Þjóðviljinn - 14.12.1990, Side 11
segir Gísli Sigurðsson lœknir,
sem þekkir betur til ógnarstjórnar
innrásarliðsins
í Kúvœt en nokkur annar
Handtekinn 11 sinnum
—Það hefur komið fram í
fréttum að þú hafir verið hand-
tekinn 11 sinnum eftir innrásina.
Samt varst þú við störf lengur en
nokkur annar Vesturlandabúi á
sjúkrahúsinu í Kúvœt. Hvernig
stóð á þessum handtökum og
hvers vegna varst þú svona lengi
við störf?
—Innrásarherinn hefur sett
upp varðstöðvar út um alla
Kúvætborg, og vegfarendur eru
stöðugt að lenda í yfirheyrslum
hermanna. Það var sérstaklega á-
berandi fyrst, að þessir hermenn
voru bæði ólæsir og óskrifandi.
Þeir gátu ekki lesið skilríki mín,
þótt þau væru á arabísku, og mér
tókst ekki að koma þeim í skiln-
ing um uppruna minn með minni
takmörkuðu kunnáttu í arabísku.
Þeir voru hræddir og varir um sig
og héldu oft að ég væri Amerík-
ani. Þeir komu ruddalega fram,
og ég fékk marga marbletti í síð-
una undan byssuhlaupum þeirra.
Þeir voru talsambandslausir og
létu mig bíða þar til einhvem yfir-
mann bar að, sem gat greitt úr
málinu. Mér var aldrei haldið yfir
nótt, en oft mátti ég sæta löngum
yfirheyrslum. Yfirleitt stóðu
þessar handtökur í 5-6 klst.
Astæðan fyrir því að ég var
svo lengi við sjúkrahúsið var i
fyrsta lagi sú, að í upphafi var ég
bjartsýnn á að ffiðsamleg lausn
myndi finnast á málinu innan
skamms. Svo gegndi ég ákaflega
þýðingarmiklu starfi sem yfir-
maður gjörgæsludeildarinnar á
aðal sjúkrahúsinu í borginni.
Skurðdeild hússins var lömuð án
okkar. Margir létu til leiðast að
starfa áfram á meðan ég væri
þama, og við vomm eina sjúkra-
húsið með opna gjörgæslu síðustu
tvo mánuðina. Tveir palestínskir
læknar, sem ég hafði starfað náið
með, fóm fljótlega eftir innrásina
í von um að fá starf á Vesturlönd-
um. En þegar þeir snem aftur í
byijun nóvember eftir árangurs-
lausa leit að atvinnu, sá ég að
hægt var að halda deildinni op-
inni án mín. Þó er orðinn skortur á
mikilvægum lyfjum og einnota
hlutum, auk þess sem mörg mikil-
væg tæki em farin að gefa sig
vegna skorts á viðhaldi.
Móttaka fórnarlamba
—Þú hefur kynnst mörgum
alvarlegustu ajleiðingum innrás-
arinnar frá jýrstu hendi?
—Já, við tókum á móti flest-
um illa slösuðum og látnum. Það
má segja að þau hrottaverk sem
innrásarliðið beitti hafi verið af
þrennum toga.
í fyrsta lagi sýndi herinn mik-
inn hrottaskap, sérstaldega í byij-
un. Hermennimir vom bæði
hræddir og agalausir og skutu
marga að ástæðulausu eða vegna
smávægilegra yfirsjóna, löngu
eftir að öll mótstaða hafði verið
brotin á bak aftur. Oft vom bíl-
stjórar, sem ekki stöðvuðu sam-
stundis við gefið merki, skotnir,
og margir, þar á meðal konur,
böm og gamalmenni, vom
skotnir ef þeir vom á ferli í hálf-
rökkri á kvöldin af ótta við
leyniskyttur eða njósnara. Aug-
ljóst var líka að hermennimir
beittu skotvopnum sínum ekki til
þess að særa, heldur til að drepa. 1
öðm lagi sýndi leyniþjónusta
hersins mikla grimmd í leit sinni
að andspymumönnum. Allir
gmnaðir vom pyntaðir og síðan
leiddir til síns heima, þar sem
fjölskyldan og stundum nágrann-
ar vom kallaðir til að horfa á af-
töku ættingja síns, þar sem hann
var skotinn í hnakkann. Her-
mennimir skildu svo líkið eftir á
götunni, og ættingjamir komu
síðan með það á sjúkrahúsið. Oft
vom hús þessara manna líka
sprengd í loft upp eða brennd til
ösku. Þar sem öll þessi lík komu
til okkar fengum við góða yfirsýn
yfir hvað var á seyði, og þessi
fómarlömb leyniþjónustunnar
skiptu hundmðum en ekki þús-
undum þann tíma sem ég var á
sjúkrahúsinu. Auk þess er vitað
að leyniþjónustan hefur handtek-
ið 2-5 þúsund menn og flutt í
fangabúðir í N-írak. Ognarstjóm
embættismanna Þriðja formið á
hrottaskap, sem innrásarliðið
beitti, kom frá því liði embættis-
manna sem sent var í hundraða-
tali frá Bagdað til þess að sjá um
alla opinbera stjómsýslu í Kúvæt.
Þeir beittu meðvitað þeim starfs-
aðferðum að terrorísera fólk og
gera því lífið óbærilegt, bersýni-
lega til þess að flæma það úr
landi. Þetta fólst ekki bara í stöð-
ugum handtökum og yfirheyrsl-
um á óteljandi varðstöðum út um
alla borgina og að flestir misstu
vinnu sína og tekjur, heldur vom
búnir til nærri óyfirstíganlegir
erfiðleikar fyrir allan almenning
vegna formsatriða eins og útgáfn
nýrra nafnskírteina, bílnúmera,
ökuskírteina o.s.frv. Fólki er gert
að standa í biðröðum nótt og dag í
viku til tíu daga til þess að fá
þessi skírteini sem em skylda, og
embættismennimir sýna slíkan
hroka i starfi að ómögulegt er að
álykta annað en að það sé sam-
kvæmt skipun að ofan. Irakar em
einfaldlega ekki slík hrottamenni
upp til hópa.
Þessari aðferð er markvisst
beitt til þess að bijóta mótstöðu-
þrek fólksins á bak aftur og flæma
það úr landi. Ég hafði áður heyrt
palestínskar fjölskyldur lýsa því
hvemig þær höfðu verið hraktar
burt frá Israel á ámnum 1950-55
með þessu móti. Nú upplifa þær
sama viðmótið frá íröskum yfir-
völdum i Kúvæt og þær reyndu af
Israelsstjóm fyrir 30-40 ámm.
Það er greinilegt að írakstjóm
stefnir markvisst að því að bijóta
niður alla samfélagsbygginguna í
Kúvæt, og þeir gera þar engan
greinarmun á fólki í heilbrigðis-
stéttum og öðrum. Það var engu
líkara en að þeir væm fúllkom-
lega sáttir við að allar sjúkra-
stofnanir í landinu lömuðust.
Ofan á þessar hörmungar
bættist svo gífiirleg verðbólga og
skortur á mörgum nauðsynjum.
Sumar vömr höfðu tuttugufaldast
í verði frá því að innrásin hófst,
og ég varð til dæmis að selja frá
mér sjónvarp og hljómflutnings-
tæki til þess að geta keypt mér í
matinn.
Allsnægtaborö í Bagdaö
-Voru viðbrigðin ekki mikil
þegar þú komst til Bagdað?
-Jú, þau vom ótrúleg, og birt-
ust ekki síst í því að þar vom allar
verslanir fúllar af vamingi, bæði
matvælum, fatnaði og lúxusvam-
ingi, svo að ekki hefur annað eins
sést þar í borg síðastliðinn áratug.
Þetta er allt ránsfengur frá Kúvæt,
og þeir hafa ekki einu sinni hafl
fyrir því að taka kúvæsku verð-
miðana af vömnum. Matvælin
vom líka ódýr í Bagdað á meðan
þau höfðu allt að tuttugufaldast í
verði í Kúvæt. Kúvætar höfðu
geymt óhemju matvælabirgðir í
landinu, eða sem talið er að
myndi nægja tveim miljónum
íbúa til árs, og það er ljóst að þetta
forðabúr mun tefja mjög fyrir á-
hrifum viðskiptabannsins. Þessi
ofgnótt á neysluvamingi er hins
vegar takmörkuð við Bagdað
eina, og um leið og komið er út á
landsbyggðina i Irak sér maður
skort, fátækt, niðumíðslu og fá-
ffæði. Þetta er dæmigert fyrir
stjómarhætti einræðisherra, sem
lifa á því að deila og drottna og
halda alþýðunni niðri í fáfræði.
Dulinn ótti
—Varðst þú nokkuð var við ó-
ánœgju eða hræðslu vegna þessa
ástands meðal almennings í
írak?
—írakar em ákaflega varir
um sig, og þora ekki að segja neitt
nema helst þar sem þeir em ör-
ugglega einir með viðmælandan-
um og helst utan dyra. Þetta á líka
við um þá sem em starfandi í
Baath-flokknum, og það er líka á-
berandi að menn þora ekki að tjá
sig inni á sínu eigin heimili af ótta
við hljóðnema. En þegar maður
nær þeim einum má finna að þeir
em bæði óhamingjusamir með á-
standið og stríðsþreyttir, og
stundum svo bældir að það er eins
og allar flóðgáttir opnist þegar
þeir þora að tjá sig. Það var al-
gengt að leigubílstjórar þorðu að
segja hug sinn þar sem þeir töldu
sig óhulta i bílnum, og ljóst var að
þeir vom hræddir. Hins vegar
fannst mér áróður Saddams
Husseins fyrir þvi að Irakar ættu
rétt til Kúvæt hafa náð til flestra,
en almenningur í landinu telur
það ekki fómarinnar virði að
mínu áliti.
Friösamleg lausn
möguleg
—Hvaða möguleika sérð þú á
friðsamlegri lausn þessarar
deilu?
-—Ég held að möguleikar á
friðsamlegri lausn séu fyrir hendi,
en sennilega ekki nema með ein-
hverri eftirgjöf til handa írökum.
Þetta mál hefúr margar hliðar og
þarf að skoðast ffá mörgum sjón-
arhólum. Það er vissulega erfitt
að horfast í augu við það að Irak-
ar hafi einhvem ávinning af fram-
ferði sínu í Kúvæt, en spumingin
snýst líka um það, hversu dým
verði prinsípin em keypt.
Hemaðarleg lausn málsins
mundi kosta óhemju mannfómir
saklauss fólks, bæði í Kúvæt og
Irak. Ef hægt væri að komast hjá
þeim með eftirgjöf á einhveijum
landsvæðum í norðurhluta Kúvæt
og einhveijum eyjum undan
ströndinni, þá á ekki að hika við
það miðað við hinn valkostinn, að
heyja blóðugt stríð.
Stríðslausnin er heldur ekki
einfalt mál. Ekki er ólíklegt að
Irakar myndu grípa til þess ráðs
að sprengja upp olíulindimar í
Kúvæt, og það mundi valda gífur-
legri mengun og umhverfisspjöll-
um á stóm svæði. Ég er fyrstur
manna til að viðurkenna að það er
ekki skemmtilegt að setjast niður
og semja við mann eins og
Saddam Hussein, en hemaðarleg
lausn málsins myndi, auk mann-
fóma og umhverfisspjalla, hafa
afar slæm áhrif á öll samskipti
Vesturlanda við riki Mið-
Austurlanda um ófyrirsjáanlega
ffamtíð, eyðileggja fyrir mögu-
legri lausn Palestínumálsins og
tefla friðvænlegu útliti í Líbanon i
tvísýnu, auk þess sem hún stefndi
heimsffiðnum i voða. Þeir sem
taka ákvörðun um hemaðarlega
lausn málsins geta þvi ekki séð
fyrir endann á afleiðingum slíkrar
ákvörðunar.
-ólg.
Föstudagur 14. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Gisli Bergmann: Hvemig hefði ég orðið? Mynd: Jim Smart.
Útlagarnir sýna
Þau hafa bœði dvalist meira
og minna erlendis í 20 ár. Hann í
Astraliu, hún á Italíu. Þau hittust i
fyrsta sinn vegna einkasýninga á
sama tíma í Nýlistasafninu núna.
GÍSLI BERGMANN
Gísli Bergmann myndlistar-
maður flutti 1970, þá 8 ára gamall,
með foreldmm sínum Garðari
Bergmann og Sólveigu Gísladótt-
ur til Sydney í Ástralíu, stundaði
listnám sitt þar í landi, en býr nú i
London ásamt konu sinni, texta-
smiðnum og söngkonunni Rosa-
lind Grainger sem hér hefur kom-
ið ffam að undanfömu með Tofú
Twins. Hann hefúr dvalið í Malas-
íu, Frakklandi, Hollandi, Englandi
og á Spáni, talar með breskum
hreim og grípur stundum til ensk-
unnar.
- Mér fmnst ég hvorki íslensk-
ur né ástralskur. En skýringin á
því að ég kom núna til nokkurra
mánaða dvalar er sú, að ég vildi
reyna að átta mig á þvi, hvemig líf
mitt og ég sjálfur hefði orðið,
hefði ég alltaf búið á íslandi. Og
lífið á Islandi er mikið í orðinu,
hér em mörg skáld og kraftur í
þeim. Orkan streymir í listinni í
þessu samfélagi, fjölda margir að
gera eitthvað skapandi. Löngunin
til að mála kemur sterkt yfir mig
héma.
- Af því sem ég hef séð héma
er ég hrifinn af list Svavars
Guðnasonar og Kristjáns Davíðs-
sonar, einnig margra annarra, Jóns
Óskars og Huldu Hákon, Haildórs
og Erlu, Guðrúnar Einarsdóttur,
Bjama Þórarinssonar. Einnig tré-
skúlptúmm Sæmundar Valdi-
marssonar.
- Já, það er rétt til getið, ég
hlusta mikið á tónlist meðan ég
mála, enskt hip-hop. Það er ekki
mikið að gerast í myndlist í Lond-
on, en hins vegar allt á fullu í mús-
íkkinni og lífinu, þar er straumur-
inn og krafturinn.
- Þetta em aðallega nýjar
myndir, stóm málverkin ffá því í
ár og í fyrra, en litlu myndimar
gerði ég hér í haust, með blýanti,
plasti, krit og Mýrdalssandi. Ég
hafði ekki séð sjóinn lengi, fyTr en
ég kom að suðurströndinni. Ég
lærði náttúrlega figúratíva mynd-
list, en mála óhlutbundið, samt
læðist hún inn í verkin, hvemig
sem ég reyni að reka hana burtu.
RÓSKA
Róska er núna með fyrstu
einkasýningu sina hérlendis í 15
ár, en hún hefur dvalist langdvöl-
um á Ítalíu og fengist þar m.a. við
sjónvarps- og kvikmyndagerð.
Róska hefur einnig unnið að kvik-
myndagerð hér á landi, en var í
fyrstu einkum kunn sem myndlist-
armaður, auk þess sem hún var
áberandi i pólitísku lífi.
- Ég skilgreini mig ffekar sem
heimsborgara en Islending eða
Itala. Ég hef aldrei hugsað um það
hvemig ég vaeri hefði ég alltaf bú-
ið á Islandi. Ég hef alltaf verið og
verð alltaf útilegumaður. Upp-
reisnarmaður. Hef sömu hug-
myndir um listina og áður. Eg
skrifaði einhvem tíma að list, líf
og pólitík væm sköpun. List og
pólitík em skipulag á lífi. Og þá
verður alltaf að skapa. Það er
ffumskilyrði að vera persónulegur
og heiðarlegur. Það er auðveldara
að gefa en þiggja. Samt hef ég far-
ið illa á því að gefa of mikið. En
það er búið og gert. Tveir mínusar
verða plús, það þarf að muna þá
stærðfræði. Slæma og góða lífs-
reynslu þarf að byggja upp í eina
jákvæða reynslu. Eg sé ekki effir
neinu, nema að hafa ekki gert
meira. Á það vonandi effir. Bestu
verkin mín hafa bjargað mörgum
mannslífum. Því miður má ég ekki
sýna þau. Interpol kemur við sögu.
Eg get ekki enn talað um þessa
hluti.
- Kvenfólk er áberandi í
myndunum minum af því að það
er yfirleitt það fallegasta og er-
ótiskasta sem maður sér í lands-
laginu í dag. Það er hreyfing á
konum núna og ég vil að það sé
hreyfmg í myndunum mínum.
Þetta hefur alltaf að mestu leyti
verið karlkyns heimur. Ég vil taka
þátt í byltingunni með konunni.
En kvennabaráttan hefúr að mestu
leyti verið steingeld, konumar
komnar út úr því að vera þær sjálf-
ar. Ég vona að karlmennimir læri
líka að finna sjálfa sig, trúi ekki að
þeir geti þolað kerfið frekar en
við. Karlmenn hafa gert byltingar
á alls konar sviðum, en aldrei
fengið að lifa öðm vísi en sem
ljósastaurar.
- Ég hugsa mikið til Araba-
landanna. Margir góðir vinir mínir
hafa látið líf sitt þar. Ég ætlaði
fyrst að kalla sýninguna „Sala-
am“, sem þýðir eiginlega „heill og
sæll“. Það verður með þvi óhugn-
anlegasta sem getur gerst ef ráðist
verður inn í írak. Sameinuðu þjóð-
imar hafa lýst yfir heimsendi 15.
janúar. Hvemig heldurðu að þriðji
heimurinn bregðist við ef fiirsta-
fjölskyldan verður affur leidd til
valda í Kúvæt? (Syngur fyrsta er-
indið í morgunbænmuslima.)
ÓHT
Róska: Sé ekki eftir neinu. Mynd: Jim Smart.