Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 25
UM HELGIN
MYNDLIST
Árbæjarsafn, lokað okt.-mal, nema
m/samkomulagi. Ásmundarsalur við
Freyjugötu, Svava Sigríður
Gestsdóttir með vatnslitamyndir,
opið 9-21 virka daga, til 15. des.
Bjöminn við Njálsgötu 49, Kristján
Fr. Guðmundsson sýnir málverk og
vatnslitamyndir.
Djúpið, Hafnarstræti, sýningin
„Taktana heim", opnað lau 15 des kl
16, fimmtán listamenn sýna og selja
á staðnum fram á þrettánda dag
jóla.
FÍM-salurinn, Garðastræti 6,
Gallerí einn einn, Skólavörðustíg
4a, Hrafnkell Sigurðsson, Ijósmyndir
og grafík, opiö 14-18, til 1. jan.
Gallerí 8, Austurstræti 8. Seld verk
e/um 60 listamenn, olíu-, vatnslita-,
og grafíkmyndir, teikningar,
keramík, glerverk, vefnaður,
silfurskartgripir og bækur um
(slenska myndlist. Opið virka daga
og lau kl. 10-18 og su 14-18.
Gallerí Borg, Austurstræti 3 og
Sfðumúla 32, grafík, vatnslita-,
pastel- og olíumyndir, keramikverk
og módelskartgripir, opið lau 10-14.
Gallerí List, Skipholti 50 B. Ólöf
Erla Bjarnadóttir sýnir keramik.
Vatnslita og grafikmyndir, keramík
og postulín auk handgerðra (sl.
skartgripa. Opiö kl. 10:30-18, lau
10:30-14.
Gamli Lundur, Akureyri, Þórður
Halldórsson á Dagverðará með
málverk. Til 15. des.
Hafnarborg, listastofnun
Hafnaríjarðar, Tólf hafnfirskir
listamenn. Sverrissalur: Verk I eigu
Hafnarborgar. Opið alla daga nema
þri kl. 14-19.
Kjarvalsstaöir, austursalur, Glsli
Sigurðsson, Opiö daglega frá kl. 11-
18. Til 23.12. Kjarvalsstaðir,
vestursalur, Sigfús Halldórsson.
Opið daglega frá kl. 11-18. Til
23.12.
Listasafn Einars Jónssonar opið
laugardag og sunnudag 13.30-16,
höggmyndagarðurinn alla daga 11-
Listasafn fslands:
Aldarlok- sovésk samtímalist, 5
málarar. Opið alla daga nema má
kl. 12-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
sýn. á andlitsmyndum Sigurjóns.
Opið lau og su kl. 14-17, þri kl. 20-
22.
Listhús, Vesturg. 17,
Aöventusýning Listmálarafélagsins.
Opið alla daga 14-18 til jóla.
Menntamálaráðuneyti kl 9-17 alla
virka daga, Guðjón Bjarnason með
60 olíumálverk og skúlptúra og
Sigríður Rut Hreinsdóttir m 20
vatnslitamyndir. Til 5. jan.
Minjasafn Akureyrar, Landnám I
Eyjafirði, sýning á fornminjum. Opið
su kl.14-16.
Minjasafn Rafmagnsveitunnar,
húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su
14-16.
Norræna húsið, Finnsk hýbýli, list
á opinberum stöðum, 4.-29.des.
opiö alla daga 14-19.
Norræna húsið, anddyri:
HOLOGRAM, list með leisertækni,
til 29.des.
Nýlistasafniö, Vatnsstig 3b, kl
Róska með sýningu á málverkum,
tölvugraflk. Ijósmyndum og verkum
með blandaðri tækni. Gísli
Bergmann með sýningu á
akrílmálverkum. Oþið daglega kl
14-18 til 23. des.
Ríkey, gallerí og vinnustofa
Hverfisgötu 59,úrval listaverka og
listmuna.
Opiö 10-18 virka daga og
laugardaga kl 12-16.
Safn Ásgríms Jónssonar,
Bergstaðarstræti 74, búið að opna á
ný eftir viðgerð, sérsýning á 25
myndum máluðum I Reykjavík og
nágrenni, vatnslitir og olía. Opið
13:30-16, þri, fim, lau og sun. Til
febrúarloka.
Sjóminjasafn fslands,
Vesturgötu 8 Hf. Opið lau og su kl.
14-18. Te og kaffi, Vesturgötu 52,
Akranesi, Inga Sólveig opnar
Ijósmyndasýningu. Opið daglega
10-23:30. Til 31. des.
Verkstæði V að Ingólfsstræti 8. Sex
konur vinna á verkstæöinu og eru
þar unnin textllverk ýmiskonar, sjöl,
púðar, slæður, dreglar o. fl. Opiö
alla virka daga kl. 13-18 og lau 10-
16.
Þjóðminjasafnið, Bogasalur.opið
um helgar, og þri og fi kl. 11-16.
Skiöl 1800 ár. Á efri hæð:
Þjoðlifsmyndir Sigrlöar Kjaran.
TÓNLIST
Ártún 5, Hellu á Rangárvöllum lau
kl 16, tónleikar, Mozart-
klarinettukvintett og Brahms-
plnaókvintett, _ Þórhallur Birgisson,
Kathleen Bearden, Helga
Þórarinsdóttir, Nora Kornblueh,
Óskar Ingólfsson, Snorri S.
Birgisson.
Áskirkja su kl 17: Jólatónleikar
Kammersveitar Reykjavíkur, með
fimm ungum einleikurum og 12
manna strengjasveit, baroktónlist.
LEIKHÚS
Hugleikur, áhugaleikfélag,
Galdraloftinu við Hafnarstræti,
“Aldrei fer ég suður", fö kl. 20:30.
Siðasta sýning!
HITT OG ÞETTA
Árbæjarsafn su kl 13-16,
Ferðafélag (slands su kl 13: Hana-
nú I Kópavogi, samvera og súrefni
á morgun lau, lagt af stað frá
Digranesvegi 12 kl.10.
Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, su
kl 15, kaffiveitingar f. eldri félaga.
Gaukur á Stöng, lau kl 14, málþing
vegna Hannibalsbókar: Geta fornir'
féndur sameinast? Hvert er
framtíðarhlutverk A-flokkanna?
Frummælendur Ragnar Stefánsson
og Össur Skarphéðinsson,
umræðuvaki Einar Karl Haraldsson.
Goðheimar, Sigtúni 3, Félag eldh
borgara, lokað v. jólaleyfa 17. des. -
6.jan. Einnig lokað I Risinu 17.des.-
3.jan. Skrifstofan lokuð v. flutnings
frá 17.des. Opnuð aftur 2.jan. að
Hverfisgötu 105.
Hafnarborg, Hafnarfirði, lau kl 16,
bókmenntadagskrá í kaffistofu: Ámi
Ibsen, Einar Már Guðmundsson,
Guðrún Helgadóttir, Kirstín
Loftsdóttir, Olafur Gunnarsson,
Slmon Jón og Steinunn
Sigurðardóttir.
Hugsum máliö
Ástand fiskistofnanna við ís-
landsstrendur ber auðlindanýt-
ingu okkar ekki fagurt vitni. I
fjölda ára hefur t.d. verið tekið
meira úr þorskstofninum, en mælt
var með af fískifræðingum, og er
nú svo komið að við verðum að
treysta á glaðning frá Grænlandi
eigi svipað aflamagn að nást og
undanfarin ár.
Gullkálfar hagvaxtarmann-
anna, frystitogaramir, eru kannski
gleggsta dæmið um verðmætasó-
unina. Þar er fiskurinn unninn um
borð og 35% hans gerð að útflutn-
ingsvöm. Minna talað um þau
65%, sem fleygt er útbyrðis.
Nýlega var sagt ffá því í frétt-
um með vandlætingartón að
grænlenskir rækjuveiðimenn
hefðu fleygt 20.000 lestum af
dauðri smárækju i hafið til að
skerða ekki kvóta sinn. Ætli eitt-
hvað svipað hafi ekki gerst hér
við land ? Mergjaðar sögur hafa
a.m.k. gengið af smáfiskadrápi á
miðunum, þar sem vemlegum
hluta aflans hefur verið fleygt.
En þetta þarf ekki alltaf að
vera í annarlegum tilgangi. Oft er
um að kenna fávisku eða fákunn-
áttu á þörfum markaðarins.
Humarveiðimenn slitu til skamms
tíma allan sinn humar og fleygðu
klóm og öðm aftur í hafið.
Þar fór helmingur aflaverð-
mætisins fyrir lítið, því jafn mikið
fæst fyrir kílóið af heilum humri á
Evrópumarkaði eins og fyrir hal-
ana á Ameríkumarkaði. Að ekki
sé talað um verðin, ef tekst að
koma dýmnum lifandi til kaup-
enda !
Nú, þegar leyfi til flutninga-
flugs hafa verið rýmkuð, ættu Is-
lendingar að fara að snúa sér í
vaxandi mæli að því að koma sín-
um ferska fiski flugleiðis til
markaðanna í Evrópu. Þetta er
kostur, sem t.d. Austfirðingar
eiga gagnvart hinum efnilega
Norðurlandamarkaði, Vest-
mannaeyingar eiga að snúa sér að
Suður-Evrópu og Vestfirðingar
að Frakklandsmarkaði, þar er t.d.
steinbíturinn vinsæll !
Á þennan hátt má margfalda
skilaverð og minnka þannig álag-
ið á þessa mikilvægu auðlind.
Þetta em ekki einu kostimir,
sem við eigum til að stórauka
verðmæti sjávaraflans. Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins hef-
ur fjölda góðra mála í „skúffun-
um“, en þar fá þau líka að dúsa á-
fram. Fjármagn til þróunarvinnu
af ýmsum toga fæst hvorki úr op-
inberum sjóðum né úr vasa kvóta-
aðalsins.
Hagsmunir kvótaeigenda ís-
lands fara nefhilega ekki alltaf
saman við hagsmuni annarra ís-
lendinga. Kvótaeigendumir
keppa fyrst og fremst að því að ná
inn fyrir uppsprengdu kaupverði
skipanna, sem kaupa þurfti til að
ná tangarhaldi á hinni dýrmætu
auðlind, fiskinum í sjónum. Einu
sinni var hún nú sameign allra
landsmanna. Aðrir kostir, eins og
atvinnuþróun í landi, verða að
þoka um set á meðan þetta “fjár-
mögnunartímabil” varir.
Það ætti hverjum manni að
vera ljóst, að svona má ekki
ganga um auðlindimar, hvorki í
hagrænu né vistfræðilegu tilliti.
Þetta á ekkert skylt við sjálfbæra
þróun.
Prófessor Ragnar Ámason
hefur sett ffarn afar áhugaverðar
kenningar um hámörkun afrakst-
urs fiskistofnanna. Telur hann
m.a. stómm arðvænlegra fyrir
þjóðarbúið að fjárfesta í vemdar-
aðgerðum á fiskimiðuðunum en
orkuverum fyrir álver, sé miðað
við smánarsamninga Jóns Sig-
urðssonar iðnaðarráðherra.
Það er mjög ómerkilegur á-
róður að halda því ffarn að við
séum komin að endimörkum
þess, sem fiskimiðin í kringum
landið getað gefið af sér. Einu
takmarkanimar í þessu sambandi
felast í þankagangi stóriðjupost-
ulanna.
Islenskar sjávarafúrðir þykja í
háum gæðaflokki og augljóslega
hægt að ná stórbættum árangri í
markaðssetningu þeirra. Til þess
þarf ofúrlitla hugarorku og
kannski andvirði eins ffystitogara
á ári næstu 5 ár. Ef meiri áhersla
er lögð á gæði og minni kröftum
eytt í að rífast um magn, má ætla
að vel megi til takast.
VANDLIFAÐ
í VERÖLDINNI
Einar Valur
Ingimundarson
Föstudagur 14. desember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 25