Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 21
HELGARMENNINGIN Örlagasögur eru heillandi Tryggi Emilsson verkamaður og rithöfundur vekur nú athygli með skáldsögunni Blá augu og biksvört hempa, sem sker sig á margan hátt frá öðrum bókmenntaverkum - Nei, ég er ekki að kenna, segja dæmisögu eða flytja áróður í þessari skáldsögu. Það sem rak mig til að semja hana var fyrst og fremst löngunin til að skrifa, segja sögu. - Fyrirmyndir í rithöfunda- stétt? Fyrir utan Halldór Laxness, sem ég var snemma hrifmn af, þá nefni ég Jón Trausta og Gunnar Gunnarsson. Ég kann alls engin erlend mál og hef bara lesið út- lendinga í þýðingum. Mér fannst mikið koma til Gorkís. - Sagan kom eiginlega upp úr grúskinu á Þjóðskjalsafhinu þegar ég var að skrifa æviminningamar. Ég las kirkjubækur, annála og dómabækur og rakst þar á heim- ildir um fólk sem Jón alvitri og fleiri vinnufélagar mínir hjá Hita- veitunni sögðu stundum frá. Þeir vom margir glöggir karlamir hjá Hitaveitunni, þar vann ég nú í 23 ár. - Þetta em að nokkra leyti sannsögulegar persónur sem ég segi frá, sr. Bjöm sem missti hempuna vegna þess að hann elskaði vinnukonuna Eygló með bláu augun. Menn em breyskir í holdinu, þótt þeir séu prestar. Bjöm vann verkamannavinnu í Reykjavík fram á efri ár. - Ég kynntist persónunum ekki sjálfur nema af afspum, en sögusviðið þekki ég allt. Bókin lýsir aðstæðunum í sveitinni og Reykjavík eins og þær vom. Ég hef lengst af punktað ýmislegt hjá mér, frá unglingsárum, og haft gott minni. Samt ekki jafn gott og amma mín, hún mundi stólræð- umar hjá Geir Sæmundssyni á Akureyri frá orði til orðs. Hann kom einu sinni óforvarandis heim til hennar, af því hann hafði heyrt þessa getið, og fékk staðfestingu á því að hún gat þulið prédikunina í heilu lagi. - Tímabil sögunnar er frá því um síðustu aldamót og þangað til herinn er búinn að yfirgefa bragg- ana eftir lok stríðsins. Þetta er ekki pólitísk bók, nema hvað pól- itískur skilningur persónanna í Tryggvi Emilsson: Sannsögulegar persónur. Mynd: Kristinn. henni vex, sérstaklega í síðari hlutanum þegar segir frá Dags- brúnarmanni. Það koma margar konur við sögu, gáfaðar mann- eskjur og þrekmiklar til vinnu. Ég man eftir ótrúlega sterkum konum sem stöfluðu 100 punda síldar- mjölspokum. Og konur geta unn- ið mjög hratt. Með merkari per- sónum í skáldsögunni er Finn- bima, fullorðin kona í sveit. - Ég er heillaður af örlagasög- um fólks. En hvað sagði ekki pabbi: Lifsins kljáður vefur vófst, viljans ráði unninn, minn var áður œvin hófst örlagaþráður spunninn. Örlögin virðast oft fullráðin snemma, en þú tekur eftir að hann segir samt að þetta sé með ráði viljans. Einstaklingurinn er með í gerðum. - Ég ráðlegg þeim sem vilja skrifa bækur ekki nokkum skap- aðan hlut. Þeir verða að skrifa eft- ir eigin hugmyndum og kostum. En nú ætla ég að velgja handa okkur kaffi, það er auðvelt, þarf ekki lengur að kveikja eld eða blása í glæður. ÓHT Súld á blind- flugi Hljómsveitin Súld hefur sent frá sér sína aðra breiðskífu „Blindflug". Platan staðfestir þær breytingar sem orðið hafa á tón- list Súldarinnar frá fyrri tímum og fyrstu plötunni „Bukoliki“ sem kom út árið 1988, en Súld var stofnuð 1986. Vafalaust má skrifa breytt yf- irbragð Súldarinnar að miklu leyti á þær mannabreytingar sem orðið hafa á hljómsveitinni. Hún er nú skipuð þeim Steingrími Guð- mundssyni á trommur, Páli E. Pálssyni á bassa, Tryggva Hubner á gítar, Lámsi H. Grímssyni á hljómborð og flautu og Maarten van den Valk á slagverk. Tónlist Súldarinnar er aðgengilegri og léttari en framan af ferlinum og meira brædd saman við rokk og önnur takt-afbrigði. Það fyrsta sem manni dettur í hug þegar hlustað er á „Blind- flug“ er skyldleiki hennar við Mezzoforte og að með þessari plötu hafi Mezzoforte loksins fengið jafna samkeppni. Mér finnst tónlist Súldarinnar þó vera líflegri og neistameiri en þeirra Mezzofortemanna, sem hafa spil- að svo lengi saman að það ásamt fullkomnunaráráttu vill koma niður á lífinu í tónlistinni. „Blindflug" er langt í frá einlit plata. Þeir félagar eiga allir sínar tónsmíðar á plötunni að Maarten umdanskildum. Það er léttur djassrokkblær í fyrstu fjómm lög- unum. Þar heyrist vel að íslenskir djassarar hafa eignast mjög ffarn- bærilegan bassaleikara, þar sem Páll fer, en frammistaða hinna kemur minna á óvart, enda em þeir allir búnir að margsanna sig í gegnum árin. Af þessum fjómm upphafslögum þykir mér „Sól yfir eyðibæ" einna snotrast, aðallega fyrir góðan bassaleik og vel útsett hljómborð og ágæta melódíu. Það reynir hins vegar ekki al- varlega á Steingrím Guðmunds- son fyrr en „Kjamorkulaus heim- ur“, sem er eftir hann sjálfan. Þangað til skilar hann sínu af yfir- veguðu öryggi, þannig að maður tekur nánst ekki eftir honum vegna þess hvað hann fellur vel inn í heildarmyndina. í „Kjamorkulaus heimur" þyngist heldur brúnin á Súldar- mönnum. Lagið hefur yfir sér austurlenskan blæ vegna takts og flautuleiks. Þetta lag Steingríms höfðar einna mest til mín af lög- um plötunnar, ásamt „Næturljóði“ Lámsar Grímssonar. Hann og Steingrímur virðast vera á þyngra kanti en þeir félagar Tryggvi og Páll, sem þurfa engu að síður ekk- ert að skammast sín fyrir sínar ágætu lagasmíðar. Það er líka mjög skemmtilegt að heyra hvað gamalreynt rokktröll eins og Tryggvi plumar sig vel i bræð- ingnum, þó vissulega sé hann ekki nýr gestur á þeim bæ. Það hefur bæði verið lagður metnaður og alúð í „Blindflug" og útkoman er mjög eiguleg plata sem á ömgglega eftir að eldast vel. Súld hefur lagst í viking nokkmm sinnum á ferlinum og meðal annars komið í nokkur skipti fram á djasshátíðinni í Montreal í Kanada við góðan orð- stír. Upplýsingar á plötuumslagi em einnig á ensku, sem bendir til þess að dreifa eigi „BIindflugi“ erlendis. Það getur Súldin og að- standendur hennar gert kinnroða- laust. -hmp Úr einni heims- álfu í aðra Paul Simon fékk eftirminni- lega uppreisn æru þegar hann gaf út „Graceland", en þá hafði hann verið einstaklega leiðin- legur í mörg herrans ár. Það sem gerði gæfumuninn var að Simon sótti andargiftina í aðra heimsálfu eða til Suður Afríku, en þarlendir tónlistarmenn lögðu til takt og valdar melód- íur. Þrátt fyrir langan og glæstan feril í heimalandinu, á Símon ofi á tíðum við mikla tregðu að stríða þegar kemur að því að semja lög og textamir raðast ekki endanlega saman fyrr en á lokastigi hverrar plötu. Þessi tregða hafði hijáð hann alveg frá þvi „Graceland“ var tekin upp þangað til hann hélt til Brasilíu fýrir um ári til að finna andann á nýjan leik. í Brasiliu tók hann upp fleiri kílómetra af slag- verki brasilískra tónlistarmanna og hélt síðan heim til Bandarikj- anna þar sem hann vann úr upp- tökunum. Þessi vinnubrögð hafa orðið til þess að sumir erlendir skribent- ar hafa efast um fullan höfundar- rétt Paul Simons á útkomunni, nýjustu plötunni hans „The Rythm Of The Saints“. Paul Sim- on brást hinn versti við þessum ásökunum og segist hafa engu leynt fyrir brasilískum samstarfs- mönnum og hafa í alla staði stað- ið við gerða samninga. En hvort Paul Simon á allan höfundarrétt eða ekki, er ég þeirr- ar skoðunar að „Taktur dýrling- anna“ sé betri plata en „Grace- land“. Ég er þess einnig fullviss að Simon á þær góðu laglínur og melódíur sem em lagðar yfir mjög gott undirspilið. Sérstaklega er ég hrifinn af „She Moves On“, „Further To Fly“, „The Obvious Child“ og „The Coast“. Nýja plat- an sækir ekki eins miklum tíðind- um og „Graceland“ þar sem breytingin er ekki eins mikil og með „Graceland“. En eins og áður sagði er „Taktur dýrlinganna" að mínu mati betri plata en „Grace- land“, sem kosin var plata senn liðins áratugar hjá gagnrýnendum á Islandi. -hmp Föstudagur 14. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.