Þjóðviljinn - 14.12.1990, Síða 13

Þjóðviljinn - 14.12.1990, Síða 13
Þorbergur Aðalsteinsson þjálfari íslenska landsliðsins I handbolta. Mynd: Jim Smart. Það áttu trúlega ekki margir von á því að islenska landsliðið í handbolta mundi standa sig jafn vel og raun bar vitni í leikjum þess gegn Tékkum hér á dögun- um og að það skyldi vinna sigur í fjögurra landa keppni í Danmörku skömmu seinna. Sérstaklega þeg- ar það er haft í huga að liðið er mjög breytt ffá því sem áður var og í staðinn hafa komið til liðs við það margir ungir leikmenn. Framundan eru tveir leikir við þýska landsliðið hér heima í næstu viku og tveir erlendis. Á milli jóla og nýárs koma svo hing- að til lands sjálfír heimsmeistar- amir Svíar sem vafalaust margir handboltaáhugamenn bíða spenntir eflir að sjá á fjölum Hall- arinnar. Þá mun íslenska landslið- ið, á milli jóla og nýárs, taka þátt í fjögurra landa keppni þar sem það mun etja kappi við heimsmeistar- ana, Norðmenn og Japani. í þessum leikjum mun reyna á þolrifin hjá ungu leikmönnunum í íslenska landsliðinu, sem sumir segja að séu alls ekkert ungir og óreyndir. Margir þeirra hafa verið f landsliðshópnum síðustu misseri og hafa sumir þeirra þó nokkra leikreynslu með landsliðinu, þó svo að þeir hafi ekki verið fasta- menn i liðinu á meðan Bogdan sá pólski sat við stjómvölinn. Eftir hrakfarir liðsins í heims- meistarakeppninni í Tékkóslóv- akíu í febrúar í ár, þegar það náði ekki að halda sæti sínu meðal þeirra tiu bestu, var Þorbergur Aðalsteinsson ráðinn landsliðs- þjálfari. Sjálfúr lék hann með landsliðinu á þrettán ára tímabili og þekkti því vel til starfans sem beið hans. Enda lét formaður HSI, Jón Hjaltalín Magnússon, þess m. a. getið við Þjóðviljann þegar hann var spurður um ástæður ráðningarinnar: „Þorbergur þekk- ir Islendinginn." Til að forvitnast um stöðuna hjá landsliðinu, viðhorf Þorbergs til deildakeppninnar, aðstöðu fé- lagsliðanna og handboltans al- mennt, mæltu blaðamaður Þjóð- viljans og ljósmyndari sér mót við hann í húsakynnum ÍSÍ í Laugar- dal einn dæmigerðan rigningar- dag í vikunni. Barist um hverja stööu Þorbergur segir að þjálfún liðsins hafi til þessa gengið ágæt- lega þó svo að hann og aðstoðar- maður hans, Einar Þorvarðarsson markmaður Vals, hafi ekki fengið saman til æfinga allan þann mannskap sem hann hefði viljað. í staðinn hafa margir nýliðar fengið að spreyta sig með liðinu og hafa flestir þeirra staðið undir þeim væntingum og vel það, sem gerðar hafa verið til þeirra. Þann- ig hafa þeir fengið að sanna sig og sýna á íjölunum sem Þorbergur telur eðilega vera mjög jákvætt fyrir liðið og leikmennina. Hann segir að það séu nánast tveir til fjórir leikmenn sem beij- ast um hveija stöðu í liðinu, nema þá sem örvhentur leikmaður skip- ar. Þorbergur segir að strákamir hafi aðlagast fúrðu fljótt þeim breytingum sem hann gerði á leik liðsins sem er aðallega fólginn í sterkum vamarleik, sex-núll vöm, í stað þess að leggja áherslu á sóknarleikinn eins og fyrirrennari hans gerði. Það bíður næsta sum- ars, enda nægur tími til stefnu þar til B-keppnin fer fram í Austur- riki. Hann Segir að þó að liðinu hafi vegnað vel til þessa í leikjum undir hans stjóm megi menn ekki ofmetnast af þeim árangri. Eðlilegt bakslag Það vakti athygli þegar Tékk- ar komu hingað á dögunum hvað fáir áhorfendur létu sjá sig í Höll- inni, því hér á árum áður létu þeir sig ekki vanta og troðfylltu hana oftast nær þegar þáverandi aust- antjaldslið komu hingað til keppni. Þorbergur segir að það sé mjög eðlilegt að það komi baks- lag í aðsóknina þegar jafn róttæk kynslóðaskipti verða hjá landslið- inu. Þá sé heldur ekki ólíklegt að almenningur hafi verið búinn að fá sig fúllsaddan af handbolta eft- ir heimsmeistarakeppnina og von- brigði með frammistöðu lands- liðsins í þeirri keppni. Þorbergur segir að þetta eigi eftir að breytast til batnaðar þegar fram í sækir og trúlega fyrr en margur ætlar. Hann segist sjálfúr hafa kynnst því á sínum ferli sem leikmaður með landsliðinu hvaða væntingar al- menningur gerir til liðsins og leikmanna þess og því hafi þetta ekki komið sér á óvart, nema síð- ur sé. Sálfræðilegi þátturinn hjá landsliðinu hefúr oft á tíðum ver- ið talinn veikasti hlekkur liðsins. Þorbergur segir að skoðanir manna séu skiptar á því hvað þessi þáttur eigi að skipa stóran sess í þjálfún liðsins, en segir jafnffamt að alltaf sé verið að reyna að finna lausn á þessu máli. Hann segir að þjálfun liðsins sé nú mun visindalegri en áður og í því sambandi sé verið að beina henni inn þá braut að njóta að- stoðar líffræðings til að vita betur um líkamlegt ástand leikmanna og fleira í þeim dúr. Aðstaðan gjör- samlega útí hött Eftir að hafa verið bæði leik- maður og þjálfari í nokkur ár í Svíþjóð voru það mikil umskipti að koma aftur heim til íslands og sjá hvaða aðstöðu félagsliðum í Reykjavík er boðið upp á til æf- inga. I því sambandi má nefna að hans gamla félag, Víkingur, hefúr smáholu til æfinga í Smáíbúða- hverfinu og KRingar hafa þurfl að æfa úti í vetur! Þorbergur segir að hann hafi nánast verið búinn að gleyma þessu aðstöðuleysi þegar hann var ytra. Hann segir að þetta ástand sé gjörsamlega út í hött þó svo að borgaryfirvöld séu með einhver áform á prjónunum til lausnar á þessu ófremdarástandi, sem er sýnu verst í höfúðborginni miðað við þá aðstöðu sem önnur bæjarfélög bjóða uppá. Þorbergur segist ekkert skilja I þvi hvemig leikmenn og forusta hinna ein- stöku félaga nenni hreinlega að standa í þessu á meðan ástandið í þessum málum sé ekki betra en raun ber vitni um. í Svíþjóð æfa leikmenn við mjög góðar aðstæð- ur og nánast á hvaða tíma sem Þorbergur ( góðkunnum stellingum sem leikmaður með Islenska lands- liðinu i leik á móti erkifjendum (slendinga, Svíum, ( Laugardalshöllinni árið 1982. Mynd: Ari. Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari Aðstöðu- leysið kom á óvart r Atta leikja töm framundan hjá landsliðinu í handbolta. Landsleikur við Þjóðveija í næstu viku og á milli jóla og nýárs koma heimsmeistaramir Svíar þeir vilja. Þá þurfi sænskir leik- menn ekki að stunda æfingar á kvöldin, eins og hér. Ánægóur með deildafyrirkomu- lagið I haust þegar deildakeppnin í handboltanum hófst var deilda- leikjum fiölgað all verulega og fyrirkomulagi mótsins breytt, enda var fyrstudeildarliðum fiölg- að og eru nú tólf. Fyrst leika allir við alla, heiman og heima, og síð- an eru leiknar tíu umferðir þar sem sex efstu liðin í fyrrihluta mótsins keppa um íslandsmeist- aratitilinn og sex neðstu berjast sín á milli fyrir tilveru sinni í deildinni. Þorbergur segir að þetta fyrir- komulag hafi gefist vel til þessa. Áhorfendum á leikina hefur fiölg- að og meira komið í kassann hjá félögunum. En ekki síst hafa leik- mennimir fengið miklu meiri leikþjálfun en áður og eru flestir þeirra komnir í bullandi þjálfún, sem að mati landsliðsþjálfarans er mjög jákvætt og hefúr komið landsliðinu til góða. Á sínum tíma voru þessar breytingar gagnrýndar af mörgum sem fúllyrtu að þetta væri algjör tímaskekkja. Þessu vísar Þorberg- ur alfarið á bug og bendir á að margar þjóðir séu einmitt að fara sömu leið. í því sambandi nefnir hann að Danir hafi tekið upp svip- að fyrirkomulag í ár og þá sé þetta svipað í Svíþjóð og á Spáni og Þýskalandi með vissum breyting- um. Hann segir að ef íslendingar ætli sér einhveija hluti í alþjóð- legum handbolta þá þurfi leik- mennimir að öðlast mikla leikæf- ingu með sínum félagsliðum og þola þá pressu sem því fylgir að leika marga leiki með stuttu milli- bili. Síðan sé það auðvitað matsat- riði hvemig eigi að útfæra þetta framkvæmdalega og hvort fyrir- komulag úrslitakeppninnar eigi að vera svona eða hinsegin, en það er líka allt önnur Ella. Þjálfari á faraldsfæti Starf landsliðsþjálfarins mið- ast ekki einvörðungu við þjálfún landsliðsins, því Þorbergur hefúr farið víða um landið og miðlað heimamönnum af reynslu sinni og þekkingu. Meðal annars hefur hann farið til Akureyrar, Vest- mannaeyja, Selfoss, Laugarvatns og Stykkishólms og til Suður- nesja svo eitthvað sé nefnt. Þor- bergur segir að með tilkomu stórra íþróttahúsa í þessum bæjar- félögum hafi aðstaðan til iðkunar handbolta stórbatnað, sem hefúr skilað þeim árangri að frá þessum stöðum séu komnir fram á sjónar- sviðið mjög frambærilegir leik- menn. Þá hefur þessi aðstöðubreyt- ing einnig haft mjög góð áhrif á unglingastarfið sem er algjör for- senda þess að handboltinn eigi sér einhverja farmtíð hérlendis. Enda eiga erlendir þjálfarar sem hingað koma nánast ekki orð yfir það hvað margir góðir handboltamenn koma fram á sjónarsviðið í stað þeirra sem hætta. Þessu til stað- festingar nægir að benda á um- mæli tékkneska landsliðsþjálfar- ans í þessa veru þegar Tékkar voru hér á landi á dögunum. Þorbergur segir að þrátt fyrir þetta geri fámennið hér það að verkum að íslendingar geta að- eins átt á hveijum tíma þetta 15- 20 góða einstaklinga, á meðan Svíar geta valið úr 40-50 jafngóð- um einstaklingum. Þó svo að handboltaíþróttin sé mjög vinsæl íþróttagrein hérlendis og iðkendur hennar séu um 6-7 þúsund eru þeir í Svíþjóð allt að 110 þúsund. Það hefúr löngum verið bent á það að til þess að Islcndingar eigi raunhæfan möguleika á að ná langt í íþróttinni sé nauðsynlegt að leikmennimir geri ekkert ann- að og stundi hana eins og hverja aðra atvinnu. Um þetta segir Þorbergur: „Við verðum fyrst að eiga íþrótta- hús áður en við gemmst atvinnu- menn í handbolta.“ -grh Föstudagur 14. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.