar var sænska
ferðamálaráðið eitt það fyrsta til að taka
við sér og leggja til penininga. Afhverju?
Jú vegna þess að þeir töldu að mynd um
víkingatímann myndi auka áhuga fólks á
Svíþjóð. Og það er rétt hjá þeim. Auðvit-
að ekki í þeim skilningi að fólk hafi troðist
uppi fyrstu SAS vél sem fór írá Heathrow
eða Gatwick eftir frumsýningu. Heldurjók
þessi mynd þekkingu Breta (og annara,
kvikmynd er jú alþjólegur miðill) á Norð-
urlöndum. Hún verður kannski til að þeim
langar einhvemtíman að sjá víkingamynd
frá sjálfum Norðurlöndunum, og svo
stigeykst þekking Bretana á Norðrinu og
endar kannski með því að hjónakomin á 13
Alfoxton Avenue í Gateshead, Essex, segja
sem svo “You know. It's a rather interest-
ing place this Scandinavia, don't you think
luv?” Og þau fara kannski þangað í næsta
sumarfríi.
Þannig virkar kvikmyndin. Hún breið-
ir boðskap sinn til heimsbyggðarinnar, ein-
hversstaðar í bíóhúsi i Osaka í Japan er ver-
ið að sýna íslenska biómynd og hún verður
til þess, beint eða óbeint að herra og ffú
Kujiroka fara til lslands. Og ekki reyna að
segja mér að það sé ekki horft á íslenskar
kvikmyndir i útlöndum, það er áhugi fyrir
þeim og fólk fer á þær. Það er nefninileg
alltaf viss prósenta sem ekki lætur drekkja
sér í flóði bandarískra kvikmynda. Þessi
prósenta er ekki stór og hér á íslandi em
þetta ekki nema örfáar hræður, en þessi
sama prósenta, t.d í Japan, eða Þýskalandi
er stærri að höfðatölu en allir Frónbúar.
Og komum við þá afhir að peningum.
Til að gera kvikmyndir þurfúm við að hafa
peninga. Og til að veita peninga í kvik-
myndagerð höfum við Kvikmyndasjóð og
til að veita peningum í Kvikmyndasjóð
höfúm við fjárveitinganefnd o.s.frv. I ár
hefur úthlutunamefnd Kvikmyndasjóðs
70-80 milljónir að úthluta til kvikmynda-
gerðarmanna sem þegar hafa sent inn um-
sóknir sínar. Þetta er ekki mikill peningur,
þetta er lítill peningur, eiginlega mjög lítill.
Áður en ég held áfram langar mig til að
setja eldspýtustokk inní þessa grein, þ.e
kvarða sem skýrir út hversvegna 70-80
milljónir er lítil upphæð fyrir úthlutunar-
nefnd Kvikmyndasjóðs. Og kvarðinn er
svona: Að eiga 70-80 miljónir í Kvik-
myndasjóði er eins og að eiga krónu fyrir
apótekaralakkris sem kostar kannski 15
krónur. Þetta var minn eldspýtustokkur og
nú ætla ég að halda áfram með greinina:
60 miljónir er tala sem oft er nefnd þeg-
ar talað er um kostnað á gerð bíómyndar.
Þessvegna em 70-80 milljónir lítill pening-
ur fyrir Kvikmyndasjóð. Afhverju kann
einhver að segja? Sjóðurinn gæti t.d. út-
hlutað þremur myndum 25 milljónir og
hinir heppnu gætu síðan leitað útfyrir Iand-
steinana eftir aukafjármagni. En þá er 70-
80 milljónimar búnar og ekkert eftir í allt
hitt.
Hitt hvað? Jú, stuttmyndir, heimildar-
myndir, o.s.frv.
Tilhvers að úthluta í það? Jú vegna
þess að þetta em sjálfstæð form listarinnar
þegnum hennar uppá kvikmyndir þar sem
tunga þeirra er töluð.
Talandi um að þessar 250 milljónir og
hvemig þær gætu aukið íslenska kvik-
myndagerð þá býðst Islendingum núna
tækifæri til að auka sína kvikmyndagerð
um allt aðl00% á ári. Hér er ég að tala um
norræna kvikmyndasamstarfið sem gengur
útá að 5 norrænar kvikmyndir (ein frá
hveiju landi) verði gerðar á ári og kynntar
sameiginlega fyrir heimsbyggðinni. Héma
er verið að tala um átak sem á að vera óháð
þessum 70-80 milljónum sem Kvikmynda-
sjóður fær árlega og norræna kvikmynda-
sjóðnum sem við Islendingar höfúm að-
gang af. (Má ég nota þetta tækifæri og
minna Stöð 2 á að hún á eftir að borga þessi
700 þúsund sem henni ber að borga i sjóð-
inn). En semsagt, norræna kvikmynda-
samstarfið yrði til þess að við fengjum að
gjöf frá hinum Norðurlöndunum 50 millj-
ónir til að gera eigin biómynd. Það sem til
þarf em 50 milljóna fjárveiting frá Alþingi
í þetta verkefni. Hugsið ykkur. 50 millj-
(afsakið orðbragðið) sem um leið em frá-
bær þjálfunartækifæri fyrir þá sem seinna
meir gætu gert stærri myndir. Kvikmynda-
gerð er nefnilega ein erfiðasta atvinnugrein
sem nokkur getur valið sér og það eina sem
fólk getur gert til þess að verða meistarar í
greininni er að öðlast reynslu og eina leið-
in til þess er að reyna. Horfnir em þeir
dagar (sem betur fer) þar sem svo virtist að
allt sem þurfti til að fá peningi í leikna
kvikmynd (í fullri lengd) var að veifa út-
skriftarskirteini úr einum kvikmyndaskóla
eða öðmm. Slík ævintýramennska varð til
þess að menn féllu flatir við stall listagyðj-
unnar og stóðu upp skítblankir. Reynsla
vissulega, en ansi dým verði keypt.
Þessvegna hefur sjóðurinn á undan-
fomum ámm styrkt þessar “aukabúgrein-
ar” að einhveiju leiti og fjöldi leikinna is-
lenskra kvikmynda hefur takmarkast við
eina eða tvær á ári. Sem hindrar þær ekki í
að fá Felix útnefningar og aðrar viðmkenn-
ingar.
En það sem er leiðinlegast við þessa
lágu upphæð (ég minni á apótekarlakkrís-
inn) er að lögum samkvæmt ætti hún að
vera hærri. í stað 80 milljóna í ár ætti hún
að vera rúmar 100 milljónir. Þessi niður-
skurðir er svo hefðbundinn að kvikmynda-
gerðarmenn gera alltaf ráð fyrir honum.
En það er grátlegt til þess að vita að ffá ár-
dögum Kvikmyndasjóðs nemur þessi upp-
hæð sem skorin hefúr verið af samanlagt
um 250 milljónum. Það er hægt að gera
dálaglega biómynd fyrir þann pening og
stórauka íslenska kvikyndagerð og þar með
auka líkumar á því að herra og frú Kujiroka
komi til Islands í næsta fríi, að ekki sé tal-
að um aukna reiðhestarækt á íslandi... (-
Héma ætla ég að koma list og menningu að
og bæta þessu við): ...og auka á stolt og
sjálfstæði lítillar þjóðar með því að bjóða
óna styrkur bíður okkar bakvið sjónarrönd.
Héma kemur eldspýtustokkurinn aftur:
Þetta er eins og að eiga 7 krónur og 50 aura
fyrir apótekarlakkris og fá sjö og 50 að
utan, og mega svo bara eiga lakkrísinn
sjálfur.
Þeir sem ekki þekkja málavöxtu segja
að auðvitað hafi islensk stjómvöld þekkst
þetta boð undir eins. Eno-ekki. Hingaðtil
hafa stjómvöld haft uppá 8 milljónum af
þessum 50. Á hinum Norðurlöndunum era
menn svo undrandi yfir þessum þanka-
gangi stjómvalda að þeir vita ekki hvað
þeir eiga að halda. Fresturinn til að til-
kynna þátttöku i samstarfinu rann út ein-
hvemtíman í sumar en okkur Islendingum
hefúr verið gefinn hver fresturinn á fætur
öðram til að stökkva um borð. En þolin-
mæði ffænda vorra á sér takmörk og sú
saga gengur nú hólum hærra í Danmörku
að þarlend kvimyndayfirvöld vilji að Fær-
eyingar gangi inní samstarfið í stað Islend-
inga. Yrði það nú ekki alveg met?
Jú það yrði alveg met. Enn eitt Norður-
landamet islenskar stjómvalda í kvik-
myndamálum.
Sigurbjöm
Aðalsteinsson
er
kvikmyndagerðarmaður
Föstudagur 14. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9