Þjóðviljinn - 14.12.1990, Side 18
Kasparov samdi af sér
Lok nítjándu skákar Karpovs
og Kasparovs voru snubbóttari en
búast heföi mátt við eftir feikna
baráttu í síðustu skákum. Að lokn-
um 39. leik sínum bauð Kasparov
skyndilega og öllum á óvart jafnt-
efli sem Karpov þáði samstundis.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa í
skákskýringasalnum. Jafnvel Boris
Spasskij, sem með árunum hefur
gerst æ friðsamari, átti ekki orð til
að lýsa hneykslan sinni: „Ég hef
aldrei upplifað annað eins á ferli
mínum.“ Aðrir voru hógværari í
orðavali, þ.á m. umboðsmaður
heimsmeistarans, Andrcw Paige,
sem taldi þá ákvörðun Kasparovs
að bjóða jafntefli bera vott um auk-
inn þroska. Staðreyndin er vitan-
lega sú að með hverju jafntefli þok-
ast Kasparov nær sigri í einvíginu.
Nú þarf Karpov 3 1/2 vinning úr
þeim fímm skákum sem eftir eru tii
að hreppa titilinn.
19. einvígisskák:
Anatoly Karpov - Garrij Ka-
sparov
Kóngsindversk vöm
1. d4 Rf6
2. c4 g6
3. Rc3 Bg7
Kasparov grípur aftur til kóngs-
indversku vamarinnar og skyldi eng-
an undra eftir hrakfarimar í 17. skák-
inni.
4. e4 d6 5. Rf3 0-0
6. Be2 e5 7. Be3 c6
Kasparov hefúr fram að þessu
reynt flesta aðra möguleika í þessari
stöðu: 7... Ra6,7... De7 og 7... exd4.
8. d5 Rg4 9. Bg5 f6
10. Bh4 Ra6 11. Rd2 Rh6
12. a3 RÍ7 13. D Bh6
14. Bf215 15. Dc2Bd7
16. b4c5 17. Hblb6
Byrjunin einkennist af hægfara
liðsflutningum að baki víglínunnar.
Sumir kynnu að halda að slík staða
ætti vel við Karpov
SKÁK
en í þessu tilviki er afar erfitt fyrir
hann að ná gegnumbroti.
18. Rfl Bf4
20. h4 Rc7
22. fxg4 Bf4
24. Rcdl h6
26. Hgl Rf6
28. Kfl Rd8!
Þessi leikur fe
19. g3 Bh6
21. g4fxg4
23. Re3 Re8
25. h5 g5
27. Hg2 Dc8
í sér áætlun sem
Karpov lætur fram ganga án þess að
gera nokkuð í málinu. 29. Kgl Rb7
30. Khl cxb4 31. axb4 a5!
Kasparov hefúr náð að hrifsa til
sínum frumkvæðið.
32. Rf5 Bxf5 33. exf5 axb4
34. Hxb4 Rc5 35. Hxb6 Rce4
36. Hc6 Db7 37. Bel Hal
38. B13 Rc5 39. Bc3 Hcl
8
7
6
5
4
3
2
1
- Og hér bauð Kasparov jafhtefli
setn Karpov þáði. Vissulega mikil
vonbrigði fyrir skákunnendur því það
er heilmikið eftir af skákinni. Samdi
Kasparov af sér? Já! Alitlegasti leikur
hvíts virðist vera 40. Db2. Eftir 40. ..
Hb8!? ( 40. .. Dxb2 kemur einnig til
greina ) 41. Hxd6 e4! 42. Dxb7 Hxb7
43. Hd8+ Kf7 44. Be2 Hbbl 45. Hgl
Hc2! á svartur unnið tafl. Þetta er eitt
lítið afbrigði af mörgum sem gefúr þó
vel til kynna meginerfiðleika hvíts,
lélegan samgang mannanna.
Staðan í einvíginu:
Kasparov 10
Karpov 9
Tuttugasta skákin verður tefld á
morgun.
Allgóöur árangur í
Novi
Helgi Sad
Ólafsson
staða íslenska ólympíuliðsins á ól-
ympiumótinu í Novi Sad verður að
teljast vel viðunandi. Af 108 þjóðum
hafnaði íslenska sveitin í 8. sæti með
32 1/2 vinning af 56 mögulegum.
Þetta er næstbesti árangur sem ís-
lenskt lið hefúr náð á ólympíumóti ftá
upphafi en besti árangurinn náðist í
Dubai fyrir fjórum árum - 5. sæti. í
Dubai vantaði nokkrar sterkar þjóðir
sem sátu heima s.s. Svía og Hollend-
inga. Að öðru leyti liggur munurinn á
frammistöðu liðsins í því að í Dubai
byrjaði liðið mjög vel en í Novi Sad
var það lengi að hristast í gang. Svo
virðist sem Islendingar þurfi ekki að
óttast neina þjóð nema Sovétmenn.
Við vorum óheppnjr að vinna ekki
Bandarikjamenn og Englendingar rétt
mörðu jafntefli gegn okkur. í barátt-
unni við þessar þjóðir var sigurviljinn
mikill. Að sama skapi lá við að
mönnum leiddist að tefla við þjóðir
sem ekki eru til eins og
A-Þjóðvetja eða Júgóslavíu B.
En lítum á lokaúrslitin:
1. Sovétríkin 39 v. 2. Bandaríkin
35 1/2 v. 3. England 35 1/2 v. 4.
Tékkóslóvakía 34 1/2 v. 5. Júgóslavía
33 v. 5. Kina 33 v. 7. Kúba 44 v. 8. ís-
land 32 1/2 v.
í pistli sínum sl. föstudag gerði
Jón Torfason grein fyrir árangri ein-
stakra liðsmanna. Því er við að bæta
að vitaskuld er árangur varamann-
anna Héðins og Björgvins vart mark-
tækur því þeir tefldu alltof fáar skákir
en eru reynslunni rikari.
Og aðrir voru með í for. Þráinn
Guðmundsson hefúr verið fararstjóri
á fjölmörgum ólympíumótum. Ávallt
þægilegur í umgengni og hvetjandi.
Áskell Öm Kárason reyndist hörku-
duglegur liðsstjóri og hefúr athyglis-
verðan eiginleika sem kemur sér afar
vel í hópi þar sem ýmislegt er látið
flakka; það er ekki hægt að móðga
hann! Og er þá komið að þeim ein-
staklingi sem stal senunni gersamlega
í allri umræðu um þetta mót. Gunnar
Eyjólfsson lagði á sig ómælt erfiði
við undirbúning fyrir mótið og á
mótsstað. Miðað við það hversu erf-
iðlega liðinu gekk í byijun er óhætt að
fullyrða að Gunnar hafi staðið fyrir
ófáum vinningum. Einkum reyndist
hann vel þegar þurfti að stappa stál-
inu í menn fyrir erfiða viðureign. Það
sést best á því að eftir ósigur kom
ávallt sigur. Hvað varðar þær öndun-
ar- og einbeitingaræfingar sem liðs-
menn gerðu dag hvem, þá er ég sann-
færður um að þær geta nýst hveijum
þeim sem þarf að vinna undir miklu
andlegu álagi í lengri eða skemmri
tíma.
íslenska liðið vann marga fallega
sigra í Novi Sad. Eftirminnilegur var
t.d. sigur Jóhanns Hjartarson yfir
John Federowicz, „baráttujaxlinum
frá Bronx“ eða „Rambo“ eins og
hann er ýmist kallaður. Þegar líða tók
að lokum þeirrar skákar mátti heyra
Federowicz tauta fyrir munni sér
gjörsamlega óprenthæft slangurmál,
runnið upp í útjöðmm heimsborgar-
innar þar sem hann hefúr alið allan
sinn aldur.
Jóhann Hjartarson - John Fe-
derowicz
Kóngsindversk vörn
I. c4 Rf6
3. e4 d6
5. R13 0-0
7. 0-0 Rc6
9. Rel Rd7
II. Bd2 Rf6
2. Rc3 g6
4. d4 Bg7
6. Be2 e5
8. d5 Re7
10. Rd3 f5
12.13
Þetta afbrigði kom fyrir í skák Jó-
hanns í fyrstu umferð gegn Indveij-
um. Hér hefúr lengi verið algengast
að leika 12... f4 en Federowicz velur
aðra leið sem miðar að því að ná upp-
skiptum á svartreita biskupnum.
12... Kh8 13. Hcl Reg8
14. b4 H17 15. c5 Df8
16. g4!
Gamalt vín á nýjum belgjum.
Með þekktri leikaðferð Paul Benkö
reynir hvítur að stemma stigu við út-
þenslu svarts á kóngsvæng jafnffamt
því sem hann reynir að opna sér leið á
drottningarvæng með öflugri peða-
sókn.
16... De7 17. Kg2 Re8
18. g5f4 19. h4h6
20. Hhl Bf8 21. Rb5 Hh7
Svartur kemur ekki auga á hug-
mynd hvíts. Betra var 21. .. hxg5 en
svarta staðan er erfið engu að síður.
8
7
6
5
4
3
2
1
22. Rxc7!!
Stórglæsileg mannsfóm sem
mylur stöðu svarts niður. Tafl-
mennska Jóhanns í framhaldinu er
hreint augnayndi.
22.. . Dxc7
23. cxd6 Dd8
Hér yrði 23... Dxd6 svarað með
24. Rxe5! o.s.frv.
24. Rxe5 Hg7 25. Bxf4 h5
26. Rc4 Rxd6 27. Be5 IU7
28. Bxg7+ Bxg7
29. f4!
Eftir þannan einfalda og sterka
leik fær svartur ekki við neitt ráðið.
Peðamassinn er óstöðvandi.
29.. . Re7
30. d6 Rc6 31. e5 Rxb4
32. Dd2 Ra6 33. Bd3 b5
34. Bxg6 Bb7+ 35. Kh2 Rh6
36. Re3 Bxhl 37. Hxhl Rg4+
38. Rxg4 hxg4 39. Hel Db6
8
7
6
5
4
3
2
1
40. Kg3!
Fer ólympíumótið í dammi
(kotru) líka fram hér? spurði einhver.
Og John Donaldsson, hinum hægláta
liðsstjóra, fannst spumingin ekki
fyndin. Lokastaðan verðskuldar
stöðumynd.
Reykjavíkurmót
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni
mun að líkindum hcfjast fimmtudag-
inn 3. janúar. Skráning stendur yfir
þessa dagana, hjá skrifstofú BSI.
Mótið er jafnframt úrtökumót fyrir ts-
landsmótið í sveitakeppni og komast
12 efstu sveitimar áfram í úrslit. Nán-
ar síðar.
Evrópumótið í tvímenningi 1991
verður að þessu sinni (enn á ný) spil-
að á Ítalíu, nánar tiltekið í bænum
Montecama, sem fróðir menn segja
sunnarlega á Ítalíu. ísland á rétt á að
senda 9 pör til þátttöku, en 1989 fóm
4 pör héðan til þátttöku í þessu móti.
Af þeim komust 2 pör í sjálfa úrslita-
keppnina, sem telst góður árangur.
Nánari upplýsingar em á skrifstofú
Bridgesambandsins.
Forráðamenn félaganna em
minntir á innsendingu áunninna stiga,
sem birtast eiga í næstu meistarastiga-
skrá. Ekkert hefur þó heyrst frá BSÍ,
en gera má ráð fyrir að næsta skrá
komi út í byrjun árs '91.
Á Akureyri stendur nú yfir aðal-
sveitakeppni félagsins. Aðeins 12
sveitir em með að þessu
sinni. Þeir norðanmenn
leysa það vandamál
snyrtilega með því að spila tvöfalda
umferð, allir v/alla, alls 22 leiki eða
11 kvöld. Alvara lífsins greinilega.
Eftir 14 umferðir var staða efstu sveit-
anna þessi: sveit Dags 275, Grettir
Frimannsson 268, Jakob Kristinsson
251 og Hermann Tómasson 248.
50 spilarar taka nú þátt í ein-
mcnningskcppni hjá Húnvetningum
sem hófst í síðustti viku. Eftir 1.
kvöldið var staða efstu spilara: Valdi-
mar Jóhannsson 398, Guðlaugur Ni-
elsen 382 og Eirikur Jóhannsson og
Þorleifúr Þórarinsson hvor með 376.
Góð þátttaka hjá Húnvetningum.
Hinn árlegi jólasveinatvímenn-
ingur Bridgefélags Akrancss verður
laugardaginn 29. desember. Nýlokið
er Butler-tvímenningi hjá félaginu og
urðu sigurvcgarar Einar Guðmunds-
son og Ingi Steinar Gunnlaugsson.
Næsta fimmtudag verður eins
kvölds hraðsveitakeppni og verða
pörin dregin saman í sveitir.
14 umferðum er nú lokið af 17
(þátttakja 18 sveitir) hjá Brciðfirðing-
um í Reykjavík. Sveit Óskars Þ. Þrá-
inssonar er enn efst.
Kristján Már Gunnarsson
og Vilhjálmur Þ. Pálsson urðu
Suðurlandsmeistarar í - tví-
menningi 1990. 20 pör tóku
þátt í mót-
Ólafur ;nið vamr
Lárusson um síðustu
helgi. 1 2. sæti urðu svo Guðlaugur
Sveinsson og Magnús Sverrisson.
Keppnisstjóri var heimamaðurinn,
Ólafúr Steinarsson.
Hátt í 30 pör mættu til leiks hjá
Skagfirðingum sl. þriðjudag, á jóla-
konfektkvöldi deildarinnar. Efstu
pörin urðu:
N/S: Sverrir Kristinsson og Sig-
tryggur Sigurðsson. A/V: Baldvin
Valdimarsson og Hjálmtýr Baldurs-
son.
Á þriðjudaginn kemur verður síð-
asta spilakvöldið í ár. Af því tilefúi
bjóða Skagfirðingar öllu spilaáhuga-
fólki til spilamennsku án endurgjalds,
í árlega jólasveinakeppni. Vegleg
konfcktverðlaun eru í boði, að venju.
Spilað er í Drangey v/Síðumúla 35 og
hefst spilamennska kl. 19.30.
í næsta þætti, 21. desember, verð-
ur annáll ársins í íslenskum bridge.
Og Snorri karlinn Sturluson verður á
sínum stað, í jólablaði Þjóðviljans. Að
þessu sinni verður greint frá Kaup-
hallarmótinu, frá sjónarhóli Snorra.
Og í síðasta þætti ársins, fóstudaginn
28. desember, verður valinn bridge-
spilari ársins. Það verður í 14. skipti
sem slík útnefning á sér stað í islensk-
um bridge.
Breiðhyltingar ljúka árinu með
rúbertukvöldi næsta þriðjudag. Allt
spilaáhugafólk velkomið í Gerðu-
berg.
Og Kópavogsmenn ljúka árinu
með jólaglögg, í bland við jólatví-
menning. Allt spilaáhugafólk vel-
komið í Þinghól næsta fimmtudag.
Bridgefélag Hafnarfjarðar heldur
sitt árlega jólamót laugardaginn 29.
des. Spilað verður í Víðistaðaskóla og
hefst spilamennska kl. 12 á hádegi.
Væntanlega verða spilaðar 2 umferðir
eftir Mitchell- fyrirkomulagi. Gera
má ráð fyrir 50-60 para þátttöku. Góð
verðlaun.
Hvað viltu spila á þessar hendur?:
S: x S: Dxx
H: xxx H: ÁKDx
T: ÁDIO T: Kxxx
L: ÁKDxxx L: xx
Ef þú velur 6 lauf, færðu þína 12
slagi. Ef þú velur 6 hjörtu, færðu einn-
ig 12 slagi. En ef þú velur 3 grönd
(eins og hálfúr salurinn hjá Bridgefé-
laginu sl. miðvikudag) færðu aðeins 8
slagi, með spaða út. Ótrúlegt, en satt.
Lítum á kennslubókardæmi um
vandaða spilamennsku:
S: KG
H: ÁK4
T: Á7432
L: G106
S: Á642 S: 7
H:----------- H: G1098765
T: G1095 T: KD
L: 542
S: D109853
H: D32
T: 86
L: 97
Sagnir ganga:
Austur Suður VesturNorður
3 hjörtu Pass Pass Dobl
Pass 3 spaðar Pass Pass
pass
Vestur hefúr leikinn á laufaás,
síðan laufakóng og loks laufadrottn-
ingu. Einhver spilaáætlun?
í þessari stöðu er vert að íhuga
framhaldið. Ef við trompum, og spil-
um spaða, Vestur gefúr og tckur síðan
á ás og spilar tígli, kornumst við ekki
hjá því að hleypa Austur inn í spilið
og Vestur fær stungu í hjartanu. Þetta
vandamál leysum við, snyrtilega, með
því að láta tígul að heiman í þriðja
laufið (tapara í tapara). Þannig „slít-
um“ við samgang vamarinnar og 9
slagir era auðveldir með einfaldri
„handavinnu".
En ef Vestur spilar tígli í þriðja
slag? Hvað þá? Svar (að hætti utan-
ríkisráðherra): „Næsta mál á dag-
skrá“. (I burtu með bikarinn, bróðir).
framundan
L: ÁKD83
18.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. desember 1990